Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 6
e MORCinSHT 4 Ðlb Miðvik'udagur 25. júní 1958 HERMAÐUR, SEM EKKI GENGUR í TAKT ÞAÐ er engum vafa bundið' að Tító amii hafa tanð sig eiga öruggan banda mann innan rússnesku stjórnar- innar, þar sem Krúsjeff vaeri. — Títc mun hafa reiknað dæmið þannig, að mn an stjórnarinn- ar í Kreml væri heill nóp- ur af harð- soðnum stalín- istum andvígur allri stefnu- breytingu gagn vart öðrum kommúniskum ríkjum en bar væri Krúsjeff að mæta og væri hann sá haukur í horni, sen‘ treystandi væri á. Krúsjeff væri á þeirri skoðun, að kommúnista ríkin ættu að fá að fara sínar eigin leiðir til sósíalisma, eins og það hefur verið orðað. fín Tító var ekki lengi í þessari sælu trú, því á flokksþingi búlg- örsku kommúnistanna. sem hald ið var í Sofia í byrjun þessa mánaðar, lét Krúsjeff loks grím- una falla og réðist harkalega á Titó. ★ Nú veit enginn um það með nðkkrum sanni hvað raunveru- lega hefur komið Krúsjeff til þess að gera árásina á Tító. Þáð er ekkert um það vitað hvort hann hefur orðið að láta undan kröf- um annarra um einbeittari steinu gagnvart Júgóslövum, eða hvort hann hefur ótilneyddur tekið upp hjá sjálfum sér, að nú væri timi kominn til þess að ná Júgo- slavíu aftur að fullu og öllu á vald Rússa. Um þetta veit eng inn en staðreynd er að Krúsjeff hefur nú gengið fram fyrir skjöldu af hálfu Rússa og teíur að stjórn Títós sé óalandi og óferjandi. Krúsjeff tók það skýlaust fram í ræðu sinni í Sofia, að bað hefði verið réttmætt hjá Staiin að brennimerkja Tító sem upp- reisnarmann gegn kommúnism anum, eins og hann gerði í júní 1948. Til þess að skilja, hvað felst raunverulega í þessum orðum Krúsjeffs, er rétt að minna á, að í ávarpi, sem gefið var út 1948 gegn Tító, er hann og stjórn hans sagðir vera „haldnir af skefjalausum hroka sjálfselsku og þröngsýni". Ennfremur var sagt, að það, sem Tító og stjórn hans hefði gert væri að kljúfa einingu kommúnismans og setja illskeytta þjóðernisstefnu inn í staðinn. ★ Krúsjeff sneri við blaðinu og náði að kalla sáttum við Tító 1955 og hitti hann þá í Bei grad. Þá benti Krúsjeff á, að þeir, sem hefSu spillt á milli Tító og Moskvu /æru Beria ”g félagar hans, sem nú væru úr sögunm. Hins vegar skellti Krúsjeff ekki skuldinni á Stalin þá. Hann lét sér nægja að taka svo til orða, að af hálfu kommúnista hefðu verið stigm ýmis „röng spor“ í sambúðinni við Tító. Kínversku kommúnist- arnir viðhöfðu svipuð orð um sama leyti. Þegar Krúsjeff hélt ræðu sína í Sofia nú í byrjun mánaðarins þá komst hann ekki hjá því að reyna að skýra út. hvernig stæði á því að nú væri enn snúið við blaðinu og Tító kominn á nýjan íeik í hóp hinna verstu fjandmanna Sovét-stjórn arinnar. I því sambandi undir strikaði Krúsjeff mjög eindregið að þrátt fyrir samkomulagið, sem gert hafði verið milli Rússa og Títós í júní 1955, hefði verið um að ræða ýmislegan „stefnumun og ágreining í sambandi við með- ferð þýðingarmikilla mála“ Hann bætti því við. að það væri ekki hann eða Rússar, sem sök- ina bæru heldur Tító, sem horfið hefði at hinni réttu braut kom.ii únismans. Þetta hefði svo leitt Tító til þess að drýgja hina verstu glæpi gegn „hinni komm- únisku einingu“, eins og Moskvu- kommúnistar halda fram að hún eigi að vera. í ræðu sinni i Sofia skýrði Krúsjeff nokkuð frá því, hvað hefði gerzt á milli Tító og hans í hinum ýmsu samtölum á liðnum árum. Krúsjeff vék að því, þeg ar hann hitti Tító og ýmsa ráð- andi menn Júgóslava í Búkarest 1957. Þá hefðu þeir komið sér saman um hvaða afstöðu þeir ættu að taka til atburðana í Ungverjalandi og hefðu í öllum höfuðdráttum komið sér saman um, hvaða afstöðu bæri að taka til alþjóðamálanna í heild. Krús- jeff lét í það skína, að mjög náið samkomulag hefði þá náðst og þá hefði brautin átt að vera rudd fyrir því, að Júgóslavar tengd ust Austurþjóðunum á sama hátt og verið hefði áður fyrr. Af orðum Krúsjeffs virðist mega leiða, að í ágúst 1957, hafi Krus- jeff talið svo langt komið, að Júgóslavar mundu ganga aftur inn í austur-blokkina og það án þess að fá nokkrar tryggingar hjá Rússum fyrir því, að þeir héldu meira sjálfstæði en aðrax þjóðir Rússa, sem teljast tíl leppríkja þeirra. ★ Krúsjeff skýrði frá orðaskipt um, sem farið hefðu fram milli hans og Títós sumarið 1956, þeg- ar þeir hittust rétt fyrir ung versku byltinguna. Þá segist Krúsjeff hafa sagt við Tító út al ágreiningnum, sem væri milli hans og Rússa: „Ef heil herdeild gengur í takt, en einn einstakur hermaður gerir það ekki, á þá öll herdeildin að haga sér eins og þessi einstaki hermaður, eða á hermaðurinn að haga sér eftir herdeildinni?“ Tító á þá ekki að hafa anzað, heldur hafi júgó- slavneski utanríkisráðherrann Koca Popovic svarað með gagn- spurmngu: „Hver á hér að merkja herdeild og hver her- mann?“ Þá svaraði Krúsjeff: „Það vitið þið sjálfir og hver einasti hermaður veit, að hann á að haga sér eftir því sem her- deildin gerir, en ekki öfugt. Ef þið eruð á annarri skoðun, þá skuluð þið bara segja það hik- laust, að þið teljið ekki að þið séuð hermenn, sem eigið að ganga í takt við hina kommún- isku herdeild“. Hvort sem þetta er satt eða ekki, þá sýna þessi orðaskipti um hvað málin hafa þá snúizt og snúast enn. Um það er að ræða, hvort Sovét-ríkin eigi að hafa óskorað forystuhlutverk í mál um allra kommúnistalandanna, þannig að önnur kommúnistaríki geti engar aðrar leiðir farið en þær, sem stjórnin í Moskvu fyrir skipar. Áður fyrr var kröfuharka Rússa í garð annarra slavneskra landa kölluð „rússnesk yfirdrottn unarstefna" en nú heitir þetta sama fyrirbrigði „alþjóðahyggja öreiganna.“ ★ Síðan Krúsjeff hélt ræðu sína í Sofia í byrjun mánaðarins hef- ur ýmislegt gerzt. Rússar rufu þau loforð, sem þeir höfðu gefið Júgóslövum um efnahagslega hjálp, en fastmælum hafði verið bundið, í hvaða formi hún yrði. Síðan komu svo morðin á ung versku frelsisvinunum, sem aug- ljóslega er beint gegn Tító og öðrum „endurskoðunarmönnum“ I þriðja lagi eru svo hinar lát- lausu ofsóknir gegn Tító og end- urskoðunarsinnum, sem svo eru nefndir, hvar sem þeir finnast í ríkjum kommúnista. Baráttan gegn Tító er aðeins hafin, en ekki enduð, og það veit júgó- slavneski forsetinn manna bezt. Hann hefur nú þegar þreifað mjög fyrir sér meðal Vesturlanda um efnahagshjálp, og sér nú ekki eftir öðru meira en því að hafa látið eftir tilmælum Krús- þýzku stjórnina en það kostaði hann að stjórnmálasamband á milli Vestur-Þjóðverja og Júgó- slava var rofið og bar með lokað dyrunum fyrir efnahagslegri hjálp úr þeirri átt. Bak við tjöld- in reynir nú Tító aftur að bæta fyrir sér gagnvart Vestur- þjóðunum því hann sýnist ekki eiga annars úrkosti, eftir að enn á ný hefur skorizt í odda með honum og Krúsjeff. Ragnar Pétur Bjarnason Minningarord 6. des. 1932 — 25. maí 1958. HANN andaðist aðfaranótt hvíta sunnudags, 25. maí sl. í Landspít- alanum í Reykjavík og var jarð- sunginn að viðstöddu mjög miklu fjölmenni laugardaginn 31. maí frá Selfosskirkju. Ég kynntist Ragnari fljótlega eftir að ég kom hingað á Selfoss, hann var þá í þann veginn að stofna heimili með heitmey sinni, Katrínu Jónsdóttur. Hann vakti þegar athygli mína, karlmann- legur, sviphreinn, fremur fámáll, en auðfundið var, að traust og festa fylgdi orðum hans og allri framkomu. Ég kom nokkuð oft á heimili þeirra á undanförnum fjórum árum og leit til rarna þeirra tveggja, og fann ég þá, að sönn ást ungra elskenda átti jeffs um að viðurkenna austur- þar griðastað, ásamt þeirri eðli sbrifar úr i dagjega Jífinu J Jónsmessa. Igær var Jónsmessan, sem tal- in er fæðingardagur Jóhann- esar skírara í kristnum bókum (nöfnin Jón og Jóhannes eru sögð af sama uppruna), en haldin hef- ur verið hátíðleg sem sólarhátíð allt frá grárri forneskju. Við Jónsmessu hefur verið bundin helgi mikil í hugum fólks og þá hafa mörg undur gerzt og stór- merki, ekki sízt á Jónsmessunótt,. Shakespeare samdi heilt' leikrit um draum á Jónsmessunótt og í íslenzkum sögnum er getið um steina, undarlegrar nátturu, sem flutu upp í lindum á þessari björtu og töfrum fylltu nótt. Sólargangur er ekki lengstur á Jónsmessunótt. Sólstöður voru á laugardaginn, 21. juni. Sól var lengst í norðri á þessu ári, þegar klukkuna vantaði 3 mínútur í 1.0 að kvöldi þess dags en nú hef- ur hún aftur tekið að fikra sig inn yfir suðlægari breiddargráð- ur. Sólargangur var þessa nótt 21 stund og 9 mínútur í Reykja- vík, en nú tekur dag aftur að stytta. Almyrkt verður þó ekki á nóttunni fyrr en síðast í ágúst, því að sólin þarf að fava einar 14° niður fyrir sjóndeildarhring, til að svo verði. Tekið undir. Idálkum Velvakanda núna fyr ir skömmu kvartaði „óánægð húsmóðir" um þjónustu þá, er við húsmæður í Reykjavík verð- um nú að sætta okkur við og þrá faldega er þó alls ekki boðleg. Ég hugsaði þá með sjálfri mér, að undir orð hennar þyrfti að taka, og ég var að vona. að margar stéttarsystur okkrjr kynnu að gera það. Allt til þessá hefur engin þeirra gert það, og munu þær þó að vonura flestar óánægðar. En þarna kemur fram íslenzki þumbaldahátturinn, sem stendur í vegi fyrir svo mörgum umbótum. Hver nöldrar í sinn eigin barm, en forðast opinberan vettvang. Það er ekki næsta oft að ég hef tekið þátt í blaðaskrifum. og aðr- ar konur eru til þeirra færari, en heldur en að við þegjum allar, vil ég nú taka undir við konu þessa. Ef við tökum nógu marg- ar undir, kynni það að bera ein- hvern árangur. Að vonum spyr ég með Matt- híasi: „Hvar skal byrja?“ Svo ótal mörgu er að þarflausu áfátt. En í þessum bæ lifum við mest- megnis á fiski og mjólk, svo að ég vil víkja að þessu tvennu. Fisk sölumálið er háðung og verra en það. Alltof mikið af þeim fiski, sem seldur er hér í fiskbúðum, er svo skemmdur að ekki mundi leyfð sala á slíkum fiski i ná- grannalöndum okkar. Margir þeirra, sem fiskinn sækja í búð- ina (búðir verðum við að kalia þessar sóðakytrur; en hjá hvaða þjóð annarri sjást slíkar fiskbuð- ir?) bera sjálfir lítið skynbragð á gæðin; þeir verða að taka við því, sem að þeim er rétt og sumir fisksaiar segja það óskemmda vöru, sem svo verður að kasta í sorptunnuna þegar heim er kom- ið. Mig undrar hve þögul heil- brigðisstjórnin og læknastéttin eru um þetta mál (þó ræddi dr. Jóhannes Björnsson það nýlega í Morgunblaðinu) — þetta svivirð- ingarmál, held ég, að segja mætti. Fiskkaupin verða okkur fyrir þetta æðj dýr. Mjólkurbúðirnar eru margar sams konar ósnyrtilegai: kytrur, líka gerólíkar mjólkurbúðum grannþjóðanna. Þær eru ekki öfundsverðar stúlkurnar, sem vinna- í þessum kytrum. Þvílik aðstaða! Annars mun það fátítt í nágrannalöndum, að mjólkin sé ekki send heim Þó ei hún seld þar æði miklu vægara verði. En mér dugn ekki að halda áfram og spreiigja þar með Vel- vakanda, eða öllu he'.dur það rúm, sem hann hefur til yfirráða. Hitt vær’ nær sanni, að fleiri hús- mæður létu riú frá sér heyra. Eða finna þær enga ástæðu til þess? Önnur husmóðir. Umferðarþættir. 7ELVAKANDA hefir borizt v: » bréf með nokkrum fyrirspuvn- um um umferðarmál, einkum um ferðarreglur. Er þar minnzt á ýmis mikilvæg atriði, en ekki mun verða gerð tilraun til að svara þeim hér, þar sem ræki- legir upplýsingaþættir um þessi mál verða birtir almenningi í blöðum og e. t. v. útvarpi á næst- unni. Er ástæða til að vekja at- hygli almennings á þessum þátt- um og hvetja fólk til að fylgjast vel með þeim. legu hvöt, sem fylgja skal öllum mönnum, að sjá borgið sér og sínum. — Og að því kom, að þau hugðust byggja sitt eigið hús, sem allt ungt fölk hér áform ar, og langt höfðu þau náð í þeim áfanga, er skyndilega dró ský fyrir sólu. Axlaðu byrði þína, þá færðu að vita um þrek þitt. Ég þóttist þegar sjá. að Ragnar yrði traustuf og dugmikill mað- ur, en slíkt karlmenni, sem ég reyndi hann í veikindum hans, gat míg, og víst emgan annan órað fyrir. Fyrir um tveim árum kom í ljós að Ragnar gekk með mjög þungbæran sjúkdóm, sem lækna- vísindin enn í dag standa ráð- þrota gegn. Þetta varð honura fljótt ljóst, en enginn sá honum bregða. Hann gekk undir mikia læknisaðgerð, sem aðeins tók frá honum sárustu þrautirnar um stundarsakir. Ég fann algjöran vanmátt orða minna andspænis örlögum þessarar ungu hetju. En hann kvartaði aldrei, heldur gekk svipmildur og óbeygður til móts við hinn þunga dóm, þakklátur fyrir hið litla, sem læknar og hjúkrunarlið gátu fyrir hann gert. Ég dvaldi á heimili hans síðasta kvöldið, sem hann var heima, en ég gat ekki fundið, að fram- tíðarvonirnar væru að engu orðn ar. Nokkrum dögum síðar sá ég hann í Landspítalanum, þá hel- sjúkan. Við ræddumst við nokkra stund, síðustu orðin, sem hann sagði við mig karlmannlegri röddu, voru: „Ég bið að heilsa.“ — Og nú er hann horfinn okkur. — Kristúr segir: Ég lifi, og þér munuð lifa. í birtu þeirrar trúar, hugsa ég til Katrínar og barnanna pe.rra ungu, Þórhildar móður hans og systkina. Ég kveð svo vin minn, Ragoar, með ljóðlínum Stefáns frá Hvita- dal: Er Hel í fangi minn hollvin ber. þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. Jón Gunnlaugsson. Verkleg kennsla í rafvirkjun AÐALFUNDUR Félags löggiltra rafvirkjameistara var haldinn 14. júní s.l. Félagið hefur lengi haft hug á að auka og bæta menntun raf- virkjanema og hefur í því skyni staðið fyrir útvegun tækja t;l verklégrar kennslu í Iðnskólan- um Á komandi vetri hyggst fé- lagið, í samvinnu við Iðnskólann og innflytjendur, standa fyrir námskeiðum í viðgerðum heim- ilístækja og olíukynditækja. Eru þau námskeið ætluð nemum, sem langt eru komnir í námi, svo og þeim sveinum er þess óska. Úr stjórn félagsins átti að gagna form. félagsins Árni Bryn jólfsson, en var endurkjörinn. 1 varastjórn voru kjörnir: Finnur B. Kristjánsson, Siguroddur Magnússon og Vilberg Guð- mundsson. Stjórn félagsins skipa nú: Árni Brynjólfsson, formaður, Júlíus Björnsson, gjaldkeri og Johan Rönning, ritari. Framkvæmdastjóri félagsins er Indríði Pálsson, héraðsdóms- lögmaður. Málflutningsskrifstofa Einar B. GuðmundsHon GuOi!augur þorláksson Guðmundur Pélursson Aðalstræti 6, III. hæð. Siniar 12002 — 13202 — 13602.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.