Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLifílÐ Fimmtudagur 6. marz 1958 Það er óhaett að líta upp fiá viununni andartak __ á meðan myndin er tekin. (Ljósm. Ól. K. M.) Hún ei orðin Ieið d bókhnldinu HÚN er úr Njarðvíkunum, hefur unnið fjögur ár á Hreyfli. Hún hefur líka verið i Danmörku — í húsmæðraskóla — og unnið hjá Loftleiðum í Höfn. Og það er hún, sem fer nú með hlutverk „Önnu Frank“ í Þjóðleikhúsinu — og hlotið hefur verðskuldaða athygli. Þetta er Kristbjörg Kjeld 22 ára ungfrú, sem færir stórar tölur inn í þykkar bækur á skrif- stofu Hreyfils við Hlemmtorg frá kl. 9 á morgnana til 5 síðd. Und- anfarna tvo vetur hefur hún stundað nám í leikskóla Þjóðleik hússins — og farið beint úr vinn- unni í skólann. Hún hefur einnig haft á hendi nokkur smáhlutverk hjá leikhúsinu þennan tíma — og þau kvöld hefur vinnudagur- inn oft orðið langur. „En þetta hefur verið mjög skemmtilegt — og erfitt“, segir hún — „en leik- hússtarfið er alltaf að verða skemmtilegra — og bókhaldið jafnframt leiðinlegra með hverj- um deginum, sem líður“. í rauninni hlakkar hún alltaf til leikhússýninganna, enda þótt hún sé taugaóstyrk — „fyrsti hjallinn er erfiður. hvað það snertir, en þeir sem til þekkja og reynsluna hafa, segja mér, að það batni sjaldnast — sumir verða æ taugaóstyrkari því oftar, sem þeir fara fram á sviðið. Ekk- ert tilhlökkunarefni — en . ...“ Bridgefrétfir LOKIÐ er allfjölmennu bridge- móti, sem Bridgefélag Reykja- víkur og Bridgefélag kvenna stóðu að, en hér var um að ræða parakeppni. Voru alls spilaðar 5 umferðir. Af 42 pörum sem þátt tóku í keppninni urðu þau hlut- skörpust frú Magnea Kjartans- dóttir og Eggert Benónýsson út- varpsvirki, með 917 stig. Úrslit- in’ urðu að öðru leyti sem hér segir: 2. Guðborg Hjartardóttir og Guðmundur Ó. Guðmundsson, 915 stig. 3. Laufey Arnalds og Gunnar Guðmundsson, 867 stig. 4. Elín Jónsdóttir og Gunn- laugur Kristjánsson, 866 stig. 5. Ásgerður Einarsdóttir og Stefán J. Guðjohnsen, 860 stig. 6. Laufey Þorgeirsdóttir og Stefán Stefánsson, 857 stig. 7. Vigdís Guðjónsdóttir og Zóphonías Pétursson, 838 stig. 8. Kristjana Steingrímsdóttir og Guðjón Torfason, 836 stig. 9. Guðbjörg Andersen og ívar Andersen, 830 stig. 10. Margrét Ásgeirsdóttir og Lárus Hermannsson, 828 stig. í dag fer fram sveitarkeppni í Skátaheimilinu og munu alls sex bridgesveitir taka þátt í þeirri keppni. Þá stendur nú yfir tvenndar- keppni á vegum Bridgefélags kvenna — og hún brosir — alveg eins og á myndini, eins og hún væri laus við allt bókhald. Þið, sem eigið leið um Laugaveginn, getið skoðað myndirnar í skápnum hans Kaldals Ijósmyndara, ef ykkur finnst meðfylgjandi mynd ekki nógu skýr. Það eru mynd- irnar, sem senda á til föður Önnu litlu Frank. Hann safnar mynd- um af öllum stúlkum, sem fara með hlutverk hennar, litlu stúlk- unnar, sem hefði viljað skrifa miklu lengri dagbók. Gálausar s FÁTT veitir mönnum meira yndi en skíðaferðir í góðu veðri, ekki sízt unglingum. Þær eru ákjós- anlegasta mótvægi gegn löngum innisetum í skólum. Sú hefur verið lenzka í Reykja vík síðustu áratugi, að nemend- um skóla í Reykjavík hefur verið gefinn einn eða tveir frídagar á vetri til skíðafara. Fara þá ætið nokkrir kennarar með til trausts og halds. Ég hef ætíð larið slíkar ferðir þau rúm tuttugu ár. sem ég hef verið kennari í Reykja- vík. Meðan við Sveinbjörn Sigur- jónsson, skólastjóri, voru sam- kennarar, fórum við auk þess iðulega um helgar á skíði með nemendum okkar. Ég tala þvi af nokkurri reynslu um þessi mál. Sjaldan er um nothæft skíða- land fyrir Reykvíkinga að ræða nær en upp við Kolviðarhól og í Hveradölum, eða upp frá Leir- vogsvatni. í miklum snjóum má raunar fá sæmileg skíðalönd upp frá Lækjarbotnum eða uppi í Hamrahlið, en þó aldrei hættu- laust óvönum.Áþessumtveimstöð um gægjast urðir undan hverri brekku. Það er því iangt að aka á skíðaslóðir, og ferðir dýrar. Þær kosta nú 35 kr. farið eitt. Skólarn ir efna því sjaldnar til skíðaferða en ella. Skólar verða venjulega að ákveða skíðaferð fyrir hádegi dag inn áður en fara skal, ef boð eiga að komast til þeirra nemenda, sem árdegis eru í skóla. Getur því svo farið, að veður sé bre.vtt, svo að ótryggt þyki að fara. Veld- ur það að vonum leiðindum, ef aflýsa þarf skíðaferð. Er það Auglýsendur! Allar auglýsingar, sem birtast eiga i sunnu- dagsblaðinu, þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag. Jón Konráðsson, hrepp- stjóri, Bœ — Minning Á miðju sl. sumri andaðist að heimili sínu Bæ á Höfðaströnd bændaöldungurinn Jón Konráðs son, rúmlega áttræður að aldri. Jón Konráðsson var Skagfirð- ingur í marga ættliði. Hann var fæddur að Miðhúsum í Óslands- hlíð þann 3. nóv. 1876. Foreldrar hans voru Konráð Jónsosn hrepp stj. í Miðhúsum og síðar í Bæ og kona hans Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir bónda á Hofstöðum í Skaga firði Þorsteinssonar bónda á Hofstöðum Pálssonar bónda sama stað Jónssonar. Foreldrar Kon- ráðs í Bæ voru Jón hreppstjóri Miðhúsum og kona hans Ingi- björg Pétursdóttir bónda á Geir- mundarstöðum í Skagafirði Arn grímssonar bónda á Gili Einars- sonar bónda á Sauðá, Arngríms- sonar lögréttum. á Syðri-Brekk- um, Tómassonar lögréttum. sama stað Arngrímssonar. Jón hrepp- stj. í Miðhúsum var samkv. op- inberum heimildum sonur Jóns Konráðssonar stórbónda í Gröf á Höfðaströnd og síðari konu hans Abigaelar Vilhjálmsdóttur bónda á Hellu. Um Vilhjálm föð- ur hennar ritar Pétur prófastur á Víðivöllum. „Hann hafði skarpa skilningsgáfu og svo mikið næmi að hann gat fyrri part ævi sinn- ar munað orðrétt heila prédik- un“. í Ættum Skagfirðinga er Frið- rik Stefánsson alþm. borinn fyrir því samkvæmt sögusögn samtíð- armanna að Jón hreppstjóri í Miðhúsum hafi verið launsonur séra Eggerts Eiríkssonar í Glaum aldrei gjört, nema brýn nauðsyn teljist. Bregður þá svo við. að nemendur leigja sér bíl og fara forsvarslaus á skíði. Þetta bar við í mínum skóla sl. öskudag. Næsta dag, er ég Tékk vitneskju um þetta hringdi ég í foreldra þeirra nemenda sem farið höfðu, komst ég að raun um það að flestir höfðu haft samráð við for- eldra sína um þessa ráðabreytni. þó ekki allir.Þetta finnst mér svo neðan við allar hellur, að ég vildi benda foreldrum á þá hættu som af þessu getur leitt. Sé veður svo, að skóli telji sig verða að hætta við skíðaferð, sýnist lítil fvrir- hyggja að hleypa 13 ára ungl- ingum einum síns liðs upp á reginfjöll. Bílstjórinn fer bara inn í skíðaskálann, en kennarar —fari þeir með — fylgja hópnum. Bilstjórinn fær laun sín greidd í peningum, en kennarar í nægju heppnist ferð vel: Aðeins þeir, sem kunnir eru svona ferðum, vita hve margir unglingar eru gjörsamlega ósjátf- bjarga í slíkum ferðum. Sumir hafa kannske aldrei stigið fyrr á skíði. Kennarar verða að hjálpa þeim að festa skíðin. Kennarar verða að forða þeim frá hættu legum brekkum, sérstaklega, eí urð er fyrir neðan. Aðstoða þarf þau, sem kunna að rneiðast Marg ir unglingar hafa mjög takmark- aðan áttasans. Skelli á þoka eða geri él, er áttin töpuð. Foreldrar. Það hlýtur því að vera krafa skólanna til yðar, að þér leyfið alls ekki börnum yðar að fara ein síns liðs á skíði, hafi skóli hætt við slíka ferð vegna veðurs. Annað er fullkomið ábyrgðarleysi, og getur valdið manntjóni. Þá er hlutur bílstóra. Er yður ljóst, hvert ábyrgðarleysi þér sýn ið með því að aka börnum for- sjárlausum upp á reginfjöll, þeg- ar skólinn hefur aflýst skíðaferð, en um það var bílstjóra þeim kunnugt, sem ók unglingunum úr mínum skóla á öskudaginn. Það stoðar lítið að segja þeim að leita til yðar inn í skála. ef eitthvað bjáti á. Slasað barn eða áttavillt nær þangað ekki. Jón Á. Gissurarson. bæ, sem var af Svalbarðsætt í beinan karllegg, og þannig er ætt Jóns Konráðssonar rakin í Ættum Skagfirðinga. Síðari tíma rannsóknir benda til að þessi orðrómur hafi við lítið eða ekk- ert að styðjast. Eins og áður er getið var faðir Jóns í Miðhúsum Jón bóndi Konráðsson í Gröf d. 1802. Hann kyepti Gröf 14. sept. 1752, en bjó einnig í Bæ. Hann var kominn í beinan karl- legg af séra Jóni prinna á Siglu- nesi, sem margt þjóðkunnra manna er frá komið. Jón Konráðsson yngri í Bæ var því af traustu bergi brotinn langt fram í ættir. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum fyrst í Miðhús- um og síðar í Bæ. Konráð faðir hans keypti Bæ og flutti þangað vorið 1889. Hann rak þar útgerð og var einn af aðsópsmestu sveit arhöfðingjum samtíðar sinnar í Skagafirði. Ingibjörg kona hans var kvenkostur, vildi milda og bæta, þar sem hún náði til. Jón fór ekki í skóla, en naut góðrar heimafræðslu með henni og margra ára sjálfsnámi varð Jón vel undir það búinn að sinna margháttuðum störfum, er síðar hlóðust á hann á langri ævi. í föðurgarði vann Jón að búi foreldra sinna bæði til lands og sjávar. Árið 1898 kvæntist Jón frændkonu sinni Jófríði Björns- dóttur frá Gröf á Höfðaströnd. Mér eru enn í minni þessi glæsi- legu hjón, er ég sá þau í fyrsta skipti á Sæluviki; Skagfirðinga í febrúarmánuði 1899, þá nýlega gift. Talið er að þau tækju við búsforráðum í Bæ vorið 1900, en störfin höfðu færst smám saman yfir á herðar Jóns, er aldurinn færðist yfir föður hans. Lifði faðir han nokkur ár eftir þetta. Jón og Jófríður kona hans bjuggu rausnar búi í Bæ og bættu jörðina mikið. Túnið var sléttað og peningshúsin byggð upp, en íbúðarhús úr timbri hafði Konráð faðir hans byggt áður en hann féll frá. Vafalaust hefðu fram- kvæmdir Jóns í Bæ orðið enn meiri á þessu sviði, ef landbún- aðurinn hefði eingögnu notið krafta hans og áhuga, en svo var ekki. Jón rak eins og faðir hans allmikla útgerð, enda var Bær á þeim árum ein helzta útgerðar- stöðin við Skagafjörð. Einnig hér reyndist Jón glöggskyggn á það er til framfara horfði. Þegar báta mótorarnir fluttust til Norður- lands um síðustu aldamót, keypti Jón fyrstur Skagfirðinga slika vél og hóf mótorbátaútgerð. Þóttu það mikil tíðindi er það fréttist að mótorbátur væri kom- inn í Bæ. Jafnhliða umsvifamiklum bú- rekstri voru Jóni falin margvís- leg trúnaðarstörf. Hann var skip aður hreppstjóri Hofshrepps 1905 er faðir hans andaðist og gegndi því starfi til 1952, er Björn son- ur hans tók við. Hann sat lengi í hreppsnefnd og var tvívegis odd viti nefndarinnar. Formaður bún aðarfél. Hofshrepps var hann í all mörg ár og sýslunefndarmaður frá 1930—1938. Jón tók mikinn þátt í kaup- félagsmálum. Hann var einn a£ stofnendum Kaupfélags Austur- Skagfirðinga (það hét áður Kaup fél. Fellshr. stofnað 1919) og kos inn fyrsti formaður þess og gegndi því stárfi til æviloka. Jón var einn þeirra, er beitti sér fyrir stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga og sat í stjórn þess óslitið frá stofnun þess til ævi- loka.Var auk þes formaður stjórn arinnar í 13 ár, en baðstt þá und- an endurkosningu. í fasteigna- matsnefnd Skagafjarðarsýslu átti Jón sæti frá upphafi þ. e. 1916 og sömuleiðis á árunum 1930 og 1940 og var formaður nefndarinn- ar tvö fyrstu tímabilin. Auk þeirra starfa, er nú hafa verið talin, hlóðust á Jón mörg önn- ur opinber störf s. s. nefndarstörf og smærri trúnaðarctörf, er hon- um voru falin og tóku mikinn tíma. Öll störf, sem Jóni voru falin, rækti hann af mikilli alúð. Styrk ur Jóns Konráðssonar í afskipt- um hans af opinberum málum, var frábær samvizkusemi vak- andi áhugi fyrir framfaramálum héraðsins og bændastéttarinnar, hyggindi, gætni og prúðmennska, samfara lægni að þoka áfram áhugamálum. Þessir eiginleikar réðu miklu um að Jóni voru falin fleiri trúnaðarstörf en almennt gerist um bændur, og flestir töldu það rúm vel skipað, er hann sat. Vorið 1930 brugðu Jón og Jó- fríður búi í Bæ, en Björn son- ur þeirra tók þar við jörð og búi. Þessi ráðabreytni olli að öðru leyti engri breytingu. Þau voru eftir sem áður búsett í Bæ og Jón rækti störf sín sem áður. Jón í Bæ var maður all-hár vexti og fríður sýnum og að öllu vel á sig kominn. Hann átti góða og glæsilega konu, sem áður er get- ið, er var manni sínum samhent, en missti hana eftir rúmlega 57 ára sambúð. Þau áttu 3 börn, Konráð, er var lengi starfsmað- ur hjá S.Í.S., dáinn fyrir nokkr- um árum. Björn bónda og hrepp- stjóra í Bæ og Geirlaugu konu Þórðar Pálmasonar kaupfélags- stjóra, Borgarnesi. Jón andaðist að heimili sínu þann 6. júni sl. og var greftraður í ættargrafreit í Bæ að viðstöddu fjölmenni. Af þessum stutta æfiþætti Jóns í Bæ má ýmislegt læra. Ungur kaus hann að feta í fótspor feðra sinna og gerast bóndi, þó hon- um stæðu aðrar dyr opnar sakir hæfileika sinna og rúms efnahags foreldranna, en þess mun hann aldrei hafa iðrað. í stað þess að búa búi sínu fram á elliár, þar til börnin voru öll horfin að öðrum verkefnum eða búin að búa um sig annars staðar, afhendir Jón þá tæplega hálfsextugur, jörðina og búið syni sínum, er hann hafði stofn- að heimili, svo hann leitaði ekki annað og Bær héldist í eign og ábúð ættarinnar. Þegar Jón brá búi, flutti hann ekki úr sveitinni til Reykjavikur eða annarra kaupstaða með eign- ir sinar og keypti þar hús, eins og ýmsir efnabændur hafa leikið fyrr og síðar. í þess stað dvöldu hjónin áfram í Bæ, aðstoðuðu son sinn og tengdadóttur við bú- reksturinn, störfuðu áfram að áhugamálum sínum, og nutu ná- vistar barnabarna sinna. Þegar metin eru störf nútíma bónda, verður mælikvarðinn alla jafna jarðabótadagsverk, húsa- bætur, fjáröflun og félagsmála- störf. Allt er þetta og nauðsyn- legt og því réttmætt að nota það svo langt sem það nær. Til við- bóar kemur svo, hvernig var við skilnaðurinn í vertíðarlokin? Á honum verður ekki allfáum bænd um hált nú á dögum. Það próf stóðst Jón með ágætum. Með því sannaði hann, að hann var ekki aðeins góður búhöldur og forustumaður i félagsmálum, heldur einnig sannur og heil- steyptur bóndi, sem hélt reisn sinni sem slíkur til æviloka. J. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.