Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. október 1958 MORGUNBL4Ð1Ð 3 Kennaraskóli íslands á 50 ára afmœli í dag Loks horfur á að skólinn eignist viðunandi húsnœði í DAG eru liðin fimmtíu ár frá því að Kennaraskóli íslands var settur fyrsta sinni, en það var 1. október 1908. f tilefni þessa merk isafmælis í sögu skólans gekk tíð- Freysteinn Gunnarsson, núverandi skólastjóri. indamaður Mbi. á fund skóla- stjórans, Freysteins Gunnarsson- ar, í gær og spurði hann nokk- urra atriða úr sögu skólans. Leysti hann greiðlega úr því, svo sem vænta mátti. — Kennaraskólinn var fyrst settur 1. október, en strax árið eftir var tímanum breytt og var hann þá settur fyrsta vetrardag og stóð til síðasta vetrardags. Hélzt sú skipan fram til ársins 1924, en þá var skólatíminn lengd ur um mánuð og stóð frá 1. okt. til 30. apríl. Árið 1945 var skól- anum breytt úr þriggja í fjögra ára skóla og árið eftir var hann lengdur um einn mánuð á ári. Varð námstími þá alls 32 mán- uðir í stað 18 mánaða í upphafi. Margar fleiri breytingar hafa orðið á skólanum frá því hann tók fyrst til starfa: m.a. hafa inn- tökuskilyrði verið þyngd mjög mikið. Námið hefur aukizt mik- ið, bæði hefur verið bætt við nýj- um námsgreinum og einnig er meira kennt í hverri grein. í fyrstu starfaði skólinn í þremur bekkjardeildum, en nú eru starf- andi fjórar aðaldeildir og auk þeirra stúdentadeild og handa- vinnudeild. — Hvað um starfslið skólans? — Skólastjórar hafa aðeins ver ið tveir. Séra Magnús Helgason var skólastjóri frá 1908 til 1929 og ég hef verið það síðan. Fyrsta árið voru 10 kennarar við skól- ann, en sl. vetur voru þeir 27, þar af -13, sem höfðu sitt aðal- starf við æfingarkennslu og handavinnudeild, en það var hvorugt til í byrjun. Af fyrstu kennurum skólans er aðeins einn á lífi. Er það prófessor Matthías Þórðarson, fyrrv. þjóðminjavörð- ur, sem kenndi smíðar í skólanum í 12 ár. — Hve margir nemendur hafa sótt skólann þessi 50 ár? — Það hafa innritazt 1640 nem- endur og af þeim hafa 1350 komið í aðaldeildir skólans, en 290 í aukadeildir, þ.e. stúdenta- og handavinnudeild. 1383 hafa út- skrifazt með kennarapróf í ein- hverri mynd, þar af 1098 úr aðal- deildum skólans. Fyrsta veturinn, sem skólinn starfaði, voru nem- endur 57 í þremur bekkjardeild- um og útskrifuðust yfir 20 þeirra fyrsta vorið. Fæstir voru nemend ur veturinn 1919—20, eða aðeins 30, en flestir veturinn 1952—53, eða 141. Sl. vetur voru nemend- ur 116 og munu verða nokkru fleiri í vetur. Meðalfjöldi nem- enda á ári hefur verið 73. — Kennsla fer ekki öll fram hér í húsinu? — Nei, undanfarin ár hefur verið kennt á sex stöðum í bæn- um. Við höfum orðið að leigja á tveimur til þremur stöðum úti í bæ fyrir æfingarkennslu, og einnig fyrir leikfimi og handa- vinnu. Skólastarfsemin er alger- lega vaxin upp úr því húsnæði, sem skólinn hefur yfir að ráða. — Er ekki nýtt skólahús í uppsiglingu? — Jú, nú er loksins svo komið, að vel horfir um, að reist verði híbýli fyrir skólann. Síðan í júní í sumar hefur verið unnið óslitið að grunni og kjallara að nýju skólahúsi, sem verður reist í á- föngum. Við höfum fengið lóð austan við Stakkahlíð og sunnan við Háteigsveg. Aðalbyggingin á að standa fyrir enda Flókagötu. Nú er verið að steypa upp grunn- inn og kjallara, sem á að vera undir hluta af húsinu. Mun ekki fjarri að áætla, að ef nægilegt fé og fjárfesting fæst, verði fyrsti hluti hússins tilbúinn til notkun- ar eftir tvö ár, og gæti skólinn þá flutt þangað aðalstarfsemi sína. Verður mikill munur á starfsskilyrðum þar eða hér. Einnig stendur til að á sömu lóð Séra Magnús Helgason, fyrsti skólastjóri Kennaraskólans. verði reistur æfingarskóli, sem jafnframt yrði barnaskóli fyrir visst hverfi. — Verður þessa merkisafmæl- is ekki veglega minnzt? — Þessara tímamóta verður að sjálfsögðu minnzt við skólasetn- ingu, en hún verður með svipuðu sniði og venjulega að því við- bættu, að menntamálaráðherra og nokkrir fleiri munu flytja ávörp. Húsakynni leyfa það ekki að hér sé neinum boðið, en allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir, sagði Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri að lokum. Þess skal getið til viðbótar, að í tilefni þessara tímamóta í sögu Kennaraskóla íslands kemur út, í dag eða á morgun, minningar- rit um skólann, sem Freysteinn Gunnarsson hefur tekið saman. Er þar ágrip af sögu skólans ásamt kennaratali ög 'nemenda- tali, stuttur þáttur kennara og raddir nemenda. Hið síðasttalda eru tuttugu ritgerðir eftir nem- endur skólans frá ýmsum tímum. Er þetta allmikið rit, 285 bls. í Skírnisbroti með yfir 50 mynd- um. LITTLE ROCK, 30. sept. — Skól- arnir hér í borg verða ekki starf- ræktir sem einkaskólar, eins og Faubus ríkisstjóri hafði gert ráð fyrir. Formaður þeirrar nefndar, sem reka átti skólana sem einka- skóla, skýrði frá þessu í kvöld. Ekki á íslandi? BLAÐADÓMAR ÞEIR, sem leikrit Kristjáns Albertssonar, Haust, hafa fengið, hafa vakið mikið umtal. Mbl. sneri sér í gær til Kristjáns Albertssonar og bað um samtal við hann um leikritið og dóma um það. Hann óskaði þess að svara fyrst um sinn með eftirfarandi pistli, sem hann sendi blaðinu. ÉG hef enga tilhneigingu til að gjalda líku líkt og gerast ósann- gjarn í garð Ásgeirs Hjattarsonar fyrir Þjóðvilja-leikdóm hans um verk mitt „Haust“. Ég skal þvert á móti játa að vandséð er hvort hann hafi átt sterkari leik á borði, en þann sem hann kaus — að segja að leikrit mitt hafi sýnt „góðan vilja“ til að feta í fótspor meist- aranna Edgar Wallace og Agacha Christie — en ekki tekizt, og brosa svo út undir eyru. Það getur stundum, eftír atvikum ver:ö snið ugt að setja upp aulasvip og gera sig heimskan. Mjög sniðugt. „Átökin (í leiknum) eru aðeins til að sýnast — alvaldur harð- stjóri slátrar varnarlausu fóiki, það er í raun og veru allt og sumt“, segir Ásgeir Hjartarson. Þetta er líka mjög sniðugt. Það var líka allt og sumt og til að sýnast þegar t. d. Nagy var hengdur í sumar — það er klapp- að og klárt, og við skulum tala um eitthvað annað. Allt og sumt — og ef einhver heldur áfram að tala um þetta, þá er það leiðin- legt og ekki eins skemmtilegt og t. d. Edgar Wallace. Það sem fær mig til að verða við tilmælum Mbl. um að segja eitthvað um dómana um leikrit mitt, er fyrst og fremst ein fullyrðing í grein Ásgeirs Kristján Albertsson Hjartarsonar — fullyrðing sem oft heyrist, og er til þess ætluð að gera þjóðina andvara- lausa og ugglausa um framtíð sína. Leikdómarinn skrifar: „Verk þetta er saga um hræði- lega glæpi, uppistaðan ósvikinn reyfari um múgmorð og aftökur saklausra manna og kvenna og gæti sem betur fer ekki gerzt hér á landi". Ég leyfi mér að beina þeirri fyrirspurn til Ásgeirs Hjartar- sonar, við hver rök styðjist sú fullyrðing hans, að ekki gætu gerzt hér á landi glæpir hliðstæð- ir þeim, sem leikrit mitt fjailar um. Hvers vegna skyldi ekki geta farið eins fyrir íslandi og Ung- verjalandi, — ef ógæfuöfl ís- lenzkrar þjóðar ættu eftir að verða ofan á og fara sínu fram? ★ Úr því ég hef gripið pennann skal ég geta þess, að leikdómur Sigurðar Grímssonar í Morgun- blaðinu verður ekki skilinn án skýringar. í allt sumar hefur Sigurður Grímsson ausið úr skálum reiði sinnar yfir mig, við hvern sem heyra vildi fyrir ummæli sem ég viðhafði um leikdóm hans um Litla kofann í grein sem er birt í tímaritinu Nýtt Helgafell í vor. Og hann hefur sent Tímaritinu svargrein sem er þannig að efni og orðfæri, að ritstjórnin hefur verið í mestu vandræðum með hvað gera skyldi. Um tíma var Sigurður Grímsson í vafa um hvort rétt væri af sér að fara í Þjóðleikhúsið til að dæma verk mitt — meðan honum væri svona þungt í skapi til mín. Hann herti sig þó upp, enda ekki skort til þess ómetanlegan siðferðilegan stuðning frá vini sínum Agnari Bogasyni. ★ Um alla þessa leikdómara, að undanteknum Ásgeiri Hjartar- syni, er það að segja, að ég hef í mörg ár öðru hverju lesið dóma þeirra, og oft fundizí lítið til um þá. Mér hefur auðvitað aldrei til hugar komið að neinn þeirra myndi bera lof á leikrit. sem þeir hefðu ekki áður lesið hrós um í erlendum blöðum. ★ Mönnum finnst vanta kímni í verk mitt. Það eru engin rök gegn harmleik, — segir hvorki frá né til um gildi hans. Ég held ég muni rétt að engin kímni sé í Macbeth — sem þó er talinn einn mesti harmleikur heimsbók- menntanna. Og það er enginn jazz hvorki í Bach né Beethoven. Hvert verk hefur sinn stíl — og fæst verk eða engin gera í senn öllu til hæfis sem í manniegu brjósti býr. Verzlunarmanna- félag N-Þing. SL. SUNNUDAG var stofnað á Kópaskeri Verzlunarmannafélag Norður-Þingeyjarsýslu. Formað- ur var kjörinn Snæbjörn Einars- son, Raufarhöfn, ritari Jón Árna- son, Þórshöfn og gjaldkeri Tryggvi Hallsson, Þórshöfn. Á stofnfundinum var samþykkt að óska eftir inngöngu í Lands- samband íslenzkra verzlunar- manna. — (Frétt frá L.Í.V.). STAKSTEINAR Stjórnvizka Hermanns! Tilburðir Hermanns Jónasson- ar við að reyna að afla sjálfum sér frægðar af meðferð land- helgismálsins eru harla hjákát- legir. Lengi vel rembdist Tíminn við það í sumar að neita þeirri augljósu staðreynd, að ríkis- stjórnin væri gersamlega klofin í málinu. Skyndilega var þó allri þeirri viðleitni gleymt, vegna þess að Hermann heimtaði að sér væri hrósað fyrir þá stjórnvizkn að hafa haldið lífi í stjórninni þrátt fyrir allan ágreininginn! Annarra dáðir Fyrir h. u. b. 10 dögum þóttl honum þó enn bctur bera í veiði. Allir voru á einu máli um, að dást að framkomiu islenzku varð- skipsmannanna. Hermann hugði, að þarna væri einstakt tækifæri til að gera sjálfan sig mikinn af afrekum annarra. Einn af þing- mönnum Framsóknar innan Al- þýðuflokksins var látinn skrifa lof um Hermann af þessu tilefni í Alþýðublaðið. Lof annarra full- nægði hetjunni þó ekki. Hrósið varð einnig að koma frá þeim, sem hann mctur umfram alla aðra, sjálfum honum. Á fyrsta íshúsfundi Framsóknarmanna reyndi forsætisráðherrann að til- einka sér dáðir hinna íslenzku sjómanna. „Laga mundi verða gætt“ En hér sem ella varð undra- skjótt Ijóst bilið á milli orða og athafna hjá Hermanni Jónassyni. Á mánudag mælti Hermann að sögn Tímans svo: „En laga mundi verða gætt í íslenzkri fiskveiðilandhelgi, þeg- ar herskip hindruðu það ekki lengur“. Og forsætisráðherrann bætti við: „En við munum fara með gát meðan nágrannar okkar eru að átta sig á því, að það er ekki hægt að fiska undir herskipa- vernd og það er ekki hægt að stunda veiðar hér við land nema njóta margs konar fyrirgreiðslu í íslenzkum liöfnum, það er ekki hægt að sækja miðin við ísland nema hafa not af Iandinu um leið, sagði forsætisráðherra". Um þessi orð fannst Tímanum svo mjög, að hann birti efni þeirra í fimm dálka fyrirsögn á fremstu síðu og gleiðletraði þar undir þessi hreystiyrði Eysteins Jónssonar: „Forysta rikisstjórnarinnar í landhelgismálinu var örugg, og því mun málið vinnast". „Hreinao- línur“ ekki til En ekki leið lengur en fram á fimmtudag, að í ljós kom, að öll þessi boðorð voru einmitt brotin af Hermanni Jónassyni sjálfum. Hann gaf þá persónulega fyrir- skipun um, að lög skyldu að engu höfð í íslenzkri fiskveiðiland- helgi og heimilaði þa« not af landinu, sem auðvelda áfram- haldandi lögbrot. Ofan á þetta bætti Hermann svívirðingu til ís- lenzku sjómannanna með því að gefa þeim fyrirmæli um að hypja sig brott úr lögbrotaskipinu, sem þegar var búið að taka! Sú einstæða vesalmennska, sem lýsir sér í þessu, gengur svo fram af flestum, að jafnvel Alþýðu- blaðið, sem snúizt hefur til varn- ar Hermanni, kemst ekki hjá að fordæma hana i öðru orðinu og játar að hér skorti „hreinar lín- ur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.