Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 14
14
MOrtcr>\nr 4niÐ
Aíiðvikudagur 25. júni 1958
Frá Vík í Mýrdal
Sumarleyfisierð Ferðafélagsins
í V.-Skaftofellssýslu
Vinabœjamót í nœsta
mánuði
— Fundir Sjálf-
stæðisflokksins
Framh. af bls. 9
Nokkrar u»»ræður ut'ðu að
framsöguræðum loknum. Til
máls tóku Brynleifur Steingríms-
son héraðslæknir, Kjartan L.
Markússon bóndi, Ragnar Jóns-
son verzlunarstjóri og loks Magn-
ús Jónsson. — Fundurinn var
fjölsóttur. Fundarstjóri var Sig-
geir Björnsson.
Fundur á Sauðárkróki
Fundurinn á Sauðárkróki
hófst kl 4 á sunnudag í samkomu
húsinu í kaupstaðnum. Fundar-
stjóri var Árni Þorbjörnsson,
kennari, en frummælendur al-
þingismennirnir Jón Sigurðsson
á Reynistað og Jóhann Hafstein.
Jón Sigurðsson ræddi aðallega
um innanhéraðsmál. Vék hann
m.a. að kosningabaráttunni fyr-
ir hreppsnefndarkosningar þær,
sem fram fara um næstu helgi,
og sagði, að þar gætti nú póli-
tiskra sjónarmiða í rikari mæli
en áður. Væri það fyrir tiistuðl-
an Framsóknarmanna. Jón Sig-
urðsson vék í þessu sambandi
m.a. að söguburði Framsóknar-
manna, sem vakið hefur tölu-
verða athygli í Skagafirði, og
snýst um pólitískar bréfaskrift-
ir, sem Sjálfstæðismenn eiga að
hafa staðið að. Eru sögur þessar
uppspuni frá rótum.
Stjórnarfarið
Jóhann Hafstein talaði um
stjórnmálaviðhorfið og einkum
um meinsemdir í hinu islenzka
stjórnarfari. Taldi ræðumaður
þær að miklu leyti undirrót ým-
issa þeirra erfiðleika, sem nú er
við að glíma í þjóðfélaginu.
Nefndi hann dæmi um ástandið:
Á Alþingi sitja nú 4 menn, sem
mjög er um deilt, hvort þar hafi
setzt með fullri heimild.
I ríkisstjórninni eru tveir af 6
ráðherrum kommúnistar og þó
hafði því verið hátíðlega lofað
fyrir kosningar, að ekki skyldi
með þeim unnið.
Kjördæmaskipunin og kosn-
ingalögin eru þannig, að Sjálf- |
stæðismenn hafa 19 þingmenn á
móti 17 þingmönnum Framsókn-
ar. Miðað við kjörfylgi ættu
Sjáfstæðismenn að hafa 50 þing-
menn á móti 17 Framsóknarþing
mönnum.
Þingræði og lýðræði byggjast
á þvi, að loforð séu efnd. —
Núverandi ríkisstjórn gengur
dyggilega á snið við gefin lofcrð
og vinnur þvert gegn því, sem
heitið hafði verið.
Hót eru margar misfellur, sem
leiðrétta þarf, sagði Jóhann Haf-
stein. Með heilbrigðu stjórnar
fari er vafalaust unnt að vinna
aftur upp það, sem tapazt hefur
í tíð núverandi ríkisstjórnar. —
Sú spurning er mjög áleitin í
huga alls almennings, hvenær nú
verandi ríkisstjórn muni fara frá.
Um það vil ég engu spá, sagði
ræðumaður, en lengur en til
næstu kosninga mun hún alls
ekki lifa, hvort sem þær verða
fyrr eða síðar.
Auk frummælenda töluðu þeir
bæjarfulltrúarnir Guðjón Sig
urðsson og Sigurður P. Jónsson
svo og Hjálmar Theódórsson.
verkamaður. Að lokum tók Jón
Sigurðsson aftur til máls. Mikill
áhugi ríkir meðal Sjálfstæðis-
manna í Skagafirði. Hinn glæsi-
legi kosningasigur á Sauðárkróki
í síðustu bæjarstjóri.arkosning
um hefur orðið flokksfólki hvatn
ing til starfa,. enda biða þar í
lcaupstaðnum og annars staðar í
kjördæminu margvísleg verk-
efni.
UNDANFARIN ár hefur Ferða-
félag íslands venjulega farið eina
ferð um Vestur-Skaftafellssýslu.
Ferðin tekur fjóra daga og er
farið á laugardegi og komið til
baka á þriðjudagskvöld. Lands-
lag og gróður er mjög fjölbreytt
í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar
skiptast á víðlend graslendi, vina-
legt og hlýlegt skógarkjarr, eyði-
sandar og fannhvítar jökulbung-
ur svo eitthvað sé nefnt.
Fyrsta daginn er venjulega far-
ið til Víkur í Mýrdal. Á þeirri
leið er margt að sjá og er farið
rólega yfir. í Fljótshlíð er venju-
lega stanzað og skoðuð gróðrar-
stöðin að Tumastöðum og í Múla-
koti, síðan haldið austur yfir
aurana og framhjá Dimon. Und-
ir Eyjafjöllum eru margir fagrir
staðir, svo sem Gljúfrabúi, Selja-
landsfoss og Skógafoss. Þegar
kemur austur fyrir Jökulsá á
Félagslíi
Farfuglar, ferðamenn. — Farfugl
ar ráðgera gönguferð á Heklu um
næstu helgi. Skrifstofan er opin
að Lindai'götu 50 í kvöld og föstu-
dagskvöld kl. 8.30—10. Sími 15937.
Undirbúnin6'skvöld undix blóma
kynninguna verður á skxúfstofunni
í kvöld kl. 8.30.
Miðsumarmót 3. fl. B á K.R.-vell-
inum, miðvikudaginn 25. júní
Kl. 21.00 Fram—Víkingur.' Dóm-
ari: Páll Guðnason.
Miðsumarsmót 2. fl. B á K.R.-.„
vellinum, miðvikudaginn 25. júni.
Kl. 20.00 Valur—Fram Dómari:
Baldur Þórðarson, — Mótanefnd-
in.
Skíðadeild K.R.
Áiúðandi fundur í kvöld kl. 8.30
í félagsheimili.iu.
Þar verða teknar ákvarðanir um
hyggingu skíðalyftunnar, svo og
rætt um framhald sjálfboðaliðs-
vinnunnar við skálann.
Þess er vænst að allir vii'kir
félagar deildarinnar rnæti á fundi
þessum. — Bygginganefnd og
stjórn skíðadeildar K. R.
Samkomur
Almennar jamkomur.
Boðun f ígnaðarerindisins
riörgsniíð 12, Reykjavík, í kvölc
miðvikudagskvöld kl. 8.__
Kristniboðshúsið Betanía
Laufásveg 13. — Almenn sam-
koma í kvöld kl. 8.30. — Sr.
Sigui'jón Þ. Árnason talar. Allir
velkomnir.
Sólheimasandi er komið í Vestur-
Skaftafellssýslu. í björtu veðri er
fjallasýn af sandinum mjög fög-
ur. Aður en haldið er til Vík-
ur er ekið suður á Dyrhólaey, en
það er syðsti hluti Islands. í eynni
verpir mikill fjöldi af fugli, svo
sem fýll, lundi og kría. Nálægt
Dyrhóley er allstór hellir sem
Loftshellir heitir, þangað er auð-
velt að komast og úr hellinum
sést vel yfir Dyrhóley, Dyrhóla-
ós og Reynisfjall.
Annan daginn er farið frá Vík
að Kirkjubæjarklaustri. Á þeirri
leið er margt merkilegt og fagurt
að sjá. Á miðjum Mýrdalssandi
er Hafursey, einstakt fjall, en í
suðri rís Hjörleifshöfði upp úr
Mýrdalssandi. Þegar komið er
austur yfir sandinn er farið yfir
Hólmsá, og er þá komið í Skaft-
ártungu. Skaftártunga er fögur
og hlýleg sveit og er þar tals-
vert skógarkjarr. Þegar farið er
að fjallabaki er komið fram í
byggð í Skaftártungu.
Austan við Eldvatn tekur Skaft
áreldahraun við og er vegurinn
í gegnum það um 20 km. langur.
Þegar hrauninu sleppir er komið
í Landbrotið. Skaftá skilur að
Landbrot og Síðu, en að Kirkju-
bæjarklaustri á Síðu er ferðinni
heitið þann dag. Þar er gott gisti-
hús og ýmsir merkisstaðir sem
ferðamenn hafa gaman af að sjá.
Skammt austan við bæinn er sér-
kennileg stuðlabergsmyndun, sem
kirkjugóif heitir. Síðan er fögur
sveit og í góðu skyggni sést vel
til öræfajökuls. Á þriðja degi er
venjulega farið að Núpsstað í
Fljótshverfi, en það er það
lengsta sem hægt er að komast
í bíl. Frá Núpsstað er gengið
austur í hlíðar Lómagnúps, en í
góðu skyggni sér austur yfir
Skeiðarársand. Þenna dag er
venjulega farið um Landbrot og
Útsíðuna, en þó fer það eftir
veðri hvorn daginn það er gert.
Á fjórða degi er haldið heim á
leið og þá komið við á Bergþórs-
hvoli.
NK. laugardag hefjast tvær
fyrstu sumarleyfisferðirnar, sem
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
efnir til í sumar, en þær" verða
alls 25 talsins. Er hér um að
ræða 14 daga hringferð um (s-
land og 8 daga ferð um Norður-
og Austurland. I þessum ferðum
verður ferðazt í lofti, á láði og
legi, með flugvélum, bílum, hest-
um og skipum.
Átta daga ferðin um Norður-
og Austurland hefst sem fyx'r
segir nk. laugardag frá Reykja-
vík. Verður farið á fyrsta degi
til Hveravalla og gist þar. Síðan
liggur leiðin áfram Kjalveg um
Skagafjörð, Glaumbæ, Hóla og
til Akureyrar. Þaðan til Mývatns
og austur að Egilsstöðum. Frá
Egilsstöðum niður á Seyðisfjörð,
en siðan í Hallormsstaðaskóg og
Öflug sfarfsemi
Norrœna félagsins
NORRÆNA FÉLAGIÐ vinnur nú
að undirbúningi vinabæjamóts,
sem halda á hér á landi í næsta
mánuði. Von er á um 100 gestum
frá hinrum Norðurlöndunum og
munu þeir dveljast hér á landi
um 10 daga skeið. Verður hóp-
urinn fyrst allur í Reykjavík, en
síðan fara gestirnir til vinabæja
heimaborga sinna.
Norræna félagið annast auk
þessa fyrirgreiðslu í sambandi
við skiptiheimsókn kennara í
ágústmánuði. 15 íslenzkir kenn-
arar fá að þessu sinni ókeypis
dvöl í Danmörku.
Aðalfundur Norræna félagsins
var haldinn fyrir skömmu. í
skýrslu framkvæmdastjóra kom
fram, að á s. 1. ári hafði félagið
milligöngu um skólavist fyrir 54
íslenzka unglinga og fengu 46
þeirra ókeypis, skólavist og uppi-
hald í 6 mánuði. Fjöldi ungling-
anná er nær helmingi meiri en
nokkru sinni fyrr.
Haldin voru- vinabæjamót á
Akranesi og Siglufirði og 17
unglingar fóru í vinabæjaferð til
Danmerkur. Félagsdeildum fjölg-
aði um rúmlega helming á árinu.
Voru þær 19 í lok starfsársins
auk aðalfélagsins í Reykjavík.
Alls eru nú rösklega 2000 manns
í Norræna félaginu og hefur
félögum fjölgað um 500 á árinu.
Þess er og að geta, að sögunefnd
félagsins starfaði eins og undan-
U M síðastliðin mánaðamót til-
kynntu Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson og Sanitas félagssam-
tökum kaupmanna og öðrum, er
dreifingu á framleiðslu verk-
smiðjanna önnuðust, að fram-
leiðsla verksmiðjanna, öl og gos-
drykkir, yrði aðeins seld gegn
staðgreiðslu frá 1. júní að telja,
en fyrir þann tíma höfðu nokkur
lánsviðskipti xnilli kaupmanna og
verksmiðjanna átt sér stað. Aug-
lýsing' í samræmi við þetta var
birt, frá Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni, í blöðum og útvarpi.
Ástæðan til þessa var sú, að
verksmiðjurnar þurfa nú að
greiða um 50% af verksmiðju-
verði öls og gosdrykkja í fram-
leiðslutoll og söluskatt, auk allra
annarra opinberra gjalda, en
verksmiðjurnar bera auðvitað
dvalizt þar daglangt. Á áttunda
degi verður flogið til Reykjavík-
ur. —
Fjórtán daga ferðin liggur um
sömu leið og 8 daga ferðin. Att-
unda daginn verður svo ekið yfir
Breiðdalsheiði til Berufjarðar og
gist þar. Farið verður með bát
til Papeyjar og þaðan til Djupa-
vogs, en síðan ekið til Hornafjarð
ar. Tíunda daginn verður dvalizt
í Hoi'nafirði og umhverfið skoð-
að, en daginn eftir ekið um Suð-
ursveit til Reynivalla. Þaðan
haldið vestur á Breiðamerkur-
sand og skilið við bílana við
Jökulsá og fólkið ferjað yfir ana.
Þaðan haldið áfram að Skafta-
felli í öræfum. Þrettánda dagmn
verður farið í Bæjarstaðaskóg og
siðasta daginn flogið frá Fagur-
hólsmýri til Reykjavíkur.
frásagnir í kennslubókum um
sámskipti norrænu þjóðanna.
Hliðstæð könnun hefur átt sér
stað á kennslubókum í landafræði
og sögu.
I stjórn Norræna félagsins eru:
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri,
formaður, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, útvarpsstjóri, varaform., frú
Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri,
Páll Isólfsson tónskáld, Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi, Sveinn
Ásgeirsson hagfræðingur og
Thorolf Smith fréttamaður. Fram
kvæmdastjóri er Magnús Gísla-
son námsstjóri.
Ný „lína"
MOSKVU, 23. júní — NTB-Reut-
er — í fregnum frá Tassfrétta-
stofunni í kvöld segir, að sovézk-
ir forráðamenn hafi kallað áróð-
urssérfræðinga flokksins saman
til fundar í Moskvu. Munu þeir
eiga að skapa nýja „línu“ innan
flokksins og fjalla um sósíalisk
vandamál í uppbyggingu komm-
únismans. Varaforseti sovézku
vísindaakademíunnar setti þing-
ið. —
PARÍS, 23. júní — Reuter — D,
Gaulle, forsætisráðherra, sat ’
dag fund með Spaak, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins. Er þetta túlkað svo. að
de Gaulle vilji styrkja aðstóðu
Frakka í Atlantshafsbandalaginu.
Á ráðuneytisfundi í dag var fjail-
að um breytingar á stjói'nskipun-
arlögunum. M. a. var rætt um
völd franska forsetans, sem nú
eru mjög takmörkuð. Sagt er. að
fulla ábyrgð á greiðslu skatta
þessara.
Viðbrögð nokkurra káup-
manna, við þessu breytta sólu-
fyrirkomulagi, urðu þau, svo sem
kunnugt er að þeir fengu sam-
þykkt í félagssamtökum sínum
að sett yrði sölubann á fram-.
leiðslu verksmiðjanna í verzlun-
um félagsmanna. — Mikill meiri-
hluti kaupmanna hafði þó fyrir
þann tima greitt vöruna við mót-
töku.
Var ekki einasta sett sölubann
á sölu öls og gosdrykkja frá verk-
smiðjunum, heldur einnig sölu
á annarri framleiðslu Sanitas,
alls konar efnagerðarvöru, sem
þó var boðin til sölu með óbreytt-
um söluskilmálum.
Verksmiðjurnar vilja geta þess,
að fyrir nokkrum árum ákváðu
kaupmenn sjálfir að selja vöru
sína einungis gegn staðgreiðslu
til neytenda, og enginn virðist
hafa haft neitt við það að athuga.
Þegar Coca-Cola hóf fram-
leiðslu sína hér á landi fyrir
nokkrum árum seldi verksmiðjan
framleiðslu sína aðeins gegn stað-
greiðslu til kaupmanna, og gerir
enn þann dag í dag, og virðist
það alveg átölulaust af hálfu
kaupmanna, og ekki sett á Coca-
Cola neitt sölubann, hvorki fyrr
né síðar. — Enda er það svo að
framleiðsla öls og gosdrykkja er
fljótseld vara, sem kaupmenn
að jafnaði þurfa ekki að liggja
með nema stuttan tíma. Hvergi
erlendis er óss kunnugt að fram-
leiðsla öls og gosdrykkja sé seld
á annan hátt an gegn stað-
greiðslu, annað er fyrir löngu
talið úrelt fyrirkomulag.
Að lokum viljum vér taka
fram almenningi til leiðbeining-
ar, að verksmiðjurnar eru starf-
ræktar eins og verið hefur og vér
erum reiðubúnir að selja fram-
leiðslu vora gegn staðgreiðslu.
Hf. ölgerðin Egill
Skallagrímsson,
Sanitas hf.
íbúð við Hringbraut
Höfum til sölu íbúð við Hringbraut, sem er 3 herbergi,
eldhús, bað og forstofur á hæð og 1 herbergi í risi.
Hitaveita.
Fasteigna & Verðbréfasalan,
Suðurgötu 4.
Símar: 13294 og 14314.
Púll Aroson efnir til tveggja
sumarieyfisferða n. k. langardag
Ýmsir fegurstu sfaðir landsins skoðaðir
farin ár, en slíkar nefndir vinna
að því að samræma sem mest de Gaulle vilji efla völd hans.
GREINARGERÐ
frá Qlgerðinni Egill Skallagrímsson cg
Sanitas, vegna sölubanns kaupmanna o. fl.
á framleiðslu fyrirtœkjanna