Morgunblaðið - 28.02.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1958, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. febr. 1958 MORGVTSBL 4ÐÍÐ 17 Ólafur A. — Minning í DAG verður g rð útför Ólafs A. Björnssonar, fulltrúa, sem andað ist hinn 22. þ. m. Ólafur Bjórnsson var fæddur 29. apríl 1912 og þvi tæplega 46 ára að aldri, þegar hann andaðist. Foreldrar hans voru Björn Árna- son, hreppstjóri og bóndi á Syðri- ey, og kona hans, Þórey Jónsdótt- ir. Móðir sína missti Ólafur að- eins 2ja ára gamall, en hann ólst síðan upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Guðrúnu Sig- urðardöttur. Ólafur Björnsson stundaði uám í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu en fluttist til Eeykjavíkur árið 1933 og var þá ætlun hans að halda áfram námi í Menntaskóianum í Keykjavik, enda hafði komið í ijós, að Ólafur hafði hina beztu námshæfileika. En einmitt þá veiktist Óiafur af þeim sjúkdómi, sem hann barðist siðan við, það sem eftir var æv- innar. Óiafur varð samslarfsmaður minn hjá h.f. Shell á íslandi hinn 1. júní 1939 og starfaði hann hjá félaginu til dauðadags. í fyrstu var Ólafur skrifstofumaður á olíu Btöð félagsins í Skerjafii'ði, en fljótt komu í ljós einstakir hæfi- leikar hans og eftir tiltölulega stuttan tíma varð Ólafur fulltrúi á aðalskrifstofu félagsins í Reykja vík. Skarpskyggni hans í störfum og Ijúfmannleg framkoma gagn- vart öðrum varð til þess að allir sem áttu skipti við hann, báru virðingu fyrir honum og hlýjan hug til hans. f daglegum störfum var hann öruggur og hafði hið bezta vald á verkefnunum, auk þess sem hann var mjög samvizku samur maður. Var hann því ómet- anlegur starfskraftur fyrir það fyrirtæki, sem hann vann hjá. — Eins og áður er vikið að, var Ölafur hinn drengilegasti í fram- komu og var hann því vinsæll af öllum samstarfsmönnum sínum. Höfðu allir hina mestu ánægju af að starfa með honum. Á þeim ár- um, sem Ólafur vann hjá félag- inu, þurfti hann oft að berjast við hin erfiðu veikindi og dvaid- Björnsson ist hann þá stundum lengi á sjúkrahúsum. ,Þrátt fyrir það var hinn sami áhugi fyrir málefn um félagsins ætíð fyrir hendi og alltaf var hann reiðubúinn til að leggja ráð í hverjum vanda. Veik- indi sín bar Ólafur með rólyndi og karlmennsku og heyrðist ekki mæla æðruorð. Þegar Ólafur Björnsson dvaidi að Vífilsstöðum árið 1936 og síð- ar, vann hann mikið brautryðj- andastar-f í sambandi við stofnun S.I.B.S. Hann var fyrsti formað- ur félagsins Berkiavarnar í Reykjavík árið 1939 og var síð- ar í stjórn S. I. B. S. til árs- ins 1946, þegar hann fór til dvalar á heilsuhæli erlendis. — Árið 1950 gerðist hann formaður vinnuheimilis S.Í.B.S. á Reykja- lundi og gegndi því starfi til dauðadags. Telja þeir, sem kunn- ugir eru þeim málum, að hann hafi unnið ómetanlegt starf fyrir þennan merkilega félagsskap, sem hefur komið svo miklu og góðu til leiðar í þágu þeirra, sem eiga við berklaveikina að stríða. Þó að hér á undan hafi sérstak lega verið getið um hæfileika Ól- afs í starfi hans og vinsældir hans hjá því fyrirtæki, sem hann vann lengst hjá, þá vann Ólafur sér hylli og virðingu langt út yfir það svið og eru þeir nú f jölmarg- ir, sem sakna þess að geta ekki lengur notið hæfileika hans og ánægjulegra samskipta .iðhann. Ólafur Björnsson lætur eftir sig konu, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sem var honum stoð og stytta í veikindum hans og ennfremur 16 ára gamlan stjúpson. Er að þeim mikill harmur kveðinn við fráfall Ólafs Ég vil fyrir mína hönd og allra þeirra, sem störfuðu með Ólafi, við það fyrirtæki, þar sem hann lengst vann, þakka honum sam- fylgdina um farinn veg og votta konu hans og stjúpsyni innilega samúð. Hallgr. Fr. Hallgrímsson. Til sölu mótorrafsuðuvél Tilboð óskast. Upplýsingar í Vélsmiðjufini Afl hf. Laugaveg 171 Lampar Fjölbreytt úrval nýkomið Þ. á. m. hinitr margeftirspurðu DRAGLAMPAR Skermabuðin Laugavegur 15 — Sími: 19635 IJngur rafvirki og vélstjóri óskar eftir atvinnu strax. Til mála gæti komið að gerast meðeigandi í verkstæði eða litlu iðn fyrirtæki. Svar sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 3. marz n. k„ merkt: „SPUTNIK — 8600“. Frysting og vorugeymsla Tökum að okkur frystingu og geymslu á kjöti, fiski, beitu og hvers konar framleiðsluvörum. Getum leigt hentugt húsnæði fyrir alls konar iðnrekstur og vöru- geymslu. — Upplýsingar í síma 11740. SAMKVÆMISKJOLAR m. a. Kvöldkjólar úr flaueli MARKAÐURINN HAFNARSTRÆTI 5 Éj -r*8£Sk, tttph -*’4'4r4’44’^ ffrrtrrS'tí Jl ..... ár ►444 „, XXi. STOFW^FTT Nokkur sett af Karlmannafötum htilsháttar gölluö, og eldri gerðir seld næstu daga Stórkostleg verðlœkkun Notið tækifærið I P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.