Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. marz 1958
MORCIJNBLAÐ1Ð
3
Mikið nauðsyniamál þjóðfélag-
sins að sætta vinnu og fjármagn
Hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag i
atvinnurekstri hugsanleg /e/ð til jbess
Úr rœðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi
Sigurður
Á FUNDI sameinaðs Alþingis
í gær var rætt um tillögu til
þingsályktunar um hlutdeild-
ar- og arðskiptifyrirkomulag
í atvinnurekstri íslendinga,
sem flutt er af Sigurði Bjarna
syni, Gunnari Thoroddsen og
Magnúsi Jónssyni. Sigurður
skýrði tillöguna í ræðu og
sagði m. a.:
Efni tillögunnar
I þessari tillögu er lagt til, að
Alþingi feli ríkisstjórninni að
láta rannsaka
og gera tillögur
\ um, hvar og
t mR % hvernig megi
f|§§ bezt koma á
| hlutdeildar- og
| arðskiptifyrir-
f komulagi í at-
[ vinnurekstri ís-
lendinga. Einn-
ig er lagt til að
athugað verði hvernig Alþingi og
rikisstjórnin geti stuðlað að efl-
ingu þessa fyrirkomulags. Um
þetta undirbúningsstarf skal
stjórnin hafa samráð við samtök
atvinnurekenda og launþega og
skila tillögum eins fljótt og unnt
Sætta þarf f jármagn og vinnu
Um það verður vart deilt með
rökum, að eitt þýðingarmesta
vandamál, sem nú er við að
etja á vettvangi þjóðmálanna,
er það, hvernig sætta megi fjár-
magn og vinnu. Mikil átök hafa
orðið á undanförnum áratugum
milli atvinnurekenda og laun-
þega. Er þess skemmst að minn-
ast, að á síðasta ári voru háð
lengstu verkföll, sem um getur
hér á landi, og þúsundir manna
áttu þá í hörðum vinnudeilum, er
ríkið sjálft var mjög viðriðið.
Afleiðingar slíkra átaka eru þær,
að nú er ^efnahagsástandið
hér á landi e.t.v. lakara en verið
hefur um langt skeið áður, þó að
þjóðin eigi mikilvirkari fram-
leiðslutæki en nokkru sinni fyrr.
Við, sem stöndum að þeirri
þingsályktunartillögu, sem hér
er til umræðu, lítum svo á, að
nauðsyn beri til, að fundnar verði
nýjar leiðir til að sætta fjármagn
og vinnu og tryggja um leið, að
þjóðin miði eyðslu sína og kröfur
til lífsins gæða við það, sem
raunverulega er mögulegt á
hverjum tíma.
Meginatriði fyrirkomulagsins
Hlutdeildar- og arðskiptifyrir-
komulagið er leið, sem bent hef-
ur verið á í þessu sambandi. —
Meginatriði hennar hafa verið
dregin fram á þennan hátt:
1) verkamenn eða aðrir starfs-
menn fái auk hinna föstu
Lög um verkamanna
búsíaði endur-
skoðuð!
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var rætt um fyrirspurn, sem
Eggert Þorsleinsson beindi til
Hannibals Valdimarssonar félags
málaráðherra um það, hvað liði
endurskoðun laganna um verka-
mannabústaði.
Eggert skýzði fyrirspurn sína.
Sagði hann, að í greinargerð hús
næðismálafrumvaips þess, sem
Framh. á bls. 19.
launa einhvern hluta í arði
af rekstri fyrirtækjanna,
2) þeim gefist kostur á að
safna arðhluta sínum, eða
einhverjum hluta hans, og
nota hann til að eignast
hluta í fyrirtækjunum,
3) þeir fái hlutdeild í stjórn
fyrirtækjanna. Má hugsa sér,
að það verði annað hvort
með því, að þeir eignist
hlutafé og fái réttindi hlut-
hafa, eða með því, að settar
verði á fót stai'fsmannanefnd
ir, til að hafa íhlutun um
rekstur fyrirtækjanna.
Þingsályktunartillaga þessi
fjallar aðeins um athugun á þessu
máli. Við leggjum ekki fram
lagafrumvarp um að lögfesta
þetta fyrirkomulag. Það er skoð-
un okkar að hér verði samkomu-
lag milli verkalýðs og vinnuveit-
enda að koma til. Þess vegna
leggjum við til að haft sé sam-
ráð við fulltrúa frá þessum að-
ilum þegar málið er undirbúið.
Kjarna þess er, að verkamenn og
vinnuveitendur öðlist skilning á
því, að þeir. eiga sameiginiegra
hagsmuna að gæta. Nútírna þjóð-
félag hefur ekki efni á stórfelld
um átökum milli þeirra, sagði
Sigurður Bjarnason.
Fyrst flutt 1937
Tillaga í þessa átt var fyrst
flutt á Alþingi árið 1937 af Jó-
hanni G. Möller og Thor Thors.
Þá var skipuð nefnd í málið, en
árangur varð ekki af starfi henn-
ar. Málinu hefur verið hreyft
síðar, en þó hefur ekki komið til
neinna aðgerða á þessu sviði.
Er það von okkar flutnings-
manna, að nú fari betur en áður,
enda miðar tillagan að því, að
leysa eitt hið mikilvægasta mál,
sem nú er við að glíma í þjóð
félaginu.
Að ræðu Sigurðar lokinni var
umræðunni frestað og málinu
vísað til allsherjarnefndar.
Ookmenntavika á vegum
Máls og mennlngar
Ný bók efiir Jón HeEgason um
handritin
Á NÆSTUNNI koma út tvær nýj
ar félagsbækur Máls og mezining-
ar: Handritaspjall eftir Jón Helga
son prófessor og sjálfsævisaga
rúmenska skáldsins Zaharia
Stancu. Bók Jóns Helgasonar
fjallar um örlög íslenzkra hand-
rita og er jafnframt lýsing á þeim.
I tilefni af útkomu þessarar bókar
hefur Mál og menning boðið Jóni
Helgasyni heim til íslands. Bók
Zaharia Stancu er sjálfsævisaga
í skáldsöguformi. Hún er fyrsta
rúmenska bókin, sem þýdd er á
íslenzku. Þýðinguna hefur gert
Halldór Stefánsson. Þess má geta,
að Stancu hefur vez'ið jafnað við
Gorkí.
Þá hefur Mál og menning
ákveðið að efna til Bókmennta-
viku frá 7.—12. þ. m. Hún hefst
með því, að Sverrir Kristjánsson
flytur fyrirlestur um Baldvin
Veizlugesfir komusf við
iilan leik heim m hlófi
Búfénaður beið heima málþola og kýr
ómjólkaðar
HÉRAÐI, 3. marz—Hér í sveit-
inni hafa verið haldin þorrablót
í hartnær hálfa öld, á hverjum
vetri. Að þessu sinni var þorra-
blótið haldið s. 1. laugardag, illu
heilli, því veður þótti ekki ein-
sýnt á sjálfan bóndadaginn. Lentu
þorrablótsgestir í hinum mestu
erfiðleikum við að komast heim-
leiðis úr hófinu, því veður spillt-
ist meðan setið var undir borð-
Ekki lagðar árar í bát
Þetta er í eina skiptið sem illa
hefur tekizt til um þoi'rablót hér.
Ekki mun þetta óhapp þó draga
kjark úr fólki og mun hiklaust
verða haldið þorrablót á kom
andi vetri. —G. H.
Einarsson og Þórbergur Þórðar-
son les upp úr óprentaðri bók.
Þessi kynning verður í Tjarnar-
kaffi á föstudagskvöld nk. Á
sunnudag flytur Jón Helgason
fyriz'lestur um íslenzk handrit í
British Museum, á mánudag segir
Halldór Kiljan Laxness frá ferð
sinni til Bandaríkjanna og Austur
landa og á miðvikudag verður
kvöldvaka á Hótel Boz-g. Þar
lesa upp úr verkum sínum skáld-
in Guðmundur Böðvarsson, Jó-
hannes úr Kötlum; Halldór Stef-
ánsson, Hannes Sigfússon, Jónas
Árnason og Thor Vilhjálmsson og
Baldvin Halldórsson les ljóð eftir
Snorra Hjartarson. Kristinn Halls
son »yngur einsöng.
Botvinnik vann
í fyrstu umferð
MOSKVU. — í fyrradag hófst
þriða einvígi þeirra Botvinniks
og Smyslovs um heimsmeistara
tignina í skák. En eins og kunn-
ugt er vann sá síðarneíndi keppn
ina í apríl í fyrra, en þá hafði
Botvinnik verið heimsmeistari
allt síðan árið 1948. Árið 1954
tefldu þeir einnig um titilinn og
'kildu þá jafnir, hlutu 12 vinn.
inga hvor, svo að Botvinnik varð
þá áfram heimsmeistari.
Fyrstu skák þeii’ra Botvinniks
og Smyslovs að þessu sinni lauk
með sigri hins fyrrnefnda.
— NTB.
V«4 rnætt m hófsins
Blótið var haldið í samkomu-
húsinu við Rauðalæk og var það
vel sótt, því veður var allgott
um daginn og vegir sæmilega fær
ir bílum, en þar sem erfiðara
var vegna færðar, voru veizlu-
gestir fluttir á snjóbíl. Settist
fólk síðan að veizlumatnum og
var setið fjórar stundir undir
borðum og fóru fram á meðan
ýnzis ágæt skemmtiatriði, söngur,
ræður og fleira, milli þess sem
snætt var gott hangikjöt og púns
og öl teygað með.
Skall á meö blindbyl
Um nóttina gekk á nzeð blind-
byl og rak niður snjó mikinn.
Veðrið hélzt enn er birta tók og
menn urðu að komast heim, því
skepnur biðu málþola heima og
kýr ómjólkaðar. Lögðu því allir
af stað heimleiðis. Tók það suma
8 klukkustundir að komast til
heimila sinna og voru þess dæmi,
að kýrnar biðu ómjólkaðar þann
tíma.
Bock hljómleiboi í Austur-
bæjurbíói í kvöld
ANNAÐ kvöld verða haldnir
rock-hljómleikar í Austurbæjar-
bíói, og konza þar fram margir
beztu rock-skemmtikraftar borg-
arinnar.
Þrjár hljómsveitir leika á tón-
leikunum: K. K.-sextettinn, Kvart
ett Gunnai's Erlendssonar og ný
Bumbuslagari KK-sextettsins
8 manna rock-hljóinsveit. M. a.
mun Þórir Roff leika á trommur
í hljómsveitinni.
K. K.-sextetti*n mun leika
fjöldamörg vinsælustu rock-lög-
in og syngja söngvarar hljóm-
sveitarinnar með, þau Ragnar
Bjaz'nason og Þórunn Árnadóttir.
Fleiri söngvarar koma fram, m.a.
Óli Ágústsson, Edda Bernharðs
og Johnny Boy, og mun K. K.
annast undirleik við söng þeirra.
Kvartett Gunnars Ez'lendssonar
leikur og mun Gunnar syngja
nokkur lög.
Þá verður danssýning, og dansa
Lóa og Sæmi og leikur K. K.
undir.
Það eru IV-bekkingar Verzlun
arskólans, sem gangast fyrir þess
um hljómleikum, sem því miður
mun ekki hægt að endurtaka.
Þeir sem eiga frátekna nziða að
skemmtun þessari, skal bent á,
að nálgast þá fyrir kl. 8 í kvöld,
því fullvíst þykir að færri munu
komast en vilja.
TAKSTEIMR
Gylfi fjarverar di
Eins og kunnugt er, fer tónn i
hljóðfærum mjög eftir því, hver
á þau leikur. Svipað kemur fram
í sambandi við skrif Alþýðublaðs
ins, því þau virðast frá degi tii
dags fara mjög eftir þvi hver
„nær eyra“ ritstjórans á hverjum
tíma, hvaða flokksforingi það er,
sem leikur þar á „hljóðfærið"
hveru sinni.
Alþýðublaðið hefur annan dag-
inn birt greinar fullar af skæt-
ingi í garð Sjálfstæðismanna, sem
vinna með þeim innan verkalýðs-
félaganna, jafnframt því, sem
varazt er að koma nálægt þvi,
hversu hraklega Framsókn hefur
leikið Alþýðuflokkinn. En hinn
daginn er svo allt annar tónn
í „hljóðfærinu.“
I gær er t. d. forustugrein Al-
þýðublaðsins mögnuð ádeila á
samspil kommúnista og Fram-
sóknar í samtökum launþega. Nú
segir Alþýðublaðið, að Fram-
sóknarflokkurinn sé „korninn út
á hættulega braut, þegar hann
hafnar samstarfi við Alþýðu-
flokkinn til að styðja verkalýðs-
leiðtoga á borð við Björn Bjarna-
son“. Nú er vitað, að Gylfi Þ.
Gíslason var einn allra eindregn-
asti talsmaður þess innan Al-
þýðuflokksins að flokkurinn ryfi
samstarf andstæðinga kommún-
ista við kosningarnar i verka-
lýðsfélögunum og gengi þar til
leiks með kommúnistum og Fram
sókn.
Eftir forustugrein Alþýðu-
blaösins í gær að dæma hefur
Gylfi sýnilega verið víðs fjarri,
þegar greinin var skrifuð. Ef
til vill er skýringin sú, að Gylfi
var einmitt í gær mjög önnum
kafinn við að taka á móti for-
stjóra Efnahagssamvinnunefndar
Evrópu, sem kom hingað' með
flugvél og hefur því að þessu
sinni ekki haft færi á að gefa
hljóðfæri Alþýðublaðsins hinn
rétta tón.
Álit Tímans á Alþýðufl.
Tíminn reynir á þriðjudag að
breiða yfir samstarf Framsóknar
við kommúnista innan verkalýðs-
félaganna. Segir þar m. a. að
„stefna Framsóknarflokksins í
verkalýðsfélögunum hefur jafnan
verið sú að vinna þar gegn öflum,
sem eru þar ábyrgðarminnst á
hvérjum tíma“. Eftir þessu að
dæma telur Tíminn að Alþýðu-
flokksmenn og Sálfstæðismenn
og aðrir lýðræðissinnar, sem nú
standa saman við kosningar í
verkalýðsfélögunum séu þau
„öfl“, sem þar séu „ábyrgðar-
minnst“ en kommúnistarnir. sem
Framsókn hefur gert bandalag
við, séu þeir einu sem sýni ábyrgð
arlilfinningu! Þetta er ekki
ófróðleg yfirlýsing. Sérstaklega
hlýtur hún að vera lærdómsrík
fyrir Alþýðuflokkinn, sem á
framtíð sína undir því að halda
áhrifum innan samtaka launþcg-
anna. Það má vera glámskyggn
Alþýðuflokksmaður, sem ekki
sér nú glögglega hvert Framsókn
stefnir. Eyðilegging Alþýðuflokks
ins og aukin völd kommúnista á
hans kostnað er það, sem forustu-
lið Franzsóknar stefnir að.
Þeir mega vera sterkir!
I sömu forustugrein segir Tím-
inn, að hann telji það hættulegt
ef „Sjálfstæðisflokkurinn verður
óeðlilega sterkur í verkalýðssam-
tökunum". Ekki er útskýrt hvað
við ' er átt með ummælunum
„óeðlilcga sterkur“ en Ijóst er að
flokkur, sem hefur fylgi
40—50% allra kjósenda, hlýtur
að eiga stórmikil itök innan hins
fjölmenna hóps launþega í land-
inu. Hins vegar víkur Timinn
ekki að því, að nokkuð sé við það
að atliuga, að kommúnistar ráði
þessum samtökum enda stefnir
Framsókn að því.