Morgunblaðið - 07.06.1958, Page 1

Morgunblaðið - 07.06.1958, Page 1
16 síður og Lesbók 45. árgangur 126. tbl. — Laugardagur 7. júní 1958 PrentsmiSja Morgunblaðsins De Gaulle takmarkar vald öryggisnefndanna í Alsír // breyta í neinu afstöðu Frakk- lands til Atlantshafsbandalags' ins ★ ★ í síð'ari fregnum segir, að líkur bendi til. að de Gaulle geri Sou- Fylgið mér skilyrðislaust", sagði hann i Oran i gær ALGEIRSBORG, 6. júní. — Fréttamaður Reuters, John Bush, símar, að de Gaulle forsætisráðherra hafi í dag varað ör- yggisnefndirnar í Alsír við því að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn Frakklands og þeim opinherum starfsmönn- um sem hefðu umboð hennar. En hann bætti því við, að öryggisnefndirnar hefðu merkilegu hlutverki að gegna allt um það. Kom Þetta fram í ræðu, sem hann hélt í dag í Oran. Var honum fagnað sem hetju, þegar hann kom til borgar- innar. Oran er síðasti ákvörðunarstaður de Gaulle í Alsír að þessu sinni. Hann snýr aftur heim til Parísar í kvöld. Forsætisráðherrann hélt ræðu í borgarhverfi Múhameðstrúar- manna í Oran og lagði þar höfuðáherzlu á jafnan rétt þeirra Frakka sem eru múhameðstrúar og annarra. Segja fréttamenn, að hann hafi aldrei verið eins ákveðinn í ræðum sínum og þarna í Arabahverfinu og hafi hann margsinnið lamið hnefanum í ræðustólinn til áherzluauka. í>ótti þetta snjallt og eru sumir fréttariarar þeirrar skoðunar, að ekki örfáir Serkir hafi fallið fyir því slynga herbragði. Fréttamenn segja, að í dag hafi skýrt komið í ljós, að for- sætisráðherrann hafi í hyggju að takmarka mjög vald öryggis- nefndanna, enda er stærilæti hans takmarkalaust og vill hann einn öllu ráða. Aðalræðu sinni í Oran lauk hann með þessum orð- um: „Fylgið mér skilyrðislaust". — En fréttamenn benda á, að ekki séu allir ánægðir með gerð- ir de Gaulles. I miðri ræðu hafi t.d. hópur manna hrópað: Sou- stelle, Soustelle. Eins og kunnugt er, var Soustelle áður Alsírmála- ráðherra og vildu margir Alsír- búar, að hann tæki við embætti aftur. En de Gaulle hefur lagt áherzlu á, að hann gegni sjálfur því embætti og hafi ekki í hyggju að láta það af hendi. j Búizt er við því, að Leon Oel- becque, varaforseti, yfiröryggis- nefndarinnar í Alsír, fari til Parísar n.k. mánudag. Hann er eldheitur „Gaullisti", eins og sagt er. Fréttamenn fullyrða, að erindi hans til Parísar sé að koma á fót „Þjóðlegri öryggis- nenfnd“. Hefur Yfiröryggisnefnd in í Algeirsborg lagt blessun sína yfir ferðalag hans og ráðagerðir, að því er sagt er. ítalska stjórnin tilkynnti í dag, að stjórn de Gaulles hefði full- vissað hana um, að utanríkis- stefna hennar mundi verða með líku sniði og áður. T.d. hefur de Gaulle alls ekki í hyggju að stelle að sendiherra sínum í Washington. — Þá hefur verið boðaður fundur í frönsku stjórn- inni á morgun, laugardag, og verður þar rætt um tillögur for- sætisráðherrans um ný stjórn- skipunarlög. Ekki er enn vitað um einstök atriði þeirra. Þá benda fréttamenn á, að sýni legt sé, að allhörð deila sé komin upp milli de Gaulles og yfir- manna öryggisnefndanna. Hann hefur skorað á öryggisnefndirnar að styðja sig í hvívetna, því að hann sé hinn eini rétti stjórnandi Frakklands og Alsírs. Þá hefur hann skýrt frá því, að Salan hershöfðingi sé fulltrúi sinn í Alsír og honum einum eigi að hlýða. Júgóslavar vilja aðsfoð frá Vesturveldunum í stað rússneskra lána BELGRAD, 6. júní. — Tals- maður júgóslavnesku stjórn- arinnar lét í það skína í dag, að Júgóslavar mundu fúsir að þiggja aðstoð frá Vesturveld- unum í stað Þeirrar efnahags- aðstoðar, sem Rússar hafa nú svikið þá um. Talsmaðurinn notaði hin verstu orð uin fram komu Rússa og sagði að í af- stöðu þeirra fælist stjórnmála leg og efnahagsleg þvingun, eins og hann komst að orði. Eins og kunnugt er, höfðu Austur-Þjóðverjar og Rússar lof- að að veita Júgóslövum $285 millj. lán, en þegar Tító hugðist „fara sína eigin leið til sósíalism- ans“ drógu Rússar að sér hönd- ina og neituðu að veita þeim efna hagsaðstoð. Var þetta mikið á- fall fyrir stjórn Títós, því að hún hafði treyst á þetta fjármagn við uppbyggingu í landinu í náinni framtíð. Fréttamenn segja, að til minni háttar árekstra hafi komið á landamærum Júgóslavíu og Al- baníu, Búlgaríu og Rúmeníu, en ekki sé búizt við neinum hern- aðarátökum. Þó eru Júgóslavar sagðir við öllu búnir. Loks er símað, að senn muni | hefjast í leppríkjunum mikil gagn sókn á hendur „frjálslyndum". sem svo eru nefndir og þykir | líklegt, að hún hefjist með mál- sókn á hendur Imre Nagy hinum ungverska. Eins og kunnugt er, höfðu Júgóslavar heitið honum landvistarleyfi. Ég de Gaulle . . . „Fylgið mér skilyrðislaustl“ Tillögur landstjórnar Fœreyja lagðar fram í gœr — 12 sjómílna landhelgi Færeysk blöð ræða landhelgismálið FÆREYSK blöð ræða mjög land- j helgismálið í gær. Dimmalætting j segir m. a., að landstjórnin verði | að ráða fram úr þessu vandamáli, l en ekki komi til mála, að neinum fiskiskipum verði leyft að veiða innan nýrrar landhelgi. Segir ' blaðið, að slíkt mundi skaða mál- Líbanon fyrir Öryggisráðið NEW YORK, 6. júní. — Araba- bandalagið hefur vndanfarna daga setið á rökstólum í Líbýu til að taka afstöðu til aiburðanna í Líbanon. Ekki tókst að sam- ræma sjónarmið deiluaðila og því var málið tekið fyrir á fundi Öryggisráðsins í kvöld. Malik, utanríkisráðherra Libanons, reif- aði málið og lýsti ábyrgð á hend ur Arabiska sambandslýðveld- inu fyrir íhlutun í innanrikismál Líbanons og sagði, að það bæri ábyrgð á hinum hörmulegu at- burðum þar undanfarnar vikur. Times styður uppástungu Hansens um svœðaráðstefnu um landhelgina KAUPMANNAHÖFN, 6. júní. — Fréttaritari Berlingatíðinda sím- ar, að brezk blöð leggi höfuð- áherzlu á þá hættu, sem land- helgisdeilan hefur í för með sér fyrir Atlantshafsbandalagið. Þau benda á, að mikil hætta sé á því, að ísland fjarlægist Vesturveldin og lendi loks undir áhrifasvæði Sovétrikjanna, ef samkomulag náist ekki um þetta viðkvæma deilumál hið fyrsta. Blöðin ræða um möguleika á því, að Færeyingar taki sér 12 sjómilna fiskveiðilandhelgi og scgja, að það sýni, nvilíkt stjórn- leysi muni rikja a úthöfunum, ef íslendingar láta verða al fyrir- ætlunum sínum. Blöðin segjast vona, að Danir sýni meiri skiln- ing og verði samningsliprari en íslendingar, þegar að sanvninga- borðinu kemur. Láta blöðin i ljós djúpa hryggð yfir ákvörðun fs- lendinga. Fréttamaðurinu skrifar enn- fremur, að þegar ljóst var, hvert spor íslendingar hygðust stíga, þá hafi brezka stjórnin snúið sér til ýmissa NATO-landa og bcðið þau að láta í ljós skoðun sína á mál- inu. Öll hafa þau lýst yfir, að þau leggist gegn einhliða út- færslu landhelginnar. H C. Hansen stakk þá upp á þvi, að efnt J'rði til svæðaráðstefnu um málið og sérstakt tillit verði þar tekið til fslands, Færeyja og Grænlands, par sem íbúar þess- ara landa lifi svo til eingögnu á fiskveiðum. Times styður i dag þá uppá- stungu Hansens, að slík ráfistefna verði haldin hið fyrsta. Blaðið segir, að þeir sem taki lögin í sinar hendur þjóni aldrei réttlæt- inu. Eftir úrslit Genfarráðstefn- unnar, heldur blaðið áfram, gat einungis svæðaráðstefna komið í veg fyrir stjórnleysi á hafinu. Uppástungu Hansens er því fagn að. Loks er símað frá Kaup- mannahöfn, að ákvörðun Rússa um að styðja kröfu íslendinga um 12 sjómílur, geti haft hinar ems alvarlegustu afleiðingar fyrir sam starið innan NATO. \ Ný mótmœlayfirlýsing Breta — og ,,Fish and Chips" FRÉTTARITARAR Reuters síma m. a. um landhelgismálið: Bret- ar hafa ítrekað yfirlýsingu sina, þar sem þær þjóðir, sem hyggj- ast færa út Iandhelgi sína í 6 eða 12 sjómílur, eru varaðar við því. Segir í hinni nýju yfirlýsingu, að Bretar, sem ætíð haíi barizt fyrir frelsi á höfunum. óttist mjög þær afleiðingar, sem ein- hliða ráðstafanir munu nafa a viðskipti landa í milli. Sir Reginald Mannighatn-BuII- er, ríkissaksóknari og aðaltals- maður brezku stjórnarinnar landhelgismálinu, ræddi málið dag og drap á ýmis atriði, sem áð- ur hafa komið fram. Þess má geta, að hann benti á, að „Fish and Chips“ væri orðinn þjóðar- réttur Breta og hefði hann kom- ifi í staðinn fyrir nautaseik. -— í sérhverju þorpi væri þessi réttur til sölu, hvað þá í borgunum. stað Færeyinga ekki síður en ís- lendinga, ef þeir gerðu einhverj- ar slíkar undanþágur. Blað Fólkaflokksins, Dagblað- ið, segir m. a., að taka verði rót- tæka ákvörðun í landhelgismál- unum. Við verðum öll að standa saman, ef árangur á að nást, seg- ir blaðið ennfremur. Það er ekki nóg að veita lögmanninum um- boð til að semja við stjórn H. C. Hansens. Lögþingið verður að leggja fram kröfur sínar og þvi næst að semja um það við dönsku ríkisstjórnina, að þeim kröfum verði framfylgt, þegar hún sem- ur um nýja landhelgi fyrir hönd Færeyinga. Málgagn Þjóðveldisflokksins, 14. september, segir, að færeysk fiskimið séu þjóðareign Færey- inga og Danir megi ekki semja um þessa dýrmætu eign þeirra. Englendingar megi ekki heldur hafa leyfi til að rányrkja hana, og komizt er að oi-ði. Þá segir blaðið, að fiskveiðiland- helgismálið sé einkamál Færey- inga og þeir einir eigi að leysa það. Þó verði þeir að taka tillit til alþjóðalaga, en án erlendrar íhlutunar. Loks segir blaðið, að í þessum áfanga, eins og komizt er að orði, eigi ekki að færa land- helgina í minna en 16 sjómílur. ★ • ★ Á lögþingi Færeyja í dag voru fluttar þrjár þingsályktunartil- lögur í sambandi við fiskyeiði- takmörkin. Tillaga landsstjórnar- innar var á þessa leið: Sú staöreynd, að íslendingar ætli að færa út fiskveiðitakmörk sín í 12 sjómílur hinn 1. sept. 1958, gjörbreytir svo forsendum, að Færeyingar hljóta að skoða sig óbundna samningi þeim, sem gerður var við Breta hinn 24. júní 1901 og breytingum á hon- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.