Morgunblaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. marz 1958 MORCVNfír. 4 ítlÐ Haraldur Teitsson: Skafbylurinn er versti óvinur snjó- mokstursmanna austanfjalls Við Smalaskála í Biskupstungum (skammt fyrir ofan brún,a á Brúará) var mikill skafl, sem þó tókst að komast í gegnum. austur á bóginn, en snjóplógsbíll inn færi á undan mjólkurbíln- um upp Skeiðin og opnaði leið- ina þangað. Uppi hjá Húsatóftum eru fjórir mjólkurbílar, sem tepptust þar í gærkvöldi á upp- eftir leið í Skeiðin og Hreppana. Eftir máltíðina er svo haldið af stað. Það er búið að ryðja braut í gegnum þennan erfiða „útileguskafl" og ýturnar halda í austur. Þær fara á móti bílun- um, sem tepptust fyrir austan Þjórsá í gær, en það munu vera um 20 bílar. Eg fer inn í snjóplógsbílinn og spjalla þar ýmislegt við bílstjór- ann, sem heitir Jónas Einarsson og hefur unnið hjá Vegagerðinni sl. 14 ár. Bifreið þessi er mjög stór og öflug, með 150 ha. diesel- hreyfli og snjóplóg, sem vegur um 2 tonn. Það er talstöð í plógbílnum og Jónas heldur af og til uppi sam- bandi við ýmsar aðrar stöðvar. þess vegna alveg eins getað setið þar kyrrir. — Þeir voru samt allkokhraust ir þegar þeir komu þaðan, segir Jónas við mig og hefur gaman af. Við heyrum ýmislegt í tal- stöðinni: Krísuvíkurleiðin teppt- ist í nótt og þar eru nú tveir snjóplógar og tvær eða þrjár ýt- ur að verki. Austan Þjórsar eru ýtur og heflar að ryðja leiðina fyrir bílalestina. Hvolsvallarbíl- unum og Fjallabílunum gekk vel ferðin og eru nú komnir fram- hjá Rauðalæk og hafa sameinazt bílalestinni. Það er mikið talað við Guð- bjart í Selfoss Radíó. — Það er nú meiri skapgæða- maðurinn, hann Guðbjartur, seg- ir Jónas við mig. Aldrei heyrist hann mæla æðruorð hvað svo sem á gengur. í gær t. d. varð hann að senda 7 bíla í Gaulverja- bæinn í stað tveggja venjulega. Það brotnuðu 5 bílar á leiðinni Stutt frásögn af þeim erfiðleikum, sem snjór og skafbylur valda þeim, er annast mjólkurílutninga á Suourlandsunáirlendinu ÞAÐ er hádegi laugardaginn 15. marz, að við ökum í mjólkur- bílnum austur Flóaveginn frá Selfossi. Veðrið er bjart, en nokk uð hvasst. Á veginum og með- fram honum eru stórir snjóskafl- ar, sem nýbúið er að ryðja braut í gegnum. í allan gærdag og sl. nótt var hér á linnulaus skaf- bylur, sem spillti allri færð á vegunum austur af Selfossi. Fjöld inn allur af mjólkurbílum fest- ist í snjó austur og upp um allar sveitir og urðu bílstjórarnir að leita gistingar á hinum ýmsu stöðum. Snemma í morgUn fór svo hið stórvirka snjómoksturs „apparat“ í gang til þess að moka af vegunum og opna þá á ný. Til þess eru notaðar yfir 20 ýtur, nokkrir vegheflar og 3 snjóplógs- bílar. í mjólkurbílunum og bíl- um Vegagerðarinnar eru samtals um 20 talstöðvar, sem eru í gangi allan tímann og hafa ávallt sam- band við athafnamiðstöðina á Selfossi, Selfoss Radíó, en þar situr Guðbjartur Jónsson, starfs- maður Ferðaskrifstofunnar á Sel fossi og skipuleggur hann ásamt verkstjóra Vegagerðarinnar snjó moksturinn. Bíll sá, sem ég sit í, á að fara upp Skeiðin, að Húsatóftum eða jafnvel eitthvað lengra. Síðar verða fleiri bílar sendir þangað Bílstjórinn heitir Gunnar Guðna- son, og hefur hann unnið hjá Mjólkurbúinu undanfarin 4 ár. aftur skyldi skella á skafbylur, þá myndi á augabragði verða al- gjörlega ófært austur úr, og öllu verri færð en áður. Skaflarnir meðfram veginum eða réttara sagt ruðningurinn er um tveggja metra hár og er nær Við stönzum fyrir aftan veg- hefilinn og innan tíðar koma snjó mokstursgarparnir til þess að fá sér eitthvað í svanginn. Þetta eru menn alvanir snjómokstri og öllum þeim erfiðleikum sem fyrir koma í sambandi við vetrarferð- ir austur í sveitum. Þeir neyta matarins af góðri lyst, og hafa orð á því, að ekki ætli veitinga- maðurinn í Tryggvaskála að svelta þá frekar en fyrri daginn. Þegar búið' var að opna veginn austur fyrir Þjórsá fjölgaði heldur betur á götunum og á hlöðunum fyrir framan verzlan- irnar á Selfossi. Jónas Einarsson bílstjóri á snjó- plógsbílnum. Hann er gamansam- ur í gegnum þykkt og þunnt. Þegar við höfum skamma stund fariö ökum við framhjá 3 ýturn og veghefli, sem eru að slétta úr gríðarlega stórum og löngum skafli. Þetta er ákaflega mikilvægt að gert sé vel, t. d. ef óslitinn á löngum köflum. Utan við þá er jörðin nær alauð. Þegar við förum framhjá þess- um stórvirku tækjum eru stjórn- endur þeirra að snæða hádegis- verð sinn, bíll frá Vegagerðinni hafði fært þeim matinn. í bílnurn okkar er kassi með hádegisverði handa þeim snjómokstursmönn- um, sem eru að verki við vega- mót Skeiðavegsins og þjóðbraut- arinnar austur í sveitir. Þeir eru ekki komnir lengra en þangað enda þótt þeir legðu af stað frá Selfossi um kl. 7 í morgun. Þetta er um 20 km vegalengd, og stað- urinn nefndur Kampholt og skafl ar þar iðulega kallaðir „útilegu- skaflar“ sökum þess, að þar gerir venjulega mikla ófærð í snjó- og skafbyljum. Þá er og haft orð á því, að þar muni vera draugur, Kampholtsmóri að nafni. Þegar við komum að vegamót- unum eru þar fyrir tvær ýtur, veghefill og ákaflega stór snjó- plógsbíll. Þarna eru þeir að moka sig í gegnum ógnarlangan og djúpan skafl og sækist verkið fremur seint vegna þess hve snjór inn er mikill. Fyrst verða ýturnar að ryðja megninu af snjónum ofan af, síðan „stingur” plógur- inn í gengnum skaflinn og að lokum fer veghefillinn og hreins- ar brautina. Það er rætt um snjóinn og mokst urinn, búskap, drauga og aðeins tæpt á stjórnmálum og klykkt út með að spjalla lítið eitt um skóla mál Skeiðamanna. Það hafði verið ákveðið að ýturnar og heíillinn héldu áfram Guðbjartur Jónsson, er eins konar hershöfðingi yfir mjólkur- flutningaliðinu og snjómokstursliðinu. Hann hefur óþrjótandi þolinmæði og jafnaðargeð. ; Hann er gamansamur og segirþangað. En ekki lét Bjartur það margt hnyttið við kunningja sína í hinum talstöðvunum. Jónas kallar upp x-37, en bíl- stjórinn þar heitir Stefán, og er hann einn þeirra, sem teppt- ust í gær uppi á Skeiðum. Þeim líður öllum vel, og bíða bara eftir ýtu, sem er á leiðinni til þeirra og kemur ofanað. Stefán segir okkur þau tíðindi að ýtan hafi orðið að fara upp að Miðfelli með ljósmóður í gærkvöldi. Þann ig stóð á að ljósmóðirin á Mið- felli var að eiga barn og þess vegna þurfti að sækja ljósmóður úr annarri sveit. Sú kom samt of seint og var fæddur stór strák- ur fyrir hálftíma, þegar hún kom á staðinn. — En varstu ekki líka í af- mæli? spyr Jónas og glottir. — Jú, en það var svo sem enga stund, svarar Stefán. Það var sextugsafmæli á Brjánsstöðum og við ætluðum að vera þar eitthvað, en þegar við vorum nýkomnir'slotaði veðrinu svo við héldum aftur af stað. En það var þá fjandann enga stund, sem hann lægði þetta. Við hefðum hafa nein áhrif á skapið. Og það er víst alveg rétt hjá Jónasi, að rólegur er Bjartur. Enda nauðsynlegt fyrir þann, sem eins mikið mæðir á við alla þessa erfiðleika að einbeita sér að verkefninu, en eyða ekki kröft unum í tilgangslaust vandræða- fár. Fæi-ðin upp Skeiðin er þung, en það má heita furðulegt hve djúpa skafla þessi plógbíll fer í gegnum. Snjórinn þyrlast upp til beggja hliða, snjórinn verður að láta undan ofurþunga farar- tækisins. Við lendum í mjög stórum skafli skammt fyrir neðan Braut- arholt, tekst að lokum að kom- ast i gegnum hann. Á meðan Jón as var að „stinga“ í gegnum þann skafl bættust fleiri bílar í hóp- inn; alls voru nú 5 mjólkurbílar fyrir aftan plógbílinn. Nú hafði safnazt fyrir tveggja daga mjólk á 'Skeiðum og Hreppum og þessir bílar eiga að sækja hana og munu sennilega fara allt upp að Tungu felli. Ekki verður reynt að kom- Framh. á bls. 22 Við vegamótin upp Skeiðin var geysilega stór skafl. Á myndinni sjást ýturnar að verki, en snjó- plógurinn bíður eftir sinu tækifæri. (Ljósm. Har. Teitsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.