Morgunblaðið - 01.10.1958, Side 10

Morgunblaðið - 01.10.1958, Side 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. október 1958 Kristmann Cuðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Vordraumar og vetrarkvíði. Eftir Heiðrek Guðmundsson. Forlag höfundar. ÞEGAR „Arfur öreigans" kom út 1947, var Heiðrekur Guðmunds- son landskunnur. Nokkrum árum síðar gaf hann út ljóðabókina „Af heiðarbrún“j sem hélt uppi heiðri hans en bætti litlu við, uta* hvað leikni og kunnátta var þá orðin meiri. Þetta hvort tveggja hefur enn vaxið, og mun því „Vor- draumar og vetrarkvíði" gleðja marga ijóðaunnendur. Ekki má ég þó verjast þeirri tilfinningu, að hér sé of fast fetað í áður gengin spor, enda þótt þau séu höfundarins eigin, og fátt nýtt komi fram. Að þessu greindu skal svo fúslega fallizt á, að höf. er skáld gott og kann orðið verk sitt prýðilega. Liðið sumar er falleg minning um heyskapinn heima i sveitinni, — þegar gleymdir eru regndagar, súld og blautar keldur, en aðeins sólskinið munað: Og alls staðar kringum mið ómaði hlátur og gaman. Við unnum af kappi, en gerðum þó starfið að leik, og stukkum af þúfum og þutum um lautir og hóla, unz þornaði taðan og skræinaði sóleyjan bleik. Þá er kvæðið Skjólstæðingur, sem er dável kveðið en emkum sálfræðilega snjöll athugun á líti.1 menni, sem fyrirlítur og hatar velgjörðarmann sinn. — Eins konar minning er einnig kvæðið Rústir með heimspekilegum hala, sem er ágætur, þó nokkuð sé hann einhliða. Þarna hefur Heið- rekur náð sér vel á strik, og er þetta kvæði meðal hans beztu, kveðið af óskeikulli leikni: , • A meðan sumar situr enn að völdum og sólin gegnum hitamóðu skín, ó, móðir jörð, ég þreyttur vitja þín. Til þess ég hefi úm langa vegu gengið. Ég fór þar um, sem grasið gekk í öidum og grænar bylgjur lyftu mjúkum földum með léttum þyt um Ijósa starar- engið. Og ætli þetta- erindi lýsi ekki nokkuð vel andlegu ástandi margra manna á vorum tímum: Nú flæða sterkir straumar vítt um álfur, sem stjórna lífi voru, geði og hönd. Vér nennum ekki að reisa þar við rönd. Og raunar sést ei neitt hvað er að gerast. Því dómgreind brjálar alis kyns orðagjálfur. svo enginn framar veit hvað hann er sjálfur. Frá stjórnarheila valdsins boðin berast. En betur værum við komnir, ef menn hugsuðu yfirleitt á líkan hátt og hér segir: Þó stöndum vér í lífsins ábyrgð einir, og ættum því að líta hjarta nær. Og máttur sá, er bezt oss borgið fær, hann býr í sjálfum oss — og hans er valdið. Og bjargað geta aldrei aðrir neinir, og allra sízt þann dag, er mest á reynir. Þá hljótum vér að greiða sjálíir gjaldið. Ágætt kvæði er Kulnaður gíg- ur. En líklega væri kvikindis- háttur að biðja höfundinn sjálfan að lesa það vandlega. — Þá er Dýrasta gjöfin falleg náttúrulyr- ik, sem minnir eilítið á Guðmund Frímann, þótt ekkj sé um neina eftiröpup að ræða. — Athyglis- Vert kvæði er Heiðraðu skatkinn: Ekki er lengur þörf að þóknast þeim, sem tryggur er. Stuðning sinn með sæmd og prýði samt hann veitir þér. Vandamenn og vinir þínir víkja skulu frá. Svo þig ekki skálkar skaði, skaltu heiðra þá. Umskiptingur þykir mér lélegt kvæði, þótt sæmilega sé kveðið; efnið er tekið lausatökum og of ■Venjulega m*ð það farið. Nýju fötin keisarans er sæmilegt, þótt betur mætti bít* ádeila þess.' Eftir lestur er heldur leiðinlegt, þó að það fjalli um jnerkilegt mál og segi ekkert nema sannleik- ann. En þetta er hálfgert nöidur, sem ekki nær tilgangi sínum. Nýju höllina fæ ég ekki skilið, — og í hafvillu er heldur lélegV „Meningen er sgu god nok“, en ekki nógu vel með hana farið. [ Gömul sögn er sagan um „gamla heyið“. Kvæðið er vel kveðið, en sagan var betri hjá gamla mann- inum. f uppnámi fjallar snotur- lega um fjárhagskröggur Form er snjallt. Sextugt þjóðskáld er tækifæriskvæði í betra lagi. Þögn er ágætt ljóð, sem er prýði á bókinni: Orðin sem ég segja vildi syngja nú í huga mér. Þögnin verður þeim að bana, þar sem hin af gömlum vana fljúga af vörum fyrr en skyldi, fánýt bæði mér og þér. Liggur því í þagnargildi það, sem bezt og fegurst er. Nokkrar töggur eru í Ritdómi svarað, en í ádeiluna vantar þó bitið. Góður flokksmaður er aftur á móti athyglisverð ádeila. Bæn um frið er gott kvæði, én gjarnan vildi ég hafa losnað við síðasta erindið, sem mér finnst fremur lækka risið en hækka Gamall greiði er og vel ort, sömu leiðis Fimmtugt skáld. Mjög at- hyglisvert kvæði er Bónbjargir: Nú þykir sá traustur og trygg- astur þegn, sem tekur að morgni launin, telur sér vinnuna vera um ir.egn, og vílar og blæs í kaunin. Hún stendur ei vörð, né strengir heit, né stöðu sér markar í aldareit, sú kynslóð sem klædd er og motuð. Fyrst þjóðin sjálf hefur þegið af sveit er þegnanna virðing glöttið. Athyglisverð „saga“ er einnig Gömul hjón, og Ást í verki er prýðilegasta mannlýsing: Trúr til dauðans einum unni, yndi þar og svölun fann. Þráði ekkert annað heitar en að starfa fyrir hann. Gat því aldrei annars staðar öðlazt ró og sálarfrið. Hurfu í skugga börnin bæði, brúður hans og skyldulið. Það var eilíf ást í verki, ekki hræsni, fals né tál. Sjálfum sér — og engum öðrum — unni hann af lífi og sál. Ætli þetta sé ekki bezta kvæðið í bókinni? Strokið um strengi Eftir Lárus Salómonsson. Forlag höfundar. Vinur minn, Gunnar Saiómons- son, Úrsus íslands, sagði ei't sinn við mig, að Lárus bróðir hans væri bæði heimspekingur og skáld. Mörgum hefur lengi verið kunnugt, að Lárus kynni vel að ríma og að hann væri hugsandi maður. Nú hefur hann gefið út stóra ljóðabók, og þykir mér fyrsta vísan í henni sanna full- vel orð Gunnars bróður hans. Vísu þessa vildi víst margur kveð ið hafa, og hljóðar hún svo: Mannaætt fær bölið bætt, brigðin þætti slítur; líf er fætt af einni ætt, einum mætti lýtur. Miskunnsami gestgjofinn VEGNA þeirra atburða, sem nú gjörast hér í Norðurhöfum, hefur mér komið í hug dálítil dæmi- saga um gestgjafann, sem tók við særða manninum forðum daga hjá miskunnsama Samverjanum. — Það kvað vera enn í dag gisti- hús við veginn frá Jerikó til Jerúsalem, og yfir dyrum þess letrað: „Þetta er gistihúsið, sem miskunnsami Samverjinn leitaði til með særða manninn". — Og enn í dag er talið varasamt að vera einn á ferð á þeim slóðum, svo sagan gæti verið nýleg. Hún er á þessa leið: Einn af þjónum ræningjaforingjans, sem ráðizt hafði á ferðamanninn, varð hast- arlega veikur. „Við komum hon- um fyrir til lækninga í næsta gistihúsi", sagði foringinn, „það kvað aldrei úthýsa særðum eða veikum mönnum, hefir nýlega tekið við manngarmi, sem ein- hver Samverji kom með“. Gest- gjafinn tók vel í það að hlynna að veika piltinum, og bauð foringj anum tesopa á meðan verið væri að rannsaka veikindi piltsins. „Má ekki vera að því“, svaraði ræningjaforinginn, „þarf að líta eftir starfi hinna piltanna minna“. — En þeir voru einmitt um það leyti að ræna fénaði frá þessum sama gestgjafa, og for- inginn þurfti að líta eftir að landamerkjaverðir gestgjafans næðu ekki í þá. Fáum vikum síð- ar kom hann aftur, borgaði skil- víslega fyrir sjúklinginn, en kom jafnframt með annan sjúkling úr flokki sínum. Gestgjafinn varð dálítið forviða og mælti: „Ég úthýsi aldrei veikum manni, og ætla að taka líka við þessum pilti. En í einlægni sagt: Finnst þér ekki óviðfelldið að koma til mín með þessa sjúklinga þína, þar sem þú lætur hvað eftir ann- að þína menn stela eða ræna kindum mínum og rekur gæzlu- menn mína brott með ofbeldi og byssustingjum?" Ræningjaforing- inn reif vandræðalega í skegg sitt að austurlenzkum sið og sagði: „Það er svo sem ekkert viðfelldið, — en af einhverju verð ur maður að lifa, — og ég hefi vanizt við frá barnæsku að beita klóm og kjafti". — „Það er ljóta uppeldið", svaraði gestgjafinn, „en segðu mér annað. Ég heyri á málfari þínu að þú ert útlend- ingur. Treystir þú þér til að segja frá þessum viðskiptum okkar í heimalandi þínu, eða viltu hætta á að einhver þinna manna skrifi um það heim til sín?“ — „Ef þeir taka upp á því“, svaraði foring- inn, „segi ég að það séu æðri máttarvöld sem stjórni mínu starfi. — Annars má ég ekki vera að masa um þetta. Það eina, sem ég get lofað er að drepa ekki fjárhirða þína, ef þeir sýna mér tilhlýðilegan ótta. Ég kem aftur seinna, og borga þér fyrir strák- inn, sem ég kom með“. Sagan er á enda, sem stendur, en vera má að hún verði lengri seinna. S. Á. Gíslason. Óneitanlega finnst mér þetta bezta erindi bókarinnat. en þó skal engan veginn gefið í skyn, að ekki sé þar margt fleira gott. Bókin hefst á vel kveðnu kvæði, er nefnist Orðsins list, alldýru og stundum nokkuð flóknu, svo sem ráða má af þessu erindi: Hvað er lífið, ef vér efum Alvalds mátt í formsins hát.um? Trúardauðinn ósæll eyðir andans dýrð, sem fruni vort skýrði. Allt, sem lífið anda gafur, eilífð sýnir og þroskans linur. Lífið varð af einu orði, upphafsvilja, trú og skilning. Þetta er hin harðvítugasta heimspeki, eins og sjá má, en höf. á einnig til einfaldari tóna í strengjum sínum eins og í kvæð inu Trúarsýn: Skær i skýjarofi skín mín trúarstjarna, Eins og sál mín eigi undirspil þess hljóða. Sitt hvað má finna að kvæðum Lárusar eins og gengur, en ekki líkist hann neinum öðrum, og má það mikinn kost kalla. Stund- um virðist mér hann' fara eilítið út af laginu, en þegar honum tekst bezt, mega ýmsir vara sig, sem hærri hróður bera. í kvæðinu Móðir mhr eru falleg erindi, t.d.- Skilnaðarstundin bar skugga inn; skyggði til allra vega. Var þá sem brysti barmur þinn, bólginn af þungum trega. Barstu þó lífs um Bröttukinn byrðina tígulega. Lárus kveður margt til höfð- ingja, svo sem íorsetanna is- ÓSKAR Þórðarson var fæddur að Gerðhömrum við Dýrafjörð 14. júní 1897. Foreldrar hans voru Þórður Ólafsson, prestur ,og síð- ar prófastur að Söndum í Dýra- firði og kona hans María ísaks- dóttir pósts á Eyrarbakka Ingi- mundarsonar. Óskar læknir lézt í Landsspít- alanum eftir stutta legu 25. þ.m. Óskar var yngstur fimm syst- kina, er til aldurs náðu. Eru systur hans þrjár, Katrín, Vilborg og Sesselja, en bróðir Sigurður, söngstjóri og skrifstofustjóri Rík- isútvarpsins. Að liðnum uppvaxtarárum I föðurgarði, við störf og nám, lá leið Óskars til framhaldsnáms í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi við Menntaskólann 1921 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1927. Það sama ár sigldi Óskar til framhaldsnáms í Austurríki og Þýzkalandi og dvaldi þar við nám fram til 1930, er hann hvarf heim aftur og hóf læknisstörf í Reykjavík. Árið 1936 fór Óskar enn til framhalds- náms í Þýzkalandi og var eftir heimkoinu 1937 viðurkenndur sér fræðingur í barnasjúkdómum. Síðar iágu leiðir Óskars oftlega út til þeirra stofnana, sem þekk- ing hans og lífsstarf var reist á í svo ríkum mæli. Árið 1928 kvæntist Óskar Guð rúnu Sveinsdóttur bónda að Hrauni á Skaga. lenzku, forseta Finnlands og kon- unga nokkurra. Eru þau kvæði hvorki verri né betri en slík kvæði almennt gerast. Þá er og margt annarra tækifæriskvæða, sum hver vel ort, og er Minning um Ingvar Frímannsson eitt af þeim beztu. í ljóðinu Kvöld við tjörnina í í Reykjavík hefur höf. skapað fallega hauststemningu, og þyrftu tónskáldin að semja lag, er hæfði því kvæði, einfalt og látlaust en þó sérkennilegt. Lárus segir margt sérkennilega, og er Ævikvöldvaka gott áæmi um það, eins Lindin draum sinn á; þar er þetta erindi: Stór er lífsins lindin, lygn í sinni firrð. Speglast mannlífsmyndin milt í djúpsins kyrrð. Eldar mínir er einnig sérstætt og snoturt: Eldar minir brenna burt, bíður allt síns tíma. Aldrei verður um það spurt, hvað átti ég við að glíma; ekki heldur sagt né sýnt. Svona er þá glíman: Hverfur allt sem eytt og týnt — út í gleymd og tímann. Líf er leyndardómur er eftir- tektarvert kvæði og Friðleysi vel kveðið. Einnig skal nefna: Þig ég, vinur, þrái, Mannlífsbragur, Móð- urástin og Nóttin er hljóð, en bezt þykja mér ljóðin tvö: Já, æskan vill og Hljóðn og þó eink- um hið síðarnefnda. Ég hirði ekki að tína upp galla þessarar kvæðabókar. Þeir liggja flestir í augum uppi, en ýmsum kann að sjást yfir kostina. Hin markvissa leit Óskars læknis að sem víðtækastri þekk- ir.gu og hæfni í ábyrgðarríku ævi starfi var sá eðlisþáttur, sem sterkast mótaði síðar daglegt lif hans og störf. Hann var læknir- inn, sem með frábærri árvekni og skyldurækni hlaut að ávinna sér traust og virðingu og jafn- framt hinn ástsæli félagi, sem af innri þörf vildi græða öll mein og leysa hvers manns vanda. Hann gekk heill að gifturíku starfi og hugði hvorki á fé né frama. Óskar læknir var glæsimenni með sterka skaphöfn, prúður og hófsamur, ágætur félagi og dreng ur hinn bezti. Hann var víðsýnn og frjálslyndur og manna glað- astur í.vinahópi og vinsæll með afbrigðum. Óskar var gæfumaður í lífi og starfi. Hann eignaðist góða og mikilhæfa konu, er lifir mann sinn, og tvö elskuleg börn, Auði og Bent. Hið fagra heimili þeirra hjóna var hans fnðarlundur og gleðinnar höll. Þangað söfnuðust vinir og vandamenn eftir dagsins önn og erfið skyldustörf læknis- ins. í þeim hópi var gott að vera. í dag verður Óskari lækni búin hvíla í skauti móður jarðar, sem kallað hefir til sín góðan son. Hinn stóri hópur vandamanna og vina kveður hann með söknuði og einlægri þökk fyrir liðna tíð. Blessuð sé minning hans. — Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá. Auglýsingagildi ■ blaða fer aðallega ettir les- endafjölda beirra. Ekkert hérlent blaf Kem þar ) námunda við Sigurður Olason Hæslaréltarlöginaður Þorvaldur Lúðvíksson Hcraðsdómslögniaður Málflutningsskrifsloía Austurstræti 14. Sími 1-55-35. Óskar Þórðarson lœknir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.