Morgunblaðið - 22.08.1958, Side 14

Morgunblaðið - 22.08.1958, Side 14
14 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 22. ágúst 1958 — Sögulegt yfirlit Framh aí bls. 9 Hagsmunir fslands og annarra ríkja 21) í andmælum þeim, sem kom ið hafa fram gegn útfærslu ís- lenzku fiskveiðilandhelginnar, hef ur því m. a. verið hreyft, að hún skerði mjög hagsmuni annarra þjóða. Oft mætti ætla af þeim full yrðingum, að hér væri um mjög verulegt hagsmunamál þeirra að ræða. Því þykir ekki úr vegi að gera nokkurn samanburð á hags- munum Islands annars vegar og hagsmunum annarra aðilja hins- vegar í þessu tilliti: Reiknað hefur verið út, að veið ar Englendinga á íslandsmiðum svari til þess, að þeir afli þar ár- Iega 4,4 kg. á hvern íbúa Bret- lands, miðað við fisk upp úr sjó (þessi tala lækkar ef Skotar eru taldir með, ásamt afla þeirra á fslandsmiðum). Af þessu magni eru a. m. k. % hlutar fengnir utan 12 mílna fiskveiðilínunnar. Vestur Þjóðverjar afla á íslandsmiðum 3.8 kg. á hvern íbúa landsins, og Belgíumenn 2.4 kg. á hvern íbúa, en afli Frakka og Spánverja er hlutfallslega enn minni. Afli Islendinga á Íslands- miðum nemur hins vegar 2664 kg. á hvern íbúa landsins (allar fram angreindar tölur eru miðaðar við meðaltal áranna 1952—’55). Sést bezt á Jiessum tölum, hve fslend- ingar eru stórkostlega miklu háð- ari þessum veiðum en hinar þjóð- irnar. Óltkir hagsmunir 22) Ef bornir eru saman hags- munir íslands og Bretlands sér- staklega, sést það jafnvel enn bet ur en eLla, hve ólíku er hér sam- an að jafna. Tekjur Breta af sjáv arútvegi ná tæplega 0,5% af öll- um þjóðartekjum þeirra. Sjávar. útvegurinn myndar hins vegar þýðingarmesta hlutann af þjóðar- tekjum íslendinga, þar sem sjáv- arafurðir eru 97% af útflutningi þeirra. Samkvæmt upplýsingum brezkra stjórnvalda, nemur árleg ur afli Breta á íslandsmiðum um 9 millj. sterlingspunda að verð- mæti og er um þriðjungur fenginn innan tólf mílna svæðisins, eða um 3 millj. sterlingspunda að verð- mæti. Jafnvel bótt Bretar yrðu fyrir því tapi, — sem þeir þó ekki verða, eins og síðar verður rakið — myndi það lítil áhrif hafa á þjóðarbúskap þeirra, en álíka tap, sem íslendingar yrðu fyrir af völd um aflaskorts, myndi hins vegar valda þeim lítt viðráðanlegum erfiðleikum. Reynslan frá 1952 23) Reynslan af útfærslu fisk- /eiðilandhelginnar 1952 bendir mjög eindregið til þess, að erlend ar þjóðir verði fyrir mjög litlu eða angu tjóni af útfærslunni nú. Ár- ■ð 1952 héldu brezkir togaraeigend ur því fram, að þeir myndu tapa mjög mikið á útfærslunni þá, og efndu því til löndunarbanr á ís- ienzkum togarafiski í mótmæla- skyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að afli brezkra togara á Is- landsmiðum jókst fyrstu árin eft- ir útfærsluna. Á árunum 1949— ’52 nam afli enskra togara á Is- landsmiðum til jafnaðar 819 vætt- um á hverja 100 togtíma, en á ár- unum 1953—’56 1051 vætt. Ýsu afli þeirra og kolaafli hefur auk- izt hlutfallslega enn meira eftir friðunina. Sumpart byggist þessi aukna veiði á því, að friðunin hef ur aukið fiskmagnið utan frið- unarlínunnar, og sumpart á því, að lögð hefur verið meiri stund á miðin utan friðunarsvæðisins. Þar sem veiðarnar munu hins vegar halda áfram að aukast, má reikna með því, að hér eftír dragi úr árangri friðunarinnar frá 1952, eins og þegar eru farin að sjást merki um. Áreiðanlega mun hin aukna friðun alveg eins nú og 1952 verða einnig til hags þeim, sem veiða utan friðunarlín- unnar. Þess vegna er það mikill misskilningur, að hin aukna frið- un þýði eingöngu skerðingu fyrir aðrar þjóðir. Samanburður út í hött 24) Ýmsir þeir útlendu aðilar, sem eru ósanngjarnastir í mál- flutningi gegn útfærslu friðunar- línunnar, setja dæmið upp þannig, að hér séu annars vegar hagsmun ir 200 þúsund Islendinga, Færey- inga og Grænlendinga, en hins veg ar hagsmunir 200 millj. mann. í Bretlandi og á meginlandi Vestur- Evrópu. Þessi samanburð’. r e- vit anlega alveg út í hött, þar sem t. d. íslendingar og Færeyingar eiga alla sína afkomu undir fisk- veiðum, en það myndi sáralitlu eða engu breyta um heildarhag Breta, Vestur-Þjóðverja og ann- arra viökomandi þjóða, þótt þær misstu alveg af veiðunum á ís- landsmiðum, sem hér er þó síður en svo til að dreifa. Annars vegar er hér um að ræða lífshagsmuni íslendinga, en hins vegar óveru- lega hagsmuni þeirra, sem mót- mælt hafa útfærslunni. Þess vegna væri það í ósamræmi við allan rétt og siðgæði, ef þessar þjóðir beittu Islendinga harðrétti vegna útfærslu fiskveiðilandhelg- innar. NiSurlagsorS 25) Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum meginatriðum varðandi útfærslu íslenzku fisk- veiðilandhelginnar jg þá gagnrýni er hún hefur sætt. Af þessu stutta yfirliti, má þó eftirfarandi vera ljóst: 1. íslendingar hafa aðeins fylgt hefðbundunum venjum, er þeir færðu firfkveiðilandhelg ina út einhliða, þar sem svo *ið segja öll riki hafa ákveðið land helgi sína á þann liátt. 2. Islendingar hafa ekki far- ið út fyrir þau takmörk, sem réttinum til einhliða útfærslu er markaður samkv. þeim ve’ j- um, er skapazt hafa, og vísast þar bæði til þess að mörg ríkin hafa tólf tnílna landhelgi og til álits þjóðréttarnefndarinnar. 3. Ef liinn svonefndi sögu- legi rétlur væri Iagður til grund — Minning Framh. af bls 13 og vandalausum, af ljúfu geði og mikilli hjartahlýju. Ég veit ekkert um bókarmennt Danfríðar, hannyrðir eða aðrar þær listir fagrar, er svo glæsi- lega konu máttu eðlilega prýða, en hitt veit ég, að hún var það, sem kallað var, vel verki farin, talaði skynsamlega og fordóma- laust um hvert það mál, er hún ræddi, og þó að uppeldisfræði hennar hafi ekki verið grundvöll- uð á miklu bókviti, þá átti hún svo örugga stoð í þúsund ára reynslu kynslóðanna, að Danfríði lukkaðist að koma börnum sín- um ágætlega til manns, án þess að blaka nokkurn tíma við þeim hendi eða hafa uppi við þau harð- yrði. Það hlýtur því að hafa ver- ið góðum heimanbúnaði að þakka hve eðlisgreind hennar varð far- sæl. — Það varð oftast lítið um bænahöld, þegar við nágrannarn- ir vorum komnir í slagtog með Hólslandsstrákunum, en einhvern veginn fengust þeir þó aldrei til að fara yfir takmörk þess, sem góðum dreng var sæmilegt. Þang- að máttu þeir fara, átölulaust af móður sinni, en hinum megin var engum gott, því að þá var hún sjálf ekki lengur með í leik. Þó að hið svonefnda barnalán lúti stundum torskildum lögmál- um, þá er örðugt að sætta sig við, að það sé tilviljun tóm, að af öllum þeim fimmtán börnum Dan fríðar, er komust á legg, skuli ekkert hafa orðið sjálfu sér eða öðrum til vandræða. Þau hafa náttúrlega verið misjafnlega hepp in, eins og gerist og gengur, en allt, sem þeim er sjálfrátt, hefir orðið eins og bezt mátti kjósa. Þau eru öruggir og góðir borgar- ar, hvert á sínu sviði, og nú, þeg- ar ég leita 1 minningunum, þá minnist ég einskis ills um þau, og er sannfærður um, að Danfríði hefir áreiðanlega tekizt, að inn- ræta þeim það vammleysi, þann grandvarleik til orðs og æðis, sem jafnan einkenndi líf hennar og störf, en þannig hefir hún fagurlega af höndum látið það vallar, gætu fslendingar gert til- kall til enn ineiri útfærslu fisk- veiðilandhelginnar. 4. Fyrri reynsla af afleiðing- um rányi'kju á íslandsmiðum og fyrirsjáanleg aukning verð- ur þar, gerði það óhjákvæmi- legt, að ekki yrði lengur dreg- ið að færa út fiskveiðilandhelg- ina. 5. Hagsmunir fslands annars vegar og annarra þjóða hins vegar, eru alveg ósambærilegir, hvað snertir veiðar á fslands- miðum. fslendingar eiga af- komu sína alveg undir því, að fiskstofninn gangi þar ekki til þurrðar, en aðrar þjóðir skipt- ir það sáralitlu máli, hvað þeirra eigin veiðar snertir. 6. Aukin friðun fiskstofns- ins er dtki aðeins hagsmuna- mál fslendinga, heldur einnig þeirra þjóða, er fiska utan frið unarsvæðisins, ef ekki verður þar um ofveiði að ræða. Vegna allra þessara raka og margra fleiri, sem hníga í sömu átt, vænta fslendingar þess fast- lega, að við nánari áthugun skilji nágrannaþjóðir þeirra aðstöðu þeirra og viðúrkenni augljósan rétt þeirra. 26) Síðast en ekki sízt má svo benda á það, að fsland hefur veru leg viðskipti við þau ríki, sem enn hafa ekki viljað viðurkenna út- færsluna. Þannig keyptu íslend- ingar t. d. vörur í Bretlandi á síð astliðnu ári fyrir um 3(4 millj. sterlingspunda og í Vestur-Þýzka- landi fyrir 2% millj. sterlings- punda. Ef þessi lönd ykju kaup á íslenzkum fiskafurðum, myndu ís- tendingar geta enn aukið verulega kaup á iðnaðarvöru þeirra. Það væri í anda þeirrar verkaskipting ar, sem þarf að koma á milli þjóða heims og þá ekki sízt milli þjóða á Atlantshafssvæðinu, að sú deila, sem risið hefur út af útfærslu fiskveiðilandhelgi íslands verði jöfnuð á framangreindan hátt. erfðafé hins góða uppeldis, sem henni var í öndverðu gert að ávaxta. Ég held, að þó að við eig- um mörg víðari heim en þann, sem Danfríður lifði í, þá hafi hann verið nógu stór til þess, að veita henni mikla hamingju. Þó að henni væri þungbært að horfa á eftir börnunum, sem á undan fóru, þá var sú sárabót, að þau, sem á legg komust, lifðu nógu lengi til þess, að verða öllum mikill harmdauði. Og eftir að hin voru uppkomin er sennileg- ast, að sigrar hennar á hinum miklu erfiðleikum liðnu áranna hafi einmitt orðið til þess að gera þau öll svo hjartfólgin henni, gleðin yfir farsæld þeirra þess vegna svo djúp og rík. Þau kunnu líka öll að meta hið mikla dags- verk hennar og létu hana í ellinni njóta réttmætrar viðurkenningar. Þess vegna varð ævikvöld henn- ar friðsælt og hlýtt. Menn verða ríkir með ýmsum hætti og skiljast misjafnlega sátt ir við lífið og samfp’ðamennina. Vel má vera, að Brynjólfur hreppstjóri að Gröf hafi ætlað hinni ungu dóttur sinni, sem hann unni svo mjög, annan auð og meiri en þann, sem hún eign- aðist í Hólslandi, en þó trúi ég því, að sá sem féll henni í skaut muni reynast öllum öðrum betri efniviðar í þann bautastein, er lengi mun standa yfir moldum hennar. örlögin höguðu því svo undarlega, að þessi fátæka kona átti eftir að verða forrík, því að þegar hún var um það spurð í allsnægtum ellinnar, hvort henni þætti ekki mjög breytt um til batnaðar, þá gleymdi hún alveg öllu því, sem aðrir reikna einkum til munaðar, en taldi það eitt fram, sem hún vissi verðmætast og svaraði: „Ójú. Það eru bless- uð börnin. Víst er ég rík“. Þann- ig auðnaðist henni að lokum að verða ein ríkasta kona síns gamla byggðarlags og láta rætast þá von hreppstjórahjónanna að Gröf, að hin fagra dóttir þeirra fengi mikinn auð, ríka lífsham- ingju og léti þeim er samfylgdar hennar nutu eftir hinar Ijúfustu endurminningar. Sig. Magnússon. Einn kunnasfi strengja- kvartett Bandaríkjanna UM næstu helgi er væntanlegur hingað til lands einn þekktasti strengjakvartett Bandaríkjanna, Juilliardkvartettinn. Mun hann halda hér tvenna tónleika fyrir styrktarmeðlimi Tónhstarfélags- ins, og fara þeir fram í Austur- bæjarbíói, mánudag og priðju- dag nk., 25. og 26. ágúst, og hefj- ast báðir tónleikarnir kl. 7 e. h. Kvartettinn er nátengdur hinni þekktu tónlistarstofnun í New Yorkborg, sem ber nafnið Juilli- ard Foundation of Music, og var kvartettinn stofnaður árið 1946 sem skólakvartett. Aðalhvata- maður að stofnun hans var skóla stjóri Juilliardskólans, William Schuman, en hann er jafnframt eitt af merkilegustu núlifandi tónskáldum Bandaríkjanna. — Mun kvartettinn m. a. leika e’.tt af verkum hans, strengjakvart- ett Nr. 3. Meðlimir Juilliardkvartet.tsins eru allir kunnir tónlistarmenn vestanhafs og jafnframt því að leika í kvartettinum starfa þeir sem kennarar í kammertónlist við Juilliaruskólann, en þeir eru: Robert Mann, sem leikur á fyrstu fiðlu; Isidore Cohen, önnur fiðla; Raphael Hyllyer, er leikur á vi- ólu, og Claus Adam, sem ieikur á selló. Þessir tónlistarmenn hafa allir notið álits sem einleikarar, en á undanförnum árum hafa þeir nær eingöngu helgað sig kammertónlistinni. — „Mátti ekki..." Framh. at bts. 6 Hér áður var það soðning og haíragrautur — vinna og aftur vinna og þetta þótti sjálfsagt. En svo kom „blessað stríðið". Allir urðu ríkir og átu yfir sig og við erum ekki enn búnir að ná okkur eftir ofátið. Hin efnalega vel- gengni hefir því miður leitt okk- ur á alltof mörgum sviðum út í óhemjulegt bruðl og brutl. — Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Fiskreitir og kartöflugarðar Þér haíið starfað mikið í Reyk- víkingafélaginu? — Ég hefi verið félagi í því síð an árið 1944 og er nú fram- kvæmdastjóri þess. Jú, Reykja- vík hefir breytzt ótrúlega mikið síðustu fimmtíu árin. — Kannski Bræðraborgarstígurinn einna minnst, þar eru sömu gömlu hús- in, sem vafalaust munu þó víkja innan skamms fyrir háreistum nútíma byggingum. Þegar ég var að alast upp var þar ekki númer á neinu húsi. Þau hétu hvert sínu nafni og víðast hvar voru nokkuð stórar lóðir, sem notaðar voru ýmist sem íiskreitir eða kartöflu- garðar. Þá hafði fólkið hvorki tíma né efni á að dútla við blóma rækt og hvers konar fegrun kring um híbýii sín, sem prýða bæinn okkar í dag. Lítil saga — Þetta var hörð barótta fyrir daglegu brauði og fólkið varð að vera hart af sér. Ég skal segja yður eina litla sögu sem dæmi: Faðir minn var um tíma á litlu fiskiskipi sem Geir Zoega átti — Fanney hét það. Eitt sinn sem oftar fór Fanney í róður en seink aði allmikið heim, svo að menn fóru að óttast um hana. Hver dag Þessi heimsókn Juilliardkvart- ettsins má teljast til merkari tón- listarviðburða hérlendis á und- anförnum árum. Kvartettir.n er á leið til Edinborgar, þar sem hann á að taka þátt í hlnni árlegu tónlistarhátíð þar í borg. Það er íslenzkum tónlistarunnendum að sjálfsögðu gleðiefui að þessir merku tónlistarmenn skuli leggja það á sig að halda hér tónleika, rétt áður en þeir eiga að koma fram á hinni fjölsóttu Edinborgar hátíð, sem tugir þúsunda tónlistar unnenda hvarvetna að úr heim- inum sækja á hverju ári. Undanfarin ái hefur Juiliiard- kvartettinn farið margar tón- leikaferðir víðs vegar um heim og hv.arvetna hlotið frábærlega góða dóma fyrir túlkun sina á kammei’músíkverkum. Á efnisskrá tónleikanna, sem kvartettinn heldur hér í Reykja- vík, eru strengjakvartettar eftir bæði eldri og yngri tónskáld, og má nefna Kvartett í G-dúr op. 77, Nr. 1 eftir Haydn, Kvartett í G-dúr, K. 387 eftir Mozart, Kvart ett í F-dúr opus 135 eftir Be°t- hoven og Kvartett í C-dúr, opus 61 eftir Dvorak. Einnig verða leiknir strengjakvartettar eftir nútímatónskáldi* Bela Bartok, William Schuman og Walter Piston, en hinir tveir síðast- nefndu eru báðxr BandarÍKja- menn. urinn leið af öðrum og ekkert fréttist. Móðir mxn beið hexma með börnin og er mánuður var liðinn frá þvx að Fanney lét úr höfn var hún nokkurn veg- inn talin af. Svo var það eina nótt, að guðað var á gluggann hjá okkur. Þá höfðu fregnir borizt með póstskipinu um, að Fann- ey hefði eftir mikla hrakninga náð 1 andi í Færeyjum. — þá var enginn sími eða loftskeyti til að flytja fregnir af sjómönnum okkar á hafi úti. Og það varð að taka því sem að höndum bar. Kon an sem beið með barnahópinn heima „mátti ekki vera að þvi að syrgja“ — eins og Einar Kvaran komst að orði. Útvalinn staður Haldið þér, að Reykjavík muni breytast jafnmikið á næstu 50 árum og þeim síðustu? Já, það held ég. Reykjavík er vaxandi borg, sem á mikla fram- tíð fyrir sér. Hún mun halda áfram að stækka og breytast. — Hafa ekki guðirnir útvalið stað- inn? En víkjum nú aftur að yður sjálfum. Er ekki starf yðar sem bankagjaldkeri nokkuð lýjandi? Jú, víst er það dálítið argsamt, en mér fellur það samt vel og er orðinn því vanur. Húsbónda á ég einstakan, þar sem er banka- stjórinn, Hilmar Stefánsson, og langt samstarf og kynni af hon- um, og þeim hjónum báðum hafa ávallt verið hin ánægjulegustu. Og hið sama vildi ég segja um aðalbókara og annað samstarfs- fólk mitt í bankanum. Og svo, þegar ég kem heim, stundum dálítið þreyttur á öllum krónunum, tekur á móti mér elskuleg eiginkona, sem ég á mik- ið að þakka, og upprennandi son- ur og dóttir. — Hvað viljið þið hafa það betra? sib.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.