Morgunblaðið - 01.10.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.10.1958, Qupperneq 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. október 1958 Hóseta vantar á M.s. Fjarðarklett Hafnarfirði. Uppl. í síma 50165. Sendisveinn óskast nú þegar | Steindórsprent hf. 5 Tjarnargötu 4. Bæjor- og héroðsbókosoinið í Hafnarfirði opnar til útlána í dag 1. okt. kl. 2. Lesstofan opnar á sama tíma. BÓKAVÖRÐUR. Húsgögn — Húsgögn Svefnsófar með svamppúðum og gúmmíborðum 2ja nianna svefnsófar með svampi og stoppaðir Skrifborð 4 gerðir frá kr. 1175. — Stoppaðir stólar frá kr. 1460. — Smáborð frá kr. 260. — Hansahillur Hansaskápar Sófaborð í miklu úrvali Ný gerð af svefnherbergishúsgögnum úr teak eru væntan- leg næstu daga. S K E I F#\ M HUSGÖGN Snorrabraut 48 sími 19112 og Laugaveg 66 sími 16975. I Hafnarfförður Vantar nú þegar börn, unglinga eða full- orðna til blaðburðar í vesturbæinn, ÖLDUGÖTU og HOLTIÐ. Talið st»rax við afgreiðsluna Álfaskeið 40 sími 50930. ? ' Sjí " M ' Félugsheimilið Vo^aland. Vogqland — nýtf félags■ heimili að Króksfjarðar■ nesi Hver á fegri og rýmri rann og röðulkrýndan salinn? Hver sem fagurri útsýn ann elskar Geiradalinn. Guðm. E. Geirdal. ÞAÐ var bjart yfir sveitinni að miðjum degi þann C. sept. sl. er hreppsbúar Geiradalshrepps, ná- grannar þeirra og ýmsir gestir, komu saman í hið nýja íélags- heimili þeirra að Króksfjarðar- nesi, til að vígja það og fagna unnum sigri og náðu settu marki. Það var og bjart og heiðríkja hugans til áframhaldandi starfs og dáða, hjá mínum gömlu sveit- ungum og félögum, eldri sem yngri. Og reynsla liðinna ára hef- ir sýnt að þar hefir verið skammt milli hugsunar, orða og framkvæmda. Formaður- byggingarnefndar, Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstj., setti samkomuna og stjórnaði henni. Er hann hafði boðið gesti velkomna og tilkynnt fyrirkomu- lag samkomunnar, flutti sér Þórir Stephensen sóknarprestur vígsiu ræðuna og gaf heimilinu nafnið Vogaland. Að lokinni vígsluræðu sóknar- ptíests kvaddi sér hljóðs Ingólfur Helgason bóndi í Gautsdal og rakti sögu byggingarinnar, sem hér fer á eftir í aðalatriðum. Það var á aðalfundi U. M. F. Unglings í jan. 1957 að fram kom till. um að hefjast handa um byggingu nýs samkomuhúss og var hreppsnefnd Geirdalshr. skrifað og óskað samstarfs. Á al- mennum hreppsfundi síðar um veturinn var ákveðin samvinna um hina fyrirhuguðu fram- kvæmd og ritaði hreppsnefnd sýslunefnd A-Barðastrandarsýslu til framlags cg heimild til lán- töku. Þá rituðu *g aðilar gjaldeyris- yfirvöldunum beiðni til fjárfest- ingarleyfis, sem veitt var í maí 1957 og var byrjað að grafa fyrir húsinu 15. júní 1957. Húsið er teiknað á teiknistofu Gísla Halldórssonar, Rvík. Verk- fræðingur frá teiknistofunni að- stoðaði við staðsetningu þess. Stærð þess er um 180 fer- metrar. í því #r ytri og innri forstofa, tvö snyrtiherbergi, mið- stöðvarherbergi, eldhús, veitinga- stofa, sem jaf»framt má nota sem leiksvið og samkomusalur um 60 fermetrar. Ennfremur tvö lítil herbergi, annað ætlað bóka- safni hreppsins, hitt til kvik- myndasýninga o. fl. Teikningar að hita- og raf- magnslögnum annaðist verkfræð ingafyrirtækið Traust hf. í Reykjavík. Raflagnir annaðist 'Sigurður Lárusson rafvirki í Tjaldanesi. Smíði hitakerfis fram kvæmdi Rútur Ásbergsson, Vals- hamri. Múrverkið unnu Þórður Guðmundsson, Hólmavík og Oddur Daníelsson, Tröllatungu. Málningu framkvæmdi Einar Ingimundarson, málarameistari í Borgarnesi. Yfirsmiður bygging- arinnar var Þorsteinn Jónsson írá Broddanesi. Byggingarnefnd hefur leyst starf sitt með áhuga, dugnaði og vandvirkni. Að lokinni ræðu Ingólfs kvaddi sér hljóðs form. byggingarnefnd- ar Ólafur Ólafsson, þar sem hann í nafni U. M. F. afhenti Geira- dalshreppi það til eignar og um- ráða og árnaði því heilla til menn ingarauka í sveitinni. Oddviti, Júlíus Björnsson í Garpsdal, þakkaði fyrir hrepps- ins hönd og hafði meðal annars orð á hve undrafljótt verkið hafi gengið, og hve myndarlegt og fagurt húsið er. Einnig fagnaði hann því að geta afhent sínum eftirmönnum það, þar sem hann vonaði að hið bezta og göfugasta mætti skapast og þroskast. Að lokinni vígsluathöfninni, var sezt að kaffidrykkju, þar sem veitt var af mikilli rausn og myndarskap. Yfir borðum voru ræður fluttar og sungið á milli. Meðal ræðumanna var íþrótta- fulltrúi, Þorsteinn Einarsson, sem mælti meðal annars, að nú á öld hraðans og metanna, hafi Geira- dalshreppur sett hraðamet í bygg ingu þessa félagsheimilis. Þá kvöddu sér hljóðs Ari sýslumaður Kristinsson, Sigurvin Einarsson alþm., Guðbrandur Benediktsson Broddanesi, Sigurður Elíasson Reykhólum, oddviti Reykhóla- hrepps, Játvarður Jökull, erfærði frá Reykhólahreppi fagra mynd af málverki eftir Ásgrím Jóns- son, sem vott þakklætis, fyrir ávallt ánægjulegt samstarf milli hreppanna. Er myndin var afhjúpuð í salnum, var klapp að af mikilli hrifningu. Þakkaði Oddviti Geiradalshrepps gjöfina og minntist margs ánægjuiegs í samvinnu sveitanna, og óskaði að svo yrði ávallt. Eftir að borð voru upp tekin var sýnd kvikmynd af forseta- förinni um Dali og Barðastrandar sýslu árið 1957. Var því næst stiginn dans, en er hann var nýbyrjaður, vatt sér í salinn Guðmundur Jónsson óperusöngvari og söng þar nokk- ur lög við mikla hrifningu. Sveitin þar sem víðsýnið skín. Félagsheimilið hlýtt, bjart, með lifandi arin samhugs og sam- starfs, verði reitur þroska, mann- dóms og menningar í nútíð og framtíð. Guðbrandur Benediktsson. mtíL SB HÉÐINN = / 4 'T/oÍ&t/'/s; 'UéÆausngoð VÉLAR SEM ÞÉR GETIÐ TREYST 5TR0JEXP0RT Kynnið yðnr gæði Tékkneskra véla Dieselvélar frá 5—2000 HA Fyrirspurnum svarað um hæl. HEÐINN sími 2 42 60 (10 línuo-) — Seljavegi 2. Aðalsalur félagsheimilisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.