Morgunblaðið - 28.02.1958, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. febr. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
19
Á morgun, laugardag-, hefur Leikfélag Reykjavíkur enn sýningar á „Tannhvassri tengda-
mömmu", en sýnmgar hafa legiff niðri um tíma, vegna þess aff „Tengdamamman", Emelía Jónas-
dóttir, hefur dvalizt á Akureyri og fariff meff sama hlutverk þav hjá Leikfélagi Akureyrar.
Áffur hefur „Tannhvöss tengdamamma“ vcriff sýnd 92 sinnum á vegum L. R. — og verffur sýn-
ingin á morgun því hin 93. í röffinni.
Badmititon
SVO sem áður hefur verið skýrt
frá, hefir dvalizt hér þennan mán
uð dönsk stúlka frk. Kirsten
Pelck Hansen, á vegum Tennis-
og badmintonfélags Reykjavíkur,
til að leiðbeina félagsmönnum
um badmintonleik. Til þess að
árangur af starfi hennar yrði
sem varanlegastur var fyrst haf-
izt handa um þjálfun 10—12
manna kennaraliðs innan félags-
ing, en síðar var öðrum félags-
mönnum leiðbeint eftir því, sem
tírni vannst til í sambandi við
dvöl hennar hefir félagið einnig
hafizt handa um tilsögn barna
frá 11 ára aldri. Tveir æfinga-
tímar hafa verið haldnir og er
áhugi mikill meðal hinna 30 þátt
takenda. Ætlunin er að halda
þessu áfram eftir því, sem ástæð
ur frekast leyfa.
Kirsten Pelk Hansen er nú á
förum til Danmerkur og fylgja
henni beztu óskir og þakklæti
félagsmanna TBR. Mun það ein-
róma álit allra þeirra, er notið
hafa kennslu hennar og leiðbein
«* KVÍKMYNDIR +
„Grátsöngvarmrt"
i Tjarnarbíói
I>ETTA er brezk gamanmynd
tekin í litum og eru sungin þar
mörg ný dægurlög. Efni myndar-
innar þarf ekki að rekja hér því
að það er í meginatriðum hið
sama og í leiknum með sama
nafni, sem Leikfélag Reykjavíkur
hefur sýnt að undanförnu og
sýnir enn við ágæta aðsókn. Kvik
myndir gefa yfirleitt meira at-
hafnarými en leiksviðið og þess
nýtur þessi skemmtuega mynd
í ríkum mæli. Hún sýnir per-
sónurnar úti og inni, í leikhúsi og
á knæpu, sýnir „grátsöngvarann"
þar sem hann er eltur af fjölda
ungmeyja, sem hann hefur heill-
að með söng sínum, — og jafnvel
gamlar og hrukkóttar konur og
fílefldir karlmenn fá ekki varizt
tárum, er þau heyra hinn grát-
klökkva söng listamannsins. Hér
er verið að skopast að hinni
sefjasjúku hrifningu, sem dægur
lagasöngvarar vekja hvarvetna
um heim og mun þó ekkert ýkt
í myndinni í því efni. — Atburða-
rásin er mjög hröð í myndinni,
fjölbreýtnin mikil og hláturs-
efnið óþrjótandi. — Myndin er
ágætlega gerð og leikurinn af-
bragð, enda eru aðalhlutverkin
í höndum mikilhæfra leikara svo
sem Jack Buchanan, Janette Scott
Jean Carson o. fl. „kynbomb-
unni“ Diana Dors bregður þarna
fyrir, án þess að hún prýði mynd-
ina. — Söngurinn er góður og
dansatriðið mjög skemmtilegt.
Ego.
Kirslen Ilanscn
itiga, að félagið hefði vart verið
heppnari í vali sínu á kennara.
Á morgun (laugardag) gefst
badmintonunnendum tækifæri
til að sjá hana leika í keppni
er TBR gengst fyrir. Þátttakend-
ur auk hennar verða ýmsir beztu
badmmtonleikarar félagsins, og
verður keppt í tvenndarkeppni.
Einnig fer fram tvíliðaleikur
ksurla.
Mótið hefst í íþróttahúsi KR
kl 5,30.
Kirkjukór Braufar-
hoHssóknar
STOFNAÐUR hefur verið kirkju-
kór Brautarholtssóknar. Stjórnandi
kórsins er Gísli Jónsson, Arnar-
holti, og er hann orgelleikari kórs
ins ásamt Hjalta Þórðarsyni Æsu-
stöðum í Mosfellssveit.
Alþingi ræðir
um refsilöggjoiina
FRUMVARP þau, sem hegning-
arlaganefndin hefur samið um
breytingar á almennum hegning-
arlögum og 18 öðrum lögum og
lögð hafa verið fyrir Alþingi,
voru til 1. umr. í neðri deild í
gær.
Nokkur orðaskipti urðu milli
Bjarna Benediktssonar og Gisla
Guffmundssonar um formsatriði í
sambandi við flutning frumvarp
anna. Ólafur Björnsson ræddi um
þá stefnu, sem fram kemur í
þeim, og miðar að því að draga
úr því, að dómstólar beiti rétt-
indasviptingu Kvað hann þessa
stefnu í hinni almennu refsilög-
gjöf vera í samræmi við rétt-
arvitund. almennings, en í miklu
ósamræmi við stefnu, sem fram
kemur í ýmsum refsiákvæðum
sérlaga, t. d. varðandi efnahags
lífið. Er þar sífellt hert á refs-
ingum og þær látnar liggja við
æ fleiri verknuðum Taldi Ólafur
að undirbúningur þessara refsi-
ákvæða sérlaga væri oft óvand-
aður og að þau gætu orðið til
þess að minnka virðingu fyrir
lögum og rétti.
Frumvörpunum var öllum vís-
að til 2 umr. Þau eru flutt af
allsherjarnefnd að beiðni ráðu-
neytis, og mun nefndin fjalla um
þau fyrir 2. ur
EIN4R ÁSMUNDSSON
hæstaréttarlögmabur.
IIAFSTEINN SIOURÐSSON
héruðsdómslögnia? ur.
Sími 15407.
Skrifstofa, Hafnarstræti 5.
Lokað
vegna jarðarfarar allan daginn í dag.
Umboð Vöruliappdrættisins í Austurstræti 9 lokað
frá hádegi.
Samband íslenzkra berklasjúklinga
Austurstræti 9
Skrifstofa Vinnuheimilisins að Reykjalundi,
Laugav. I**
Piltur
15—17 ára óskast til aðstoðar í bílaverzlun. —
Upplýsingar í búðinni kl. 5—7, ekki í síma.
Blfreiðar og landbúnaðarv.
Brautarholti 20
Útvarpshlusfendur a œf
ingu hjá Bruno Walter
RÍKISÚTVARPIÐ hefur undan-
farið flutt sinfónisk verk á
föstudagskvöldum og verður svo
enn í kvöld kl. 22.20. Flutt verð-
ur sinfónía nr. 36 í C-dúr, Linz-
Sinfónían svonefnda, eftir Mozart.
Columbia Symphony Orchestra
flytur verkið, og stjórnandi er
hinn aldni saillingur Bruno
Walter.
Hér er um nokkra nýbreytni
að ræða, því að hlustendum er
gefinn kostur á að heyra allan
undirbúning flutningsins, kynn-
ast því, hvernig skapast sú mynd
tónverks, sem þeir heyra á hljóm-
leikum. Þeir heyra á allt tal
hljómsveitarstjóra og hljóðfæra-
leikara, ábendingar Dr Walters
og skýringar, og hin ýmsu ólíku
blæbrigði, unz loks túlkun verks
ins ér talin boðleg hæstvirtum
hlustendum!
Hljómsveitarstjórinn, hinn
aldni Bruno Walter, er talinn
einn mesti hljómsveitarstjóri sem
nú er uppi. Hann er Þjóðverji,
en flúði land á valdatíð Hitlers
og býr í Bandaríkjunum. Túlkun
hans á tónverkum er viðbrugðið
fyrir göfgi og skáldlega tilfinn-
ingu. Bezt lætur honum að fást
við Mozart og Mahler og var hinn
síðarnefndi vinur hans.
Linz-Sinfónía Mozarts er ekki
meðal frægustu verka hans,
en er þó álitin mikið meistara-
verk Mozart samdi hana í mesta
flýti eins og fram kemur í bréfi
til föður hans, er tónskáldið skrif
Mozart
aði eitt sinn, er hann var stadd-
ur í borginni Linz, sem sinfónían
er kennd við: „Ég hef ekki neina
sinfóníu með mér og er nú í óða
önn að semja eina nýja, sem ég
vona að verði til nógu snemma"!
Kærar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vináttu
á 70 ára afmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og kveðj-
um og gerðu mér daginn ánægjulegan og minnisstæðan.
Ólafur Jónsson,
Eystra-Geldingaholti.
Lokað
verður í dag frá kl. 12 vegna jarðarfarar
Rakarastata Leifs og Kára
Skrifstofum okkar er lokað
í dag vegna jarðarfarar Ólafs Björnssonar,
fulltrúa.
Olíufélagið Skeljungur hf.
Eiginkona mín
ÁSTRlÐUR MORTENSEN
andaðist í Landsspítalanum 23. febrúar. Bálförin hefur
farið fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hinnar látnu.
Þakka auðsýnda samúð.
Johs Mortensen.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför dóttur okkar og systur
ÁSTU JtJLlU HARALDSDÓTTUR
Sjólyst, Stokkseyri.
Guðríður Sigurðardóttir, .£
Haraldur Júlíusson,
systur og aðrir vandamenn.
*
Innilegt þakklæti til allra er auðsýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður
okkar og tengdaföður
ÞORKELS JÓNSSONAR
bifvélavirkja. Sérstaklega þökkum við Norðurleið hf.,
fyrir höfðinglega minningargjöf.
María Vilhjálnisdóttir, börn og tengdasynir.
Þökkum af alhug vinsemd og samúðarkveðjur við andiát
og jarðarför mannsins míns og föður okkar
OLGEIRS SIGURÐSSONAR
Hólmfriffur Sigurffardóttir og börn.