Morgunblaðið - 30.03.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.03.1958, Qupperneq 3
Sunnudagur 30. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 3 Ú r verinu --- Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir Fyrst framan af vikunni var austan sperringur, en síðari hluta hennar var yfirleitt gott fiski- veður, hæg austanátt. Skipin eru dreifð á svæðinu frá Eldeyjarbanka og allt norð- ur á Sléttugrunnshorn. Afli hefur verið rýr fyrir sunnan land. Út af Jökli fengu nokkur skip dágóðan afla í vik- unni. Ennfremur fengu þau skip, sem voru fyrir vestan, góðan afla mörg hver, t. d. skipin, sem voru vestur og norðvestur af Látrabjargi, en fiskurinn var smár og steinbítsborinn. En beztan afla fengu þau skip, sem voru út af Sléttu. T. d. fengu Akureyrarskipin þar full- fermi á skömmum tíma. Fisklandanir s. I. viku: Hallv. Fróðad. .. 184 t. 12 daga Jón forseti .... 189 - 13 — Marz ........... 177 - 10 — Egill Skallagr. .. 253 - 14 — Geir............ 210 - 12 — Jón Þorlákss. .. 250 - 12 — Hvalíell ....... 220 - 12 — Neptúnus ....... 115 - 7 — saltfiskur .... 25 Reykjavík Síðustu viku var austlæg átt aila vikuna og góð sjóveður. Afli hjá netjabátum, sem róa daglega úr landi, var yfirleitt 3—7 lestir í róðri, sem verður að teljast rýrt. Þó fékk bátur og bátur betri afla, eins og Gunnar Hámundarson, sem fékk 3 róðra í röð 12 lestir í róðri og hina róðrana lítið eitt minna. Hjá útilegubátum hefur verið tregur afli, nema hjá Helgu, sem fékk 4 daga í röð 100 lestir alls og lagði aflann á land daglega. Akranes Afli hefur verið tregur hjá netjabátunum, algengast 6—10 lestir í róðri, og komizt upp í 27 lestir í einum róðri hjá Sig- rúnu. Netjabátar eru með veið- arfæri sín í Flóanum nema einn, Sigrún, sem hefur verið með þau vestur undir Jökli, og hefur afli verið beztur hjá henni, einkum síðustu daga. Sigrún er nú með 418 lestir ósl. frá áramótum. Tveir bátar róa enn með línu, og hefur afli hjá þeim verið ‘IVz lest til 5 lestir, en suma daga sem ekkert. Hafa línubátarnir sótt út í Jökuldjúp og Jökul- tungur. Það hefur verið rétt borið við að róa með handfæri. Hafa 3 trillur farið nokkra róðra. Afli hefur verið mjög tregur, mest 700 kg. í róðri. Fyrsti báturinn, Svanur, fór með reknet á föstudaginn og kom í gær með 35 tunnur af síld, Keflavík Gott sjóveður var alla daga vikunnar, hæg austanótt. Fyrstu 4 daga vikunnar var al- gengasti afli hjá línubátum 5—6 lestir og komst upp í 12 lestir einn daginn hjá Ólafi Magnús- syni. Á föstudaginn var afli afar lítill, 2—4 lestir á skip. Framan af vikunni virtist vera fiskur í dýpinu fyrir utan kantinn, en þar er nú kominn veggur af togur- um. Á grunnmiðUm eru netja- bátarnir um allt með veiðarfæri sín, og virðast því línubátunum ailar bjargir bannaðar. Netjaafli hefur verið misjafn. Nokkrir bátar hafa aflað sæmi- lega og jafnvel vel sumir hverjir, en tregt hefur verið hjá fjöldan- um. Algengasti afli hefur verið 5—9 lestir. Stærsti róðurinn í vik- unni var hjá Jóni Finnssyni, 19 lestir. Á fimmtudaginn fór Báran suður fyrir land og lagði þar 4 trossur og fékk daginn eftir 10 tonn, sem hún lagði á land í Grindavík. Vestmannaeyjar Allhvöss austanátt hélzt alla vikuna, og var því erfið sjósókn og oft, sem bátar voru með net- in um borð vegna storms og straums. Afli var sáratregur framan af vikunni, en glæddist á fimmtu- daginn, og var þá meðalafli 12 lestir á skip. Á föstudaginn var svipaður afli. Stærsti róðurinn í vikunni var hjá Björg, NK, 41 lest. Gera menn sér nú vonir um, að páskahrotan sé að byrja. Fisk- urinn, sem veiðzt hefur síðustu daga, er mjög misjafn að stærð og yfirleitt göngulegur. Allur flotinn er nú með net sín norðvestur af Eyjum, allt vestur að Selvogsbanka. Handfærabátar hafa lítið get- að reynt fyrir sér vegna storms og yfirleitt lítið fengið, þegar þeir hafa komizt út. Telja handfæra- menn þó nægan fisk, en vanti betra veður. Fáskrúðsfjörður Þrír 60—80 lesta vélbátar hafa verið gerðir út í vetur. Einn bát- urinn reri daglega úr landi, en hinir lágu úti. Framan af var róið með línu, og öfluðust á línuna 426 lestir. Með marz-byrjun tóku bátarnir þorskanet, og var heildaraflinn á línu og í net orðinn 678 lestir um miðjan marz. Til 15. marz hafði togarinn Aust firðingur landað einu sinni, 220 lestum. Fór mikið af fiskinum í skreið, en nokkuð var fryst. Einn 19 lesta bátur er gerður út á handfæx-i við Suðvesturland, og hefur afli hjá honum veiúð heldur tregur. Afli bátanna frá vertíðarbyrj- un til 15. mai-z: Svala ................ 243 t. Stefán Árnason....... 238 - Búðafell ............. 197 - Frystihúsin frystu á sama tíma: Fram h. f......... 5590 ks. Hraðfr.h. Fáskr.fj... 2860 — í skipasmíðastöð Einars Sig- urðssonar er verið að smíða 7—8 lesta vélbót fyrir Hans Aðal- steinsson og Björn Þóroddsson. í bótinn verðuf sett 32—36 ha. Lister-vél. Hafnir 18 rúmlesta vélbátur, Óskar, byrjaði róðra með þorskanet í vikunni. Hefur aflinn verið 4—5 lestir í róðri. 10 ár eru nú síðan vélbátar voru gerðir út frá Höfn- unum. Voru þar tveir 12 lesta vélbátar síðast, og fóru þeir báð- ir upp í sama veðrinu og ónýtt- ust. Síðan hefur verið gerður 70— 80 m. langur varnargarður, sem jafnframt er bi-yggja, en sá galli er á gjöf Njarðar, að hann þyrfti að vera helmingi lengri. Það má segja, að hann komi að engum notum eins og er, þar sem ekki flýtur upp að honum nema um rúmlega hálffallinn sjó. Innsiglingin er sæmilega örugg en öi-yggi vantar fyrir bátana við gai-ðinn, en til þess þarf að lengja hann. Annars er hægt að fara inn í Ósabotnana á rúmlega hálf- föllnum sjó. Er þar mikið dýpi og lega fyrir mörg hundruð báta af hvaða stærð sem er. Er þarna áreiðanlega framtíðarhöfn, rás- ina inn í Ósana þarf aðeins að dýpka og breikka. Verstöðin liggur betúr við fiskimiðunum þegar sótt er suður fyrir land, en nokkur önnur á Súðurnesj- um. Öryggislokinn Allir þekkja mikilvægi öryggis lokans, þegar um er að i-æða mikinn þrýsting eða þennslu, einkum í sambandi við vélar. En öryggislokinn gegnir hlutverki sinu á fleiri sviðum en því tækni- lega. X efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar höfum við marga „öryggisloka". Einn þeirra mikil- vægustu er í sambandi við vinnu- markaðinn. Þegar kaupgjaldið er orðið hærra en útflutningsframleiðsl- an þolir, og þarf ekki einu sinni að vera útflutningsframleiðslan, segir það til sín í samdrætti at- vinnulífsins, atvinnuleysi og kröfum um lækkað kaupgjald. Öryggislokinn hefur látið til sín heyra og blæs, þar til ráðin hef- ur verið bót á meininu, sem að sjálfsögðu er unnt að gera á marg an hátt. Alveg á sama hátt segir það til sín, þegar kaupgjaldið er orðið það lágt, að verkalýðurinn tel- ur sig ekki bera það úr býtum, sem hann þarf til að lifa sóma- samlegu lífi, eða hann vill geta lifað betra lífi, enda þótt það sé sómasamlegt, af því að hann tel- ur, að afraksturinn af vinnu hans sé það mikill, að atvinnuvegirnir þoli hærra kaupgjald. Þá hvín einnig í lokanum. Eins og allir þekkja, sem um- gangast öryggisloka, er mjög mikilvægt, að þeir séu í lagi, og getur verið lífshættulegt að gera þá óvirka. Alveg eins er þetta í efnahags- og atvinnulifinu. Þar er að vísu ef til vill ekki bráður bani búinn einstaklingunum, en eyðilegging þessa öryggisloka í þjóðlífinu getur kostað þjóðina tilveru sína, glötun sjálfstæðis- ins. Við höfum sannarlega ekki farið varhluta af átökum milli verkalýðs og atvinnurekenda síðasta aldarfjórðunginn, en svo að segja undantekningarlaust hafa þau átök alltaf verið á þann veg, að verkalýðurinn hefur ver- ið að krefjast meira í sinn hlut af. þjóðartekjunum. Eitthvað hefur hér orðið ágengt, því að ólík er lífsafkoma rnanna nú eða fyrir aldarfjórðungi, hvað þá, ef lengra er íarið aftur í tímann. En ekki er allt, sem sýnist í þess- um efnum, og hefur verðbólgan hér veifað mönnum héðni um höfuð. Þessi átök hafa hverju sinni orðið æ harðvítugri, og síðasta Dagsbrúnarverkfall, er götuvígi voru hlaðin og yfirvofandi eyði- legging á öllu, sem í frystihús- unum var, leiddi í Ijós vanmátt atvinnurekenda og getuleysi ríkisvaldsins til þess að halda uppi löggæzlu. Þegar svo er kom- ið, að annar aðilinn á í jafnfullu tré við hinn, sem raun ber vitni, gæti margur fi-eistazt til að álykta sem svo, að jafnvægi verði ekki lengur fundið í kaupgjaldsmál- um með slíkum átökum. Því er það lika, að ríkisvaldið hefur í æ ríkari mæli gripið inn í slík- ar deilur og jafnað bilið með greiðslum úr ríkissjóði, dulbún- um oftast að vísu, en engu að síður hefur almenningur að lok um verið látinn borga brúsann í einni eða annarri mynd. Kaup- deilur hafa því upp á síðkastið borið mjög svip af því, að þær væru háðar við ríkisvaldið. Mjög hætt er við, að þessi þró- un haldi áfram, ríkisvaldið geti ekki setið auðum höndum í slík- um átÖkum, m. a. af því að efna- hagslífið þolir ekki, að látið sé sverfa til stáls milli atvinnurek- enda og verkalýðs. í nútímabú- skap segir vöruskortur einnig fyrr til sín en deiluaðilarnir væru fúsir til að ganga að sáttaborð- inu án íhlutunar ríkisvaldsins En þetta ástand gerir það að verkum, að ekki er hægt að verð festa krónuna, þrátt fyrir góðan ásetning í hvei't sinn, sem hún hefur verið felld. Krónan ber því dauðann 1 brjóstinu, nema atvinnurekend- ur og verkalýður vilji gera sér fulla grein fyrir kjarna þessa máls og mæta hvorir öðrum með áanngirm, hlýða á kall öryggis- lokans á hvora hliðina, sem hall- ast tekur, og leysa vanda hvers annars í bróðerni án ihlutunar ríkisvaldsins. Meiri atvinnutæki, meiri tækni er eina örugga leiðin til betri lífsafkomu. En þetta eru bara orð, sem fara inn um annað eyrað og út um hitt. Það v Sr. Bjarni Sigurðsson Mosfelli Kirkjuklukkan FYRIR 70 árum var kii-kjan rifin í dalnum og önnur ný i'eist þai', sem byggðin var þéttari. í daln- um hafði kirkjan staðið frá alda öðli, svo að enginn getur láð sóknarmönnum, þó að þeim þætti mörgum sárt að sjá af henni það- an. Enda varð sú raunin á, að flutningur kirkjustaðarins gekk ekki þegjandi og hljóðalaust. Fundir voru haldnir, bréf rituð æðstu kii-kjuvöldum landsins, harðorðar og svæsnar greinar birtar í blöðum; sem sagt — mál- ið var sótt og varið af kappi og seiglu íslendingsins, sem jafnan er þó seinþreyttur til vandræða. Engan skyldi kynja, þó að dal- búar tækju þessa breytingu nær sér en aðrir. Þarna hafði hún staðið kirkjan þeirra, síðan þeir fyrst mundu eftir sér. Vissulega var að henni sjónarsviptir, þó að lágt væri þar til lofts og hún væri í engan stað reisuleg. Sóknarmenn voru skiptir í tvo flokka, en þó að þeir, sem flytja vildu kirkjuna, bæru í því sigur af hólmi, hlutu hinir þó nokki'ar sárabætur. Þeim tókst að ná kirkjuklukkunni í sínar hendur, svo að hún hefir ekki flutzt úr dalnum enn í dag og fer þaðan ekki úr þessu. Og þegar aldraðir sóknarmenn, sem kjósa að hvíla við hlið forfeðra sinna í gamia kirkjureitnum, eru bornir til grafar, má enn heyra hljóm litlu klukkunnar um dalinn, þar sem hann hefir heyrzt í mörg hundruð ár. Og menn kinka kollí íbyggnir og hugsa með sér „Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín.“ Og ef nokkur einn hlutur í þessum dal á þar ítak í hvers manns barmi, þá er það litla klukkan, sem hefir verið svipt sinni kirkju í 70 ár. ★ ★ ★ Frá ómuna-tíð hefir hljómur kirkjuklukknanna orkað eins og seiður á hugi manna. Hann er í senn áminning og boðun þeirrar helgi, sem gengur í garð. Svo samantvinnaður getur hann jafn vel verið hátíðarstundinni, að mönnum þyki sem hann sé ómiss andi þáttur hennar, ef ekki þráð- ur í uppistöðu, þá a. m. k. ívaf. Þær eru líka margar minningarn ar, sem við tengjum kirkjuklukk unni, þessari kliðmjúku, en ein- beittu röddu frá húsi drottins. Og kannske eru þær Ijúfastar frá bernskuárunum þessar minn- ingar, hvort sem þær eru bundn- ar við veglegt guðshús í þysmik- illi borg eða lúða kirkju í djúpum dali. En hvarvetna er þetta aðall kirkjuklukkunnar, þar sem hún hefir fundið hljóm sínum berg- mál í trúuðu hjarta, að hún með táknmáli sínu og arfhelgi leggur nokkuð af mörkum til helgidóms trúarinnar. ★ ★ ★ Frá fornu fari hafa kirkju- klukkurnar orðið listamanninuin að yrkisefni um allan hinn kristna heim og þá einnig hér á landi. líklega hafa þær engu ís- lenzku skáldi verið svo hugstæð- ar sem Stefáni frá Hvítadal. Hann eins og ,,skilur“ þær öðrum fremur, og honum dylst þá ekki heldur, að „þessi klukknaköll boða Ijós og líf.“ Annars má finna urmul dæma í íslenzkum skáldskap, bæði sálmum og ver- aldlegum ljóðum, að kall þeirra er haldið áfram að neita um inn- flutning á fiskiskipum, það er haldið áfram að neita um inn- flutning á vélum, það er haldið áfram að neita um lán til bygg- inga fiskiskipa innanlands. En átökin um gæði lífsins halda áfram, en öryggislokinn hefur verið tekinn úr sambandi og hið almáttuga ríkisvald komið i stað- inn. hefir fundið hljómgrunn í skálds ins barmi. ★ ★ ★ Klukkur hafa fylgt kirkjunni um alda raðir, þó að ekki verði sagt með neinni vissu, hvenær þær voru fyrst -gjörðar. Það er þó víst, að þær gegna orðið hlut- verki á 6. öld ofanverðri. Vafa- laust hafa þær borizt til Norður- landa með kristni og kirkjusmíð, og það er líklega Snorri Sturlu- son, sem getur um fyrstu klukku, sem víst er, að til héfir verið á Norðurlöndum, þar sem hann greinir frá bardaganum mikla á Hlýrskógsheiði, Magnús góði átti þar í höggi við heiðingja og hafði sigur áður en lauk. Segir svo í Ólafssögu helga, að hann hafi verið mjög uggandi um sinn hag fyrir bar- dagann, því að heiðingjarnir voru miklu liðfleiri. Dreymdi hann þá draum, þar sem honum þótti fað- ir sinn koma til sin og segja: „Statt upp og ráð til orrustu, þegar er þér heyrið lúður minn.“ Urðu liðsmenn konungs glaðir við, er þeir heyrðu drauminn, og skömmu seinna heyrðu þeir yfir sér klukknahljóð. En allir þeir menn, er verið höfðu i Niðar ósi, kenndu hljóðið, „að svo var sem Glöð væri hringt. Sú klukka var að Clemenskirkju í Kaup- angi, og hafði Ólafur konungur þar til gefið.“ ★ ★ ★ Kristin kirkja gæti varla kvatt söfnuð sinn saman á veglegri hátt en kirkjuklukkan gjörir, þegar „bergmálsblíð um dali berast klukknahljóð.“ Hún kann að syngja þann seið, sem kemur hjarta trúmannsins til að titra, og rumskar við þeirri eftirvænt- ingu og lotningu, sem það hlýtur að vera hverjum manni að fá að nálgast skapara sinn með sér- stökum hætti á helgistund í kirkju. Svo hefir þetta verið um langan aldur um byggðir þessa lands, og enn kalla klukkur til tíða. Meira smjör næsla tímabil NÚ um þessi mánaðamót hefst nýtt skömmtunartímabil fyrir næstu þrjá mánuði ársins. Verða nú nýir skömmtunarseðlar af- hentir, en það er markverðast við þá, að smjörskammturinn verður aukinn um 50 grömm, og eru á honum 6 250 gramma smjör- seðlar. Skömmtunarseðlarnir verða af- hentir í Góðtemplarahúsinu, uppi milli kl. 10 og 5 mánudag, þriðju- dag og miðvikudag, gegn stofn- um núgildandi seðla greinalega árituðum. Yfir sumarmánuðina hefur smjörskammturinn verið 500 gr. minni en aðra mánuði ársins. Skólaskemmfanir á Patreksfirðf ÁRSHÁTÍÐ barna- og unglinga- skólans á Patreksfirði var hald- in 22. og 23. marz. Skólabörn- in héldu 3 skemmtanir í sam- komuhúsinu Skjaldborg og ávallt fyrir fullu húsi. Dansleik- ur fyrir fullorðna var haldinn á laugardagskvöld og fyrir skóla- nemendur á sunnudaginn. Jón Eggertsson skólastjóri flutti fyrst skörulega ræðu, og á eftir fóru 12 skemmtiatriði: kórsöng- ur, leikþættir, skrautsýning, þululestur, visnaflutningur o. fl. Ágóðinn af öllum þessum vel heppnuðu samkomum rann í ferðasjóð barnanna. —Karl. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.