Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 11
T’ösfudagur 30. maí 1958 m n r r. r v r r 4Ð1Ð 11 Minni verklegar framkvæmdir verða af leiðingar bjargráðanna Úr ræðu Gunnars 7. umræðu i Sjúkt efnahagsástand llm margra ára skeið hefur efnahagsástandið hér á landi ver- ið sjúkt, og er nú svo komið, að sennilega getur enginn útflutn- ingsatvinnuvegur staðizt án styrkja eða uppbóta — annar en hvalveiðar. En sjúkleikinn gerir einnig vart við sig í þeim at- vinnuvegum, sem framleiða fyrir innanlandsmarkað. Sem dæmi má nefna fram- leiðslu . á jafnnauðsynlegum neyzluvörum og kartöflum og fiski til neyzlu í Reykjavík. Það svarar ekki kostnaði fyrir menn að framleiða kartöflur, nema þeir leggi þær inn til stofnunar, sem á þess kost að láta ríkið greiða niður verð þeirra. Síðan kaupa menn kartöflurnar frá stofnun- inni fyrir lægra verð en hún greiðir framleiðendum. Reykvík- ingar geta ekki fengið góðan neyzlufisk og stafar það af því, að einn liður í efnahagskerfinu er að haida verði hans niðri með fáránlegum verðlagsákvæðum. Er það eitt dæmi af mörgum um það, hvernig verðgæzlan, sem á að þjóna hagsmunum almenn- ings, verður til að skaða þá. Vísitalan Thoroddsen við efri deild á að sparnaður minnki. En var- hugaverðast er þó að skrökva og verst að skrökva að sjálfum sér. Frumvarpið leysir engan vanda Frumvarpið, sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir, að haldið verði áfram útflutningsuppbótum og niðurgreiðslum. Þegar kosið var til Alþingis fyrir tveim ár- um, lýstu Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn því yfir, að þeir myndu beita nýjum úr- ræðum til varanlegrar lausnar vandamálanna. Það kom að vísu ekki glöggt fram, hver væru úr- ræði þeirra. Helzta bjargráðið virtist vera það að losna við stærsta flokk þjóðarinnar og sterkasta afl hennar úr ríkis- stjórn. Nú hefur stjórn þessara tveggja flokka og kommúnista haft 2 ár til stefnu til að efna loforð sín. Árangurinn er frum- varpið sem hér liggur fyrir — frumvarp, sem engan vanda leys- ir. Undirtektir verkalýðsins Þegar Framsóknarflokkurinn I og Alþýðuflokkurinn mynduðu ríkisstjorn með kommúnistum, var það afsakað með því, að nauðsynlegt væri að tryggja vinnufriðinn í landinu. Nú hefur Gunnar Thoroddsen þó félagsmálaráðherra, sem jafn- framt er forseti ASÍ, vitandi eða óafvitandi brugðizt því hlutverki að tryggja stjórninni stuðning verkalýðssamtakanna. Fjöldi verkalýðsfélaga hefur beinlínis mótmælt ráðstöfunum þeim, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, og átök þau, sem urðu innan stjórnar Alþýðusambandsins um málið, eru kunn öllum. Þetta eru viðtökurnar, sem frumvarp stjórn ar „hins vinnandi fólks“ fær. Bréf Ij.Í.Ú. og Eimskipafélagsins Athyglisverð eru bréf þau, sem L.Í.Ú. hefur ritað um þetta mál, en ríkisstjórnin hefur áður stært sig sérstaklega af góðu samkomu- lagi við þau samtök. í bréfi frá 13. maí segir m. a.: „Þykir oss rétt að gera hinu háa Alþingi og hinni hæstvirtu ríkisstjórn aðvart um, að sam- komulag hefur ekki tekizt við samtök útvegsmanna og fisk- vinnslustöðva, þrátt fyrir viðræð ur við hæstvirta ríkisstjórn og hæstvirtan sjávarútvegsmálaráð- herra að undanförnu“. Eg hefi einnig í höndum bréf frá Eimskipafélagi íslands. Þar kemur fram, að félagið hefur að undanförnu verið neytt lil að safna verulegum larusaskuldum erlendis, þar sem því hefur ver- ið synjað um yfirfærslur vegna rekstrargjalda, sem virðist sjálf- sagt að leyfa hefði átt jafnóðum. Er hér t. d. um að ræða hafnargjöld og ýmis nauð- synleg gjöld vegna komu skipa félagsins í erlendar hafnir. Þess- ar lausaskuldir nema nú 13 millj. króna og munu þær hækka um 7 milliónir, ef frumvarp ríkis- stjórnarinnar verður samþykkt. Fyrir Alþingi líggja ýmis önn- ur mótmæli gegn frumvarpinu, m. a. frá Stúdentaráði vegna 30% yfirfærslugjalds á námsmanna- gjaldeyri. Það gjald mun koma mjög hart niður, og ekki síður yfirfærslugjaldið á sjúkragjald- eyri. Kostnaður við verklegar framkvæmdir hækkar Þá er vert að vekja athygli á þvi, að kostnaðar við verkleg- ar framkvæmdir mun hækka verulega, ef frumvarpið verður samþykkt. Framlög til verklegra framkvæmda ríkisins hafa þeg- ar verið ákveðin þetta ár, og er fyrirsjáanlegt, að framkvæmd- irnar verða mun minni en ráð var fyrir gert, nái frumvarpið fram að ganga. Getur það haft áhrif á atvinnu fjölda fólks. Frumvarpið getur einnig orðið til að draga úr ýmsum fram- kvæmdum, sem áætlanir hafa verið gerðar um til langs tíma, t. d. framkvæmd áætlunarinnar um rafvæðingu sveitanna. Spurningar ítrekaðar Að lokum minnti Gunnar Thoroddsen á spurningar þær, sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins bar fram við 1. umræðu um efnahagsmálafrumvarpið í neðri deild hinn 14. maí s. 1 Voru það 20 fyrirspurnir til ríkisstjórnar- innar og eru svör við ýmsum þeirra enn ófengin og svör við öðrum mjög óljós. Kvaðst ræðu- maður vilja ítreka spurningar þessar. Nefndarálit Sjálfstæðismanna i efri deild: Eitt af megineinkennum efna- hagskerfisins, sem við eigum nú við að búa, er vísitalan. Vísi- tölukerfið er meingallað á tvo vegu. í fyrsta lagi veldur það kapphlaupi verðlags og kaup- gjalds og í öðru lagi gefur nú- verandi vísitala algjörlega ranga mynd af verðlagsþrcmninni á ís- landi. Vísitalan er miðuð við neyzlu nokkurra fjölskyldna í Reykja- vík í upphafi síðustu heims- styrjaldar. Því er það svo, að ýmsar verðbreytingar í Reykja- vík hafa áhrif á kaupgjald alls staðar á landinu, t. d. hækkun á strætisvagnafargjöldum. Einnig er þess að geta, að neyzluvenjur fólks hafa breytzt mjög á þessu tímabili og ýmislegt það, sem nú er talið til nauðsynja, var það ekki 1939—1940. Það eru til- tölulega fáar vörutegundir, sem áhrif hafa á vísitöluna og verð þeirra hefur verið greitt niður, en verðlag annarra nauðsynja- vara hefur verið látið hækka. Framfærslukostnaður eykst því mun meira en vísitalan gefur til kynna. Skráning krónunnar Þá hefur það verið eitt af ein- kennum íslenzkra fjármála, að gengi krónunnar hefur verið rangt skráð. Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar, m. a. þær, að meginatvinnuvegir þjóð- arinnar bera sig ekki. Það hefur verið vonlaust að gera skip út til fiskveiða styrkjalaust fyrir það fé, sem fengizt hefur fyrir seld- an afla eftir að bönkunum hefur verið afhentur gjaldeyririnn lög- um samkvæmt. Með þessu hefur sjálfsbjargarviðleitni og fram- tak þeirra, sem að útgerðarmál- um starfa, verið heft, en þeir eiga ekki aðra ósk heitari en þá, að fyrirtæki þeirra geti borið sig án styrkja, reksturinn farið eftir eðlilegum lögmálum við- skiptaiífsins og útgerðin losnað við eftirtölur almennings. — Hins sama gætir í fleiri atvinnugrein- um og sýnir þetta, að efnahags- kerfi okkar allt þarfnast endur- skoðunar. Ég minni á, að allur landslýð- ur veit, að með ráðstöfunum nú- verandi ríkisstjórnar, bæði jóla- gjöfinni og þessu frumvarpi, er verið að lækka gengi krónunnar. þótt það sé ekki viðurkennt opin- berlega. Ljóst er að margvíslegar hættur fylgja lággengi hjá hverri þjóð: Vantraust út á við og hætta Bjargráðin eru „hreinn óskapnaour, sambland af uppbótakerfi og gengislækkun HÉR fer á eftir meginhliuti nefnd- arálits þeirra Sigurðar Bjarna- sonar og Gunnars Thoroddsen um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, en það var lagt fram á fundi efri deildar í gær: Ilallarekstur framleiðslu- tækjanna Enda þótt Islendinga greini á um margt, mun það þó naumast valda ágreiningi, að hallarekst- ur íslenzkra framleiðslutækja sé mesta meinsemd efnahagslífs þjóðarinnar í dag. Orsakir þessa hallarekstrar eru að sjálfsógðu fleiri en ein. En meginástæða hans er of hár framlciðslukostn- aður, sem aftur sprettur af því, að of mikils hefur verið krafizt af atvinniuvegum þjóðarinnar. Þjóðin hefur ekki gætt þess sem skyldi að miða lifskjör sin við raunverulegan arð af atzinnu- tækjum sínum til Iands og sjáv- ar. Ábyrg afstaða Sjálfstæðis- flokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan lagt megináherzlu á að gera þjóðinni þetta ljóst. Það kom í hans hlut haustið 1949 að mynda minnihlutastjórn í land- inu. Þessi ríkisstjórn fól færustu hagfræðingum að kryfja allt ástand efnahagsmálanna til mergjar. Þegar tillögur hinna sérfróðu manna lágu fyrir, lagði ríkis- stjórnin þær fyrir Alþingi, og samkomulag tókst um þær meðal mikils meiri hluta þingmanna. Var síðan mynduð ný ríkisstjórn, sem framkvæmdi þessar efna- hagsmálatillögur. Árangurinn af þessum viðreisnarráðstöfunum varð í stuttu máli sá, að unnt reyndist að útrýma greiðsluhalla- búskap rikissjóðs, tryggja þrótt- mikinn rekstur atvinnutækjanna, auka útflutningsframleiðsluna og halda uppi fjölþættum fram- kvæmdum í landinu. Jafnhliða // jókst sparnaður verulega meðal almennings, og aukin sparifjár- myndun í bönkum og sparisjóð- um gerði mögulegt að ráðast í ýmsar nauðsynlegar framkvæmd- ir í landinu. Allt fram til ársins 1955 tókst að halda jafnvægi í þjóðarbú- skapnum í skjóli viðreisnarráð- stafananna frá 1950. Eftir að áhrifum Kóreustríðsins linnti, tókst að halda dýrtíðinni nokkurn veginn í skefjum. Þannig var til dæmis vísitalan óbreytt allt frá október 1952 til maimánaðar 1955. Verkföllin 1955 En á öndverðu ári 1955 urðu þáttaskil í íslenzkum efnahags- málum. Þá voru undir forustu kommúnista hafin pólitísk verk- föll, sem fyrst og fremst stefndu að því að eyðileggja jafnvægis- stefnu ríkisstjórnarinnar og ryðja kommúnistaflokknum braut til valda. Árangur hinna pólitísku verkfalla varð m. a. rúmlega 20% almenn kauphækkun á árinu 1955. Hafði það í för með sér stóraukinn hallarekstur hjá út- flutningsframleiðslunni og raun- ar öllum atvinnurekstri í land- inu. Um áramótin 1955—56 neydd ist því þáverandi ríkisstjórn til þess að gera nýjar ráðstafanir til þess að tryggja rekstur fiski- skipaflotans og lagði í því skyni á nýja skatta og tolla, sem talið var að næmu um 150 millj. kr. á árinu 1956. Af þessu er auðsætt, að við- námsstefnan gegn dýrtíð og verð- bólgu var brotin á bak aftur af hálfu kommúnista og banda- manna þeirra á árinu 1955. Stjórnarmyndunin 1956 Næsti áfangi var svo sá, að ný ríkisstjórn var mynduð á miðju ári 1956. Hét hún því að leysa vandamál efnahagslífsins að „nýjum leiðum" og með „varan- legum úrræðum" Síðan þetta fyirrheit var gef- ið - eru nú liðin tvö ár. Engar tillögur um ný og varanleg úr- ræði hafa komið frá ríkisstjórn- inni. Eina úrræði hennar var 300 millj. kr. nýjar skattaálögur um áramótin 1956—57. Var því þá lýst yfir af hálfu ríkisstjórnar- innar, að hér væri um algerar bráðabirgðaráðstafanir að ræða. En allt árið 1957 og rúmlega fjórðungur ársins 1958 leið, án þess að nokkrar nýjar tillögur kæmu frá ríkisstjórninni um var- anleg úrræði í efnahagsmálunum. Málgögn stjórnarflokkanna lýstu því aðeins yfir, að uppbóta- og styrkjastefnan hefði gengið sér gersamlega til húðar. Eitt af mál- gögnum ríkisstjórnarinnar lýsti því yfir sem greinilegu dæmi um fánýti þeirrar stefnu, sem ríkis- stjórnin hafði fylgt í efnahags- málum, að góð síldveiði eða hag- stæð grasspretta mundu gera ís- lenzka ríkið gjaldþrota, ef fylgt yrði óbreyttri stefnu í efnahags- málunum. Frumvarpið um útflutningssjóð Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar lagt fram frumvarp það, sem hér liggur fyrir, um útflutn- ingssjóð o. fl. Af því er augljóst, að ríkisstjórnin hefur gefizt upp á að finna nýjar leiðir og varan- leg úrræði í efnahagsmálunum, eins og hún þó hafði lofað þjóð- inni við valdatöku sína. í frumvarpi þessu felst fyrst og fremst þetta: 1) Gert er ráð fyrir, að nú- gildandi styrkja- og uppbóta- kerfi verði haldið áfram. 2) Viðurkennt er, að gengi ís- Ienzku krónunnar sé fallið og dulbúin gengislækkun fram- kvæmd, þar sem engar gjaldeyris- yfirfærslur mega í framtíðinni fara fram á skráðu gengi nema þær, er snerta viðskipti við varn- arliðið. 3) Lagðar eru á þjóðina stór- felldar nýjar álögur, sem ætla má að muni nema allt að 790 millj. kr. á ári. 4) Lögfest er nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, þar sem ákveðið er, að allt almennt kaupgjald skuli hækka um ákveð inn hundraðshluta og jafnframt skuli tilteknar innlendar afurðir hækka í verði frá 1. júní. Af frumvarpi þessu er auðsætt, að enda þótt niðurstaðan hafi orðið sú, að ríkisstjórnin hafi hallazt að uppbótaleiðinni áfram, er hún þó í raun og veru stefnu- laus gagnvart vandamálum efna- hagslífsins. Frumvarp hennar felur í sér greinilega viðurkenn- ingu á því, að gengi íslenzkrar krónu sé fallið. Viðurkenningu sína á þessu kýs stjórnin þó að dulbúa. Úr framvarpi hennar verður því hreinn óskapnaður, sambland af uppbótakerfi og gengislækkun. Engin lausn Sjálfstæðismenn telja því, að í frumvarpi þessu felist síður en svo nokkur lausn á efnahags- vandamálum þjóðarinnar. Af samþykkt þess hlýtur að leiða stóraukna dýrtíð og verðbólgu á næstu mánuðum, eins og við- urkennt hefur verið af málsvör- um ríkisstjórnarinnar. Halla- rekstri atvinnutækjanna verður ekki útrýmt með því að auka eyðslu og lögbjóða nýtt kapp- hlaup milli kaupgjalds og verð- lags. Þvert á móti verður það aðeins gert með því, að þjóðin miði kröfur sínar og eyðslu við raunverulega greiðslugetu fram- leiðslutækja sinna, Undirtektir verkalýðsfélaga Af undirtektum fjölda verka- lýðsfélaga við frumvarp ríkis- stjórnarinnar er auðsætt, að verkalýðshreyfingin er yfirleitt mjög andvíg úrræðum þess. Hafði þó ríkisstjórnin lýst því yfir, að það væri höfuðáhugamál hennar að leysa efnahagsvandamálin í samráði við verkalýðssamtökin. Hér fer á eftir skrá yfir þau verkalýðsfélög í Reykjavík og nágrenni, sem þegar hafa mót- mælt frumvarpinu: 1. Félag járniðnaðarmanna, Rvík. — 2. Iðja, félag verksmiðju fólks, Rvík. — 3. Félag islenzkra rafvirkja. — 4. Múrarafélag Reykjavíkur. — 5. Bifreiðastjóra- Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.