Morgunblaðið - 16.09.1958, Page 8
8
MORCTJTSTtLAÐÍÐ
Þriðjudagur 16. sept. 1958
1 Ný ágœt kjallaraíbúð
(2 herbergi og eldhús) til leigu. Aðeins barnlaus, reglu-
söm hjón um fimmtugt koma til greina. Aðstoð við garð-
hirðingu og þ.h. æskileg. Tilboð sendist Morgunblaðinu
fyrir annað kvöld merkt: Sanngjarnt — 7642.
Atvinna óskast
Ungur maður sem hefur verzlunarskólapróf, og hefur
verið við nám í Englandi og Þýzkalandi, óskar eftir góðri
atvinnu stax. Tilboð mekt: „Viðskipti — 7630“, sendist
afgr. Morgunbl. fyrir miðvikudagskvöld.
Kona óskast
í eldhúsið og afgreiðslustúlka óskast á
sama stað.
IViatbarinn
Lækjargötu 6.
AÐALFUIMDUR
Tafl- og bridgeklúbbsins
verður haldinn í Sjómannaskólanum, fimmtudaginn 18.
sept n.k. og hefst kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Mánudaginn 22. þ.m. verður fyrsta spilakvöld starfs árs
ins (frjáls spilamennska).
STJÖRNIN.
Frú Gagniræðaskólanuni
í Keilavík
Þeir nemendur sem ætla sér að stunda nám í 3. og 4.
bekk skólans í vetur og ekki hafa sótt um skólavist láti
skrá sig í skólanum (sími 135) dagana 17.—20. sept. frá
kl. a-A e.h.
FRÆÐSLURAÐ keflavíkur
I
Stundvís og reglusöm
Stúlka oskast
til afgreiðslustarfa (helzt vön).
íUiÍRimuu,
Laugavegi 82.
Ibúðir —■■ Silfurtún j
Höfum til sölu í Silfurtúni fokheldar t»0 ferm. íbúðir |
I
3ja herb.
íbúðirnar geta einnig selzt tilbúnar undir tréverk og |
málningu.
Sanngjarnt verð og góðir greiðsluskilmálar.
Málflutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson hri.,
Agnar Gústafsson hdl., Gísli G. Isleifsson hdl.
Austurstræti 14. II. hæð símar 1-94-78 og 2-28-70.
Cuðrún Jóh. Jónsdóttir
Minningarorð
F. 13. maí 1895. — D. 9. sept. 1958.
í DAG fer fram útför frú Guðrún
ar Jóhönnu Jónsdóttur.
Þótt okkur vinum Jóhönnu,
sem fylgdumst með líðan hennar
eftir að heilsu fór að hraka, kærni
lát hennar á óvart, þá er það
aðeins mannlegur veikleikj að sjá
á bak góðum vini, sem dreifði
gleði og léttu hjali með návist
sinni.
Frá því ég var lítill drengur,
er ég kynntist Jóhönnu fyrst, var
ég heimagangur á heimili henn-
ar við Framnesveg 46, hér í bæ
fram eftir árum, og hélzt sú
vinátta með okkur æ síðan til
hinztu stundar.
Ekki var mér Ijóst við okkar
fyrstu kynni, hve atorka, dugn-
aður og sjálfsbjargarviðleitni
hennar voru í ríkum mæli, en
seinna þegar þroski jókst, varð
mér allt þetta auðskildara.
Jóhanna fæddist að Lamba-
stöðum í Sandvíkurhreppi í Ár-
nessýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Margrét Þóroddsdóttir og
Jón Jónsson, sem þar bjuggu og
var Jóhanna yngst sinna fjögurra
systkina. Fljótt komst hún í
kynni við alvöru lífsins, því korn
ung var hún, er bæjarhús öll
hrundu í jarðskjálfta, og neydd-
ust foreldrar hennar þá til þess
að koma börnum sínum til kunn
ingja og vina og var Jóhanna
tæpra tveggja ára, þá er þetta
gerðist. Hennj var komið í fóstur
hjá hjónunum Guðrúnu Brynj-
ólfsdóttur og Jóni Jónssyni að
Melshúsum á Seltjarnarnesi, en
hjá þeim ólst hún upp til 17 ,ára
aldurs, að þau létust með stuttu
millibili.
Ári seinna giftist hún Jóhanni
Benediktssyni verkstjóra og áttu
þau fjögur börn saman. Fvrsta
barn sitt misstu þau óskírt, en
hin þrjú komust öll upp, þau
G.unnar, giftur Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, Þórdís, sem látin
er fyrir þremur árum, gift Ing-
ólfi Ágústssyni verkfr., og Bára
gift Gunnari Eggertssyni við-
skiptafræðingi.
Eftir fimm ára sambúð ákváðu
þau hjónin Jóhanna og Jóhann
að slíta samvistum, og var sú
ákvörðun tekin að vel athuguðu
máli, því bæði gerðu sér fulla
grein fyrir ákvörðun sinni, og
bæði héldu sinni fullu virðingu,
þótt því verði aldrei neitað, að
áfall var þetta mikið. Mannkostir
Jóhönnu komu vel fram í því, að
aldrei talaði hún um þessi tíma-
mót lífs síns með beiskju, enda
dreifðist hugur hennar fljótt að
því, að sjá sér og sínum farborða,
en með dugnaði og atorkusemi
í DAG verður til moldar bor-
inn Þorsteinn Jónsson, sjómaður,
til heimilis að Skólavörðustíg
24 A. Hann andaðist 5. september
síðastliðinn. Hann var fæddur 29.
janúar 1882 að Hafurbjarnarstöð-
um í Útskálasókn. Foreldrar hans
voru Jón Ólafsson, bóndi á Haf-
urbjarnarstöðum og Guðrún Þor-
steinsdóttir, kona hans. Mestan
hluta ævinnar stundaði hann sjó,
fyrst á skútum, síðan á togurum
og mörg seinni árin á varðskip-
um. Eftir að hann hætti á varð-
skipunum varð hann vaktmaður
í skipum við höfnina.
Fyrir nokkrum árun* varð hann
fyrir árás, þar sem
hann var að gegna
skyldustörfum.
Slasaðist hann svo
að hann náði
aldrei fullri heilsu
aftur. Eftir það
var hann heima og
naut þar ástríkis
og umönnunar eig
inkonu og stjúp-
barna. Þorsteinn
var tvíkvæntur. Með fyrri konu
sinni átti hann fimm mannvæn-
lega syni. Þau hjón slitu sam-
vistum. Á Þorlóksmessu 1944
kvæntist hann síðari konu sinni,
Þorbjörgu Grímsdóttur, frá Litla-
Seli í Vesturbænum, sem þá var
ekkja. Var hún áður gift Aðal-
bimi Stefánssyni, prentara, sem
lézt 1938. Höfðu þau hjónin eign-
azt átta myndarleg börn, sem
öll eru á lífi.
Ævisögu Þorsteins get ég ekki
skrifað, því að ég kynntist hon-
um ekki fyrr en á efri árum
komst hún yfir þennan hjalla og
kom börnum sínum vel til manns,
enda lifði hún fyrir þau alla tíð
og tók þátt í öllum þeirra erfið-
leikum og sorgum, jafnt sem gieði
og ánægju.
Jóhanna var undur-barngóð, og
sýndi hún það í Verki með því
að taka bágstödd börn heim til
sín í lengri eða skemmri tíma, og
eitt þeirra ól hún upp að nokkru.
Systkinum sínym var hún góð
systir, sem alltaf var boðin og
búin til hjálpar og aðstoðar, enda
vinátta þeirra með ágætum.
Jafnframt því, sem ég bið Jó-
hönnu blessunar, votta ég ástvin-
um hennar og öðrum aðstand-
endum mína innilegustu samúð.
Minning hennar mun lengi lifa
í hjörtum barna hennar og vina,
en ótalinna gleðistunda vil ég
minnast og muna með konu
minni og vinum.
hans. Var það sumarið 1942 a8
ég fór sem kokkur á björgunar-
skipið „Sæbjörgu". Reyndist
hann mér mjög vel og bauð mér
lán til þess að stunda nám við
Húsmæðrakennaraskóla Islands,
sem varð til þess að ég gat þá
þegar um haustið hafið nám þar.
Fæ ég það aldrei fullþakkað.
Var ég ekki eina fátæka náms-
manneskjan, sem hann liðsinnti.
Um það talaði hann samt aldrei
sjálfur, en frá öðrum hefi ég
frétt það.
Hann varð að þola margt mis-
jafnt á langri ævi. Hann var dul-
ur í skapi og talaði ekki um það
sem miður fór. Hann gladdist
þegar „blessuðum drengjunum“
gekk vel, en það nefndi hann syni
sína. Ég álít að hann hafi gert
fleirum gott en aðrir honum.
Mikið lán var það honum er
hann kvæntist Þorbjörgu. Var
indælt að koma á heimili þeirra
á Skólavörðustíg. Þar ríkti hinn
sanni heimilisfriður. Voru börn
hennar honum mjög góð og hug-
ulsöm á allan hátt, og kunni hann
vel að meta það. Eftir kulsama
ævi átti hann því láni að fagna
að verða umvafinn óstúð og hlýju
seinustu æviárin. Fyrir það ber
okkur að þakka sem ekki gátum
launað honum sjálf góðverk þau,
sem við urðum. aðnjótandi frá
hans hendi. Blessuð sé minning
hans.
Guðný Frimannsdóttir.
Meira fé til
flugmálanna
HR. CARL Ljungberg, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar, (ICAO) hefur
ásamt konu sinni og dóttur dval-
izt að undanförnu í Evrópu í or-
lofi og notað dvöl sína þar til að
kynnast með eigin augum ár-
angri af samstarfi þjóðanna í flug
málum.
Framkvæmdastjórinn og fjöl-
skylda hans komu hingað til
lands 30. ágúst s.l. með flugvél
frá Flugfélagi íslands h.f. og fóru
héðan 4. þ.m. vestur um haf með
flugvél frá Loftleiðum h.f.
Dvöl sína hér notaði fram-
kvæmdastjórinn til að kynna sér
alþjóðaflugþjónustuna á íslandi,
en þar er umfangsmikil flugör-
yggisþjónusta, sem ísland annast
á vegum Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar, og til að ræða við yfir
menn og starfslið þeirra stofn-
ana, er þjónustuna annast.
Hr. Ljungberg lét í ljós ánægju
sína með framkvæmd alþjóðaflug
þjónustunnar á íslandi, kvað
undraverðan árangur hafa náðst
í þróun flugmála hér á landi, en
sagðist í allri vinsemd vilja benda
á, að hið opinbera þyrfti að Verja
meira fé til flugmálanna, ef þjóð
in ætti ekki að dragast aftur úr
á þessu sviði t.d. væri alþjóða-
flugöryggisþjónustan í algerlega
óviðunandi húsnæði.
Eldri maður
getur fengið atvinnu sem sölumaður hjá þekktu
iðnfyrirtæki hér í Reykjavík. Tilboð merkt: „Eldri
maður — 7618“ sendist Morgunblaðinu fyrir n.k.
föstudag 19. þ.m.
I
2—3 starfsstúlkur
helzt miðaldra, óskast strax eða um mánaðamótin.
Gott kaup og fæði, sér herbergi frí vinnuföt, stuttur
vinnutími. Upplýsingar í símum 11966.
j HÚSEIGEIMDUR!
Jlöfum kaupendur að íbúðum og einbýiishúsum af öllum
stærðum.
Málflutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson hrl.,
i Agnar Gústafsson hdl., Gísli G. Isleifsson hdl. i
i Austurstræti 14. II. hæð símar 1-94-78 og 2-28-70. I
Oddur Oddsson.
Þorsteinn Jónsson
sjómaður — minning