Morgunblaðið - 16.09.1958, Side 3
Þriðjudagur 16. sept. 1958
MORGVNBL 4ÐIÐ
3
w '• 'w '•vw'nn«miJ»nn<ww"W«'' ' ' ' ' • '•
. Bmm
Coventry City og Albert mætast út af Vestfjörðum.
Vegna ofureflis Breta verður lítið
gert nema trufla landhelgis-
brjótana
Samtal við Jón Jónsson skipherra d Albert
VARÐSKIPIÐ Albert kom til
Reykjavíkur rétt fyrir helgina.
Fréttamaður Mbl. fór um borð,
hitti Jón Jónsson skipherra og
spurði hann, hvað helzt hefði á
dagana drifið síðan 1. sept., þeg-
ar landhelgisbaráttan hófst.
— Við sigldum út frá Reykja-
vík þann 30. ágúst. Fórum við
fyrst suður fyrir land. Var það
ætlunin í fyrstu að við hefðum
varðstöðu nálægt Vestmannaeyj-
um. Þar gætum við verið mitt á
milli, svo að styttra yrði að
sigla, hvort sem við færum til
Vesturlands eða Austurlands.
Það var ekki hægt að spá fyrir-
fram um það, hvert landhelgis-
brjótar myndu helzt sækja, enda
ekki um neinar sérstakar fiski-
göngur að ræða á þessum tíma.
— Hvort' siglduð þið svo aust-
ur eða vestur?
— Það bárust fregnir af því,
að Bretar hygðust rjúfa landhelg-
ina undir herskipavernd, á þrem-
ur stöðum, tveimur stöðum við
Vestfirði og einum fyrir austan
land. Svo við sigldum vestur
fyrir og að morgni þess 1. sept.
vorum við undan Kópanesi.
Jón Jónsson skipherra
— Þið hafið þá strax komizt
í tæri við landhelgisbrjótana?
— Já, þarna voru 9 togarar að
veiðum innan landhelgi. Sigldum
við þegar að einum þeirra. Það
var togarinn Coventry City. Við
drógum upp stöðvunarmerki. Það
bar ekki árangur. Þá morsuðum
við til hans að stöðva en hann
anzaði því ekki. Þá sigldum við
upp að hliðinni á honum og köll-
uðum til hans í sterkum hátal-
ara, að hann væri staðinn að
olöglegum veiðum, og skip-
uðum við honum að nema stað-
ar. Enn svaraði hann engu. Við
spurðum þá, hvort skipstjórinn
hefði skilið okkur. Hann kvaðst
hafa skilið það, en hélt samt sem
áður áfram að toga.
Við venjulegar aðstæður hefð-
um við að sjálfsögðu getað feng-
ið togarann til að nema staðar,
því að varðskip okkar eru vopn-
uð til þess. En hér kom annað
til sögunnar. Strax og við nálg-
uðumst togarann, kom brezka
eftirlitsskipið HMS Russel á
vettvang með mannaðar fallbyss-
ur. Við heyrðum í útvarpi, að
Resselsmenn stöppuðu stálinu í
togaramennina, hvöttu þá m. a.
til að veita okkur mótspyrnu, ef
við reyndum að stíga um borð.
Gegn þessu ofurefli þýddi okkur
ekkert að reyna að taka togar-
ann. Eftir þetta fylgdi Russel
okkur eftir eins óg skuggi.
— Gerðuð þið ykkur þá nokkra
von um að geta tekið landhelgis-
brjót?
— Ef við hefðum reynt veru-
lega til þess, hefðum við getað
komizt um borð, en hins vegar
virtist ljóst af Northern Foam
atvikinu, að það leiddi aðeins til
þess, að herskipið hertæki okkar
menn. Þegar um þessi mál er
talað, verða menn að gera sér
það ljóst, hve mikla yfirburði
Bretarnir höfðu í skipum og
mannafla. Hugsið ykkur t. d. að
eftirlitsskipið Russel getur siglt
um 15 sjómílum hraðar á klst.
en Albert. Og þegar einn brezki
togarinn bilaði fyrir vestan, þá
settu þeir bara um borð svolítinn
herflokk, vopnaðan kylfum og
stálhjálmum og þar með varð sá
togari okkur óvinnanleg borg.
— Það hafði því enga þýðingu
Málverkasýning
í Firðimim
HAFNARFIRÐI — Eins og getið
var um hér í blaðinu fyrir helgi,
var opnuð málverkasýning á
laugardaginn í nýja bókasafns-
húsinu eða nánar tiltekið í húsa-
kynnum Iðnskólans, sem eru á
efri hæðinni. Er henni komið þar
fyrir í þremur rúmgóðum stof-
um, en einnig sýnir Húsgagna-
verzlun Austurbæjar (Rvík), ný-
tízku húsgögn og blómaverzlun-
in Sóley hefir séð um blóma-
skreytingar.
Á þessari íýningu, sem opin
verður til n. k. laugardagskvölds,
sýna 10 þekktir listamenn úr
Reykjavík og héðan úr bæ mál-
verk, olíu. og vatnslitamyndir,
teikningar og pastellmyndir.
Opnaði Sigurgeir Guðmundsson
skólastjóri Iðnskólans sýninguna
og gat þess m. a., að hún væri
sú stærsta, sem haldin hefir ver-
ið hér í Hafnarfirði. Er hún opin
kl. 2—11 e. h. dag hvern og er
jafnframt sölusýning. —G. E.
fyrir okkur, að taka ofan af okk-
ar fallbyssu, hvað þá meira,
hélt Jón Jónsson skipherra
áfram. — Við tókum því upp aðr-
ar aðferðir, sem voru í því fólgn-
ar, að trufla togarana við veiðarn
ar, láta þá aldrei hafa neinn
stundlegan frið. Við sigldum frá
einum þeirra til annars og létum
sem við ætluðum að ráðast til
uppgöngu á þá. í hvert skipti,
sem við nálguðumst var öll á-
höfnin „ræst“, hvort sem það var
að degi til eða nóttu. Þetta trufl-
aði svefnfrið skipverjanna og var
þeim því meinilla við þetta.
— Hvað haldið þér um afla
Bretanna innan landhelgi?
— Hann var sáralítill, stund-
um bókstaflega enginn. Við sá-
um, að oft þegar þeir tóku vörp-
una inn, komu úr henni 4—6
körfur af fiski.
— Var hvert skip nema 3 daga
í landhelgi?
— Ég heyrði fréttir þess efnis,
að hver togari væri aðeins þrjá
daga innan við línu Það held ég'
að sé ekki rétt. Eins og eg sagði
voru 9 togarar innan við línu,
þegar við komum á þessar slóðir
þann 1. sept. Þeir héldu allir
áfram veiðunum innan landhelg-
islínu nú fram á síðustu daga.
Þeir fóru stundum til veiða dá-
lítið út fyrir, eftir því sem þeim
bezt hentaði. I>eir færðu sig líka
dálítið meðfram ströndinni.
Fyrstu tvo dagana voru þeir við
Kópanes. Síðan færðu. þeir sig
suður að Látrabjargi. Voru þar
einnig í tvo daga og færðu sig
svo aftur norður á bóginn, þar
til þeir voru út af önundarfirði.
— Ætla Bretar að halda áfram
landhelgisbrotum sínum?
— Ekki er annað sýnilegt —
og herskipaverndin heldur á
fram. Eii að lokum hljóta þeir
þó að reka sig á þá staðreynd,
að skipin geta ekki haldið áfram
að fiska á vetrardegi, þegar frost
og hríðar fara að skella yfir.
Þá neyðast þeir til að leita land-
vars.
— Vilduð þið skipstjórarnir í
landhelgisgæzlunni ekki fá betri
og hraðskreiðari skip?
— Það er víst, að litlu bátarn-
ir þrír eru alltof litlir til að vera
í gæzlunni. Að sjálfsögðu er úti-
lokað að við getum nokkurn
tíma þreytt kapp við brezka her-
skipaflotann, en við erum illa út-
búnir að skipum til að verja 12
mílna landhelgi, jafnvel þótt við
ættum við togarana eina að etja.
Jón Jónsson skipherra hefur
lengi starfað hjá Landhelgisgæzl-
unni. Hann byrjaði feril sinn þar
sem 13 ára hjálparkokkur á
gamla Þór árið 1922. Var þar
m. a. þegar Islendingar gerðu
fyrstu tilraun sína til að taka
brezkan landhelgisbrjót, en var
svarað með kolakasti. Gerðist sá
atburður út af Aðalvík, ekki
ýkjalangt frá þeim slóðum, þar
sem hann var nú að erta brezka
landhelgisbrjóta. Hann hefur
verið skipherra hjá Landhelgis-
gæzlunni síðan 1947.
Einsöngvarar og stjórnandi Carmen frá í vor. — Frá vinstri:
Stefán íslandi, Gloría Lane, W. Briickner-Riiggeberg, Þuríður
Pálsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Guð-
munda Elíasdóttir og Guðmundur Jónsson. Sitjandi: Kristinn
Hallsson og Árni Jónsson.
Sýningar hefjast að nýju
á óperunni Carmen
Fyrsta sýning á fimmfudagskvöldið
í Austurbœjarbíói
1 ÞESSARI viku hefur Sinfóníu
hljómsveit íslands aftur sýningar
á óperunni Carmen, en eins
og menn minnast var óperan
flutt sex sinnum í vor fyrir fullu
húsi og komust færri að en
vildu. Verður óperan flutt í
fyrsta skipti í Austurbæjarbíói
kl. 9,15 á fimmtudagskvöldið
kemur.
Að því er Jón Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinhar, skýrði frétta-
mönnum frá í gær, verða söng-
kraftar nú þeir sömu og í vor að
því undanskildu, að Ludmilla
Schirmer, frá Hamborgaróper-
unni syngur hlutverkið, sem frú
Guðmunda Elíasdóttir fór með í
vor, en frú Guðmunda dvelst er-
lendis um þessar mundir. Hljóm-
sveitarstjóri er eins og áður Wil-
helm Brúckner-Ruggeberg, fyrsti
hljómsveitarstjóri við ríkisóper-
una í Hamborg. Ennfremur kem-
ur Gloria Lane, óperusöngkona
frá New York hingað öðru sinni
og fer með hlutverk Carmen.
Stefán íslandi fer með hlutverk
Don José, en aðrir flytjendur eru
frú Þuríður Pálsdóttir, Jón Sig-
urbjörnsson, Kristinn Hallsson,
Árni Jónsson, Ingibjörg Stein-
grímsdóttir og Guðmundur Jóns-
son. Þjóðleikhúskórinn aðstoðar
við flutning óperunnar.
STAK8TEIMAR
„Eins vel
og raun ber vitni“
Tíminn segir s. 1. sunnudag tftn
Hermann Jónasson og einingiuna,
sem honum hafi tekizt að skapa
innan stjórnarinnar um land-
helgismálið:
„Þess vegna hefur honum tek-
izt eins vel og raun ber vitni um,
að sameina mismunandi sjónar-
mið, er gætt hefur í landhelgis-
málinu að undanförnu".
Þetta segir Tíminn daginn eft-
ir, að Lúðvík Jósefsson hótaði
því í Þjóðviljanum að elta Guð-
mund f. til New York í forboði
hans, og sama dag, sem Þjóðvilj-
inn birtir forystugrein, sem nefn
ist:
„Hefur ekkert Iært*‘
Þar segir m.a.:
„Guðmundur f. Guðmundsson
utanríkisráðherra hefur ekkert
lært og engu gleymt. f allt sumar
stóð hann og sendlar hans í samn-
ingamakki við Breta og Atlants-
hafsbandalagið á bak við þjóðina,
án nokkurrar heimildar frá rík-
isstjórn eða Alþingi. Erlend blöð
voru alltaf barmafull af fréttum
um það að Guðmundur f. Guð-
mundsson utanríkisráðherra vildi
semja um landsréttindi og lífs-
hagsmuni íslendinga. — — —
Það er engum efa bundið að þessi
óhreinlynda framkoma utanríkis-
ráðherra hefiur bakað íslending-
um mjög mikið tjón; árás Breta
á ísland getur ekki helgazt af
neinu öðru en því, að brezka
stjórnin hafi talið að hér væru
veikir hlekkir sem myndu bila
andspænis vopnavaldinu. Og
brezku blöðin sögðu öll að Guð-
mundur f. Guðmundsson, sjálfur
utanríkisráðherra fslands, væri
veikasti hlekkurinn".
„Erfitt með að skilja
heil og hrein
vinnubrögð“
Síðan segir Þjóðviljinn:
„Maður hefði mátt ætla að Guð
mundur í. Guðmundsson hefði
gert sér grein fyrir þáttaskilun-
i um sem urðu 1. september, að
hann skildi að nú voru tímar
óhreinlyndisins endanlega liðnir,
— — — og sem utanríkisráð-
herra átti hann að skilja það,
að einmitt á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna var mikilvægt að
eining og óbilandi festa þjóðar-
innar birtist á sem afdráttarlaus-
astan hátt. En utanríkisráðherra
virðist eiga ákaflega erfitt með að
skilja heil og hrein viðbrögð. Þeg
ar ljóst var að hann ætlaði að
halda pukurstefnu sinni áfram á
þingi Sameinuðu þjóðanna, Iagði
Alþýðubandalagið til að sá hátt-
ur skyldi hafður á þátttöku fs-
Iands að hver af þingflokkun-
um íslenzku tilnefndi einn mann
í sendinefndina, til þess að aug-
lýsa--------að það væri enginn
veikur hlekkur til meðal fslend-
inga. En svo heil og hrein fram-
koma var gersamlega andstæð
eðli Guðmundar f. Guðmunds-
sonar utanríkisráðherra.---—
Með þessari þröngu og skamm-
sýnu afstöðu hefur Guðmundur
f. Guðmundsson spillt dýrmætu
j tækifæri til þess að sýna öllum
i heimi óbilandi samheldni og ein-
hug íslenzku þjóðarinnar og
treysta samstöðuna hér innan-
lands“.
„Enga heimild“
f síðustu málsgrein forystu-
greinarinnar fær Guðmundur svo
þessa áminningu:
| „Á hitt ber svo að leggja meg-
ináherzlu að Guðmiundur f. Guð-
mundsson hefur enga aðstöðu né
heimild til þess að f jalla um land-
helgismál fslands sérstaklega á
i þingi Sameinuðu þjóðanna".