Morgunblaðið - 07.08.1958, Blaðsíða 15
T'immtudagur 7. ágúst 1958
MORGVNBLAÐIÐ
15
Leikglatt „pressulið" sýndi á
köflum betri leik en landsliðið
10 íslenzkir frjálsiþrótta-
menn á EM í Stokkhólmi
ÍSLENZKA landsliðið, eins og
landsliðsnefnd hafði hugsað sér
það til „generalprufru" fyrir lands
leikinn eftir 5 daga, mætti liði
íþróttafréttamanna á Laugardals-
vellinum í fyrrakvöld. Úrslit
urðu þau að landsliðið fór með
sigur af hólmi hvað mörk snerti,
3 mörk gegn 2, en leikur þess
lofar þó alls ekki góðu, og út-
slitin gefa ekki rétta hugmynd
um gang leiksins. „Pressuliðið“
kom mjög á óvart og náði ótrú-
lega góðum leik miðað við að
liðsmenn eru úr 7 féiögum af 5
stöðum á landinu og hafa sumir
hverjir aldrei hitzt fyrr. Má óhik-
að fullyrða að 3—4 „pressuliðs-
menn“ hafi „leikið sig“ inn í
landsliðið.
Veður spillti leiknum að
nokkru. „Pressuliðið“ vann hlut-
kestið og sótti þegar nokkuð að
marki landsliðsins, en þó kom
fljótt í Ijós að framlína þess var
nokkuð óákveðin er að því kom
að reka endahnút á upphlaupin.
Þó fengu þeir skorað, en greini-
lega úr rangstöðu.
Landsliðið náði í byrjun
öllu virkari leik og byggði upp
nokkur upphlaup. Á 15. mín.
sendir Atbert nákvæma og góða
sendingu til Ríkharðs á vítateig
og hann brást ekki en sendi knött
inn viðstöðulaust í mark. Rétt á
eftir á Ellert Schram skot, sem
varið var í horu, eftir sendingu
frá Þórólfi Beck.
Tvívegis komst „pressuliðið"
í færi. Átti Ragnar Jónsson skot
framhjá Helga, sem hljóp út, og
Helgi Björgvins átti skot rétt
yfir.
Er landsliðið gekk til síðari
hálfleiks, höfðu verðið gerðar
á því nokkrar breytingar. Þórð-
ur Þórðar, sem leikið hafði sem
útherji, var nú miðherji. Þórólf-
ur Beck, sem var miðherji, var
nú vinstri innherji. Gunnar Guð-
mannsson, sem verið hafði vara-
maður, var hægri útherji, en
Albert var nú ekki með. Þótti
mönnum þetta kynlegt, þar sem
Albert að allra dómi hafði byggt
vel upp og verið góður samnefn-
ari framlínunnar. Orsökin var ein
hver skoðanamunur landsliðs-
manna og landsliðsnefndar um
það, hver leika ætti sem útherji.
Menn bjuggust við að lands-
liðið ynni auðveldan sigur er þeir
fengju vindinn í bakið. Liðið tók
og smákipp og skoraði á 11. mín.
Fékk „pressuliðið“ dæmt innkast
og Einar Sigurðsson kastaði fyr-
ir fætur Ríkharðs, sem hljóp ó-
valdaður upp og gaf til Gunnars
Guðmannssonar er skoraði af
stuttu færi.
En þegar þarna var komið fór
„pressan“ að kveða sér hljóðs.
Helgi Björgvins komst í gott færi
eftir að Björn Helgason hafði
leikið úpp.
Og á 21. mín. fara Björn og
Ragnar upp með knöttinn og kom
ast auðveldlega gegnum staða
vörn landsliðsins og Ragnar skor-
ar laglega.
4 mín. síðar er „pressuliðið“
enn í sókn og það er vel sent
fyrir markið frá hægri. Hreiðar
nær knettinum r a Helgi Björg-
vinsson náði honum frá honum
og skoraði hjá Björgvin Her-
mannssyni, sem tekið hafði stöðu
Helga er meiddist eitthvað litils-
háttar.
Það færðist fjör í leikinn og
átti „pressuliðið" mun virkari og
fallegri samleikskafla og upp-
hlaup. En KR-ingarnir Gunnar
Guðmannsson og Ellert Schram
tryggðu sigur landsliðsins. Tók
Gunnar hornspyrnu og Ellert
skallaði inn.
Þegar leikur liðanna er borinn
saman kemur í ljós:
1. Vörn „pressuliðsins“ var!
mun þéttari en landsliðsins.
2. Leikur hliðarframvarða
„pressuliðsins" var mun
betri en landsliðsmannanna,
einkum vegna þess að lands
liðsmennirnir voru mjög
lausir í stöðum sínum.
3. Framlína landsliðsins var
venju fremur sundurlaus og
mikils „tætings" gætti þar
— kannski ekki sízt vegna
útherjavandræðanna.
4. Áberandi var hve miklu
meiri leikgleði var hjá
„pressuliðinu“, og reyndist
blaðamönnunum auðvelt að
fá liðið, sem var valið af 5
stöðum af landinu, til að
einbeita sér að verkefni
sínu af gleði og fjöri. Þann
anda virðist svo oft vanta
í landsliðið.
Eftir þennan leik hlýtur að
verða allerfitt fyrir lands-
liðsnefnd að velja í lið. „General
prufa“ nefndarinnar tókst illa,
einkum þó og sér í lagi að því
er snertir aftari hluta liðsins. Má
hann þó sízt veikur vera, því ef
að líkum lætur reynir mjög á
þann hluta liðsins er það mætir
írum.
Vörn landsliðsins var furðulega
sundurleit. Á lítil þjálfun Hall-
dórs Halldórssonar sinn þátt í því
sVo og mikil framsækni Jóns
Leóssonar í tíma og ótíma. —
DUBLIN í gærkvöldi — Frá NTB
— Hinn 20 ára gamli ástralski
skrifstofumaður, Herb Elliott,
vann einn glæsilegasta sigur, sem
íþróttasagan greinir, er hann
í kvöld sigraði í míluhlaupi á
glæsilegum heimsmettíma. —
Hlaupið fór fram í Dublin og
tími Elliotts var 3.54,5 eða 3,5
sek. undir heimsmeti Landys,
sem þó var eitt sögufrægasta met
ið og talið eitt hið bezta á
heimsmetaskránni. Alls hlupu 5
menn undir 4 mín. — eða svo-
kallaða ,.draumamílu“, þar af 4
undir hinu gamla meti Landys.
Landi Elliotts, Lincoln, varð
annar á 3.55,9, írinn Ronnie De-
lany, Ólympíumeistari í 1500 m,
varð 3. á 3.57,5 og Murray Hall-
berg, N-Sjálandi, 4. á sama tíma.
Albert Thomas, Ástralíu, varð 5.
á 3.58,6.
Með þessum sigri hefur Elliott
áunnið sér titilinn konungur
millivegalengdahlaupara, en
hann hefur nú 8 sinnum hlaupið
míluvegalend á skemmri tíma en
4 mín. á síðustu 2 árum.
Thomas tók forystuna í byrjun
og Lincoln fylgdi honum en
Elliott var aftarlega fyrst en
hafði tekið þriðja sætið eftir 400
m. Hallberg var 4. og Delany rak
lestina. Svona hélzt röðin næsta
hring. Þá tók Elliott að auka
skreflengdina og tók forystuna.
Hann varð þó aftur að láta í
minni pokann fyrir Lincoln, sem
barðist eins og ljón til þess að
halda forystunni. En er út úr
síðustu beygjunni kom hafði
Elliott hafið ómótstæðilegan
sprett. Hann þaut fram úr keppi-
nautunum, en þeir hófu baráttu
um næstu sæti og var Delany
harður á endasprettinum, en
byrjaði of seint til þess að fá
sigrað Lincoln. Þeim var fagnað
ákaflega — og aftur brutust út
Stöðunautar þeirra í „pressulið-
inu“ verða þeim áreiðaniega
þungir í skauti þegar að endan-
legu mati kemur. Framverðirnir
tolldu sem fyrr segir illa í stöð-
um sínum og var oft bagi að.
Framlínan var venju fremur
dauf og einstaklingsframtak þar
mjög ráðandi, eltingarleikur í
tíma og ótíma á kostnað samleiks
og virks leiks. Var Albert eini
maðurinn sem reyndi í sífellu að
byggja upp og ná spili. En svo
hvarf hann af vellinum í síðari
hálfleik og þá var búið með það.
Allir „pressuliðsmenn“ sýndu
góðan leik miðað við fyrri leiki
sína, og þó beztan Hörður Felix-
son, Björn Helgason og Heigi
Björgvinsson. Er sérstök ánægja
að bjóða velkominn í nóp okkar
beztu manna ísfirðinginn Björn
Helgason. Hann kom skemmti-
lega á óvart og áttí mikinn þátt
í þeim samleik sem „pressuliðið’1
náði og vakti athygli fyrir. Hann
er sagður ekki síðri í framvarðar
stöðu og þar mætti að ósekju
reyna hann í hvaða liði sem er.
Helgi Björgvinsson virðist í góðri
þjálfun og er alltaf hættulegur
við markið. Liðið í heild féll vel
saman, en sumir voru nokkuð
valtir á fótunum. Stafar það
sennilega öllu meir af reynslu-
leysi í stórleikum í Laugardal,
en hinu að getan sé ekki fyrir
hendí ef á þarf að halda.
fagnaðaróp, sem aldrei ætluðu
að taka enda, er úrslit voru til
kynnt.
Þrjú mei á Sund-
móli Akureyrar
Á SUNDMÓTI Akureyrar, sem
nú stendur yfir, setti Helga Har-
aldsd. í fyrrad. Islandsmet í 400
m baksundi á 6:17,8 mín. Synti
hún vegalengdina ein og án
keppni.
Þá setti Björn Þórisson Akur-
eyrarmet í 100 m skriðsundi og
synti vegalengdina á 1:08,5 mín.
Loks setti sveit KA Akureyrar-
met í 4x50 m boðsundi. í sveit-
inni eru Óli Jóhannsson, Björn
Arason, Vernharður Jónsson og
Eiríkur Ingvarsson. Sveitin synti
á 2:09,4 mín.
★
— og 4 mel í gær-
kvöld
SUNDMEISTARAMÓTI Akur-
eyrar, sem hófst í gær, lauk í
kvöld.
Voru í kvöld sett 4 Akureyrar
met. Methafarnir eru Erla Hólm-
steinsdóttir Þór í 100 m skriðs.
kvenna 1.21.2 mín., Rósa Páls-
dóttir KA í 50 m baksundi
kvenna á 46,7, Björn Þórisson Þór
í 50 m baks. karla á 37.6 og Elrík-
ur Ingvarsson KA í 50 m flug-
sundi á 40,2.
í stigakeppni mótsins bar KA
sigur úr býtum, hlaut 72 stig
gegn 33 stigum Þórs.
Nánar um árangur á mótinu
síðar.
Á FUNDI stjórnar Frjálsíþrótta-
sambands Islands sl. föstudag
voru eftirtaldir íþróttamenn
valdir til keppni í frjálsum
íþróttum á Evrópumeistaramót-
inu í Stokkhólmi 19.—24. ágúst
næstkomandi:
Björgvin Hólm, ÍR, til keppni
í tugþraut og 4x100 m boðhlaupi. j
Gunnar Huseby, KR, til keppni
í kúluvarpi.
Hallgrímur Jónsson, Á, til
keppni í kringlukasti.
Heiðar Georgsson, ÍR, til
keppni I stangarstökki.
Hilmar Þorbjörnsson, Á, til
keppni í 100 og 200 m hlaupi,
ennfremur í 4x100 m boðhlaupi.
Kristleifur Guðbjörnsson, KR,
til keppni í 3000 m hindrunar-
hlaupi og 1500 m hlaupi.
Pétur Rögnvaldsson, KR, til
keppni í tugþraut og 110 m
grindahl. og 4x100 m boðhl.
Svavar Markússon, KR, til
keppni í 800 og 1500 m hlaupi
Valbjörn Þorláksson, ÍR, til
lceppni í stangarstökki og 4x100
m boðhlaupi.
Vilhjálmur Einarsson, ÍR, til
keppni í þrístökki.
Fararstjóri verður Jóhannes
Sölvason, gjaldkeri FRI, og þjálf
ari Benedikt Jakobsson, íþrótta-
kennari.
Gert er ráð fyrir að flokkur-
inn fari utan 16. þ. m.
COLOMBO, 2. ágúst. — Reuter.
— Forsætisráðherra Ceylons,
Solomon Bandaranaike, tilkynnti
í dag, að um 6,300 manns hefðu
verið handteknir á Ceylon fyrir
brot á öryggisreglum þeim, sem
settar voru 27. maí s.l., eftir að
komið hafði til mikilla óóeirða
milli Tamila og Sinahala á Ceyl-
on.
Lobað í dag fró hódegi
vegna útfarar dr. Helga Tórnassonar yfirlæknis.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
j Lokað ■ dag
frá kl. 1—4 eh. \
Vegna jarðarfarar Jóns Bergsteins Péturssonar.
| Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar J
I_______________________________________1
Bróðir minn
SIGURÐUR JÓNSSON
Ásvallagötu 17. — frá Svínafelli, Öræfum,
andaðist á St. Jósepsspítala hinn 5. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Runólfur Jónsson.
Faðir okkar
ÓLAFUR SÆMUNDSSON
frá Breiðabólsstað í Ölfusi
andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði að kvöldi þess 5. ágúst.
Jarðsett verður að Hjalla í Ölfusi.
Guðmundur Ólafsson, Haraldur Ólafssuu,
Sæmundur Ólafsson,
.......
Föðursystir okkar
GUÐRÚN sigurðardóttir
sem andaðist að heimili sínu Miðtúni 1 hinn 30 fyrra
mán. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
8. ágúst kl. 10,30 f.h.
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Líndal Jóhannsson,
Óskar Jóhannsson.
Konan mín
SIGRlÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
sem andaðist 2. ágúst, verður jarðsett föstudaginn 8.
ágúst kl. 2 e.h. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Fyrir mína hönd barna minna, móður hennar og ann-
arra vandamanna.
Sumarliði II. Guðmundsson,
Lækjargötu 5, Hafnarfirði.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar
MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR
Vestur-Holtum, Eyjafjöllum.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Glœsilegt heimsmet sett
í mílu hlaupi 3:54,5
Metið setti Elliot Ástralíu — 4 aðrir
undir 4 mínúfum