Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 25. júní 1958
MORCVISBT.AÐIÐ
13
75 ára i dag:
Sigurbjörg Sigurðardóftir
, SJÖTÍU OG FIMM ÁRA er í dag
frú Sigurbjörg Sigurðardóttir á
Burstafelli í Vestmannaeyjum.
Sigurbjörg fæddist 25. júní 1883
að Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu,
dóttir hjónanna Guðfinnu Árna-
dóttur og Sigurðar Finnbogason-
og í þeim sér hún lífið og fram-
tíðina — og sjálf á hún þá öruggu
vissu, að húri muni aftur hitta
ástvinina, sem farnir eru á und-
an.
Sigurbjörg býr enn á Bursta-
felli í Eyjum hjá syni sínum og
tengdadóttur, en í dag dvelst
hún hjá dóttur sinni og tengda-
syrii á Ásbyrgi, Norðfirði.
Ég sendi Sigurbjörgu hjartan-
legar hamingjuóskir á þessum
merkisdegi hennar og þakka liðn-
ar stundir. Og ég veit, að í dag
hugsa margir hlýlega til hennar
og senda henni hugheilar kveðj-
ur.
Vinkona.
ar, er seinna bjuggu að Stuðlum
í Norðfirði.
Sigurbjörg giftist Einari Ein-
arssyni, eignaðist með honum
eina dóttur, en missti hann 1906.
Síðar giftist hún Árna Odds-
syni frá Vestmannaeyjum og
fluttist með honum til Eyja 1919
og hefur dvalizt þar síðan. Með
Árna eignaðist hún sjö börn,
fimm dætur og Wo syni. Eru öll
börn hennar á lífi nema það
yngsta, sem var drengur. Mann
sinn missti hún með hörmulegum
hætti, en hann brann inni ásamt
syninum og dóttursyni, er hús
þeirra brann í júní 1938.
I sambandi við þetta voðalega
slys kom glöggt í Ijós hverri
hetjulund og sálarþreki þessi
yfirlætislausa kona er gædd. Hin
einlæga og bjargfasta guðstrú
hennar varð henni ómetanlegur
styrkur á þessum raunatímum.
Sigurbjörg er glæsileg kona og
ber árin vel, þrátt fyrir mikla
lífsreynslu. Hún er létt í lund
og gædd miklu jafnaðargerði,
enda hvers manns hugljúfi. Sig-
urbjörg er hjálpsöm og skilnings-
rík gagnvart annarra raunum og
erfiðleikum — það hef ég sjálf
reynt, og enga manneskju vanda-
lausa met ég meira en hana.
Ég veit, að þrátt fyrir allt er
Sigurbjörg hamingjusöm og sátt
við lífið og tilveruna. Hún á
mannvænleg börn og barnabörn,
Þyrstir víkingar
ÓSLÓ, 23. júní. Reuter — Vík
ingarnir sjö, sem eru á leið til
New York á víkingaskipi sínu,
eru mjög þyrstir um þessar
mundir. í skeyti frá skipstjóran-
um segir, að vatnsbirgðir þeirra
séu nú þrotnar. Nítján dagar eru
liðnir, síðan skipið fór frá Björg-
vin. Sagði skipstjórinn, að hver
maður fengi nú daglega aðeins
lítinn skammt af miði. Hefur
víkingum gengið illa að eima sjó
til drykkjar. Á morgun er búizt
við, að skipið fari fram hjá Nan-
tucketeyju og komi til New York
á fimmtudag. Kvikmyndaleikar •
inn Kirk Douglas hefur heitið
víkingunum 5 þúsund dölum að
launum, ef þeir komast til New
York fyrir 28. júní. Víkingarnir
hefðu getað tekið vatn á Nantuc-
keteyju, en vilja heldur halda
áfram ferðinni þyrstir, enda fá
þeir auk verðlaunanna 1000 doll-
ara á dag, ef þeir verða á undan
áætlun.
STULKA .
óskast til skrifstofustarfa í verksmiðju, nú þegar,
helzt vön. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardags-
kvöld merkt: „Verksmiðja — 6285“.
Sildarslúlkur
Nokkrar duglegar síldarstúlkur óskast til Djúpavíkur í
síldarvinnu. Kauptrygging. Fríar ferðir. Gott húsnæði.
Upplýsingar í síma 12895 og 15806 daglega.
Ef
borðfiöturinn
á að vcra
váranlega
fallegur
Þá veljið FORMICA á húsgögn yðar. Varanlegir litir og
þokki í hverju herbergi . . . áferð, sem vekur gleði og
ánægju. Enda ekki að undra! FORMICA samsettar plast-
plötur eru þær beztu, sem þér getið keypt og það marg-
borgar sig að velja það bezta. Þær hafa geysimikið slit-
þol, verpast aldrei, upplitast, blettasf né springa, en
hrinda frá sér vatni, fitu og hita (upp í 154°) og verða
hreinar á augnbragði með íökum klút. Jafn hentugt
fyrir heimili, skrifstofur, hótel og veitingahús, skóla,
verzjanir, sjúkrahús .....
FORMICA
plastplölur
eru á
frílista.
Látið skynsemina ráða
FORMICA er aðeins ein af mörgum tegund-
um af samsettum plastplötum, sem framleidd-
ar eru. Athugið að nafnið FORMICA sé á
hverri piötu. Forðist þar nxeð eitiriikingar.
Mom FOBMIGA’
d búsgögn yðar
FORMICA er skrásett vörumerki fyrir samsettar plast-
plötur, framleiddar af FORMICA verksmiðjum í Bret-
landi og Bandaríkjunum.
Umboðsmenn:
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Sími 2-4250.
íbúð á Hfelunum
Kjallaraíbúð á hitaveitusvæðinu á Melunum er til sölu.
íbúðin er 3 herbergi, eldhús o.fl. með sér inngangi og sér-
hitaveitu, sólrík og lítið niðurgrafin.
Upplýsingar gefur
Egill Sigurgeirsson hrl.,
Austurstræti 3 — Sími 15958.
Hásnæði við Skólavörðusiíg
5 herbergi, eldhús, W.C., ca. 140 ferm. er til sölu.
Upplýsingar gefur
Egill Sigurgeirsson hrl., '
Austurstræti 3 — Sími 15958. |
STÚLKUR
vanar saumaskap óskast nú þegar.
Upplýsingar hjá verkstjóranum Skip-
holti 27.
Stúlka óskast strax
í þvottahús barnaheimilis Rauða kross Islands að
Laugarási. Góð vinnuskilyrði.
Uppl. í síma 14658.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands.
Sundnámskeið
Allir syndir, er takmarkið. Nýtt sundnámskeið fyrir
börn og fullorðna hefst í sundlaug Austurbæjarskól-
ans, föstudaginn 27. júní. Þátttakendur hringið i
sima 15158 í dag og á morgun frá kl. 2—6 e.h.
Jón Ingi Guðmundsson sundkennari.
Nr. 9/1958.
TILKYNISIING
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á brauðum í smásölu:
Franskbrauð, 500 gr................ Kr. 3,90
Heilhveitibrauð, 500 gr.............. — 3,90
Vínarbrauð, pr. stk.................. — 1,05
Kringlur, pr. kg..................... — 11,50
Tvíbökur pr. kg...................... — 17,20
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr......... — 5,30
Normalbrauð, 1250 gr................. — 5,30
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan
greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má
bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg-
brauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að
framan greinir.
Reykjavík, 23. júní 1958.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
SÍ-SLÉTT P0PLIN
(N0-IR0N)
HlNERVAc/M^
STRAUNING
ÓÞÖRF