Morgunblaðið - 01.10.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.10.1958, Qupperneq 14
14 Miðvikudagur 1. október 1958 — Lagakennsla Framh. af bls 13 JAfaannesson og Björn Páisson (Kahnan). í upphaíi annars starfsárs skól ans var þriðja kennaranum bætt við, og var það Jón Kristjáns- son (Jónssonar dómstjóra). Al.ir voru kennarar skólans mikilhæf- ir fræðimenn. Þeim var mikiik vandi á höndum, er þeir skyldu faefja kennslu í fræðigrein, sem var nálega ópiægður akur að því er allar rannsóknir varðaði. í islenzku máii skorti þá og heiti um mörg meginhugtök iögfræð- innar. Um efniviðinn sjálfan, laga heimildirnar, var og margt á fauldu. Hér þurfti raunveru- lega að fara fram allsherjar- uPPgjör á því, hver lög giltu hér á iandi, og hafði þó margt verið unnið í þeim efnum, þegar hér var komið sögu. Um ritun iögfræðibóka varð einnig að sjálfsögðu að reisa allt frá grunni. I>að víur því á færi elju- manna einna að vinna það verk, sem hér beið. Mun það ekki orka tvímæiis, að kennarar lagaskól- ans og siðar lagadeildarinnar hafa með störfum sínum gersam lega hrundið þeirri hrakspá, að ekki yrði kostur á færum kenn- urum i lögfræði hér á landi, ef til lagakennslu yrði stofnað hér. Lagaskólinn er meðal þeirra skóla hér á landi, sem skemmsta sögu eiga. Hann starfaði aðeins í þrjá vetur. í setningarræðu sinni fyrir rétturn 50 árum kvaðst for- stöðumaður Lagaskólans sérstak- lega óska þess, „að æðri skóiarn- ir (þ. e. Prestaskóhnn, Lækna- skólinn og Lagaskóhnn) renni sem fyrst saman, að ex trinitate verði sem fyrst unitas-universit- as“. Þessj ósk rættist von bráðar, því að 17. júní 1911 var Háskóli íslands settur, og rann þa laga- skólinn inn í hann og varð laga- deild hans. Verður nú vikið að sögu laga- kennslunnar eftir að háskóiinn var stofnaður, en rúmsins vegna verður hér aðeins di epið á nokk- ur atriði. Skipulag lagadeildar. Eins og fyrr greinir unn Jaga- skólinn inn í háskólann og varð stofninn i lagadeild hans. Alíir nemendur þess skóla, er við nám voru, gengu í lagadeild, eða 13 af þeim 15 stúdentum, sem skráð ir voru í lagaskólann. Auk þess skráðust 4 aðrir stúdentar til náms í lagadeild haustið 1911, og voru því nemendur deildarinr.ar 17 fyrsta árið. Kennarar við laga deild voru hinir sömu og við lagaskólann, og varð forstöðu- maður þess skóla hinn fyrsti for- seti Jagadeildar. Námstilhögun í lagadeild var einnig í fyrstu hin sama og við lagaskólann. Laga- deild hélzt óbreytt skipulagsæga allt til 1940, þótt ákvæðm um kennslu og nám i deildinni tækju nokkrum stakkaskiptum. Með upphafi skólaársins 1941—1942 var Viðskiptaháskóli íslands lagð ur niður, og rann sá skóli inn í lagadeildina, sem nú var nefnd laga- og hagfræði- deild. Nemendur viðskiptahá- skólans urðu þá nemendur í þessari nýju deild, og tóku xenn arar þess skóla við störfum í deild inni. Nafnið hagfræðideild var raunverulegga á misskilningi byggt, og var hið rétta nafn við- skiptadeild. Var sú nafnbreyting gerð með nýju háskólalögunum frá 1957, og heitir deildin nú laga- og viðskiptadeild. Ýmiss vand- kvæði eru á því að hafa þessa tvo deildarhluta, sem eiga næsta litla samstöðu, í einni og sömu deild, og er því gert ráð fyrir því í nýju háskólalögunum, að deildinni verði skipt í tvo hluta, lagadeild og viðskiptadeild, þegar þriðja fastakennaranum verður bætt við í viðskiptafræðum. Er þess að vænta, að slíki embætti verði stofnað, áðui en langt um liður. Keimarar I lagadeíld frá 1911. Fýrstu ktnnarai i iagadeild MORGVKTU. 4ÐÍÐ ji. Þar sem lagaskólinn var til húsa í Þingholtsstræti 1908—1911. voru kennararnir, sem störfuðu við Lagaskólann, þeir Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson. Ekki leið á löngu, unz. til breytinga kom á kennaraliðinu. Prófessor Emar Arnórsson varð ráðherra íslands 1915, og tók þá við kennslusíarfi hans sem settur prófessor Ólafur Lárusson, sem var meðal hinna fyrstu kandidata fra lagadeild háskólans 1912. Gegndi próf. Ólaf ur embættinu til 1917, er Einar Arnórss. koma að skólanum að nýju. ínóv. 1918 andaðistpróf. Jón Kristjánsson úr spönsku veikinni, aðeins 33 ára. Var Ólafur Lárus- son þá skipaður prófessor, og gegndi hann því embætti til 1955 eða í full 36 ár, er hann tét af embættj fyrir aldurs sakir. Er prófessor Ólafur eini lögfra’ði- kennarinn, sem látið hefur af embætti sakir aldurs. Gegndi hann kennaraembætti við deild- ina lengur en nokkur annar, og er á engan hallað, þótt sagt sé, að hann hafi mótað meir ís- lenzka lögfræðinga en nokkur maður annar með gagnvandaðri kennslu sinni og merkri og fjöl- þættri vísindastarfsemi. Tveir af hinum upphaflegu kennurum í lagadeild hurfu frá kennslustörfum í lagadeíld og gerðust hæstaréttardómarar, Lárus H. Bjarnason 1919 og Einar Arnórsson 1932. í sæti Lárusac kom Magnús Jónsson, er gegndi embætti til ársloka 1933, en í stað Einars tók við embætti Bjarni Benediktsson, er gegndi embættinu til 1940, þegar hann gerðist borgarstjóri í Reykjavík. Er prófessor Magnús Jónsson hvarf frá embætti, tók við því dr. Þórður Eyjólfsson og gegndi hann því til 1936, en hann var skipaður hæstaréttardómari 1935. Eftirmaður prófessors Þórðar var ísleifur Árnason, er gegndi em- bættinu til 1948, en eftirmaður prófessors Bjarna Benediktsson- ar var Gunnar Thoroddsen, er tók við borgarstjórn í Reykjavík 1947 og hætti þá kennslu. Af próf. Gunnari og próf. ísleifi tóku við þeir Ólafur Jóhannes- son, núverandi forseti deildar- innar, og Ármann Snævarr. Nýtt prófessorsembætti var stofnað 1954, og var það veitt Theódór B. Líndal, hrl., sem um alllangt skeið hafði verið kennari við deildina í veigamikilli grein, úr- lausn raunhæfra verkefna. Er prófessor Ólafur Lárusson lét af embætti 1955 sakir aldurs, tók við embætti hans Magnús Torfa- son. Af þessu stutta yfirliti er það sýnilegt, að lagadeild hefir ekki haldizt vel á kennurum sínum, og hafa kennaraskipti verið miklu tíðari við þá deild en við aðrar deildir háskólans. Eru það einkum Hæstiréttur og stjðrnmál- in, sem hænt hafa til sín kennara frá deildinni. Auk fastakennara deildarinnar hafa kennarar í viðskiptafræð- um, prófessorarnir Gylfi Þ. Gísla- son og Ólafur Björnsson, kennt þar hagfræði og bókfærslu, en bókfærslu kenndu fyrr meir N. Mansher og Björn E. Árnason og hagfræði Sverrir Þorbjörnsson. Hans G. Andersen kenndi þjóða- rétt og alþjóðlegan einkamála- rétt um nokkuxt árabil. Prófdómendur við lögfræði- próf hafa verið þessir: Eggert Briem 1912—1936, Jón Magnús- son 1912—1916, Halldór Daníels- son 1918—1923, Lárus H. Bjarna- son 1924—1934, Páll Einarsson 1931, 1934, 1936, Einar Arnórs- son 1935—1955, Þórður Eyjólfs- son 1937—1945, Gizur Bergsteins- son 1939, 1941, Björn Þórðarson 1945—1957 og Sveinbjörn Jóns- son 1955 og áfram. Hefir Eggert Briem gegnt allra manna lengst prófdómarastörfum við lagapróf. Nemendur lagadeildar, fjöldi kandídata Lagadeildin hefir ávallt verið meðal þeirra deilda háskólans, sem flesta hefir haft stúdentana, og eru fleiri kandídatar braut- skráðir frá þeirri deild en nokk- urri annarri deild háskólans. Á fyrstu árum háskólans var við- koma lcandídata tiltölulega Iítil, en síðan hefir lögfræðikandídöt- um fjölgað jafnt og þétt, svo sem marka má af þessari skrá: . Kandídatar brautskráðir: 1912—1919........20 1920—1929 ...... 53 1930—1939 ...... 80 1940—1949 ......115 1950—1958 ......137 Alls 405 í byrjun skólaárs 1958—1959 munu vera alls 130 stúdentar í lagadeild, svo að ekki sýnist vera mikið lát á aðsókn að deildinni. Breytíngar á námstilhögun i lagadeild, námstúni o. fl. Ýmsar breytingar hafa orðið á námsefni í lagadeild og náms- tilhögun frá upphafi. Námsefnið hefur aukizt til allmikilla muna, bæði þannig að nýjum náms- greinum hefir verið bætt við, einkum með reglugerðarbreyt- ingu frá 1936, og auk þess er námsefni i einstökum greinum nú yfirleitt meira en áður var. Hefir hér átt sér stað svipuð þró- un og í öðrum fræðigreinum, sem kenndar eru hér á landi. Náms- tilhöguninni var og breytt all- gagngert 1936, er embættisprófi var skipt í tvo prófhluta, og enn varð nokkur breyting á námstil- högun með reglugerS frá 1949. Námstími i lögfræði var í upp- hafi sem næst fjögur ár. Eftir reglugerðarbreytinguna frá 1936 lengdist námstíminn til nokkurra muna, og varð hann þá í grennd við 6 ár til jafnaðar. Nú síðustu árin virðist þróunin stefna að því að námstími styttist fremur. Kennsla fer að mestu leyti fram í fyrirlestrum í lagadeild eins og öðrum deildum háskól- ans, svo og með skriflegum æfing um. Nemendur stunda og mál- flutningsæfingar, sem eru þeim til mikillar þjálfunar, á vegum félags þeirra, Orators, en það félag er atkvæðamikið og til hmn ar mestu sæmdar og prýði fyrir lagadeild. Hefir félagið haldið úti lögfræðitímaritinu Úlfljóti nú um ellefu ára skeið með miklum myndarbrag. Lokaorð Þegar stofnað var til laga- kennslu á íslandi, voru margir menn vantrúaðir á þá nýbreytni. Var því m. a. lialdið fram, að skortur yrði á hæfum kennurum og íslendingar myndu verða skaðsamlega einangraðir í vís- indalegu tilliti, svo að halda myndi við menningarlegri ör- deyðu á þessu sviði. Enginn sann- gjarn maður, sem til þekkir, myndi nú halda því fram, að þessar hrakspár hafi rætzt. Á þessum 50 ára ferli lagakennsl- unnar hafa mörg lögfræðirit ver- ið samin af hendi kennara deild- arinnar og ágæt vísindastörf ver. ið unnin, lagamálið hefir stór- aukizt fyrir framlög kennaranna og batnað stórum og starf laga- skóians og lagadeildarinnar hef- ir haft heillavænleg áhrif á laga- setningu hér á landi og skipt miklu máli fyrir vinnubrögð dóm ara og annarra þeirra, sem um lagaúrlausnir fjalla. Stofnun lagaskólans var mikið framfaraspor. íslenzkir lögfræð- íngar blessa í dag minningu þeirra frumherja, sem ötulast bl'rðust fyrir sigri þessa máls. Þeir hugsa í dag með hlýhug til sinnar Alma Mater, lagadeildar- innar, og þeim munu ofarlega í huga árnaðarorðin fornu: Semper floreat cresceat! Magnús Bjarnason Minningarorð F. 19/ 1906 D. 22/9 1958. Hann ætíð var gæfunnar albogabarn, úthýstur, flæmdur um skóg og hjarn, en mótlætið mannvitið skapar. Það kennir að réttur er ranglæti er vann og reyndi það nokkur glöggvar en hann að sekur er sá einn sem tapar. E.B. í DAG fer fram útför Magnúsar Bjarnasonar frá Fossvogskapellu. Ég finn þörf hjá mér að kveðja hann með nokkrum orðum. Það má vera að Magnús hefði getað varið betur hérvist sinni, en hann gerði en það var eins og hann hefði tapað stefnu sinni og aldrei fundið hana aftur, en það vill brenna við þegar einstaklingur- inn og umhverfið falla ekki sam- an, og sjálfsagt hefur Magnús farið með þann leyndardóm með sér, hvað það er sem veldur því að menn verða utangarðs í þjóðfé laginu og verða að hlíta ómildum dómum samtíðarinnar, án þess að kitað sé orsaka eða atvika sem valda einstæðingsskap og um- komuleysi. Einhvern veginn var það svo að þeir sem kynntust Magnúsi varð vel til hans, og átti hann því marga vini sem hlupu gjarnan undir bagga með honum þegar a þurfti að halda. Eitt var það í fari hans sem óefað gaf til kynna hvern mann hanh hafði að geyma, en það var hve barngóður hann var. Það var ekki hægt annað en dást af því, þegar þessi maður sem hafði minna af veraldlegum auði en flestir aðrir, var að miðla litlum vinum sínum sælgæti og smáaurum, og það er mér óhætt að fullyrða að þar átti hann góða vini sem sakna hans nú. Þegar þetta er haft í huga getur maður ímyndað sér hve nærri hann mun hafa tekið sér óhapp sem henti hann rétt fyrir andlát- ið, að verða valdur að meiðsli lílils drengs, enda liklegt að það hafi flýtt fyrir dauða hans þar sem hami hafði verið heilsutæpur í seinni tíð. En það er eins og óláninu verði allt að vopni þegar sumir menn eiga í hlut, og atvik- in geta valdið því að samtíðin fái alrangar hugmyndir um menn og málefni, og er mér ekki grun- laust um að einmitt þetta hafi átt sér stað i þessu tilfelli. En við sem þekktum Magnús vissum það að meinlausari og barnalegri mann var erfitt að finna, og ólíklegastur var hann allra manna til að valda öðrum sársauka eða gera viljandi á hlut nokkurs msnns. Magnús var einn af fimm syst- kinum þeirra hjóna Bjarna Magnússonar steinsmiðs og Sól- v eigar Sigurðardóttur og bjó hann lengst af með móður sinni eftir að nún varð ekkja, en hún er nú látin fyrir nokkrum árum. Ég vil kveðja þennan vin minn með ósk um það að hin nýja til- vera fari um hann mýkri höndum en sú er hann nú hefur hvatt. HreiSar Jónsson Hcrmenn fluttir frá Líbanon BEIRUT, 29. september. — Nú eru allar hersveitir bandarískra sjóliða farnar frá Líbairon. Þeir síðustu gengu á skipsfjöl i dag. Samtímis bárust fregnir 'af smá- skærum í Beirut. Skipzt var á skotum, en ekki er vitað um mannfall. Enn stendur verkfallið, sem stjórnarandstaðan, falangist- ar, stendur fyrir þrátt fyrir áskor un af hálíu stjórnarinnar nm að vinna efnahagslifi landsins ekki raeira tjón með verkföllum. KARACHI, PAKISTAN, 29. sept. — Sendiráð Burma í Karachi gaf út blaðatilkynningu í dag, þar sem segir, að um enga byltingar- tilraun hafi verið að ræða í Burma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.