Morgunblaðið - 07.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ N-kaldi, léttskýjað. JMrogtiitMiifrifr 176. tbl. — Fimmtudagur 7. ágúst 1958 Eyjamenn gera hlé á hvalskurðinum vegna þjóðhátíÖarinnar — Er Mbl. frétti síðast í gær- kvöldi frá grindhvalavöðunni í Eyjum, sagði fréttaritari blaðs- ins, að um 150 hvalir hefðu þeg- ar verið skornir og gizkað væri á, að um það bil jafnmargir væru enn eftir í höfninni. — Þeir hafi lónað þar á sama bletti í allan dag í þéttum hnapp og láti ekki á sig fá, þótt trillubátar ösli inn í hópinn og tvístri þeim nokkuð í bili. Væru engar líkur til, að þeir hyggðu til flótta út úr höfninni, þótt ekkert sé gert til að hefta för þeirra. Sannleik- urinn sé sá, að Eyjamenn hafi allt annað að gera þessa dagana en að snúast í hvaladrápi. Eftir miðjan dag á morgun yrði fátt um fólk til að sinna þessum hlut- um, þar eð þjóðhátíðin fari í hönd og krefjist að vanda mikils undirbúnings. Yrði sennilega gert hlé á hval- skurðinum fram yfir helgi — og yrði þá að ráðast hvort marsvín- in hefðu þolinmæði og kurteisi til að bíða á meðan Eyjamenn dansa í Herjólfsdal! Hvalirnir eru sumir allt að því 6 metrar að lengd — skrítnar skepnur, segja Vestmannaeying- ar, sem eru slíkri heimsókn óvan- ir. En tveir til þrír Færeyingar sem þar eru, munu hafa verið hjálplegir við hvalskurðinn, en þeir þekkja gerla hvað hér á við frá heimalandi sínu. — Frysti- hús Eyjamanna keppast nú við að frysta hvalkjöt og spikið mun brætt. — Frá fréttaritara. Bifreiðaslys á þjóðveg- inum utan við Akureyri Tvœr fólksbifreiðir skullu saman AKUREYRI, 6. ágúst — S. 1. mánudagskvöld um 12 leytið varð harður bifreiðaárekstur á þjóð- veginum utan við bæinn Hof í Arnarneshreppi. Mættust þar tvær fólksbifreiðir, J-65 og L-418, og skullu harkalega saman. I bifreiðinni L-418 var auk öku- manns ein stúlka, sem fótbrotn- aði um ökla á hægra ‘fæti og skarst auk þess á hendi en öku- maðurinn slapp með skrámur. í bifreiðinni J-65 voru auk ökumanns ein kona í framsæti og tveir karlmenn og ein stúlka aftur í bílnum. Konan er sat frammi i skarst á höfði og hlaut auk þess meiðsli á höndum og fótum en stúlkan er aftur í sat meiddist á mjöðm. Karlmennirnir sem í bif- reiðinni voru sluppu lítið meidd- ir. Konurnar þrjár voru fluttar í sjúkrahús. Var einni þeirra leyft að fara heim, er gert hafði verið að meiðslum hennar. Á veginum, þar sem bifreið- irnar mættust er dálítil hæð, þó varla blindhæð. Segjast bílstjór- arnir hvor um sig hafa blindazt af ljósum hins, en dimmt var í , 0 Biðskák hjá Friðrik í FYRSTU umferð á skákmótinu í Portoroz vann Benkö Kanada- manninn Fiister og Tal frá Rúss- landi vann de Greiff frá Kólum- bíu. Jafntefli gerðu Bent Larsen og dr. Filip frá Tékkóslóvakíu; Panno, Argentínu og Pachmann, Tékkóslóvakíu og Fischer, USA og Neykirch, Búlgaríu. Aðrar skákir fóru í bið. í skeyti fiá Ingvari Ásmundssyni segir, að Friðrik hafi átt heldur betri stöðu í viðureigninni við Ung- verjann Szabo. Líðan Björgvins veðri er slysið varð, auk nætur- húmsins. — Bifreiðirnar báðar skemmdust mjög mikið, svo að hæpið er talið, að viðgerð á þeim borgi sig. —Magnús. Sýning á verkum Muggs Skáfamóf í Þjórsárdal betri AKRANESI, 6. ágúst. — Kona Björgvins Jörgenssonar símaði frá Kaupmannahöfn í gær (þriðjudag) og sagði, að nú væri líðan hans betri — væri verið að flytja hann á aðra deild sjúkra- hússins. Heyrt hefi ég, að starfsmönn- um sementsverksmiðjunnar hafi verið bannað að ganga inn um dyr pökkunarhússins á meðan verið væri að steypa þar uppi. Ljóst er, að nauðsyn ber til að taka alvarlega boð og bann á slíkum stöðum. — Oddur. I DAG (fimmtudag) hefst Félags mót Skátafélags Reykjavíkur í Þjórsárdal. Þátttakendur eru hátt á annað hundrað skátar, og eru flestir þeirra frá Reykjavík, en auk þess eru nokkrir frá Keflavík og Akranesi. Um 50 er- lendir skátar verða á mótinu og eru þeir frá Bandaríkjunum, Englandí og Þýzkalandi. Mótstjóri er Páll H. Pálsson, en tjaldbúðastjóri Ágúst Þorsteins- son. Auk þeirra sjá þessir skáta- foringjar um stjórn mótsins: Magnús Stephensen, Sævar Krist björnsson, Bjarni Ansnes og Þórð ur M. Adólfsson, auk aðstoðar- foringja. Á mótinu matreiða skátarnir sjálfir allan mat og æfa ýmsar skátaíþróttir, svo sem hjálp í við- lögum, ratvísi, merkjasendingar o. fl. Auk þess munu þeir ganga á Dímon og Hestafjallshnjúk. Þar að auki munu þeir fara fótgang- andi að Hjálp, Þjófafossum, Tröll konuhlaupi, Stöng og Háafossi. Á laugardaginn kemur verður þeim skátum á Suðurlandi, sem geta komið því við, boðið að heim sækja tjaldbúðir skátanna. Um kvöldið verður mjög fjölmennur varðeldur í Skriðufellsskógi. Á sunnudagsmorguninn verður haldin útiguðsþjónusta og verður það jafnframt minningarguðs- þjónusta um skátahöfðingjan, Helga Tómasson. Séra Hannes Guðmundsson, sóknarprestur að Fellsmúla, prédikar. Eftir há- degi verða sýningar á ýms- um skátaíþróttum og munu erlendu skátarnir sýna þar ýmislegt fáséð, hver frá sínu landi. Um kvöldið verður svo varðeldur. Mótinu verður slitið miðviku- daginn 13. ágúst, en þá fara skát- arnir í þriggja daga ferð á Kjöl með viðkomu hjá Hvítárvatni og Hveravöllum. Á heimleiðinni munu þeir dvelja stund hjá skát- unum á skátaskólanum að Úlf- ljótsvatni. Og heim koma þeir svo úr þessari ferð á föstudags- kvöld. Áætlunarferðir í Þjórsárdalinn verða föstudagskvöld, laugardag (þrisvar) og á sunnudagsinorgun. Farseðlar verða seldir í Skáta- búðinni við Snorrabraut. Mótinu mun sVo ljúka sunnu- daginn 17. ágúst með „skátadegi" í Tívolí. Verða þar ýmsar skáta- sýningar allan daginn, en um kvöldið halda skátarnir þar varð- eld. í GÆR kl. 5 voru afhentar í Boga sal Þjóðminjasafnsins 46 myndir eftir Guðmund Thorsteinsson málara, en þær hefur danski list- málarinn próf. Elof Risebye nú gefið listasafninu í Reykjavík. Um leið var opnuð sýning á þess um verkum, sem nú eru nýkom-' in hingað til lands. Helgi Sæmundsson, formaður Menntamálaráðs, flutti ávarp og afhenti Selmu Jónsdóttur list- fræðingi, forstöðukonu listasafns ins, gjafabréf hins danska próÞ essors, (sjá efri myndina). í því er gert ráð fyrir að myndirnar verði hengdar upp í Listasafni ríkisins til frambúðar. Þá talaði Júlíana Sveinsdóttir listmálari, en hún er fulltrúi próf. Risebyes í sambandi við þessa sýningu, (sjá neðri mynd- ina). Sýningin verður opin almenn- ingi frá kl. 1—10 alla daga næsta hálfa mánuðinn. Hreindýraveiðar í Múla- sýslum að hefjast Heimilað að veiða allt að 600 dýr í ár Líiil síld - Sama óveðrið Á þriðjudag komu eftirtalin skip með síld í söltun til Rauf- arhafnar: Arnfirðingur 450 tn., Reynir 250, Dux 150, Sjöstjarn- an 100, Sæbjörg 550, Gjafar 230, Hamar 250, Þorleifur Rögnvalds- son 350, Gylfi, Rauðuvík, 200, Stefán Arnason 100, Hannes Hafstein 300, Faxaborg 300, Hólmkell 100 og Stella 300. — Einar. FRÉTTARITARI blaðsins á Rauf arhöfn símaði í gærkvöldi, að ekki væri vitað um neina síld- veiði sl. sólarhring og veður væri við það sama. I LÖGBIRTINGI, sem út kom s. 1. laugardag, er birt reglugerð um hreindýraveiðar í Múlasýsl- um árið 1958. Er heimilað að veiða allt að 600 dýrum í ár og skal veiðin fara fram á tíma- bilinu frá 1. ágúst til 20. sept. Þó getur ráðuneytið leyft veið- ar síðar á árinu, ef ekki hefur tekizt að fella tiltekinn fjölda dýra á aðalveiðitímabilinu, enda mæli eftirlitsmaður hreindýr- anna með lengingu veiðitímans. Eins og undanfarin sumur skiptast leyfin milli hreppa í Múlasýslum og er þá einkum Harðindalega horfir á Ströndum Taðan hrakin — Óveður hamlar veiðum GJÖGRI, 6. ágúst. — Sláttur byrjaði hér um slóðir eftir miðj- an júlí og fengu þeir, sem fyrst byrjuðu góðan þurrk á það litla, sem búið var að slá, áður en tíð- in spilltist. Spretta er víðast hvar afar léleg. S.l. hálfan mánuð má heita, að hér hafi verið stöðugar rigning- ar og kuldi og um síðustu helgi snjóaði niður í miðjar hlíðar. Taðan liggur heiðgul og hrakin á túnunum. Þó að stytti upp dag og dag og er illmögulegt að aka heyinu í súrheystóftir vegna bleytu á túnum. — Má segja, að allt sé á floti hér alls staðar. Um 20. júlí var komin síld í Húnaflóa og auglýsti Djúpavík h.f. eftir fólki og bauð því kosta- kjör. 300 tunnur síldar bárust til Djúpavíkur dagana 22.—23. júlí og s.l. sunnudag kom Barði með 24 tn. Var síldin bæði stór og feit. Sjómenn segja nóga síld í Húnaflóa en norðangarðurinn hamlar öllum veiðum. Er síldar- fólkinu á Djúpavík farið að dauðleiðast aðgerðarleysið. — Fiskveiði hefir verið afar treg að undanförnu, svo að segja má, að hér horfi harðindalega um flest þessa stundina. Ágætlega gengur stækkun og viðgerð á Gjögur-bryggju. Verk- stjórinn Sölvi Friðriksson vinn- ur af einstökum dugnaði, hvernig sem viðrar og leysir í rauninni fjórfalt starf af hendi: hann kafar, sprengir hefir verk- stjórn með höndum og sér um allar útborganir til verkamann- anna. Að sögn hreppstjórans átti að gera miklar vegaframkvæmdir hér í sumar en ekki bólar enn á þeim framkvæmdum og ekki er byrjað að mæla fyrir hinum til- vonandi vegi. Vegamálastjóri hafði lofað oddvita að senda mann strax í vor til þeirra mæl- inga en sá mælingamaður hefir ekki sézt enn í Árneshreppi. — Regína. tekið tillit til þess ágangs, sem hrepparnir verða fyrir af völdum hreindýranna. Fljótsdalshreppur fær leyfi fyrir 150 dýrum, Jökul- dalshreppur 130, Fellahreppur 80 og Tunguhreppur 70. Aðrir hrepp ar eru með fyrri leyfi. Þá getur ráðuneytið einnig veitt veiði- félögum leyfi til að fella hrein- dýr, gegn ákveðnu gjaldi fyrir hvert dýr. Hreindýraveiðarnar fara fram undir umsjá hreindýraeftirlits- manns og mega ekki aðrir stunda þær, en þeir, sem hann samþykk- ir. Hann verður einnig að sam- þykkja þau vopn sem notuð eru til veiðanna. Skulu hreindýra- skyttur fá skriflegt leyfi frá eft- irlitsmannmum og jafnan sýna það, ef krafizt er. Hreindýraeftirlitsmaður skal gæta þess vandlega, að leyfa ekki að veiða hreindýrin, þar sem þau eru að nema ný lönd og talið er æskilegt að þau hag- venjist, heldur á aðalstöðvum hjarðarinnar, þar sem heppilegt þykir að bægja þeim frá. Þá ber honum einnig að sjá svo til, eftir því sem unnt er ,að felld séu þau dýr, sem minnstur skaði er að fyrir vöxt og viðgang hjarð- arinnar. Brot gegn þessum reglum varða allt að tíu þúsund króna sekt. ★ Tíðindamaður Mbl. átti tal við hreindýraeftirlitsmanninn Egil Gunnarsson á Egilsstöðum, í gær og spurði hann hvenær veiðarn- ar mundu hefjast. Sagði Egill, að hreindýraskyttur mundu leggja upp strax og veður batn- aði, en undanfarið hefur verið leiðindatíð á Austurlandi. Hrein- dýrin halda sig nú mikið úti á Fljótsdalsheiði milli Fljótsdals og Jökuldals og er því ekki mjög langt að fara, ef veiðiveður gef- ur. í fyrra hófust hreindýraveið- ar nokkru seinna en nú og þá veiddust ekki nema rúm 200 dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.