Morgunblaðið - 30.03.1958, Page 16
16
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 30. marz 1958
Þuríður Bjarnadóttir
Minningararð
Á MORGUN verður til moldar
borin Þuríður Bjarnadóttir,
ekkja Helga heitins Árnasonar,
safnahússvarðar.
Hún andaðist í Bæjarsjúkra-
húsinu aðfaranótt hins 23. þ.m.
rúmlega 87 ára að aldri. Þuríður
var fædd 25. desember 1870 að
Móabæ í Garði. Foreldrar hennar
voru hjónin Elin Jónsdóttir og
Bjarni Bjarnason, er þar bjuggu.
Laust eftir fermingaraldur fór
hún úr foreldrahúsum. Hún byrj-
aði snemma að sjá sjálfri sér far-
borða og var því ævistarf hennar
orðið ærið langt.
Þuríður giftist Helga Árnasyni
16. des. 1905, en hann lézt 24.
október 1954 eftir langvarandi
vanheilsu. í gegnum öll hans
mörgu sjúkdómsár stóð hún við
hlið manns síns æðrulaus, um-
hyggjusöm og sívökul. Marga
vökunóttina átti hún, en það var
eins og þrek hennar og sálarró
væru óbifanleg. Var hún þó orð-
in háöldruð kona þegar veikindi
manns hennar voru orðin svo, að
hann gat vart .reist höfuð frá
kodda síðustu árin.
Þau hjón eignuðust fjögur
börn — þrjár dætur og einn son
— auk þess ólst sonur Helga upp
hjá þeim og var Þuriður honum
ávallt ljúf móðir sem væri hann
hennar eigið barn.
Þuríður var að eðlisfari hlé-
dræg kona og lét lítt á sér bera
út á við. Hennar starfssvið var
takmarkað við heimilið, börnin
og nánustu ættmenn og vini. Inn
an þessa hrings naut hún sín og
þar komu fram hennar miklu
mannkostir. Þar leyndi hún eng-
um af sínum miklu og góðu hæfi-
leikum, enda var heimili hennar
ávallt af börnum hennar skoð-
að sem þeirra eigið, enda þótt
þau væru gíft og hefðu stofn-
að heimili fyrir sig. Þetta gilti
og jafnt um tengdabörn og barna
börn hennar. Það var eins og
hennar mildi móðurarmur næði
út yfir allan þennan stóra hóp.
í þessum hópi undi hún sér
vel og var þá að jafnaði glöð í
bragði, því hún var að eðlisfari
glaðvær og kunni að gleðjast
innilega. Sjaldgæft var það, að
maður sæi henni mislíka að ráði;
þó var hún hvergi nærri skaplítil
kona. Svo fullkomlega hafði hún
tamið sér að hafa vald yfir orð-
um sínum og athöfnum. Ávítur
og óþarfa aðfinnslur þekktust
ekki í hennar fari.
Eftir fráfall manns síns hélt
hún að mestu til hjá yngstu dótt
ur sinni Lovísu fyrst að Njálsg.
10, þar sem hún hafði átt sitt
heimili um nærfellt 30 ára skeið,
en nú um nokkurra mánaða
skeið höfðu þær búið í Drápu-
hlíð 8, þar sem Þuríður gat verið
að öllu leyti í heimili með þess-
ari yngstu dóttur sinn og fjöl-
skyldu hennar og naut hún þar
ástúðlegrar umhyggju.
Það er vissulega ekki algengt
að hitta fyrir á lífsleið sinni slík-
ar manneskjur, sem Þuríður var.
Sá, sem þessar línur ritar telur
það vera eitt af höppum sínum í
lífinu, að hafa fengið að verða
aðnjótandi þeirra gæða, sem
hún af veitulum huga lét hverj-
um í té, sem henni varð sam-
ferða á lífsleiðinni, þó um stunda
sakir væri.
Þeir, sem nutu hennar sem
móður og ástvinar geta vissulega
tekið undir orð Einars Benedikts
sonar:
— / fáum orðum sagt
Framh. af bls. 9
sem vildi hafa tal af mér. Ég
sé engan úti við hvorugar dyrn-
ar. Dika ég þá inn aftur og lýk
við að geía fénu án þess að
skipta mér frekar af því, sem
fyrir hafði borið, fer síðan heim
og spyr, hvort nokkur hafi fanð
upp að fjárhúsinu. Reyndist svo,
að enginn maður hafði þangað
farið af heimamönnum. Skyldi
ég ekki, hvernig á þessu gæti
staðið, en laust fyrir hádegi sama
dag er ég staddur inm í núsun-
um. Kemur þá allt í einu inn
maður um sömu dyr og barið var
á, en það orð lék á að eitthvað
óhreint fylgdi honum. — Nokkr-
um árum síðar síðla vetrar gaf ég
fénu morgungjöf að venju, og
virtist allt vera með eðlilegum
hætti í húsinu. Nokkru fyrir há-
degi sama dag læt ég féð út.
Er þá ein ærin búin að hengja
sig í jötubandinu með svo ein-
kennilegum hætti, að mér var
öldungis óskiljanlegt, hvernig
hún hefði getað komizt af sjálfs-
„En bæri eg heim min brot og
minn karm
þú brostir af djúpum sefa.
Þú vógst upp björg á þinn veika
arm,
þú vissir ei hik eða efa.
í alheim eg þekkti einn einasta
barm,
sem allt kunni að fyrirgefa“.
Með þessum orðum skáldsins
vil ég kveðja þessa mikilhæfu og
góðu móður og þakka henni allt.
Ég bið þess, að handan þeirrar
hulu, er vor jarðnesku augu fá
ei skyggnzt í gegnum, megi hún
öðlast þá sælu og þann frið, er
vér trúum að oss sé þar búinn.
— B.
dáðum í slíkar stellingar. Til
þess þurfi að taka kindina í fang
sér í nær þriggja álna hæð og ■
krækja hornum hennar á jötu-1
bandið. Góðri stundu eftir að ég1
lét féð út úr húsinu kemur hinn '
sami maður að dyrum þess og
hittir mig þar.
Á bæ einum í sveitinni var j
tryppi fóðrað í stiu í fjárhúsinu.
Þegar bóndi gaf fénaði sínum j
einn morgun, varð hann þess
ekki var, að neitt væri að í I
húsinu. Tryppið virtist frískt og I
f jörugt og át hey sitt, eins og i
vant var. Þegar bóndi fer litlu'
síðar til húsanna að láta féð út, |
liggur tryppið dautt í stíu sinni, I
án þess að mögulegt væri að sjá j
dauðaorsök þess. En þegar bóndi
er að draga það dautt út úr hús-
inu, kemur hinn sami maður þar
að í því og setti bóndi dauða
þess í sambandi við þá óhreinu
anda, sem sagt var að fylgdu
honum. Skal ég einhvern tíma
síðar segja þér, hver bónd: þessi
var en hann var engin afmán,
máttu vita.
M.
Sæmdir Fálka-
orðunni
HINN 26. marz 1958, sæmdi for-
seti íslands, að tillögu orðunefnd
ar, þessa Islendinga heiðursmerkj
um hinnar íslenzku fálkaorðu:
1. Einar Guðfinnsson, útvegs-
bónda, Bolungarvík, riddara-
krossi fyrir störf í þágu sjávar-
útvegsins.
2. Jónas Magnússon, bónda og
verkstjóra, Stardal, Kjalarnes-
hreppi, riddarakrossi fyrir bún-
aðarstörf og vegaverkstjórn.
3. Kristján Jónsson, kaupmann
í Reykjavík, formann sambands
smásöluverzlana, riddarakrossi
fyrir störf í þágu verzlunarstétt-
arinnar.
4. Stefán Baldvinsson, bónda,
Stakkahlíð, Loðmundarfirði, N.-
Múlasýslu, riddarakrossi fyrir
störf að búnaðar- og félagsmál-
um.
Hinn sama dag sæmdi forseti
íslands eftirtalda kjörræðismenn
íslands erlendis heiðursmerkj-
um fálkaorðunnar:
1. William Repper, ræðismann
í Aberdeen, riddarakrossi.
2. John Ormond Peacock, ræð
ismann í Glasgow, riddarakrossi.
3. E. A. G. Caröe, ræðismann
í Liverpool, riddarakrossi.
4. James Albert Laey, ræðis-
mann í Hull, riddarakrossi.
5. Alfred I. R. Kraunsöe, ræð-
ismann í Manchester, riddara-
krossi.
6. Ferdinando Spinelli, ræðis-
mann í Torino, riddarakrossi.
AÐ undanförnu hefur verið únn-
ið að smíði starfsmannahúss við
sjúkrahús Akraness. 1 síðustu
viku flutti yfirlæknirinn í íbc-i
sína í húsinu, en eftir er að full-
gera neðri hæðina og kjallarann.
*
LESBÓK BARNAfr A
7 VSBÓK BARNANNA
S
og getur svo ekki komist
úr sporunum.
Allt gekk eins og ráð-
gert hafði verið. Það var
nú líka venjan, þegar
þeir Hans og Óli fram-
kvæmdu einhverjar af
hinum snjöllu hugmynd-
um sínum.
í löngu frimínútunum
læddist Óli aftur inn í
skólastofuna, — til að
sækja nestisbitanr sinn.
Hann lokaði dyrunum
vandlega á eftir sér. Það
væri ekkert þægilegt að
láta koma sér að óvörum
við það, sem hann ætlaði
nú að fara að gera. í
skólatösku félaga síns
fann hann fljótlega ham-
arinn og naglana.
Skóhlífarnar voru
gamlar og mjög slitnar.
Það hafði marg sinnis
verið gert við þær og
límdar á þær bætur hér
og þar. Hann gat ekki að
sér gert að brosa, þegar
hann rak fyrsta naglann
gegn um sólann. Það
rnyndi líklega þurfa að
líma á þssr fleiri bætur
áður en langt liði.
— Það er verst, að ég
skuli ennþá verða að
bíða i þrjá tíma, eftir því
að bann fari í þær, hugs-
aði hann með sér, þegar
hann rak síðasta nagl-
ann. Nú var ekki hægt
að færa skóhlífarnar úr
stað, þær voru blýfastar.
Þeir höfðu komið sér
saman um að halda öllu
leyndu að þessu sinni.
Því færri »em vissu um
ráöagerðina, því minni
iíkur voru til að upp um
þá kæmist.
Óli varpaði öndinni
léttar, þegar hann hafði
fullvissað sig um, að
verkið væri vel af hendi
leyst. Hann setti hamar-
inn og það, sem eftir var
af nöglunum, ofan í tösku
Hans, náði í nestið sitt
og læddist út. Hann
flýtti sér að hitta Hans,
sem beið í ofvæni á af-
viknum stað á skólalóð-
inni.
— Allt í lagi, sagði Óli
og hjó tönnunum í þykka
brauðsneið með osti.
Næstu kennslustund-
irnar voru þær lengstu,
sem þeir Hans og Óli
höfðu nokkru sinni lifað.
Það var eins og tíminn
stæði kyrr. Loksins var
þó málfræðitíminn,
landafræðitíminn og
meirihlutinn af reiknings
tímanum liðinn.
Alitar var Hans að gá
út um gluggann. Hann sá
á klukkuna í kirkju-
turninum handan við
skólann. Fimm mínútur
í viðbót, hugsaði hann.
Það var þó gott, að þenn
an daginn áttu þeir að
vera í leikfimi í síðustu
kennslustund. ,
Loksins var hringt út.
Hans og Óli litu snöggt
hvor á annan, þegar for-
fallakennarinn stóð upp
frá púltinu og gekk yfir
gólfið til þess að fara í
skóhlífarnar sinar. Þeir
voru svo spenntir, að þetr
þorðu varla að horfa á.
Það heppnaðist — tókst
meira að segja mjög vel.
Kennarinn stakk báðum
fótum í skóhlífarnar, er
negldar voru við _gólfið,
og ætlaði svo að ganga af
stað. Það munaði minnstu
að hann stingist beint á
höfuðið.
Allur bekkurinn
skemmti sér stórkostlega
yfir þessum hrekk, Hans
og Óli voru niðursokknir
í að setja bækurnar ofan
í töskurnar sínar, meðan
kennarinn renndi augun-
um rannsakandi yfir
bekkinn. Hann varð aí
skilja skóhlifarnar eftir,
þegar hann fór.
Það var ekki fyrr, en
þeir voru komnir í nokk-
urn veginn öruggt skjól
bak við leikfimisalinn, að
þeir félagar þorðu að
veita hlátrinum útrás.
Þeir slógu á axlirnar
hvor á öðrum, engdust
«undur og saman og blátt
áfrarn veinuðu af hlátri.
— Sáslu svipinn á hon-
um, stundi Óli.
— Já, svaraði Hans, ég
varð að bita mig í vörina
til að springa ekki.
Aldrei höfðu félagarn-
ir tveir verið betur fyrir
kallaðir en í leikfimi-
tímanum næst á eftir.
Kennarinn veitti því at-
hygli, að þeir beinlínis
geisluðu af ánægju og
hvaða þraut, sem hann
lagði fyrir þá, veitti þeim
auðvelt að leysa.
— Það er engu líkara,
en að þeir séu að
skemmta sér yfir ein-
hverju vel heppnuðu
prakkarastriki, hugsaði
hann með sér án þess að
vita, hve getspakur hann
hafði verið.
Að tfmanum loknum
hröðuðu drengirnir sér
irm í búningsklefann, til
að fa'ra f fötin og komast
sem fyrst heim
Hans og Óli hlökkuðu
til að verða einir, svo að
þeir gætu í næði skemmt
sér yfir hrekknum, sem
þeir höfðu gert forfalla-
kennnaranum.
Þeir klæddu sig í mikl-
um flýti. Hans varð á
undan. Hann *takk fót-
unum niður í gúmmístíg-
vélin og ætlaði að hlaupa
af stað. Skellur! Hann lá
endilangur á gólfinu.
Stígvélin vowi negld nið-
ur. Óli kippti í stigvélin
sín og komst að raun um,
að þau voru líka negld í
gólfið.
Allt í kring um þá,
stóðu bekkjarbræður
þeirra, sem ekki voru
lengi að uppgötva, rvað
var á seyði. Hans brölti á
.fætur. Hann var gapandi
af undrun og jafnframt
var ekki laust við, að
hann færi svolítið hjá
sér. í
— Náðu í hamarinn í
töskunni minni, hvíslaði
hann að Óla, við verðum
að reyna að losa stígvélin.
Hinir drengirnir hóp
uðust um þá. Þetta var
spennandi. Óli hafði nú
náð í hamarinn. Utan um
skaftið á honum var vaf-
ið dálitlum miða. Óli
þreif miðann og hann var
svo forvitinn að sjá, hvað
á honum stæði, að hann
liugsaði ekkert út í það,
að hann las upphátt:
Með þakklæti fyrir síð-
ast og kærri þökk fyrir
lánið
, Helgi Árnason,
forfallakennari.
Hláturshviðan, sem
aí.iir strákarnir ráku
upp, var hámark niður-
Við hvern heldur þú, að Jens sé að leika sér? Það
sérðu fljótlega, ef þú dregur strik frá nr. 1—28. Á
eftir skaltu lita myndina.
iægingarinuar, fannst
peim Hans og Óla.
Eldrauðir aí smán sátu
þeix' báðir á gólfinu og
rembdust við að losa stíg
vélin, meðan strákarnir
létu háðglósurnar dynja
á þeim.
Á heimleiðinni mæltu
þeir varla orð af vörum,
en þeir hugsuöu báðir
það sama. Loks gat Hans
ekki stillt sig lengur.
— í raun og veru höf-
um við enga ástæðu til
að reiðast. Ég verð.að við
urkenna, að þetta var
ekkert annað en það, sem
v,u átturn skilið.
Það var eins og ÓIi
kveinkaði sér. Hann áiti
erfitt með að viöur-
kenna, að þeir höíðu orð-
ið að lúta í lægra haldi.
— Ei-fiðast verður, að
purfa að mæta í tima hjá
honum a morgun, and-
vai'paði r.ann
ISl
Ráðmngar
Gátur: 1. Sólargeislinn.
2. Sjöstjarnan. 3. Hala-
snældan. 4. Eldneistinn.