Morgunblaðið - 30.03.1958, Page 2

Morgunblaðið - 30.03.1958, Page 2
MORGVNTiLAÐlh Sunnudagur 30. marz 1958 Merkilegt kynningar- starf Helgafells Verðlaun í getraunasamkeppni barna um ljóð Jónasar fiallgrímssonar FYRIR alllöngu efndi Helgafell til getrauna um ljóð Jónasar Hall grímssonar og gaf jafnframt öll- um unglingum á aldrinum 10— 14 ára ljóðasafnið, sem þess ósk- uðu. Nokkur þúsund þörn fengu Ijóðasafnið og mörg tóku þátt i getrauninni sem lauk á afmæli Jónasar í haust. Nú hefir verið dregið um verð launin og fengu eftirtalín börn fimm hæstu verðlaunin, sem voru Ritsafn Gunnars Gunnars- sonar, Ritsafn Laxness, Ritsafn Daviðs, ennfremur íslands þús- und ár og fimmtu verðlaun voru 1000,00 í peningum. Auk þess fá 35 börn að velja sér eina Helga- fellsbók í skinnbandi. Ennfrem- ur fær einn þáttatkandinn Blóma mynd Ásgríms fyrir skemmtilegt bréf til forlagsins í sambandi við getraunina og bókina, Ingveldur Björnsdóttir, Kílakoti, Keldu- hverfi, Norður-Þingeyjarsýslu. Enginn svaraði spurningunum alveg rétt, en samt sem áður verða öll verðlaunin veitt og hlutu þau þessir: Dýrunn R. Steindórsdóttir, Brautarlandi, Víðidal fær Rit- safn Gunars Gunnarssonar. Freygerður Sigríður Jónsdótt- ir, Lyngholti, Bárðardal, Ritsafn Laxness. Pálmar Kristinsson, Hjaila- nesi, Landsveit, Rangárvs. Rit Davíðs Stefánssonar. Björn Ingóifsson, Dai, Greni- vík, Suður-Þing. ísland þúsund ár. Guðný Kristjánsdóttir, Háa- gerði, Höfðahrepp, A.Hún. kr. 1000,00. Það sem athygli vekur er, að nærri hvert einasta barn telur Gunnarshóima eitt af sínum upp áhaldskvæðum. Næst koma Nú andar suðrið, Skjaldbreið, Ferða lok og Hulduljóð. Bókamarkaöur Helgafell hefir nú bókamark- að í Listamannaskálanum. Út- gáfubækur forlagsins eru nú orðnar á annað þúsund og engin tök á því lengur að sýna þær í bókaverzlunum, nema aðeins frá síðustu árum, en þær bækur eru ekki í skálanum. Forlagið hefir því tekið það til bragðs að inn kalla allar bækur eftir tvö til fjögur ár og setja þær á markað vor og haust og selja með nokkr- um afslætti. Svipað fyrirkomu- lag tíðkast víða erlendis, og eru slíkar útsölur þá um leið kynn- ing þar sem fólk er minnt á þær um leið og þær hverfa af mark- aði. Um 900 bókategundir eru á markaðnum, sérstaklega bækur sem tilvaldar munu þykja til fermingar- og jólagjafa. Munu margir hafa notfært sér tæki- færið í haust að velja sér úrvals bækur til jólagjafa. Listaverka prentanir Helgafells eru einnig til sölu í skálanum innrammað- ar. Meðal bóka sem munu verða í síðasta sinn á markaði er hið mikla verk er Gunnlaugur Claess en gaf út fyrir forlagið „Bókin um manninn" eftir D. Kahn, en bók sama höfundar „Kynlífið“ hvarf með öllu á síðasta mark- aði. Einnig eru myndaútgáfa for lagsins á Heimskringlu, Vidalíns postilla o. fl. úrvalsbókum að selj ast upp. Forlagið hefir prentað sérstaka skrá yfir allar innkallaðar bæk- ur og getur fólk fengið þær á markaðnum. Eitt hinna vinsælu skemmtiatriða í „Syngjandi páskum“. — Atriðið nefnist „Pokatízkan“, og á myndinni sjást frá vinstri: Guðmunda Elíasdóttir, Guðrún Á. Símonar, Sigurður Ólafsson, Sigrurveíg Hjaltested og Þuríður Pálsdóttir. Brandenhurgarkonsertar Baehs verða fluttir hér KAMMERMÚSIKKLÚBBURINN hefur nýlega hafið annað starfs- ár sitt og verða aðrir tónleikar þessa árs á sunnudagskvöldið í samkomusal Melaskólans. Fjárhag fámenns félagsskapar sem Kammermúsikklúbbsins hlýt ur að vera skorinn þröngur Sýning á verkum hollenzks listmálara í DAG kl. 7 siðdegis Verður opnuð í Sýningarskálanum við Hverfisgötu sýning á verkum listmálarans Antons Rooskens. Á sýningunni eru 22 verk í vatns- litum og oliulitum. Anton RosS- kens er holenzkur og er einn af þekktustu nútímalistmálurum Anton Rooskens. Náð í kindur í snjóbíl inn í óbyggðir þar í landi. Rooskens er 52 ára áð aldri. Rooskens mun ætla að heim- sækja ísland næsta sumar, og kemur hann hingað í boði dr. H. C. Cassens sendiráðsfulltrúa, sem verið hefir milligöngumað- ur þeirrar sýningar á verkum listmálarans, sem opnuð verður í dag. Bíl eldð á ís eftir Höfðavatni BÆ Höfðaströnd, 28. marz. — Hér hefur undanfarna daga verið gott veður, frostlaust. En snjó hefur ekki tekið upp og velcjur því að á hverri nóttu er mikill gaddur 10—12 stig. Bílfært má heita um allar jarðir og er ekið á hjarni. í gær var bil ekið eftir endilöngu Höfðavatni, en þess eru fá dæmi svo seint, undir marzlok. Róðrar eru hafnir með net, en aflinn hefur verið misjafn mjög. SKRIÐUKLAUSTRI, 25. marz. ENN er veðráttan fremur köld og enginn vorblær. Frost er næt ur og daga. Um fyrri helgi, dag- ana 16.—18. marz gerði hér suð- austan þýðviðri. Leysti hér tals vert af láglendi og eru nesin hér í Fljótsdal að mestu auð síðan, nema svellalög í lægðum. Einn- ig er talsvert autt upp í hlíðarn- ar. Eru síðan nægir hagar alls staðar hér í dal, þótt þrengra sé um til dalanna. En þessi þýoa gerði lítið að á Jökuldal og komu aðeins smádílar upp, en þar var víðast mjög haglítið eða hagiaust fyrir. Fært er nú að nafni til á jeppum úr Fljótsdal í Egilsstaði. Afmæli 90 ÁRA verður á morgun, mánu- dag, Hafliði Jónsson, Mýrarholti við Nýlendugötu. — Hafiiði dvel- ur nú að EUiheimilinu Grund við Hringbraut, Þriðudaginn 18. marz var ekið á snjóbíl inn í Eyjarfell og kind- urnar 4 sóttar. Þar var orðið þröngt um haga, en svo mun þó ekki hafa verið lengi. Kindurnar voru: Fullorðin ær með hrút- lamb frá Sauðhaga á Völlum, vet urgömul ær, sem Rögnvaldur á Víðisvöllum átti og hrútlamb frá Buðlungavöllum í Skógum. Ærn- ar voru því báðar lembdar og að byrja að ræta undir þeim. Kind- urnar voru vigtaðar daginn eítir að þær komu. Fullorðna ærin vóg 49 kg. og hrúturinn undan henni 39.5 kg. Veturg. ærin 33 kg og hrúturinn frá Buðlunga völlum 35 kg. Tófuslóða varð vart þarna innfrá. Ferðin gekk vel og var sæmilegt að aka alla leiðina. Snjóbíllinn fór upp á beiðina innan við Ormarsstaði i Fellum. Nokkru áður lögðu 2 menn úr Fljótsdal á skiðum inn eftir og ætluðu að sækja kind- urnar, en hrepptu ófærð og versta veður og snéru aftur heim. — J. P. 09 fökur á Spáni BARCELONA, 28. marz (Reuter) — Spanska lögreglan handtók í dag nokkra starfsmenn í bifreiða iðnaði landsins fyrir þátttöku í ólöglegu verkfalli og kröfugöngu. Um þessar mundir gengur ein mesta verkfallaalda yfir Spán, sem um getur í sögu landsins. í dag munu um 20 þúsund iðn- verkamenn í Barcelona hafa lagt niður vinnu, þeirra á meðal fjöldi verkamanna úr vefnaðarverk- smiðjum og úr bílaverksmiðju Fiat í borginni. í dag ætluðu þúsundir iðnverka manna að fara í mótmælagöngu um borgina til aðseturs stjórn- valdanna. Tóku þeir upp þann sið að krossleggja allir hand- leggina til að sýna að þeir hefðu lagt niður vinnu. Fremstir í flokki voru starfsmenn úr Fiat- bílaverksmiðjunum. Kröfugang- an hafði ekki farið langa leið, þegar lögreglulið stöðvaði hana og dreiíði hópnum með kylfum. MONTGOMERY, Alabama, 29. marz. — 22 ára gamall svertingi var tekinn af lífi í rafmagns- stólnum hér í gær samkvæmt dómsúrskurði. Hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað hvítri konu. stakkur. Viðfangsefni hafa ver- ið mörg, en fjölbreytni þeirra hefur að vissu marki takmarkast af fjárhagsástæðum. Nú hefur stjórn Músikksjóðs Guðjóns Sigurðssonar veitt Kammermúsikklúbbnum höfð- inglegan styrk, svo að Kammer- músikklúbburinn getur nú hugs- að til flutnings stærri Kammer- tónverka. Hefur stjórn hans ákveðið að ráðast í flutning allra Branden- burgarkonserta Bach og hefst sá flutningur með því að fluttir verða tveir þeirra á tónleikum Kammermúsikklúbbsins í haust. Sumir teija Brandenburgarkons- erta Bach einn helgasta dóm tón- listarinnar, þótt ekki væru þeir metnir sem skyldi á sínum tima. Þeir eru sex að tölu, samdir 1718—1721 og tileinkaði Johann Sebastian Bach þá Christian Ludwig, markgreifa af Branden- burg. Guðjón heitinn Sigurðsson haíði mikinn áhuga á Kammer- tónlist. Styrkur úr sjóði hans stuðlar að aukinni kynningu á þeim hluta tónbókmenntanna, sem flokkast undir það nafn. Á tónleikunum á sunnudags- kvöldið verða flutt Sonata fyrir hnéfiðlu, og slaghörpu, op. 69, eftir Beethoven og trio fyrir fiðlu, hnéfiðlu og slaghörpu, op. 99, eftir Schubert. Flytjendur verða Ingvar Jónasson, Jón Norðdal og Einar Vigfússon. Kammermúsikklúbburinn er nú sem næst fullsetinn. Beethoven -tónleikar HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í hátiðasalnum í dag, sunnudag 30. marz kl. 5 e.h. Flutt verður af hljómplötutækjum skólans 6. sinfónía Beethovens, „Pastoral“ — eða sveitasinfónían. Dr. Páll ísólfsson skýrir verkið. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Svaniir fékk tunnur AKRANES, 29. marz. — Vélbát- urinn Svanur fór í gser út á reknetjaveiðar. Lagði hann netin suður í Miðnessjó og fékk 40 tunn. ur síldar. Síldin var falleg. — O* „Þorméður goði44 í reynsluferð HINN nýi togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur „Þormóður goði“, sem byggður hefur verið af Aktien Gesellschaft „Weser“ Werk Seebeck, Bremerhaven, fór í fyrri reynsluför sína föstu- daginn 28. marz. Reyndist skipiS í alla staði ágætlega, og komst ganghraði þess upp í 14,6 sjó- mílur. Togarinn mun væntanlega verða formlega afhentur eigend- um miðvikudaginn 2. apríl. ^ KVIKMYNDIR + // Barnið og bryn- drekinrí' „ÞAÐ skeður margt á sjó", segir máltækið og sannazt það vissu- lega í þessari gamanmynd, sem Tjarnarbíó sýnir um þessar mund ir. Tveir sjóliðar á brezka orr- ustuskipinu „Gillingham" fara I land í Neapel til þess að hitta þar vinkonu annars þeirra, „Knocker“ White’s. Foreldrar hennar eiga ekki minna en eina tylft barna, og er það yngsta 6 mánaða sonur, bráðefnilegur. —. Þeir félagar bjóða stúlkunni með sér út, en hún kemst ekki nema með því að taka litla bróður sinn. með sér. — .Sjóliðar eru margir í landi og fer svo að allt lendir í áflogum og þau „Knocker" White og stúlkan hans leggja á flótta, en félagi „Knocker’s", „Puncher" Robert, situr uppi með snáðann. Hann sér ekki aðra leið út úr vandanum en að fara með krógann um borð í orrustuskipið. Þegar hann vaknar morguninn eftir, er skipið komið út í rúm- sjó, en „Knocker" hefur orðið eftir í landi. „Puncher" og félagar hans um borð verða nú að flytja snáðann úr einum felustað í ann an, og sjá u mallar þarfir hans. Kemur þá margt broslegt fyrir, sem ekki verður rakið hér. — En eitt er víst, að ef mikil brögð væru að því að enski flotinn hefði slíka gesti, sem litla dreng- inn um borð hjá sér, þá myndi flotinn vera gjörsamlega óvirkur. Mynd þessi er bráðfyndin og skemmtileg, enda leikur hinn ágæti enski leikari, John Mills, aðalhlutverkið afbragðsvel. — Þá er gaman að sjá snáðann litla, sem unir sér ágætlega og hjalar og brosir hvernig sem með hann er farið. Ego. Ferðolélog Islonds einir til tveggio longferða um pósknna Faiið verður að Hagavatni og í Þórsmörk FERÐAFÉLAG íslands efnir til fyrstu ferðanna á þessu ári næst komandi fimmtudag, sem er skír- dagur. Verður þá farið í tvær öræfaferðir, sem hvor um sig mun taka fimm daga. Verður lagt af stað frá Austurvelli kl. 7 á skírdagsmorgun í báðar ferðirn ar og komið aftur að kvöldi annars páskadags. Að' Hagavatni Önnur ferðin er að Hagavatni. Ekki er fært á bílum nema að Geysi, en þaðan verður gengið í sæluhús félagsins við Hagavatn og er það sex tíma ferð. í þessa ferð verður að hafa skíði með- ferðis. Ætlunin er að farið verði á skíðum út á Langjökul, og við- ar, ef veður leyfir. Þórsmerkurferð Hin ferðin er í Þórsmörk. Þeir, sem vilja, geta haft með sér skíði þangað, en ekki mun þó vera mikið skíðafæri á þeim slóð um. Vegir inn . Þórsmörk eru góðir á þessum tíma. Vanir og cruggir fararsTjórar verða í báð- um þessum ferðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.