Morgunblaðið - 01.07.1958, Side 8

Morgunblaðið - 01.07.1958, Side 8
6 MORGV V TT T 4 Ð'.O ÞriSjudagur 1. júlí 1958 UTAN UR HEIMI íslendingar harðsnúnir í ein- angrun Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÞRENNS KONAR VERKFÖLL SAMKVÆMT skilgreiningu stjórnarblaðanna eru nú kaupdeilur þrennx ar ólíkrar tegundar þegar skollnar á eða í undirbúningi. Fyrsta tegundin sprettur af kröfum þeirra félaga, sem „telja sig verða að fá leiðréttingu til samræmis við“ önnur félög, „sem eru orðin betur sett“, svo aö orðalag Tímans sé notað. Stjórn- arblöðin sýnast vera sammála um réttmæti þessara krafna. — Tíminn lýsir blessun yfir þeim með því að segja um rökstuðning þeirra: „Þetta má vel vera rétt, en óþarft hefði þá verið að fara að óskum Sjálfstæðisflokksins og setja þau á svið í sambandi við efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar". Forystu þessara félaga hefur Járnsmiðafélagið. Formennsku þar gegnir Snorri Jónsson, einn aðalmanna Alþýðusambands fs- lands, höfuðstoð núverandi stjórn arsamstarfs. Hann hlaut kosn ingu til formennsku Járnsmiðafé lagsins á sl. vetri með atkvæðum kommúnista og Framsóknar- manna eftir að hann hafði lýst yfir, að nauðsynlegt væri að leggja í nýja kaupdeilu. Má nærri geta, hvort hann og „banda menn“ hans innan Járnsmiðafé- lagsins, þ. e. Framsóknarmenn- irnir þar, hafi farið að óskum Sjálfstæðisflokksins og „sett verkfallið á svið“, þegar þeim flokki þótti henta. Að þeirri fjar- stæðu þarf ekki að eyða orðum. ★ En tilvitnuð ummæli Tímans sýna greinilega, hvernig Frarn- sóknarmenn vilja fara með kaup- gjaldsmálin. Þar er að Tímans dómi um leikaraskap að ræða, sem fyrst og freVnst ber að „setja á svið“ eftir hagsmunum póli- tískra valdabraskara. Það eru ekki hagsmunir verkalýðsins eða atvinnuveganna, sem eiga að skera úr, heldur hvað hagkvæmt kann að vera fyrir valdabraskar- ann Hermann Jónasson og kump- ána hans. Sjálf yfirlýsing Tímans um réttmæti ,samræmingar“-verk- fallanna er og harla athyglisverð. Um margra ára bil hafa allar kauphækknir hér á landi verið rökstuddar með því, að þær væru gerðar til samræmingar. Komm únistar hafa miskunnarlaust not- að þessa aðferð til að sprengja fjárhagskerfið. Hvort þær ástæð ur eru fyrir hendi nú skal ekk ert um sagt. En Ijóst er, að lítið er orðið úr loforði vinstri stjórn- arinnar um vinnufrið, ef víðtæk verkföll „eru sett á svið“ án þess að nokkuð nýtt hafi borið að höndum. Það minnsta var, að stjórnin hefði getað tryggt vinnu frið að öllu óbreyttu. En nú telja stuðningsblöð hennar, að þau verkföll, þar sem menn taka sjg upp af jafnsléttu, eins og Ey steinn Jónsson eitt sinn orðaði. séu einmitt alveg sérstaklega réttmæt, aðeins ef þau „eru sett á svið“ á réttum tíma! ★ Svo sammála sem stjórnarblöð- in eru um réttmæti „samræm- ingar“-verlifallanna, þá greinir þau mjög á um næsta flokkinn þ. e. sjómannaverkfallið. Tíminn segir verkfallið rökstutt með hinu nýja yfirfærslugjaldi bjargráð anna og heldur áfram: „Fljótt á litið kann sjómönn- um að þykja þetta sérstök kjara- skerðing, en í raun og veru sitja þeir hér nákvæmlega við sama borð og aðrir“. Alþýðublaðið segir þessu til andsvara sl. laugardag: „Tíminn — — — heldur því fram, að farmenn ættu að una þeirri kjaraskerðingu. Þar er óneitanlega til mikils mælst. Hér er um verulega kjaraskerðingu aö ræða og varla von, að farmenn sætti sig við hana, eins og þróun þessara mála er hjá okkur, enda engin sanngirni, að ein stétt taki á sig þyngri byrðar en aðrar. Og ummæli Tímans þess efnis, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hér að verki, fá alls ekki staðizt.“ I þessari deilu stjórnarblað- anna er Þjóðviljinn á bandi Fram sóknarmanna og Tíminn lætur mótmæli Alþýðublaðsins ekkert á sig fá heldur prentar fyrri ummæli sín til frekari áherzlu upp aftur í sunnudagsblaðinu. Andmæli Alþýðublaðsins veikj- ast við, að það hermir villandi frá ummælum Tímans. Tíminn fullyrðir einmitt, að sjómenn hafi enga kjaraskerðingu hlotið, umfram aðra landsmenn, og þess vegna séu kröfur þeirra reistar á ranglátum grundvelli. Hér á er meginskilsmunur, sem úr þarf að fá skorið. Von er, að sitt sýnist hverjum um bjargráð ríkisstjórnarinnar, eðli þeirra og áhrif, þegar stjórn- arblöðin sjálf deila um slíkt höfuðatriði sem þetta. Á þessu var þó vakin athygli við með- ferð málsins á Alþingi. Stjórnar- flokkarnir tóku því ákvörðun sína um hið háa álag á sjómanna- gjaldeyrinn vísvitandi. En nú kemur í ljós, að málsvara þeirra greinir á um, hvort hér sé um sérstaka kjaraskerðingu einnar stéttar að ræða eða ekki. Frum- skilyrði þess, að fá sjómanna- deiluna leysta hlýtur að vera það, að fá skorið úr þessu deiluefni stjórnarflokkanna. Ef skoðun Al- þýðublaðsins reynist þar rétt. sýnist ekki vafi vera á, hver bæta eigi réttarskerðinguna: auðvitað sá, sem hana framdi. ★ Þriðji flokkur verkfallanna er sá, sem Þjóðviljinn boðar nú nær daglega af hálfu þeirra félaga, þar sem stjórnin er í höndum „sósíalista og bandamanna þeirra“, þ. e. Framsóknarmanna Þessi félög hyggjast að sögn blaðsins bíða „átekta enn um sinn og ætla að kynnast reynsl- unni af efnahagslögunum og þeim verðhækkunum, sem nú dynja yfir dag eftir dag“. „-----gera félögin sér sannarlega engar gyllivonir um það, hver áhrif hin- ar nýju ráðstafanir hafi á kjör launafólks, enda hafa þau gert ráðstafanir til þess að geta hafið kjarabaráttu með lágmarksfyrir- vara“. Hér dylst engum hváð á ferð- um er. Kommúnistar hóta að beita verkfallsvópninu, hvenær sem þeir telja henta til að knýja ríkisstjórnina til hlýðni í öðrum efnum en kaupgjaldsmálum. Kommúnistum er nú þegar ljóst, hvernig kjaramálunum er komið. „Lífskjör launþega" hafa stór- lega versnað í tíð V-stjórnarinn- ar. Drátturinn nú helgast því ein- göngu af því að verkfallsvopninu á að beita í annarlegum tilgangi. í brezka blaðinu Manchest- er Guardian birtist sl. fimmtudag grein eftir Jam es Morris um ísland og ís- lendinga. Munu margir hafa gaman af að kynna sér þá skoðun, er ferðamað urinn myndar sér á íandi og þjóð, er hann sækir okkur heim. Fer grein Morris hér á eftir lauslega þýdd og nokkuð stytt: „ÞESSIR SERKIR", sagði rosk- inn stjórnmálamaður í Reykja- vík í umvöndunartón, um leið og hann hristi skegg sitt gramur á svip. „Þetta eru tómir óeirðar- seggir. Þeir komu hingað, eins og þér vitið ef til vill, og fóru að vanda með ránum og blóðsút- hellingum“ — og nú rann það upp fyrir mér, er ég horfði í hvöss, einörð augu hans, að hann var ekki að tala um Massu hers- höfðingja eða Ferhat Abbas held- ur um hina villimannlegu sjó- ræningja, sem að fornu sigldu jafnvel alla leið norður til fs- lands í leit að fórnardýrum og herfangi. Hinar myrku miðaldir standa þessum roskna manni í Reykjavík lifandi fyrir hugskots- sjónum . . . og ÖIl íslenzk saga liðinna alda er slípuð og fág- uð, því að hvergi á jörðinni fyrirfinnst þjóðlegra, innhverf- ara, sjálfsumglaðara eyríki en íslenzka lýðveldið, sem spinnur sér örlagaþráð við mörk Norður- íshafsins. Nokkrir meginþættir liggja eins og rauður þráður gegnum íslenzka sögu, tengja íslendinga föstum einingarböndum og skipa þeim í þétta fylkingu, sem erfitt er að rjúfa. í þessu sambandi ber fyrst að nefna náttúru lands þeirra: Land þeirra er eyðileg eldfjallaeyja í norðanverðu út- hafi Atlantshafsins, og hlýindin þar stafa aðeins af Golfstraumn- um og hita þeirra elda, er brenna í jörðu niðri. Suður á bóginn er úthaf allt frá íslandi að suður- skautslandinu, og útsær og ís- breiður aðskilja eyjuna og norð- urheimskautið. Venjulega hugs- um við um ísland sem hluta Evrópu, en raunverulega er land- ið sui generis, nær Grænlandi en Skotlandi, staðsett mitt á milli hins gamla og nýja heims. Af skiljanlegum ástæðum líta íslend ingar því á sig sem sérstæða þjóð, sem fundið hefir Ameríku og hlotið íslendingasögurnar í arf .... Vissulega búa þeir í einhverju kynlegasta og óblíðasta landi, sem um getur. Mestur hluti þess er enn óbyggður, afar víðlend eyðimörk hraunbreiðna og fjall- garða, sem þaktir eru jöklum, er skríða niður að sjó og leggja helfjötúr á allan gróður, og silf- urgráar þokuslæður hylja tind Heklu (eldfjallsins, sem í augum ferðamanna fyrr á tíð var órækur vottur þess, að helvíti væri til). Tilkomumikil jökulvötn fossa um þetta drungalega landslag, og alls staðar getur að líta hina frægu hveri, sem gjósa, rjúka og sjóða með hvæsi, drunum og skvettum, og dunur. kveða við í iðrum jarð- ar, vatns- og gufustrókar þeyt- ast upp úr jörðinni eins og sífellt sjóði í katli fullum af brenni- steini. Aðeins mjög harðgerð dýr geta lifað í þessu landi, fallegir,' litlir hestar og sterkbyggt sauðfé, og fátt eitt af fíngerðum náttúru- fyrirbærum verður til þess að setja blíðari svip á stórfenglegt landslagið. „Um uglur á Islandi" er fyrirsögn á 12. kafla í íslenzk- um leiðarvísi frá 18. öid. Kaflinn er stuttur, en niðurstaðan ljós: sinni „Það eru engar uglur á íslandi“, stendur þar. Harka og stórlæti þessa mikil- fenglega landsvæðis hefir um aldir neytt svo til alla fs- lendinga til að byggja strendur eyjarinnar, og þeir líta ófúsir um öxl í áttina til eyðimerkurinnar, sem vofir óheillavænlega að baki þeirra. Viðurvist hennar tengir þá óhjákvæmilega bræðrabönd- um, og er þeir fara yfir auðnina (enn þann dag í dag er það aðeins hægt á sumrin), fara þeir frá einu bændabýlinu til annars, rétt eins og Arabarnir fara yfir eyðimerk- urnar í áföngum frá einni vin til annarrar. Víðast hvar á íslandi eru færir vegir og tíðar ferðir með almenningsvögnum, en gömlu sæluhúsin standa enn við rætur hættulegra fjallaskarða eða þar sem gróðurlausar auðnir eru fram undan,. og almenningsvagn- arnir eru stöðvaðir við greiða- staði, þar sem ferðamenn á ís- landi hafa um aldir þegið beina. Kaldranalegt umhverfi, tak- markaðir möguleikar á íslandi, einangrun landsins og nafngift þess, er kennir það við ís, hefir orðið þess valdandi, að þjóðin hefir lítið blandazt. Enginn bjó á íslandi, er víkingarnir komu þangað, en á hæla þeirra komu Keltar frá Skotlandi og frlandi. Siðan hefir svo að segja eng- inn farið þangað til að setjast þar að. Og jafnvel Bandaríkja- menn, sem nú hafa þar herstöðv- ar og ratsjárstöðvar, blandast hin um innfæddu ekki auðveldlega. íslenzka þjóðin er öll af sama bergi brotin, og þá prýða þau einkenni, sem norrænar þjóðir hafa einkarétt á: blá augu, ljóst hár, langir útlimir, og þeir hafa mætur á þjóðbúningum, þjóðleik- húsum, hóflausri, einstrengings- legri ættjarðarást og öðru slíku. Á íslandi eru aðeins nokkur hundruð kaþólskra manna og varla nokkur Gyðingur, jafnvel hestarnir og kindurnar bera svip Lútherstrúarinnar. Inn við bein- ið eru íslendingar vingjarnleg- ir og gestrisin þjóð, en það þarf jafnan að beita þá nokkrum for- tölum, og þeir hafa tilhneigingu til að líta á óboðinn erlendan gest sömu augum og lax væri líkleg- ur til að líta á síld — þ.e.a.s. sem fremur kynlega auvirðilega teg- und af fiski. Þessi afstaða innibyrgðs sjálf- birgingsháttar (sem skorinorðar pólitískar deilur veikja aðeins að litlu leyti) á rætur sínar í því, að til eru íslendingasögur, er gera flestum íslendingum kleift að vera nákunnugir atvikum úr lífi forfeðra þeirra, er uppi voru fyr- ir nokkrum öldum. Á íslandi eru engin eftirnöfn til, og menn kenna sig aðeins við föður sinn, „Eggert sonur Skúla“ eða „Guð- rún dóttir Lárusar", en ættar- tölur eru mjög nákvæmar og vandvirknislega gerðar, og annað veifið finnst aðkomumanninum, að allir eyjarskeggjar séu flækt- ir ínn í gríðarfjölmennt og há- vært fjölskyldusamkvæmi, þar sem allt snýst um íslendinga- sögur, sagnir af víkingum og þjóð sögur, svo að aðkomumaðurinn býst hálft í hvoru við að vera kynntur fyrir Gretti sterka eða Þorfinni eða honum verði boðið að setjast að spilaborði með Bjólfi. (Og þar sem íslenzk tunga hefir breytzt mjög lítið síðan á miðöldum, geta allir fslendingar lesið íslendingasögurnar eins auð veldlega og fiskveiðireglugerðir). Þannig hafa Íslendingar, sem þvermóðskufullir hafa ögrað ör- lögunum, áunnið sér óyggjandi viðnámsþrek sitt og þrautseigju, hæfileika til að bjóða miklu sterkari öflum byrginn, til að ákveða 12 mílna fiskveiðilögsögu og láta (brezka) utanríkisráðu- neytið ganga á glóðum. íslending ar eru þrákelkin', harðsnúin þjóð, sem trúir á siðferðilegt réttmæti sjálfsvarnar og á því augljóslega skylt við ísraelsmenn, sem ekki er hægt að bæla niður, óbifanlega Afríkusvertingj a . . . og allan þann hóp manna, sem aldrei gef- ast upp og fara sínar eigin leiðir. Nú leika fslendingar tveim skjöld um, hafa þann hag, sem þeir geta, af því að vera í senn aðili að Atlantshafsbandalaginu og hafa náin efnahagssambönd við kommúnistaríkin. — En manni finnst, að þeir mundu, ef á þyrfti að halda, bjóða Washington og Moskvu byrginn jafnóttalahsir og þeir hafa ögrað Lundúnum. Þeir færa ekki nákvæm rök fyrir máli sínu: þetta er svo, af því að það hlýtur að vera þannig, það er orsökin, virðast þeir segja. En þó að strangt og heiðarlegt uppeldi geri íslendinga að sér- staklega samheldnum hóp, eins konar fjölskyldu, hefir það einnig sína bresti. íslenzka þjóðin virð- ist vera sérstaklega heilbrigð, hreinskilin og drengileg; en það eru veilur í þjóðskipulaginu, eins og ef til vill má vænta í þjóð- félagi, sem búið er hertygjum sjálfsálitsins. Þetta er engin norð- læg Elysium, þar sem hinir bless uðu ganga veg ráðvendninnar meðal norrænna lótusblóma. Margur fjármálabraskarinn lifir góðu lífi á íslandi, eins og þið munduð uppgötva, ef þið skiptuð sterlingspundunum ykkar fyrir hinn fremur vafasama gjaldmiðil, íslenzku krónurnar. Viðskipti í Reykjavík bera mikinn keim af „sölu um bakdyrnar“. Utanríkis- stefna íslands á sínar skuggahlið- ar, og afstaða hins volduga komm únistaflokks hefir ekki alltaf ver- ið sem hreinust. Tala óskilget- inna barna er sögð vera hærri þar en í nokkru öðru landi, og á einni viku sá ég meira af drukkn- um mönnum í Reykjavík, en ég hefi séð á heilu ári í Englandi. Raunverulega eru íslendingar, a .m. k. meirihluti þeirra, sem býr í Reykjavík, engan veginn eins kröftugir og harðgerðir og sögurnar segja. Lífið í höfuðborg- inni er lan.gt frá því að vera erfitt, það er mjög þægilegt. Vet- urinn er mjög óskemmtilegur, dimmur, kaldur og snjóasamur: en miðstöðvarupphitun, rennandi heitt vatn, matur í niðursuðudós- um og grænmeti úr gróðurhúsum gera fslendingum vetrarhörkuna léttbærari en forfeðrum þeirra, sem bjuggu í torfkofum og lifðu á ystri mjólk. En íslendingar eru framar öðr- um mótaðir af óblíðu umhverfi og heilsteyptri sögu, af þeirri fró- un, er það veitir þeim að hafa sigrazt á óvinveittri náttúru, af þeirri ákvörðun að halda fast í það, sem þeir hafa aflað sér. Þeg- ar þeir í einu af sínum óskamm- feilnu þvermóðskuköstum rífa al- þjóðasamninga í tætlur eða storka flota hennar Konunglegu hátign- ar verðum við i fyrsta lagi að hugsa um togaraeigendurna í Grimsby, í öðru lagi um þjóðar- heiður okkar, í þriðja lagi um siðalögmál, í fjórða lagi um her- kænsku og í fimmta lagi um efna hagsmál. En í siðasta lagi verðum við að hugsa um aðstæður ís- lendinga, sem búa langt út á víð- feðmu Atlantshafinu, niðursokkn ir í sagmr, harðsnúnir í einangr- un sinni, hrjáðir af eldgosum, hverum og ósvífnum Serkjum. Ef þú hefðir gifzt inn í fjölskyldu Gríms geitskarar, mundir þú ekki líka vera blóðþyrstur annað veif- ið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.