Morgunblaðið - 30.03.1958, Page 15

Morgunblaðið - 30.03.1958, Page 15
Sunnudagur 30. marz 1958 MOBCIJTSBLÁÐIÐ 15 Hannes Sigurgeirsson, Magnea Jóhannesdóttir og Gestur Eyj- ólfsson í hlutverkum sínum. „D raugalestin" leikin i Hveragerði MJÖG er það misjafnt, hvaða kröfur menn gera til sjónleika, þó að allir séu sammála um að leikari þurfi að lifa sig sem bezt inn í hlutverk sín. Sumir vilja, að sjónleikir hafi boðskap að flytja, helzt siðferðilegan ásamt djúpri alvöru, sem vel fer á, að framkalli tár í augum áhorfand- ans í leikslokin. En til eru þeir, sem framar öllu lcjósa gamanið að halda mjög á loft þeirri kenningu, að hláturinn lengi líf- ið, og hafa þá að sjálfsögðu í huga, að lífið sé þess virði, að það borgi sig að lengja það. En um það eru unnendur gráts og hláturs sammála, að mikils sé vert, að atburðarás sjónleiksins sé spennandi og menn fylgist með henni af lifandi áhuga. Draugalestin eftir Arnold Rid- ley hefur engan siðferðilegan boðskap að flytja, nema ef vera skyldi þessa þekktu kenningu: „Crime does not pay“ — glæpir svara ekki kostnaði. Hún er held- ur ekki gamanleikur nema að litlu leyti, og er það allmjög á valdi leikstjórans, hve mikið er gert út gamninu. En leikurinn er í réttum mæli spennandi og á köflum óhugnanlegur, en óhugn- aður hefur, sem kunnugt er, sitt sérstæða aðdráttarafl. Þetta er sem sagt enginn barnaleikur. En þeim, sem hafa sterkar taugar og vilja sjá hvort tveggja í senn skemmtilega hluti og æsandi, er ráðlagt að sleppa ekki tækifær- inu, ef þeim gefst kostur á að sjá j-ennan sjónleik fluttan af góðum leikflokki. Hinn 20. þ. m. hafði Leikfélag Hveragerðis frumsýningu á sjón- leik þessum í Ilveragerði. Leik- stjóri var Klemenz Jónsson, og var sýnilegt af árangrinum, að honum hafði farizt leikstjórriin mætavel úr hen'di. Kom það líka fram að loknum leik að leikar- arnir voru honum mjög þakklát- ir fyrir leiðsögn hans og lofuðu þeir örugga og lipra stjórn hans. Á hann að lokinni heimsókn þess- ari almennum vinsældum að fagna í Hveragerði. Leikararnir í Hveragerði þola að sjláfsögðu fæstir að mælast á mælikvarða atvinnuleikara. En um leik þeirra í Draugalestinni má þó segja það tvennt að annars vegar sýndu fáeinir afbragðsleik og hins vegar var leikur allra hinna svo jafngóður að erfitt er að finna að honum svo teljandi sé. Af viðbrögðum óhorfendanna mátti ráða að mesta ánægju og hrifningu vakti leikur Gests Eyjólfssonar, -en hann lék hinn slynga leynilögreglumann Teddie Deakin. Hefur hann nokkrum sinnum leikið áður, en aldrei við jafnágætar undirtektir og að þessu sinni, enda var leikur hans á köflum bráðsnjall, þó að stund- um. mætti virðast sem maður í hans stöðu væri helzt til gáska- fullur, en um slíkt má þó lengi þrátta. Annar var sá leikari sem sérstaka hrifningu vakti meðal áhorfenda, en það var frú Magnea Jóhannesdóttir, sem lék Júlíu Price. Hún hefur áður farið með ýmis hlutverk og jafnan við góðan orðstír, en aldrei mun hún áður hafa leikið háspennt glæfra- kvendi eins og í þetta sinn, en það tókst henni með ágætum. Var hressandi nýjung að sjá hana í þessu hlutverki. Sérstaka athygli vakti á sýn- ingunni, hve gervi sumra leikar- anna voru vel gerð. Átti það ekki sízt við um gervi Ragnars G. Guð jónssonar, en hann lék umsjónar- mann jórnbrautarstöðvarinnar, þar sem leikurinn gerist, en það er í Suður-Cornwall, og heitir sá Sand Ilodgkin. Er hér um að ræða allmagnað hlutverk og vandmeðfarið. En Ragnar, sem vanur er að leika æringja og galgopa, brá sér þar í nýjan ham og sýndi að hann getur einnig gert alvörunni góð skil. Var gervi hans og framkoma með þeim hætti að hann var á stundum ein- hver trúverðugasta persónan á sviðinu. Tvenn hjón koma hér við sögu og eru á sviðinu allan tímann, annars vegar Richard Wintrop, sem Guðjón H. Björnsson lék, og Elsie, kona hans, leikin af Aðal- björgu M. Jóhannsdóttur, og hins vegar Charles Murdock, sem Rögnvaldur Guðjónsson lék, og Peggy, kona hans, leikin af Guð- rúnu Magnúsdóttur. Hlutverk þessi eru þannig gerð frá höf- undarins hendi að þau eru held- ur þreytandi og hljóta að vera leikurunum nokkur þolraun. — Hefur fólk þetta annað veifið lít- ið annað að gera en þvælast hvert fyrir öðru eða standa málþola. Bót er það þó í máli að önnur hjónin, þau fyrrnefndu, hressa í skorpum upp á tilveruna með hjónaskilnaðarrifrildi, en hin, sem eru nýgift, gera virðingar- verðar tilraunir í allri skelfing- unni til að svalla í ást sinni, en verða að sjálfsögðu fyrir sífelld- um truflunum. Tókst leikurunum furðuvel að leysa þessi fremur bragðdaufu hlutverk af hendi. Mest bragð er að hlutverki Aðal- bjargar, og réði hún þvi vel og hefur sennilega að þessu siuni sýnt sinn bezta leik. öll hin léku einnig sín hlutverk með sóma: Guðjón, hinn vandræðalegi eig- inmaður, blóðhræddur við hjóna- skilnaðinn, Rögnvaldur, afar nær gætinn, nýgiftur og ástfanginn, og Guðrún, mjög elskuleg og fín- gerð. Geirrún ívarsdóttir leikur pip- armey, ungfrú Bourne að nafni. En Bretar virðast, eftir bók- menntum þeirra að dæma, hafa alveg sérstakt dálæti á pipai'- meyjum, en þá kvenkosti höfum við íslendingar aldrei lært að meta að veroleikum. Var leikur hennar mjög skemmtilegur svo lengi sem henni var ætlað að Framh. á bls. 22 Aðalbjörg, Guðrún, Geirrún, Rögnvaldur, Guðjón, líagnar og Gestur í lilutverkum sínum. i LESBÖK BARNANNA Sftrúturinn R ASMIJS „Flýtið ykkur nú“, hróp- aði hann, „ég get ekki lialdið mér mikið Iengur“. Þá sá Rasmus, að maður með sítt skegg kíkti út um næsta glugga. Ef til vill gæti það bjargað þeim. Þeir bundu nú manninn fastan í stól og Rasmus greip galdrastaf- inn. Hann galdraði svo að skeggið fór að vaxa og vaxa og varð alltaf Icngra og lengra. Þeir settiu það út um gluggann og loks gat Sammi gripið í það og þá galdraði Rasmus þannig, að skeggið stytt- ist aftur. Sammi var far- inn að hlakka til að kom- ast upp til hinna. Kæra Lesbók! Ég ætla að senda þér mynd af kéttinum min- um. Hann heitir Grá- mann músabani, Hann er mjög duglegur að synda ag a myndinni sézt hann á sundi úti í tjörn. Það er verst, að hann sézt 5KK) vel sjajfur á myntí- inni, en það er hægt að sjá, hvað hann syndir vel. Með beztu kveðju, Ari Zophoníasson, Fagradal. Stokkseyri SKRÍTLUSAMKEPPNIN 92. Óli: Bróðir þinn er á ' sokkaleistunum, en samt er ppbbi þinn skó- smiður. Gunnar: Bróðir þinn hefur t-kki eina einustu tönn í munnmum, en samt er pabbi þitm tann- læknir. 93. Gömul kona kom þar að, sem lítill dreng- ur stóð og var hágrát- andi. „Afh verju ertu að gráta, góði minn?“ spurði hún. „Pabbi drekkti kettl- ingunum mínum“, svar- aði hann snöktandi. „Það var illa gert“, svaraði konan. „Já, hann var búinn að lofa, að ég mætti gera það“. Þyrí, 9 ára. 94. Anna litla vildi ekki borða skorpurnar af brauðinu sínu. Þá sagði pabbi hennar: „Ein- hvern tíma getur að því komið, góða mín, að þú verðir svo fátæk, að þú verðir fegin að borða skorpur'”. „Ég ætla þá að geyma þessar þangað til“, svar- aði Anna. Bergþóra, 10 ára. 95. Frúin: „Hvers vegna komstu ekki, þegar ég hringdi? María: „Ég heyrði það ekki“. Frúin: Mundu þá fram vegis, að þú átt að koma og segja mér frá þvi, ef þú heyrir ekki hringing- una“. Jón og Gunnar, 2 árg. Bitstjúri: Kristján J. Gunnarsson -jr 30. ntarz 195tt Forfallakennarinn HANS og Óli voru á heimleið úr skóla. Þeir voru báðir úr 2. bekk unglingaskólans og sæi maður öðrum þeirra bregða fyrir, var nokkr- urn veginn víst, að hinn var ekki langt undan. — Hvernig líst þér á nýja forfallakennarann? spurði Hans. , — Hann virðist vera skrítinn náungi, svaraði Ón. í þeirra bekk var það ekki beinlínis siður að hrósa kennurunum, en innst inni fannst Óla samt, að nýi kennarinn væri alls ekki sem verst- ur. — Það finnst mér líka, svaraði Hans. — Hefurðu tekið eftir því, að hann gengur á skóhlífum, spurði Óli. — Já, og heíur meira að segja regnhlíf, bætti Hans við. Hans og Óli voru að vísu ekki í hópi alira dugiegustu drengjanna i bekknum, en þeir töldust heldur engan veginn til þeirra lökustu. Alltaf voru þeir fremstir í flokki, þegar um það var að ræða að hugsa upp snjöll prakkarastrik. Fleiri en einn af kenn- urunum voru þeirrar skoðunar, að það væru ■ einmitt þessir tveir ná- I ungar, sem hefðu gert þá gráhærða. — Forfallakennarinn verður líklega ekki lengi hjá okkur, sagði Óli, svo það er eins gott að byrja strax, ef maður á að koma nokk'ru í fram- kvæmd. — Ekki stendur á mér. svaraði Hans. í svona malum voru þeir alltaf fljótir að ná samkomu- iagi. , Eftir að þeir höfðu skroppið heim og losað sig við skólatöskurnar, hittust þeir strax aftur. Báðir höfðu hugsað mál- ið ýtarlega og báru þeir nú saman tillögur sínar. Að þessu sinni átti Óli beztu hugmyndina. — Ég held, að ekkert þýði að reyna neitt af gömlu brögðunum, sagði hann. — Hann er allt of sleipur til þess að teikni- bóla á stólsetunni eða vatn í blekbyttunni komi að nokkru gagni. Við verðum að finna upp á einhverju snjallræði, er engum hefur áður dottið í hug. Hann lækkaði róminn. — Veiztu, hvað við ger- um. Við neglum skóhlíf- arnar hans fastar við gólfið. , — Framúrskarandi hug- mynd, hrópaði Hans, gripinn brennandi áhuga. — Hver á að negla þær fastar? — Það sé ég um. Ég laumast inn í skólastof- una í löngu fríminútun- um. Ef einhver verður mín var segist ég vera að sækja nestisbitann minn. — Ég skal koma með hamar og nagla á morg- un, sagði Hans. — Oh, hvað ég hlakka til að sjá framan í hann, þegar hann fer í skóhlífarnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.