Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 2
2 MOTtcrxnr 4 fílÐ Fðstudagur 30. maí 1958 Úfgjöld Reykjavíkurbæjar hækka vegna „bjargráðanna" Hefðu bjargráðin skollið á með fullum bunga allt árið hefði gjaldahækkunin numið 25 millj. króna Umrœður um fjárhagsáœtlun Reykjavíkur í GÆR tók bæjarstjórn Reykjavíkur til annarrar umræðu frumvarp ?ð fjárhagsíætlun fyrir Reykjavíkurbæ fyrir árið 1958. Sá dráttur, stm hefur orðið' á því að fjárhagsáætlunin kæmi til 2. umræðn stafar af því, að ríkisstjórnin hafði boðað nýjar tillögur í efnahags málum, og var fyrirsjáaniegt, að þær mundu hafa áhrif á fjárhags- eætlunina. Var því beðið eftir tillögum þessum og hefur ekki verið unnt að taka fjárhagsáætlunina til síðari umræðu fyrr en í gær Gunnar Xhoroddsen, borgarstj., hóf umræður og skýrði frá, að samkomulag hefði verið um það, fyrir áramótin, þegar fjárhags- áætlunin kom til 1. umræðu, að fresta annarri umræðu, þar tii hin nýkjörna bæjarstjórn gæti fjallað um málið. En eftir að bæjarstjórnarkosningar voru um garð gengnar, var ljóst, að rikis- stjórnin myndi koma fram með tillögur í efnahagsmálunum og varð þá samkomulag í bæjar- ráði að bíða eftir þeim, með því að tillögur ríkisstjórnarinnar hlytu að hafa mikil áhrif á hag bæjarins. Það er þess vegrta fyrst í þessum mánuði, sem unnt hefui verið að gera sér grein fyrir þess um málum, með því að efnahags- málatillögur ríkisstjórnarinnar eru nýkomnar fram og þó ekki væri búið að -.fgreiða þær endan- lega í gær, sagði borgarstjóri, að svo langt væri komið umræðum um þær á Alþingi, að ekki væri búizt við neinum breytingum í meginatriðum. Væri því unnt að ganga út frá frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, eins og það værí nú. Borgarstjóri gerði grein fyrir því, að sparnaðarnefnd í sam- vinnu við starfsmenn Reykjavík- urbæjar hefði athugað, hvaða breytingar þyrfti að gera á fjár- hagsáætluninni og þá sérstak- lega, hvaða áhrif hin svonefndu bjargráð ríkisstjómarinar hefðu Bæjarráð hefur síðan fjallað um málið og orðið sammála um ýmsar breytingar, en að öðru leyti leggja flokkarnir fram sín- ar breytingartillögur. auk þeirra sem bæjarráðið samþykkti og gerðu þeir borgarstjóri og Geir Hallgrímsson, bæjarfulltr., grein fyrir þeim. Breytingartillögur bæjarráðs Breytingartillögur bæjaráðs ná til allmargra liða og má þar nefna, að útsvör samkvæmt sér stökum lögum verði hækkuð um 1 milljón og er það gert með til - liti tii þess, að tekjuafgangur þeirra stofnana, sem þau útsvör ná til, sem aðallega eru Tóbaks- einkasala ríkisins og Áfengis- verziun ríkisins, verði meiri en í öndverðu var gert ráð fyrir. Þa verður að taka tillit íil þess,- að afgreidd hafa verið lög á Alþingx, sem fela það í sér að fella stríðs- gróðaskattinn niður, en bæjar- sjóður hefur fengið 45% af hon- um. Þá er gert ráð f>. , að íast- eignaskattur, sem v«r áætlaður 400 þúsund krónur falli niður vegna þeirra breytinga, sem gerð hefur verið í vetur á álagningu fasteignagjalda. Þá eru nokkrir hækkanaliðir í sambandi við áhættuþóknun slökkviliðsmanna. til Verzlunarskóla Islands, svo að tillag bæjarins verði jafnt ríkis- ins, siysavarðstofu, ljósmæður og barnaheimili Sumargjafar. Þá gerði bæjarráð ráð fyrir því, að hækka yrði hið áætlaða tillag vegiia mcðlaga með börnum og gaí í þessu samba ,di að ríkis stjórnin hefði, þrátt íyrir gerða samninga við Reykjavíkurbæ, Ugt niður rek.tui hælisins á Kviabryggju, en við það hetði Uinheimta meðlaga mjög versnað og vaeri íyrirsjáaalegt, að hækka þyrfti þessa liði vegna versnandi innheimtu. Þá er í tillögum bæj- aráðs gert ráð fyrir 500 þúsund króna framlagi vegna veikinda- frís tíma- og vikukaupsmanna, sem er vegna laga, sem afgreidd hafa verið á Alþingi. Geir Hallgrímsson. bftr., gerði grein fyrir hinum sérstöku breyt- ingartillögum, sem Sjálfstæðis- menn bera fram við fjárhags áætlunina. Skipti þar langmestu máli, að gera verður ráð fyrir útgjaldaaukningu vegna efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinn ar, sem nemur tæpum 12 millj króna. Ennfremur er gert ráð fyrir, að tekin verði lán til heii- brigðisstofnana og lán til skóla bygginga, sem samtals nema um 5 milljónum króna. Ennfremur er gert ráð fyrir sérstakri gjalda- lækkun á eignabreytingareikn- ingi, sem nemur tæpum 3 milljón um króna eða 2 milljónum og 900 þúsundum. Loks er gert ráð fyrii nokkurri lækkun á framlögum til einstakra verklegra fram- kvæmda. Geir Hallgrímsson gerði ýtar- lega grein fyrir hverjum einstök- um lið tillagnanna, og verður get ið um sumt af því hér. I tlllögun- um er gert ráð fyrir, 0S viðhaid húsa og lóða hækki nokkuð eða um % milljón króna. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að lækkað- ur verði kostnaður við öryggis- ráðstafanir vegna ófriðarhættu um 450 þúsund krónur. G. rl. sagði, að ríkissjóður hefði áður lagt fram jafnháa upphæð cil þessara framkvæmda, eins og bæjarsjóður, vegna þess að nauð- synlegt hefði verið talið að hafa varnir vegna ófriðarhættu. Ríkis- sjóður hefði fellt burtu af fjárlög- unum tillag til varnar fyrir hina almennu borgara, en menn skyldu þó vera þess minnugir, að hin sama ríkisstjórn hefði staðið að því að endurnýja samning um veru varnarliðs hér á landi, þann- ig að augljóst væri, að hún teldi hér þörf á vörnum. G. H. sagði, að það væri ekki skylda bæjar sjóðs að standa einn að slíkum framkvæmdum, en lækkunm væri byggð á því, að unnt mundi vera að halda í horfinu, bó ekki yrði um neinar aukningar að ræða. Þá vék G. H. að því að gert er ráð fyrir að framlag til nýrra gatna og nýrra holræsa lækki samtals um 2 milljónir króna. G. H. sagði, að öllum væri ljós þörfin á auknum framkvæmdum, en hér væri farið niður í sama og ge-'t hefði verið ráð fyrir í fjárl.agsáætluninni fyrir sl. ár og væri athugunarvert, hvort ekki væri unnt að fara sérstakar leið- ir til þess að afla tekna til þess- ara framkvæmda. Hækkanir vegna „biargráðanna" í tixlögum Sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu vegna efnahagsráðstafana ríkis- ins sem nema kr. 11.850.000 00 G. H. gerði ýtarlega grein fyrir. hvernig upphæð þessi væri reikn uð. Samkvæmt frumvarpinu að fjárhagsáætlun eru útgjöld bæj- arsjóðs kr. 227.779.000.00. En frá ber að draga kr. 6.500.000.00, sem eru afborganir af innlendum lán- um. Reiknað er með að verð- hækkanir komi fram á 220 millj. króna, sem talið er að skiptist að jöfnu milli kaupgreiðslna og ann- arra útgjalda. Er þá fyrst að teíja hækkanir vegna vinnulauna. Fra 1. júní til l'. desember eða í 6 mánuði er talið að vinnulaun hækki um 5%, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkistjórnarinn ar. Hér er um að ræða útgjöld, sem nema 55 millj króna í 6 mánuði og 5% af því er kr. 2.750.000.00. í desember er gert ráð fyrir 10% kauphækkun, en mánaðarvinnulaun eru nálægt kr 9 millj. og 10% þar af er kr. 900.000.00. — Heildarkostnaður vegna hækkunar á launum, sem stafar af bjargráðafrumvarpi rík isstjórnarinnar telst þess vegna kr. 3,650.000.00. Af öðrum útgjoldum, sem nema kr. 110 milljónum má ætla að kr. 16 milljónir breytist ekki, þar sem um er að ræða ákveðna styrki, framlög og áfallinn kostn- að. Eru þá eftir kr. 94 milljónir og er gert ráð fyrir 15% hækkun á 7/12 hlutum þessarar upphæð- ar, og nemur það kr. 8.200.000.00 Samkvæmt þessu eru því aukin útgjöld bæjarsjóðs vegna bjarg- ráðanna, það sem eftir er ársins 1958, kr. 11.850.000.00, og ge.a Sjálfstæðismenn það að tillögu sinni, að sá liður sé tekinn upp í fjárhagsáætlun. Eignabreytingar Þá gerði G. H. grein fyrir til lögum Sjálfstæðismanna, sem varða eignabreytingar, og er þá fyrst að telja tekjuhliðina, en eins og áður er skýrt frá, gera Sjálfstæðismenn að tillögu sinni, að tekið sé lán til heilbrigðisstofn ana og skólabygginga, sem nemi samtals 5 milljónum króna. í sambandi við gjöld gera þeir ráð fyrir lækkunum á ýmsum lið- um, Er t. d. gert ráð fyrir lækK- un á framlagi til íþróttasvæðis og sundlaugar í Laugardal, sem nemur 500.000.00 krónum, en G H. taldi að þrátt fyrir lækkunina yrði þó hægt að ljúka við hlaupa- brautina í sumar. Þá er gert ráð fyrir 300.000.00 króna lækkun á framlagi til íþrótta- og sýningar- húss og ennfremur 1 milljón kr. lækkun á framlagi til áhalda- kaupa, en samkvæmt reynslunni hefur verið mjög erfitt að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir kaupum á nauðsynlegum áhöldum og má því gera ráð fyr- ir, að útgjöld til þess verði minm en í upphafi var gert ráð fyrir Samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- manna er gert ráð fyrir að gjöld á eignabreytingarreikningi lækki alls um kr. 2.900.000.00. Sami útsvarsstigi og áður Geir Hallgrímsson sagði, að niðurstaðan af tillögum bæjar- ráðs og tillögum Sjálfstæðis- manna væri sú, að um væri að ræða hækkanir, sem næmu 5.650.000.00 krónum. í þessu sam- bandi gat hann þess, að hlutdeild bæjarsjóðs í stríðsgróðaskatti, sem lagður hefur verið á bæjar- búa,. hefði á sl. ári numið alls 4.500.000.00 krónum. Samkvæmt lögum hefði ekki mátt leggja á hærri tekjur félaga en 200.000.00 krónur, en nú væri það hámark brott fallið. Mætti ætla, að sam- svarandi upphæð fengist í útsvör um frá félögum, eins og stríðs- gróðaskatturinn hefði alls numið. Eftir væru þá kr. 1.150.000.00, en það væri ekki hærri upphæð en svo að vonir stæðu til að unnt væri að fá hana inn í bæjarsjóð- inn með álagningu útsvara, þó án þess að útsvarsstiginn þurfi að hækka nokkuð frá því sem var á sl. ári. Geir Hallgrímsson gat þess, að þegar Sjálfstæðismenn hefðu verið að gera sér grein fyr- ir hækkunum vegna cfnahags- málatillagna ríkisstjórnarinnar hefðu þeir áætlað eins varlega eins og freltast hefði verið unnt, en ljóst væri, að frumvarp, sem fæli í sér alls um 790 milljón króna álögur á landsfólkið, hlytx að hafa veruleg áhrif á bæjarfé lögin, bæði beint og óbeint. Hefðu þessar tillögur nú í ár lent a Iteykjavíkurbæ með fullum þunga, mundi útgjaldaaukning aldrei hafa orðið undir 25 milfj. króna og mundi sá þungi að óbreyttu skella á bæjarsjóði a næsta ári. Bæjarbúar hafa fellt sinn dóm Guðmundur Vigfússon bftr. (K) tók næstur til máls og gerði grein fyrir breytingartiliögum sem kommúnistar og Framsókn- armenn standa saman að. Er þar að mestu Ieyti um að ræða „gaml ar lumrnur", eða tibögur, sem gengið hafa aftur frá ári til ars, frá þessum flokkum. Er þar t. d. um að ræða tillögur til verulegrar lækkunar á tillagi til hreinlætis- dg heilbrigðismála, t. d. leggja þeir félagar til, að kostnaður vxð götuhreinsun verði skorinn niður um 1 milljón króna. Einnig ieggja þeir til, að skorin verði niður tillög til fræðslumála, löggæzlu og sjúkrahúsa. Á hinn bóginn eru svo gerðar tillögur um hækkanir á einstökum verklegum fram- kvæmdum, svo sem fiamlagi til Byggingasjóðs Reykjavikur og til barnaheimila og bæta þeir félag- ar neðan við tillögurnar, að borg- arstjóra sé heimilt að taka lán, allt að 25 milljónum króna, til að verja til íbúðarby gginga, en vita- skuld er ekki minnzt með einu orði á, hvar eigi að taka slíkt lár, eins og nú er ástatt. í ályktunartillögum kommún- ista er ennfremur um gamlar til- lögur að ræða og er þar víða gert ráð fyrir mjög auknum út- gjöldum án þess að bent sé á leiðir til þess að afla nýrra tekju- stofna annarra en þeirra, að laent er á að rétt sé að taka eignarnámi kvikmyndahús öll og bæjarnýta framleiðslu hvers konar gos- drykkja, öls og sælgætis. Næstur á mælerxdaskrá var Magnús Ástmarsson bftr. (A), en hann flytur nokkrar breytingar- tillögur við fjárhagsáætlunina. Voru það að nokkru xeyti tillögur um að tekjur bæjarsjóðs, útsvör og ýmsir skattar og aðrar tekjur verði áætlað hærra en gert er ráð fyrir og einnig gerir hann tillögur til breytinga á nokkrum gjaldaliðum, ýmist til hækkunar eða lækkunar. M. Á. sagði í ræðu sinni, að með því að fr umvarp ð að fjárhagsáætluninni hefði verið lagt fram fyrir kosningarnar, mætti segja, að kjósendur hefðu þegar greitt atkvæði um það og væri því ef til vill ekki eðlilegt, að meirihluti bæjarstjórnarinnar gerði ráð fyrir stórbreytingum á þeirri fjárhagsáætlun. Ræddi hann um að hinar nýju efnahags málatillögur stjórnarinnar hlytu að hafa áhrif á ýmsa liði og hafa verulegar hækkanir í för með sér. Vék M. Á. að því, að bjargráðin hlytu að leiða til hækku.xar á raf- magni og hitaveitugjöldum, o. s. frv. Benti M. Á. á, að Þjóðviljinn væri í fyrradag að skrifa um að bæjarráð væri að gera sér leik að því að gera tillögur um að hækka strætisvagnagjöldxn, en enginn ágreiningur hefði verið í bæjarráði um það mál. Guðmund ur Vigfússon hexði þar ekki borið neinar brigður á fjárþörf strætis- vagnanna en viljað láta taka hallann með hækkuðu x útsvör- um. Benti ræðumaður á, að hann heíði frétt að gjaldskr„ hins opin bera fyrir ýmsa þjónustu, svo sem póst og síma, yrði hækkuð og þegar bærinn færi inn á pá braut að hækka strætisvagna- gjöldin, í siað þess að jafna hall- ann með hækkuðum útsvörum, þá væri farið eftir sömu reglum, eins og ríkið hefði sjálit. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar dregst Kcfcnið var fram yfir hádegi, þegar Magnús Ástmarsson lauk ræðu sinni. Var þá gefið matar- hlé til kl. 2. Þá hófst fundur að nýfu og talaði fyrstur Þórður Björnsson. Stóð ræða hans í 1 klst. og 40 mín. Hóf hann ræðuna með þvi að láta bóka eftir sér mótmæli við því hvað fjárhagsáætlun Reykja- víkur kæmi seint fram eða þegar liðnir væru nær 5 mánuðir af árinu. Þá gagnrýndi hann frum- varpið að fjárhagsáætlun frá öll- um hliðum. Sagði hann að tillög- urnar um hækkanir vegna „bjargráðanna“ væru með öllu órökstuddar. Taldi hann að sam- kvæmt breytingartillögum myndi tekjuaukning bæjarins nema tug- um milljóna, hins vegar væri ekki gert ráð fyrir framkvæmda- aukningum. Þvert á móti væri stefnt að samdrætti. Guðmundur J. Guðmundsson fulltrúi kommúnista talaði um tillögur kommúnista um að fjölga stórlega togurum í bænum. Hann minntist hins vegar ekki á það, hvernig ríkisstjórninni gengi að fá togarana 15 sem hún lof- aði. Sagði hann að ástandið í Reykjavik væri nú ískyggilegt ef drægi úr byggingarframkvæmd- um og ef iðnaður drægist saman. Alfreð Gíslason fulltrúi komm- únista talaði fyrir ýmsum tillög- um þeirra svo sem um aukn- ingu hitaveitu og um skipulag á sorp- og gatnahreinsun. Hins vegar ræddi hann ekki almennt um málið. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók næstur til máls og er ræða hans, sem fjallaði að mestu um útgjaldaaukningu bæjarstofn ana rakin á öðrum stað hér í blaðinu. Hann svaraði ummælum Þórð- ar Björnssonar og bókun hans varðandi drátt á þvi að fjárhags- áætlun Reykjavíkur væri af- greidd. Það væri eingöngu drátt- ur rikisstjórnarinnar á afgreiðslu efnahagsmálanna, sem hefði valdið þessu. Benti hann á að það hefði verið samþykkt ein- róma i bæjarráði að bíða með afgreiðslu fjárhagsáætlunar þar til efnahagsmálatillögur ríkis- stjórnarinnar hefðu komið fram. Nú væri það sannað að þetta hefði ekki verið að ófyrirsynju, því að nú þegar efnahagsmála- tillögur ríkisstjórnarinnar væru afgreiddar af Alþingi kæmi í Ijós, að þær hefðu stórfelld áhrif á fjármál bæjarins. Gúðmundur Vigfússon fulltrúi kommúnista tók aftur til máls og ræddi hann aðallega verðhækk- anir á þjónustu ýmissa bæjar- fyrirtækja og er það nokkuð rak- íð annars staðar . blaðinu. Um sama málefni töluðu þeir Magnús Ástmarsson og Þóróur Björnsson. Aukning framlags til verka- mannabústaöa Þá tók til máls Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson og vék hann nokk ug að þeirri tillögu Sjálfstæðis- manna að hækka framlag til verkamannabústaða úr 1,1 millj. kr. í 1,5 millj. kr. Þessar breyt- ingar eru gerðar samkvæmt laga- breytingum sem gerðar voru á s. 1. árx og velur Reykjavík hér þann kost að greiða lágmarksupp hæð til verkamannabústaða sam- kvæmt þeim lögum. Því næst vék Þörvaldur Garð- ar að þeim ummælum Guðmund- ar Vigfússonar, að Reykjavík hefði verið til fyrirmyndar í við- skiptum sínum við byggingar- féiag verkamanna, en nú virtist hins vegar um afturför að ræða, þar sem lágmarksupphæð væri valin. I sambandi við þetta benti Þor- valdur Garðar á það að bæjar- og sveitarfélög hefðu innborgað í byggingarsjóð verkamanna um 34 millj. kr. frá upphafi. Þar af hefði Reykjavík innborgað um 22 millj. kr. en önnur bæjar- og sveitarfélög um 12 millj. kr. En á sama tíma sem Reykjavík innborgar nær % er viðskiptum við byggingarsjóðinn svo háttað, að af 59 millj. kr. sem hann hef- ur lánað út hefur Reykjavík feng- ið rúml. 28 millj. kr. en önnur bæjar- og sveitarfélög rúml. 30 millj, kr. Umfram hin föstu frarn- lög bæjar- og sveitarfélaga, hef- ur byggingarsjóðurinn nú í út- lánum um 19 millj. kr., sem ec að mestu leyti sérstök framlög ríkissjóðs. Þessi upphæð hefur Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.