Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1958, Blaðsíða 10
10 MORCinvnr 4Ð1Ð Fösfudagur 30. maí 1958 atttMðfrifr TTtg.: H.í Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjórx: bigtus Jónsson. Aðalritstjórar:- Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Oia, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. i Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 . Askrxftargjato kr. 30.00 á mánuði innaniands. I 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. 1 BREYTINGAR Á FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR UTAN UR HEIMI [ ALLT síðan ríkisstjórnin kom til valda, hefur hún boðað að hún mundi gera róttækar ráðstafanir í efnahags- málunum og bera bráðlega fram tillögur þar að lútandi, eftir að allsherjar úttekt hefði farið fram á þjóðarbúinu „fyrir opnum tjöldum". Eftir úttektinni hefur lengi verið beðið og hún aldrei farið fram á þann hátt, sem ríkis- stjórnin lofaði. Hið sama má segja um hinar róttæku og gagn- gerðu breytingar á efnahagskerfi þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin boðaði, að tillögur í þá átt eru enn ekki komnar fram. Hins veg- ar hefur ríkisstjórnin hvað eftir annað borið fram frumvörp, sem fela í sér stórfelldar nýjar álögur á þjóðina, hækkun á styrlrjum og uppbótum en hin róttæka breyting, sem boðuð var, sést hvergi. Allir muna eftir jóla- gjöfinni frægu, sem fól i sér nýjar álögur, sem námu hundruð- um milljóna og nú síðast er hið svokallaða bjargráðafrumvarp fyrir Alþingi, sem felur í sér tæplega 800 milljón króna nýjar álögur á landsfólkið í einni og annarri mynd. í þingbyrjun, þegar Eysteinn Jónsson lagði fjárlagafrumvarp- ið fram, kvaðst hann ekki hafa neinar tillögur fram að bera í dýrtíðarmálunum, en það væri þingsins að ráða fram úr því. Eftir því hefur síðan verið beðið, að þær tillögur kæmu fram, og það var ekki fyrr en nú í þess- um mánuði,'að hinar margræddu bjargráðatillögur ríkisstjórnar- innar birtust. Afleiðingin af þessu var sú, að mikil óvissa ríkti á mörgum sviðum því að það hlaut að hafa beina og óbeina þýðingu fyrir einstaklinga og opinber fyr- irtæki, hvernig tillögur ríkis- stjórnarinnar yrðu. Ein afleið- ingin af þessari óvissu varð sú, að bæjarstjórn Reykjavíkur gat ekki tekið frumvarpið til fjár- hagsáætlunar fyrir bæinn árið 1958 til 2. umræðu fyrr en í gær. Gert hefur verið ráð fyrir, að 2. umræða fari fram, þegar að bæjarstjórnarkosningum lokn- um, enda fengi þá hin nýkjörna bæjarstjórn að taka afstöðu til þess frumvarps, sem lagt hafði verið fram í fráfarandi bæjar- stjórn fyrir áramótin. Eins og kunnugt er, var nokkur óvissa um það um tíma, hvernig fara mundi um bjargráðatillögurnar, með því að þær voru ekki tekn- ar á dagskrá í þinginu svo dög- um skipti, enda riðaði þá ríkis- stjórnin til falls. En nú þeg- ar séð er, að tillögurnar muni ná fram að ganga, hafa Sjálf- stæðismenn lagt fram breyting- artillögur við fjárhagsáætlunina, þar sem tekið er tillit til þeirra hækkana, sem bjargráð ríkis- stjórnannnar valda. Embættis- menn Reykjavíkurbæjar hafa athugað gaumgæfilega, hvaða út- gjaldaaukningu verði að gera ráú fyrir vegna efnahagsráðstaían- anna og hafa áætlað það allt eins variega og frekast er unnt. Gera Sjálfstæðismenn að tillögu sinni, að tekinn verði upp liður í fjárhagsáætluninni vegna hækk ananna og nemur hann hvorki meira né minna en 11.850.000,00 krónum. Geir Hallgrímsson bæj- arfulltrúi gat þess í umræðunum í gær, að hefðu bjargráðin lent með fullum þunga á Reykjavík- urbæ nú í ár mundi það ekki hafa kostað minna m 25 milljón króna útgjaldahækkun! ★ Haekkanirnar, sem stafa af bjargráðunum koma fram með ýmsu móti, t. d. vegna óhjá- kvæmilegra launahækkana og nemur sá liður tæplega 4 millj. króna, en vitaskuld hafa tillög- ur ríkisstjórnarinnar áhrif á fjölda marga aðra liði. En bjarg- ráðafrumvarpið hefur líka áhrif í aðrar áttir, það hefur þau áhrif að lama framkvæmdir bæjarins, enda er nú gert ráð fyrir nokkr- um samdrætti á verklegum fram- kvæmdum, sérstaklega varðandi gatna- og holræsagerð, en Sjálf- stæðismenn reyna að sigla fram hjá slíku, svo sem frekast er unnt. Þrátt fyrir þær hækkanir, sem óhjákvæmilega hljóta að verða vegna bjargráðanna, er gert ráð fyrir að sami útsvarsstigi hald- ist og áður, en eins og kunnugt er, er útsvarsstigi lægri hér í Reykjavík en gerist í öðrum kaup stöðum landsins. Áhrifin af bjargráðunum spegl- ast mjög greinilega í þeim breyt- ingum, sem gera verður á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæjar. Þar er ýmist um að ræða beinar útgjaldahækkanir vegna þeirrar verðbólguskriðu, sem tillögurnar hljóta að leiða af sér. í öðru lagi gerir svo vart við sig samdrátt- ur og lömun á nauðsynlegum framkvæmdum og er það einnig alvarleg hlið málsins. Vitaskuld er ekki á þessum txma unnt að sjá að fullu, hvaða áhrif bjarg- ráðatillögur ríkisstjórnarinnar hafa í einstökum atriðum, en tím- inn mun fljótlega leiða það í ljós. Almenningur fær vafalaust fljótt að finna fyrir verðhækk- unum og sívaxandi dýrtið og hann mun þá verða þess minnug- ur, að þetta eru efndirnar á stóru loforðunum um alhliða viðreisn efnahagslífsins, um róttæka breytingu á öllu efnahagskerfinu og um úttektina, sem átti að fara fram á þjóðarbúinu fyrir augum alls almennings. Þær breytingar, sem gera þurfti á fjárhagsáætl- un Reykjavíkurbæjar eru aðeins ein mynd þeirra afleiðinga sem hinar nýju álögur ríkisins hafa, en það þarf vafalaust ekki að bíða lengi eftir því, að afleið- ingarnar sjáist skýrt og ljóst, svo ekki verði á nokkurn hátt um villzt. Hagur Reykjavíkurbæjar á hverjum tíma hlýtur að bera mjög svip þeirrar fjármála- stefnu, sem almennt ríkir í þjóð- félaginu. Mjög verulegur hluti allra útgjalda bæja- og sveita- félaga og þar með einnig Reykja- víkur, er beinlínis bundinn með löggjöf frá Alþingi. Að þessu leyti hljóta því hendur hverrar bæjarstjórnar að vera mjög bundnar, en Sjálfstæðismenn hafa ætíð þá stefnu að reyna að sameina eins vel og unnt er að hafa með höndum miklar framkvæmdir í þágu almenn- ings, en halda þó útgjöldunum að öðru leyti niðri. Korsíka KORSÍKA er nú í heimsfréttun- um, ekki í fyrsta sinn að vísu, því að Korsíka hefur á ýmsum tímum vakið athygli umheims- ins Áður og fyrr var „umheim- urinn“ aðeins löndin, sem lágu að Miðjarðarhafi — og í þá daga var oft róstusamt á Miðjarðar- hafi. Á spjöldum sögunnar er Korsíku víða minnzt, því að þessi fagra eyja, skammt undan strönd Ítalíu, hefur jafnan verið talin þýðingarmikil. ★ ★ ★ Á undanförnum áratugum hefir hann tiltölulega sjaldan bor ið á góma öðru vísi en í s'ambandi við Napoleon, sem sá'fyrst dags- ins ljós á þessari eyju. Mikilvægi Korsiku hefur farið minnkandi, eyjaskeggar hafa lifað friðsælu lífi og ekki látið í Ijós neina óánægju með franska yfirstjórn, enda þótt þeir tali ítalska mál- lýzku og svipi á margan hátt miklu fremur til ítala en Frakka. ítalir hafa heldur ekki gert neinar háværar kröfur til eyjar- innar á undanförnum árum — a.m.k ekki svo orð sé á gerandi, því eyjan hefur lotið Frakklandi allt frá 1796. Enda þótt oft hafi verið ókyrrð á Korsíku frá því að Napoleon fæddist á Korsíku, í h öfuðborginn Ajaccio, í þessu húsl Frakkar treystu völd sín varan- lega þar síðast — og frönsk yfir- Myndin var tekin, þegar fulltrúar „velferðarnefndarinnar“ í Alsír komu til Korsíku, að uppreisninni lokinni. Þeir eru frá vinstri: Denis, Thomason ofursti og Delbecque — allir kunnir af fréttum af atburðunum. völd hafi stundum virzt fallvölt þar, þá hefur Frökkum tekizt á síðari árum að komast hjá öllum óþægindum í viðskiptum sínum við eæjarskeggja. ★ ★ ★ Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, er 150 fallhlífar- liðar og nokkrir óbreyttir borgar- ar í höfuðborginni Ajaccio tóku stjónaraðsetrið í hendur sínar svo og öll völd á eyjunni og stofn uðu velferðarnefnd eins og her- stjórnin í Alsír hafði gert eftir valdatökuna þar. ★ ★ ★ Korsíka er um 80 km undan Ítalíuströnd og 170 km. undan strönd Frakklands. Á eyjunni er mikill fjallahryggur, mestmegnis úr graniti — og hæsti tindurinn er liðlega 2700 m hár Á láglend- inu, við sjávarsíðuna, er gróður- sæld mikil. Þar vaxa suðræn aldin — og smjör drýpur af hverju strái, en eyjaskeggjar eru nægjusamir og afla ekki miklu meira en nægir þeim til fæðis og klæðis. Málmar eru í jörðu, en lítið unnir enn sem komið "er. Á Korsíku búa 244,000 manns. Nokkrar þúsundir Frakka og ann arra útlendinga, sem aðallega fást við löggæzlu og borgaralega yfirstjórn, en mestur hlutinn eru innbornir eyjaskeggjar. Und arlegt er, að útlendingar sæki ekki þangað meira en raun ber vitni, því að 4 Korsíku er gott að vera, loftslag er það milt og gott — og fegurð óviðj afnanleg. + KVIKMYNDIR + „Omor Khayyam" í TJARNARBIÓI er sýnd um þessar mundir ævintýramynd í litum, sem byggð er á æviatrið- um persneska skáldsins og vís- indamannsins Omars Khayyams, sem uppi var á 11. öld og nokkuð fram á 12. öld. — Khayyam var í miklu áliti sem vísindamaður og naut hylli keisarans, en þó eru það fyrst og fremst ljóð hans, ] sem hafa borið nróður hans til J kynslóða aldanna, allt fram á I vora daga. Ferhendur hans, „Ru- (baiyat“, hafa verið þýddar á tungur allra menningarþjóða og hvarvetna vakið aðdáun hinna vandlátustu fagurkera. — Ljóð I þessi bera vott um mikla fegurð- arþrá og takmarkalausan lífs- þorsta höfundarins og trega- blandnar efasemdir hans um til- gang tilverunnar. — Hér á landi hafa verið gerðar að minnsta kosti þrjár þýðingar á „Rubai- yat“, en þýðing Magnúsar As geirssonar mun þekktust þeira, enda er hún frábærlega gerð. Kvikmyndin, sem hér er um að ræða er íburðarmikil með austurlenzku skrauti, bæði í hi- býlaháttum og klæðnaði — og er þar margt að sjá, sem gleður augað. Söguþráðurinn fjallar um átök milli sona keisarans um ríkiserfðirnar, er leiðir til upp reisnar í landinu. Er Omar Khayyam forustumaður í barát.t unni fyrir hinum góða málstað og sigrar að lokum. Svo sem vænta mátti er ástin ekki sniðgengin í þessari mynd, enda hafa fáir sungið ást og konum fegurri óð en Omar Khayyam. — Þrátt fyrir íburð og ytri glæsileik og all- góðan leik, er mynd þessi ekki mikilsvirði, hvorki sem listaverk eða fyrir minningu hins mikla skálds. Ego. „Kóngur og fjórar drottningar" ÞAÐ er ekki.hægt að ráða öðrum en draumlyndum meyjum, sem geta látið dáleiðast af þírunum hans Clark Gable, og illa stödd- um piparsveinum, sem kynnu að hafa ánægju af því að sjá fjórar meira eða minna brjóstamiklar á „einu bretti“, að skoða mynd þá sem Trípólíbíó sýnir í tilefni af hvítasunnunni. Það er ekki einu sinni hægt að ráða strákum til að sjá hana, því að enginn er þar bardaginn. JEgo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.