Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 25. júní 1958
Moncrxnr 4Ð1Ð
15
Svíar og „Brassar" í
úrslit
Sviar unnu Þjóðverja 3:1
Brasilíumenn unnu Frakka 5:2
SVÍAR eru nenn dagsins í
knattspyrnufréttum heimsins t
dag. I>eir sígruðu heimsmeist-
arana frá Þýzkalandi með 3:1 og
lenda í úrslitaleik ,við Brasilíu í
Stokkhólmi á sunnudaginn um
heimsmeistaratitilinn og bikar-
inn.
Sviþjóð — Þýzkaland
Ullivi-völlurinn var þétt set-
inn og enginn sér eftir þeirri
stund eða þeim tíma er sá Sví-
þjóð sigra heimsmeistarana með
3:1. Það var dásamlegt veður og
á pöllunum þar sem 52 þús.
manns sátu, ætlaði allt að ærast
er Gunnar Gren og Kurre Hamr-
in skoruðu 2. og 3. mark Svía, en
staðan í hálfleik var 1:1.
Það var erfið raun fyrir Þjóð-
verja að sætta sig við að ung-
verski dómarinn vísaði Jusko-
wisk át af vellinum á 13. mín.
síðari hálfleiks. Léku Þjóðverjar
10 eftir það og hafði það að sjálf-
sögðu sitt að segja.
Fyrstu 20 mín. leiksins áttu
Svíar frumkvæðið í leiknum
alveg eins og í leiknum við
Rússa. Á þessum leikkafla urðu
þó ekki skoruð mörk, en Hamr-
in, Skoglund og Simonsen kom-
ust í mjög góð færi, en Herken-
rath markverði tókst að bjarga
meistaralega.
Þegar Svíar sóttu sem fast-
ast kom þýzkt markt á óvænt.
Seeler komst upp í að því er virt
ist hættulítið upphlaup, og tókst
að gefa til Schafer sem skoraði.
Þýzkaland átti mörg upphlaup
eftir það, en skotin fóru fram
hjá marki. Hamrin og Skoglund
áttu og tækifæri og Skoglund
var einn fyrir opnu marki á 33.
mín. en mistókst. Örskömmu
síðar bætti hann fyrir með því
að afgreiða góða sendingu frá
Liedholm rakleitt í netið með
vinstri fæti.
Þjóðverjar „áttu“ byrjun síð-
ari hálfleiks og sóttu fast unz
Juskowiak v. bakverði var vísað
úr leik. Fauk í hann er Hamrin
hafði leikið á hann, og sparkaði
hann í Hamrin og var rekinn út
af. Þjóðverjar urðu að endur-
skipuleggja liðið og misstu sjálfs
traust og smám saman náði
heimalandið meiri og meiri tök
um á leiknum þrátt fyrir frá-
bæra vörn Þjóðverja. Bæði lið
náðu góðum marktækifærum og
leikurinn var engan veginn af-
gerður.
Á 36. mín skoraði Gunnar
Gren með þrumuskoti eftir sam
vinnu við Hamrin og Skoglund.
Rétt fyrir lok leiksins sýndi
Hamrin á kantinum tilþrif sem
fáir hafa séð. Lék hann á tvo
varnarleikmenn og skoraði úr
þröngu horni fast við stöngina.
SIGUR Brasilíumanna yfir
Frökkum varð auðveldari en bu-
izt hafði verið við. Staðan var
2:1 í hálfleik og leik lyktaði með
5:2. Allan mátt dró úr franska
liðinu eftir að Jonquet mið-
vörður meiddist í fyrri hálfleik.
Og Frakkland mátti sín einskis
í öðrum hálfleik er hann haltraði
um völlinn sem vinstri útherji.
Rasundavöllurinn var ekki set-
inn nema að % hlutum og athygli
manna beindist helzt að upplýs-
ingatöflunni, þar sem fylgjast
mátti með gangi leiksins í Gauta-
borg milli Svía og Þjóðverja.
Frakkar léku nú í íyrsta sinn
í undanúrslitum heimsmeistara-
keppninnar, en Brasilíumenn
hafa þrívegis áður verið meðal 4
beztu liða í keppninni um Juies-
Rimet bikarinn.
Valur-Hafnarfjörður 6:3
ANNAR leikur íslandsmótsins í
knattspyrnu fór fram í fyrra-
kvöld og mættust Valsmenn og
Áttu bæði lið hlut að máli, en
tveir Vaismenn gengu eirina narð
ast fram. Hafði dómarinn nog að
Halníirðingar. Leik lyktaði með j gera, ekki aðeins við að fiaula
6:3 Val í vil eftir harðan leik.
Jaín var leikurinn og komu
aldrei i ljós neinir þeir yfirburð-
ir Valsmanna sem réttlætt geta
3 marka mun í leiknum, en gæfu
muninn fyrir Val gerði léleg aft-
heldur og að gefa áminningar.
Lndaöi svo að einum Valsmanna
var vikið úr leik —- ekki vegna
grófs brots heldur vegna, að þvi
er bezt varð séð, móðgandi um-
mæla við dómara. Slíkt er jafn-
asta vörn hjá Hafnfirðingum á ' vel verra en brot sem mönnum
stórum köflum leiksins og ekki
sízt það, hve hinn ungi Karl
Jónsson var miður
marki Hafnarfjarðar.
verður á í hita leiks.
Síðari hálfleik lyktaði með 2:2.
sin í : Albert skoraði mjög faiiegt mark
Mörkin 1 frá vítateig og Björn Charies
hjá honum komu ekki úr skot- I skoraði þriðja mark Hafnarfjarð
um (nema eitt), heldur varð ar °S síðasta mark leiksins. Inn
Brasilíumenn tóku forystu
þegar. Miðjutríó þeirra Didi,
Vava og Pele sem manna bezt
hafa unnið að sigrum Brasilíu,
léku inn í vörn Frakka, þaðan
sem gefið var til baka til hægri
framvarðar. Hann sendi fallega
til Vava, sem var óvaldaður og
skoraði örugglega 1:0 eftir 1
mín. leiks.
Frakkar gáfu sig ekki og á
7. min. brauzt Piantoni i gegnum
vörnina og gaf til Fontaine sem
skaut — en framhjá. Tveim mín.
síðar fékk hann sendingu frá
Kopa, lék upp, lokkaði markvörð
„Brassanna" eins og þeir eru
kallaðir í Svíþjóð, fram, lék á
hann og gekk með knöttinn í
mannlaust markið. Fontaine átti
skot skömmu síðar en yfir.
Brasilía svaraði með mörgum
hættulegum upphlaupum, en
Frakkar áttu einnig færi og leik-
urinn var skemmtilega jafn unz
Brasilía skoraði annað mark sitt
á 39. mín. Það var Didi sem skor
aði með langskoti. 4 mín. fyrir
hlé meiddist Jonquet og léku
Frakkar 10 til hlés og hann haltr
aði síðari hálfleik til að „vera
með“ en liðið var án máttar hans
í vörn og Brasilíumenn tóku leik
inn æ meir í sínar hendur. Á 7.
mín skoraði Pele. Veifað hafði
verið á rangstæðu en dómarinn
viðurkenndi markið þó að ýmsir
hefðu hætt leik. Pele skoraði
aftur á 18. mín.
Á 30. mín. æpti fólkið af fögn
uði yfir fréttinni um 2:1 stöðu
fyrir Svia í Gautaborg og á með
an skoraði Pele 5 mark Brasilíu.
Frakkar áttu nokkur upphlaup
af og til og áttu skot. En allt kom
fyrir ekki, unz Piantoni tókst að
fegra úrslitatöluna með nýju
marki.
ShíSamói þrátt fyrir
síldarannir
SIGLUFIRÐI, 23. júní — Þrátt
fyrir síldarannir gáfu skiðamenn
sér tíma til að sjá um hið svo-
kallaða Skarðsmót, sem hér er
háð á hverju sumri. Keppendur
voru frá Reykjavík, Akureyri,
Isafirði og Siglufirði. Keppnm
fór fram í Siglufjarðarskarði sl.
laugardag og sunnudag í bezta
veðri. Keppt var í svigi og stór
svigi svo og tvíkeppni i fyrr-
nefndum greinum. Sigurvegari í
stórsvigi varð Jóhann Vilbergs-
son, Siglufirði, en í svigi og tví-
keppninni sigraði Hjálmar Stef-
ánsson, Akureyri. Að keppni lok-
inni afhenti Jónas Ásgeirsson,
formaður skíðafélagsins hér, verð
laun til sigurvegara og þakkaði
aðkomumönnum komuna.
— Stefán.
Búizt við kartöfium
7. júií n.k.
EKKI hefur Grænmetissalan tal-
ið neina ástæðu til þess að gera
almenningi grein fyrir því vand-
ræðaástandi sem hér ríkir vegna
kartöfluskortsins. Er það út af
fyrir sig ekki ný bóla þegar um
er að ræða opinbera aðila. En
kartöfluskorturinn er það alvar-
legt mál, að almenningur hefur
i bréfum og með símtölum spurzt
fyrir um það hjá Mbl. hvenær
vænta mégi úrlausnar.
Mbl. frétti það í gærkvöldi að
nú myndi vera von á um 400 lest-
um af hollenzkum kartöflum 7.
júlí næstkomandi
— Iðnaðarbankinn
Frh. af bls. 2
það sem í þeirra valdi stendur til
þess að bankinn fái sparifé til á-
vöxtunar með það fyrir augum
eða í þeirri von að honum verði
ekki meinað að lána það út til
iðnaðarins, þess atvinnuvegar,
sem honum fyrst og fremst er
ætlað að þjóna.
Ég vil því enda mál mitt með
því að þakka bankaráðsmönnum
og bankastjóra ágæta samvinnu
á sl. starfsári og starfsfólki bank-
ans gott starf og óska bankanum
og öllum aðstandendum hans og
öllum viðskiptavinum biessuaar
á komandi tímum.
hann að sækja í netið knetti, er
skallaðir voru eða reknir oftast
líkast tilviljun áð markinu. Það
var úr hinum ólíklegustu upp-
hlaupum sem Valsmenn fengu
mörk.
á milli skoruðu Björgvin og
Gunnar Gunnarsson sitt markið
hvor fyrir Val, Björgvin með lag
legu og allföstu skoti en hitt var
ódýrt mjög.
Mér finnst ástæða til að ætla
Þegar leikið hafði verið í 28 i að Hafnfirðingar hefðu í þessum
mín. stóðu leikar 4:0 fyrir Val. leik leikið eins vel og gegn Akra
Skoruðu mörkin Matthías Gests nesi. ef þeir hefðu ekki verið
son og Gunnlaugur 2 hvor. Oll
mörkin fengu þeir ódýrt og ef
ekki hefði farið saman hjá Hafn-
firðingum götóttur leikur varn-
arinnar og lélegur leikur mark-
varðar hefði mjög verið tvísýnt
um úrslit þessa leiks.
Mínútu eftir að stóð 4:0 skor-
uðu Hafnfirðingar. Sigurjón
skallaði inn sendingu frá Albert.
Þannig lyktaði hálfleik.
Síðari hálfleikur hófst með 10
mín. látlausri sókn Hafnarfjarð-
ar, sem þó ekki gaf mark. Síðan
jafnaðist leikurinn og það sem
verra var harkan óx. Var ljótt
að sjá stundum hvernig knöttur-
inn gleymdist en maðurinn, and-
stæðingurinn, varð aðalatriðið.
teknir öðrum tökum. Sýnilegt
var að Valsmenn lögðu mikið
upp úr að gæta Alberts sem von
er, en það varð fljótlega gert
með því móti að tilgangurinn
helgaði meðalið, og þá hófst
harkan, sem bæði lið áttu sök á
eftir það. Leikurinn var því á
köflum ekki eins og knattspyrnu
kappleikur á að vera. Og það er
fullkomin ástæða til að staldra
við að spyrja: Hvert er stefnt?
Það á aldrei að sjást að það sé
aðalatriðið að gæta þess að mót-
herji geti ekki spyrnt og hætta
að hugsa um að reyna að leika
sjálfur. Sumir kalla það taktik.
En það er þá léleg taktik, sem
ekki á að heiðra. — A. St.
Síldveiðiskip
missa báta
í FYRRINÖTT misstu þrjú síld-
veiðiskip nótabáta sina er þau
voru á leið til lands af miðunum
með síld, en sem kunnugt er af
fréttum var ekkert veiðiveður á
miðunum á mánudagskvöldið.
Var þar bræla og mikill sjógang-
ur. Það var Víðir II. úr Garði er
missti bát sinn þannig, að borð
sprakk í honum og sökk bátur-
inn. Nótina hafði skipstjórinn
látið taka upp úr bátnum og lá
hún ofan á síldinni. Annar bát-
urinn sem missti nótabátinn var
Hrönn úr Sandgerði og sá þriðji
var Viktoría RE, sem nú er gerð
út frá Þorlákshöfn, en nótin var
í nótabátnum og sökk hún
með bátnum. Síldarnót kostar nú
á annað hundrað þúsund krónur
og nótabátar 50—80 þús. kr.
Þess má geta, að Víðir II. mun
fá nýjan nótabát á Siglufirði.
Mínar beztu þakkir til allra er sýndu mér vinsemd
á áttrseoisafmælinu. Kærar kveðjur til ykkar allra.
Finnbjörn Hermannsson, Isafirði.
Þökkum innilega, ættingjum félögum, og vinum fyrir
heimsóknir, gjafir, blóm og skeyti á gullbrúökaupsdegi
okkar.
Margrét Guðmundsdótlir, Kristján Sveinsson.
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim sem auðsýndu mér
vinarhug og höfðingsskap með gjöfum, heimsóknum og
heillaskeytum á 50 ára afmæli mínu.
Guðmundur Árnason Neðri-Fitjum.
Útför föður míns
STEINGRÍMS STEINGRlMSSONAR
frá Sölfhóli, fer fram fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. frá
Dómkirkjunni. — Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd aðstandenda.
Steingrímur Steingrímsson.
Jarðarför
GUÐRlÐAR EINARSDÖTTUR
fyrrverandi ljósmóður frá Horni í Arnarfirði
fer fram föstudaginn 27. þ.m. og hefst með húskveðju að
heimili hennar Garðastræti 8 kl. 10,15 árdegis. Athöfnin
í Dómkirkjunni hefst kl. 11 og verður útvarpað.
Kransar og blóm afþökkuð, en þess óskað að þeir, sem
minnast vilja hinnar látnu, láti Barnaspítalasjéð Hrings-
ins njóta þess.
Vandamenn.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
MAGNlllLDAR GUDMUNDSDoTTUR
frá Hvanneyri.
Sérstakar þakkir sendum við frú Svövu Þórhallsdótt-
ir og Guðmundi Jónssyni skólastjóra og frú
Fyrir mína hönd og annarra skildmenna.
Kristín Þ. Guðinundsdóttir.
mmmmmmmmemnmmmmmmmmmmmmmmmnmmi i ui m mmnHmmmmBmmmmemamanmmamammummmmmmmmmmamrnmm
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
GUDRÚNAR ASMUNDSDÖTTUR
frá Gunnarshólma.
Aðstandendur.
Þakka hjartanlega sýnda samúð og vinarhug við and-
lát og útför móður minnar
ÞÓRUNNAR HANSDÖTTUR
Bryndís Einarsdóttir Birnir.
Innilegar þakkir íærura við öllum nær og fjær fyrir
auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
Árnagerði, Fáskrúðsfirði.
Stefán Stefánsson og börn hinnar látnu.
Þökkum hjartanlega alla samúð og vinarhug við hið
sviplega fráfall sonar okkar föður míns og bróður
ARNE HREIÐARS JÓNSSONAR
Anna Kristensen, Jón Gíslason,
Anna Jóna Árnadóttir,
Sigurður Jónsson, Gísli Steinar Jónsson.