Morgunblaðið - 07.06.1958, Síða 16
V EÐRIÐ
A stinningskaldi, en úrkomulaust
að mestu.
126. tbl. — Laugardagur 7. júní 1958
Um Skagafjarðardali
• Sjá grein á bls. 9.
Flokksráð- og for-
mannaráðstefna
Sjálfstæðisflokksins
ÍKVEÐIÐ hefir verið að boða flokksráð Sjálfstæðisflokks-
ins og formenn allra Sjálfstæðisfélaga til fundai í Beykja-
vík dagana 5.—6. júlí n. k.
Auk skipulagsmála flokksins verður á ráðstefnu þessari
rætt um ástand og horfur í þjóðmálum og afstöðu flokksins
til hinna helztu vandamála.
Svo sem áður hefir verið tilkynnt, var áformað að halda
landsfund á þessu vori, en vegna erfiðs árferðis víða í sveit-
um landsins hefir verið frá því horfið.
Hœkkun á leigugjaldi
fyrir vörubifreiSar
Ásgeir Ásgeirsson forseti ávarpar kennaraþingið. Til vinstri er
Gunnar Guðmundsson formaður Sambands ísl. barnakennara.
75. þing Sambands barna
kennara sett í gœr
HINN 4. þ.m. birti Landssam-
band vörubifreiðastjóra nýja
skrá yfir lcigugjald fyrir vöru-
bifreiðar Er þar um að ræða all-
mikla hækkun á töxtum, allt frá
25% fyrir minnstu bifreiðarnar
(214 tonns), en gjaldið fyrir þær
er nú orðið kr. 74,39 á klst. í dag-
vinnu.
Mbl. sneri sér í gær til Guð-
mundar Kristmundssonar, skrif-
stofustjóra Þróttar, og fékk hjá
honum upplýsingar um þessa
hækkun. Hann sagði, að skv.
samningum bifreiðastjóranna
við vinnuveitendur mætti breyta
taxta, ef rekstrarkostnaður bif-
reiðanna breytist um 10% eða
meira. Taxtar voru ákveðnir 5.
marz 1956, og snemma á þessu
ári hafði orðið siík hækkun á
rekstrarkostnaði, að taxtabreyt-
ing var heimil. Hún kom þó ekki
til fyrr en 4. júní, en þá hafði
rekstrarkostnaðurinn hækkað
alls um rúmlega 35% frá 1956,
og er þá gert ráð fyrir hækk-
Hæslu vinningar
hjá SÍBS
NR. 53489 fékk hæsta vinninginn
í Vöruhappdrætti SÍBS. — í gær
var dregið í 6. flokki Vöruhapp-
drættis SÍBS. Dregið var um 350
vinninga að fjárhæð 460 þús. kr.
Eftirtalin númer hlutu hæstu
vinningana:
100 þús. kr.: Númer 53489, um-
boð Austurstræti 9.
50 þús. kr.: Númer 45761, umb.
Eskifirði.
10 þús. kr.: Númer 146 8736
17584 42067 43390 48900 50211
57694.
5 þús. kr.: Númer 2674 8247
11697 19055 19621 23510 31460
39488 55981 63406.
(Birt án ábyrgðar)
Nám í húsagerðar-
list
LISTAHÁ'SKÓLINN í Kaup-
mannahöfn hefur fallizt á að taka
við einum íslendingi árlega til
náms í húsagerðarhst við skól-
snn, enda íullnægi hann kröfum
skólans um undirbúningsnám og
standist inntökupróf í skólann,
en slík próf hefjast venjulega í
byrjun ágústmánaðar.
Umsóknir um námsvist í skól-
anum sendist ráðuneytinu fyrir
23. júní 1958. Umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu, og þar
v«rða jafnaframt veittar upplýs-
ingar um inntökuskilyrði í skól-
ann.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
unum af völdum hinnar nýju
ef nahagsmálalögg j af ar.
Af ökugjaldinu nú er kr. 21,21
kaup bílstjórans (var kr. 19,10
árið 1956). Hitt er kostnaður
við bílinn. Helmingur þess kostn-
aðar er benzín, sem hefur hækk-
að um 39%, þá koma og til vara-
hlutir (hækkun 27%), viðgerðir
(hækkun 12%), olíur (40%),
hjólbarðar (37,8%) o. fl.
AÐALFUNDUR Mjölnis, félags
Sjálfstæðismanna á Keflavíkur-
flugvelli var haldinn í Sjálfstæð-
ishúsinu í Keflavík í fyrrakvöld.
Formaður félagsins, Bogi Þor-
steinsson, flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á árinu, sem var
bæði mikil og fjölþætt. Þá las
gjaldkerinn, Guðmundur Gunn-
laugsson, upp reikningana og
skýrði þá og voru þeir sam-
þykktir samhljóða.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Bogi Þorsteinsson, form og með-
stjórnendur: Jósafat Arngríms-
son, Þorgrímur Halldórsson, Kon-
ráð Axelsson og Haildór Jósefs-
son. Til vara: Þórður Halldórs-
son og Harald Faaberg. Endur-
skoðendur: Guðmundur Gunn-
laugsson og Stefán Guðjohnsen.
Miklar umræður urðu um fé-
lagsmál og stjórnmálaástandið
og tóku eftirtaldir félagsmenn til
máls: Bogi Þorsteinsson, Jósafat
Arngrímsson, Þórður Halldórs-
son, Þorgrímur Halldórsson, Guð-
Togari með skipti-
skríifu í Reykjavík
í GÆR var hér í Reykjavíkur-
höfn stór nýtízku togari frá
Bremerhaven, sem „Saturn" heit-
ir, 700—800 lesta skip. Er þetta
nýlegur togari sem nú mun vera
í sjöttu veiðiför á djúpmiðum.
Það sem merkilegast er við þenn
an mikla togara er, að á honum
er svokölluð skiptiskrúfa. Mun
hann vera fyrsti togarinn með
„gamla laginu“ er hingað kemur
og búinn er slíkri skrúfu. Geta
má þess að dráttarbáturinn
Magni er með skiptiskrúfu. Þessi
skrúfuútbúnaður gerir það að
verkum, að ekki þarf neinn vél-
síma úr brúnni niður í vélarúm.
Skipstjórinn getur með einföld-
um útbúnaði í brúnni stjórnað
vélinni eftir því sem með þarf
hvort heldur er á siglingu eða
þegar verið er að toga, og sigla
þarf áfram eða aftur á bak.
3 dagar eftir
SJÁLFSTÆÐISMENN eru minnt
ir á, að nú eru aðeins 3 dagar,
þar til dregið verður í happdrætti
Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofan
í Sjálfstæðishúsinu verður opin
til kl. 6 í dag og á morgun er
hún opin kl. 2 til 6. Síminn þar er
1-71-04. Andvirði miða er sótt
til þeirra, sem þess óska.
Munið, að gera skil strax í dag.
Hver vill missa af glæsilegri bif-
reið, sem í boði er — ef heppn-
in er með?
Ríkið vill ekki
selja Engey
Á FUNDI bæjarráðs Reykjavíkur
í fyrradag var lagt fram bréf
frá atvinnumálaráðuneytinu, þar
sem skýrt er frá því, að ráðuneyt
ið telji eigi unnt að selja bænum
Engey nema í makaskiptum fyrir
Korpúlfsstaði.
Upphaf þessa máls hefur áður
verið rakið í Mbl. Bærinn fór þess
á leit, að fá Engey keypta vegna
fyrirhugaðrar stækkunar Reykja
víkurhafnar. Ríkið er eigandi eyj
arinnar og kvaðst atvinnumála-
ráðuneytið vilja láta eyna í maka
skiptum fyrir Korpúlfsstaði. Ekki
vildu forráðamenn Reykjavíkur á
það fallast, en föluðu eyna enn
til kaups. Barst þá svar það, sem
að framan er frá skýrt.
mundur Gunnlaugsson, Konráð
Axelsson og Þorvaldur Stephen-
sen. Að síðustu talaði Gunnar
Helgason, erindreki og rakti gang
helztu þjóðmála frá því núver-
andi ríkisstjórn tók við völdum.
Mikill áhugi ríkti á fundinum
fyrir því, að efla samtökin og
vinna að útbreiðslu Sjálfstæðis-
stefnunnar í landinu.
ÁRBÆJARSAFN verður opnað
í dag, laugardaginn 7 júní, kl. 2,
og verður opið á hverjum degi í
sumar á tímanum kl. 2—6, nema
mánudaga. Síðastliðið haust var
safnið opnað í fyrsta sinn og var
þá mikil aðsókn að því þann
stutta tíma, sem það var opið. Nú
hafa safninu borizt margar nýjar
og góðar gjafir, þar á meðal ýmis
áhöld og tæki handiðnaðarmanna
frá fyrri tíð, stærst þeirra frá
Bech-systkinunum á Vesturgötu,
sem gáfu skipasmíðaáhöld föður
síns, Símonar Bech, skipasmiðs.
Þá gaf Eggert Guðmundsson, list-
málari, mjög skemmtilegt safn
áhalda og sýnishorna úr horni og
tönn af spóna- og baukasmíði
föður síns, Guðmundar Guð-
mundssonar, trésmiðs. Hefur sýn-
ingarskála verið slegið upp i
gamla hesthúsinu í Árbæ og
safni handiðnaðarmuna komið
Norskur úfvarpsþátfur
um Bjarna M. Gíslason
MÁNUDAGINN 9. júní nk. kl.
17,00 eftir norskum tíma verður
fluttur dagskrárliður um Bjarna
M. Gíslason, rithöfund, í norska
ríkisútvarpinu.
Dagskrárliður þessi er undir-
búinn af Fridtjov Sörbö, sem
ræðir um störf Bjarna, en leik-
konan Else Frogner les nokkur
ljóð hans úr ljóðasafninu: „Stene
pá stranden“ (Frá utanríkisráðu-
neytinu'
15. FULLTRÚAÞING Sambands
íslenzkra barnakennara var selt
í Melaskólanum kl. 10 í gærmorg
un að viðstöddum forseta íslands.
Einnig voru viðstaddir setningu
þingsins, menntamálaráðherra,
borgarstjóri og fjöldi annarra
manna, sem starfa að fræðslu-
málum. Formaður Sambandsins,
Gunnar Guðmundsson, setti
þingið, en því næst flutti forseti
íslands ávarp. Þá flutti mennta-
málaráðherra ræðu og minntist
einkum 50 ára afmælis fræðslu-
laganna, en Frímann Jónasson,
skólastjóri, flutti 100 ára minn-
ingu um séra Magnús Helgason,
fyrsta skólastjóra kennaraskól-
ans. Lúðrasveit drengja aðstoðaði
við setningarathöfnina, sem stóð
fram undir hádegi.
Fundur hófst aftur kl. 1 e.h.
Þá var kosið í nefndir og kosnir
starfsmenn þingsins. Stjórnin
flutti skýrslu sína, reikningar
Sambandsins voru lesnir upp og
samþykktir, en Jón Emil Guð-
jónsson flutti erindi um ríkisút-
gáfu námsbóka.
þar fyrir, m. a. beykisáhöld, stein
smíðatæki og loks prentvél Isa-
foldar frá 1879, sem Vilhjálmur
Svan Jóhannsson, prentsmíðju-
stjóri, gaf safninu, og nú sett upp
að nýju.
Nokkur viðgerð hefur farið
fram á bæjarhúsunum, austur-
þilin endurreist og timburklædd
og afþiljað hjónahús í austur-
enda baðstofunnar. Þetta her-
bergi verður helgað minningunni
um síðustu ábúendur Árbæjar og
hefur frú Guðrún Eyleifsdóttir
gefið safninu góða mynd af móð-
ur sinni, Margréti Pétursdóttur,
sem var húsrnóðir í Árbæ rúma
hálfa öld.
íslenzk tónlist flutt
í sænskri kirkju
HINN 8. maí sl. flutti Gunnar
Thyrestam, organleikari og tón-
skáld, íslenzka tónlist í Kirkju
heilagrar þrenningar í Gávle í
Svíþjóð. Lék hann orgelmúsík
eftir Jón Leifs, Hallgrím Helga-
son, Steingrím Sigfússon o. fl„
aðallega úr Farsælda Frón, safni
íslenzkra laga, sem dr. Hallgrím-
ur Helgason tók saman og útgáfu
félagið Gígjan gaf út. Þetta voru
hádegistónleikar og stóðu frá kl.
12—13, en margir notuðu matar-
hlé sitt til að setjast inn í kirkj-
una og hlýða á orgelleikinn. Aðr-
ir áheyrendur voru aðallega ferða
menn. — Karl.
Nýlega hefur stjórn Sambands-
ins fest kaup á húsnæði í Þing-
holtsstræti . 30 fyrir starfsemi
sína. í kvöld eru fulltrúar boðn-
ir til kvöldverðar hjá mennta-
málaráðherra.
Guðmundur
Gissurarson látinn
HAFNARFIRÐI — í fyrrinótt
lézt í Landsspítalanum Guð-
mundur Gissurarson, forseti bæj
arstjórnar Hafnarfjarðar. Var
hann fluttur þangað kvöldið áð-
ur. Guðmundur, sem var 56 úra
að aldri, lætur eftir sig konu og
tvær dætur. Banamein hans var
kransæðastífla.
Bíll tekinn úr um-
f erð eftir slys
í FYRRAKVÖLD var slys á Amt
mannsstígnum. Sjö ára telpa á
reiðhjóli varð fyrir bíl með þeim
afleiðingum að hún handleggs-
brotnaði.
Bíllinn hafði komið upp Amt-
mannsstíginn, en telpan á stíg-
inn úr Skólastræti, Rannsóknar-
lögreglumaður fór þegar í stað-
inn til að kanna málið. Við at-
hugun á ástandj bílsins, kom í
ljós, að hann var allur í megnasta
ólagi, og var tekinn úr umferð
samstundis.
Sá, sem bílnum ók, hafði fyrir
skömmu tekið próf og var búinn
að festa sér bílinn í því skyni
að kaupa hann og gera hann upp.
Rannsóknarlögr^glan skýrði blað
inu frá því í gær, að kunnugt
væri um að ungir menn með
„bíladellu" réðust oft í kaup á
gömlum bílum. sem væru orðnir
úr sér gengnir og gætu beinlínis
verið hættulegir í umferðinoi,
eins og kom í ljós í þessu til-
felli. Ættu menn ekki að hætta
á að aka bílunum fyrr en viö-
gerð væri lokið, og þaö tryggt
þeir séu í lagi.
Heimdellingar
KOMIÐ til starfa í Sjálfstæðis-
húsið kl. 2 í dag. Þeir, sem geta
lánað bíla, eru vinsamlega beðn-
ir að koma á sama tíma. — Nú
eru aðeins 3 dagar, þar til dregið
verður í happdrættinu. Munið, að
allir miðar eiga að seljast.
Bogi Þorsteinsson, endur-
kjörinn formaBur Mjölnis
Árbœjarsafn opnað að
nýju í dag