Morgunblaðið - 07.06.1958, Side 2

Morgunblaðið - 07.06.1958, Side 2
2 Mnnrr’xnr 4fílÐ T augardagur 7. J’úní 1958 Fylkir kominn aftur í tölu íslenzkra togara Ýmsar nýjungar eru þar um borð NAFNIÐ Fylkir, sem féll út af skipaskrá togaranna í nóvember 1956, hefur nú verið fært aftur inn á þá skrá með einkennisstaf- ina RE-171. — Nýi Fylkir, eign hlutafélagsins Fylkis hér í Rvík, sigldi inn á Reykjavíkurhöín laust fyrir hádegí í gær. Er hinn nýi togari, sem byggður er í Bret- landi, hið glæsilegasta skip. Hinn'kunni togaraskipstjóri og síðar útgerðarmaður Aðalsteinn heitinn Pálsson, stofnaði hluta- félagið Fylki og keypti, er ný sköpunartogararnir voru byggðir, eldri Fylki, sem fórst á Halamið- um í nóvembermánuði 1956, er tundurdufl sprakk í vörpunni undir skipinu. Aðalsteinn var þá fallinn frá, en áður var orðinn framkvæmdastjóri hlutafélagsins, Sæmundur Auðunsson, skipstjóri, einn kunnasti aflamaður togara- flotans. Hóf félagið þegar í stað eftirgrenslan um kaup á togara, og varð það úr, að í febrúar 1957 fékk Fylkir hf. smíðasamn- ing við Beverley skipasmíðastöð- ina, sem smíðaði eldri Fylki, um smíði á 176 feta togara, rúmlega 640 tonna. Hófst svo smíði tog- arans í septembermánuði síðastl. í gærdag bauð Sæmundur Auð- unsson blaðamönnum að skoða togarann en á skipsfjöl bauð bróðir hans, Auðunn, gesti vel- komna um borð í skipið. Fylkir er dieseltogari, og var ganghraði hans í reynsluför 14,2 mílur en vélin er 1400 hestafla. A heimleið frá Hull var siglt með 11 mílna hraða, og var togarinn 3 sólarhringa og 15 klst. hingað heim. Auðunn Auðunsson skipsstjóri taldi það einna helzt frásagnar- vert um skipið, að vél þess væri mjög sparneytin, eða færi með 2% tonn af svonefndri gasolíu á sólarhring. Aðalvélin er þannig byggð, að enginn gír er milli hennar og skrúfunnar, eins og var í gömlu gufutogurunum. — Aðalvélin knýr rafal á siglingu, sem er fyrir allt rafkerfi skips- ins. Spilið, sem er rafknúið, er rúmlega 300 hestafla og er fyrir það sérstök vél. Fylkir mun vera fyrsti togar- inn hér í Reykjavík, sem er með sjálfvirkt stýri, sem hægt er að setja í samband í lengri sigling- um og síðan þarf ekki að fást um stefnuna og aðeins einn mann þarf í brú til að vera á varð- bergi. Getur sá án efa gripið í stýrið ef eitthvað óvænt ber að höndum og skyndilega þarf að breyta stefnu skipsins. Þá er Fylkir fyrsti togarinn, þar sem aðeins einn björgunar- bátur er á bátapalli. Hægt er að setja hann hvoru megin, sem vill og tekur aðeins 20 sek Hann getur borið alla áhöfn skipsins, — en auk hans eru á skip. iu gúmmíbjörgunarbátar mjög burð arþolsmiklir hver um sig. Fylkir er fyrsti togarinn, sem byggður er eftir stríð, þar sem öll siglingatæki og loftskeytastöð er að öllu leyti brezk smíði, en hann er búinn öllum þeim örygg- is- og fiskveiðitækjum, sem nú tíðkast. Auðunn skipstjóri skýrði frá því, að togari þessi væri nokkuð breiðari en tíðkast hefði um smíði togara af þessari stærð. Væri það m. a. af því, að eftir að sjó- slysið mikla varð hér á árunum út af Horni, er tveir brezkir tog- arar — annar nýbyggður — fór- ust, þá var talið að óstöðugleiki skipanna hefði átt sinn þátt í því hversu fór. Var þvi stöðug- leiki togaranna aukinn, og er Fylkir einn þeirra. Þá sýndi Auðunn blaðamönn- unum dálitla möppu, þar sem gefnar eru nákvæmar upplýsing- ar um það hvernig togarinn hag- ar sér undir mismunandi hleðslu. Sagið hann þetta vera nýmæli i brezkum skipasmíðum, að láta slíka möppu fylgja, til frekari glöggvunar fyrir skipstjórnar- menn, varðandi sjóhæfni skipsins undir hinum ýmsu kringumstæð- um. Athylgisvert er hversu brúin á Fylki er lítil, t. d. miðað við tog- ara bæjarútgerðarinnar, Þormóð goða. Sagði Auðunn að vegna þessa þyrfti ekki að hafa hreyf- anlegt stýri í brúnni, því auð- veldlega sæist frá stýri, þegac verið væri að toga. Þar er og mið-, stöð hatalakerfis, sem er um allt skipið og fram á þilfarið. Hinir kunnu bræður, sem báð- ir hafa víðtæka þekkingu á öllu, sem lýtur að hæfni togara, og um góðan frágang á öllu hand- bragði, kváðust vera mjög ánægð ir með hinn nýja togara, er kost- aði kringum 260 þús. sterlings- pund, sem er tæplega 12 milljónir króna. Þegar blaðamennirnir höfðu óskað bræðrunum til hamingju með skipið og voru að fara í land, mættu þeir ýmsum gömlum togaramönnum, t. d. kom þar léttur í spori, Halldór skipstjóri frá Háteigi Þorsteinsson. Nokkru á eftir honum kom svo sjálfur fjármálaráðherrann, Eysteinn Jónsson, sem mun trúlega ákveða að hve miklu leyti hin nýju gjaldeyrisákvæði skuli taka til byggingarkostnaðar þessa glæsi- lega skips, sem senn mun halda á karfaveiðar fyrir innanlands- niaiKaUiarl. AuouuoOiæOuriur. — Auðunn skipstjóri t. v. og btoimn. framkvæmdastjóri Samningar d frumstigi EINS og frá var skýrt í Mbl. sl. sunnudag, hafa 40 laun- þegasamtök sagt upp samning- um sínum við vinnuveitendur. Sáttasemjari fjallar nú um a. m. k. deilur verzlunar- manna og prentara við vinnu- veitendur. Mbl. reyndi í gær að fá upplýsingar um, hvaða félög önnur hefðu lagt fram kröfur sínar. Munu þau ekki vera mörg, en fréttir eru af því, að járniðnaðarmenn, mál- arar, iðnverkafólk, kjötiðnað- armcnn og trésmiðir í Reykja- vík hafi gert grein fyrir sín- um kröfum, svo og verkafólk á Siglufirði. Soilíu Guðkugsdóttur minnzt — Helgu Vultýsdóttir heiðruð í GÆR voru liðin 60 ár frá fæð- ingu frú Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu, og af því tilefni efndi Leikfélag Reykjavíkur til hátíð- arsýningar á ítalska sjónlciknum Nótt yfir Napólí. Sýningunni lauk skömmu fyrir miðnætti og fékk blaðið þá þær fréttir úr leikhús- inu, að hinnar látnu leikkonu hefði verið minnzt að leikslokum m. a. með því að úthlutað var í fyrsta skipti úr minningarsjóði þeim, sem við hana er kenndur. Hlaut frú Helga Valtýsdóttir verðlaun fyrir „bezta leik ársins“ — túlkun sína á móðurinni í Gier dýrunum eftir Xennessee Wiiii- ams. Macmillan til Washington LUNDÚNUM, 6. júní. — Á morg un, laugardag, fer Macmillan í heimsókn til Washingron. Þar mun hann ræða við forsetann ýmis vandamál, s. s. átökin í Libanon og Alsírmálið. Ovíst um stjórnar- myndun í Belgíu BRÚSSEL, 6. júní. — Baldvin Belgíukonungur fól í dag Auguste De Schryver, fyrrum varaforsætisráðherra í stjórn kaþólskra, að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Gert er róð fyrir, að erfitt verði að mynda nýja stjórn í landinu og þykir beiðni konungs nú sýna það óþreifanlega. Áður var búizt við, að hann mundi snúa sér til ann- ars leiðtoga kaþólskra, sem hefur verið forsætisráðherra. Eftir kosningarnar hafa kaþ- ólskir nauman meirihluta í efri deildinni, en enginn flokkur hef- ur hreinan meirihluta í neðri | deildinni. Þar eru kaþólskir þó I öflugasti flokkurinn. Formælandi Frjálslynda flokks ins, sem tapaði verulegu fylgi í kosningunum, sagði í dag, að flokkurinn vildi vera í stjórnar- andstöðu „til að endurheimta eitt hvað af fylgi sínu aftur“. En hann bætti við, að flokkurinn mundi ekki ráðast í blindni á stjórnina, heldur dæma hana eft- ir gerðum hennar. Hefur það þótt ekki ómerkileg yfirlýsing. Óvíst er um afstöðu jafnaðar- manna, en sumir leiðtogar Kaþ- ólska flókksins viija mynda stjórn með þeim. 12 þingmenn í stofufan^elsi á Ceylon Tungumálastríðið í algleymingi COLOMBO, 6. júní. — Solomon’ Bandaranaike, forsætisráðherra Ceylons ákvað í dag að láta til skarar skríða gegn öllum þeim, sem reynt hafa að efna til óeirða vegna tungumáladeilna þeirra, sem áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Málið er svo vaxið, að Tamilar, um 9 milljónir að tölu, krefjast þess, að mál þeirra verði jafnrétthátt máli Sinhale, sem hefur verið hið opinbera mál á eyjunni, enda móðurmál meiri- hluta eyjarskeggja, _ sem eru Búddatrúarmenn. — í dag ákvað stjórnin að láta handtaka 12 þing menn Tamila og setja þá í stofu- fangelsi. Eru þeir allir í Sam- bandsflokknum, sem var bannað- ur hinn 27. maí sl., eða eftir blóðuga bardaga víðs vegar um landið milli Sinhalesa og Tamíls. Undanfarin tvö ár hefur Sam- bandsflokkurinn barizt fyrir þvi, að mál Tamila njóti sömu rétt- inda og hið opinbera tungumál Búddatrúarmanna. Okeypis kvik- myndasýning Á VEGUM Sambands bruna- tiykíijenda á íslandi veröa sýnd- ar þrjár merkar eldvarnamyndir kl. 3 e.h. í dag í Tjarnabíói og er aðgangur ókeypis. Auk þess verður sýnd ný kvikmynd um lífgun úr dauðadái. Eldvarna- myndirnar eru jafnt fyrir heim- ili og vinnustaði og veita glögg- ar upplýsingar um orsakir elds- voða og hvernig fólk á að bregða við ef eldsvoða ber að höndum. — Færeyjar Framh. af bls. 1 um samkvæmt bráðabirgðasamn- ingi 22. apríl 1955, og verður því fiskveiðitakmörkin samkvæmt því færð út í 12 sjóm. sama dag og íslendingar breyta sínum tak- mörkum. Álytkunartillaga jafnaðar- manna var þess efnis, að fisk- veiðitakmörkin verði færð út í 12 sjóm. hinn 1. jan. 1959. Ályktunartillaga frá Þjóðveld- isflokknum var á þá lund, að Færeyingar lýsi fiskimiðin um- hverfis eyjarnar sína eign. Lands- stjórnin birti tilskipun, sem á- kveði 16 sjóm. fiskveiðitakmörk. Fiskveiðar innan þeirra takmarka skuli háðar lögsögu og eftirliti. Útfærslan gangi í gildi 1. sept. 1958. í NTB-skeyti í gærkvöldi sagði, að lögþingið hefði kosið sérstaka nefnd til að fjalla um málið og verður henni falið að semja til- lögur , sem allt þingið getur sam- einast um. Átti nefndin að starfa í nótt og reyna að ná samkomu- lagi. Atkvæðagreiðsla fer svo endanlega fram í dag, laugardag. ★ • ★ Seinustu fréttir hermdu, að lögþingið hefði sam- þykkt að færa landhelgina út í 12 sjómílur. Innan þeirra takmarka verði eng- ar botnvörupveiðar leyfð- ar. Þjóðveldisflokkurinn var einn á móti, en hann hafði krafizt 16 mílna landhelgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.