Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. október 1958 MORGUNBLAÐ1Ð 17 ,Ö//um gagnar jbað, sem á land kemur' FYRIR 164 árum, eða árið 1794, var gefin út bók í Danmörku. Þessi bók hefur mér borizt í hendur. Nafn bókarinnar er afar langt, og verður hér ekki gerð tilraun til að þýða það á íslenzku. En bókin f jallar um athafnalíf í löndum Danakonungs. Og þá voru lönd Danakonungs víðáttu- meiri en nú. Fyrst og fremst var þar Danmörk ásamt hertoga- dæmunum, Færeyjar, ísland, Grænland, Noregur og ennfrem- ur Vesturheimseyjarnar er Banda ríkjamenn fengu fyrir fimm ára- tugum fyrir álitlega upphæð í dollurum. f Norður-Noregi var þá all- stórt landsvæði, er báðir töldu sig eiga, Danakonungur og Rússa- keisari og heimtu báðir skatt af. En íbúum þóttu það þungar bú- sifjar. Sennilega hafa þeir jafnað það með sér einvaldarnir. Þó er ekki víst að þar hafi gróið um heilt, fyrr en tengdir tókust rneð þeim. Fyrrnefnd bók er eina heimiid- in, sem ég hefi, um þrælasölu Dana, en eftir því sem þar segir, þá fluttu þeir á þeim árum mikið af svertingjum mansali vestur um haf. Hagspekingurinn, sem bókina ritaði, lét þess getið, að þrælasalan hafi verið ill nauð- syn, frá fjárhagslegu sjónarmiði, látið sitja við orðin tóm. En ann- að hvort brast hann þar til skör- ungsskap, eða hann hefur verið ofurliði borinn. Nú vita allir hvernig komið er. Gjaldeyririnn væri hættur að vera til, ef ekki hefði verið grip- ið til öþrifaráða. En það eru upp bæturnar úr ríkissjóði. Einhverjir munu segja, að í sama stað komi hvort framleið- endur fái uppbætur eða frelsið til að verðleggja sjálfir útflutn- ingsvöruna, með því að ráða sjálfir yfir gjaldeyrinum. Segja má, að þeir hafi nokkuð til síns máls, hvað þá snertir er uppbót anna njóta. En uppbótaleiðin er krókaleið. Þar gengur mikið fé í sjálft sig. Innheimta og úthlut un uppbótafjárins hlýtur að vera kostnaðarsöm. Þá eru stofnanir, sem annast verðlagseftirlit og gjaldeyrisúthlutun. Þetta er allt óþarfa milliliðir (eða afætur). Þetta allt hlýtur að kosta millj- óna tugi. Það fé væri betur komið í einhver nytsemdarstörf. Eða mannaflinn, sem við þetta er bundinn, hann myndi ekki skorta lífrænni verk, á sama tíma og fjöldi útlendinga vinnur hér við framleiðslustörf, og þeim eru greidd laun sín í erlendum pen- ingum, að miklu leyti. Undanfarandi missiri hefur mikið verið talað um „varanleg úrræði í efnahagsmálum". en til að halda uppi samgöngum við i menn hafa ekki látið í ijós, hver hina fjarlægu ríkishluta vestan- hafs. En austur um hafið fluttu þrælaaskipin einkum sykur, er þau úrræði eru. Hér verður bent á leið út úr ógöngunum, en það verður að teljast beinasta leiðin. unninn var úr sykurreyr og j Hún er þessi: Öll viðskiptahöft romm, en af því var tilgreind- ur tunnufjöldj fluttur árlega. Telja má víst, að eitthvað af vest- urhafseyja romminu hafi borizt hingað til lands. Og þá hefur ágóðinn af þrælasölunni og hið ódýra vinnuafl þrælanna fært niður verðið á romminu íslend- ingum til hagsbótar. Hér hefur verið stiklað á stóru, varðandi innihald hinnar gömlu bókar, og verður það ekki rakið frekar, aðeins drepið á, hvað hún segir um fsland. f fyrrgreindri bók er atvinnuvegum landsins lýst allmikið, og einnig hvað og hve mikið er flutt að og frá land- inu á þeim tíma. Eitt var það, er vakti athygli bókarhöfundar og honum þótti eftirbreytnisvert í atvinnuhátturn íslendinga, en það voru hluta- skiptin á sjávaraflanum. En í heimalandi sínu átti hann því að venjast, að fiskimenn væru ráon- ir upp á kaup. hversu sem afl- aðist. Hlutaskipti hafa verið viðhöfð verði afnumin. Þar með talin gjaldeyrishöft. Verðlagseftirlit látið niður falla, uppbætur á út- fluttar vörur falli niður. Enn- fremur verði hætt uppbótum og niðurgreiðslum á innlendri íram- leiðslu á innlendum markaði, því augljóst er, að vafningaminnst er, að hver vörutegund sé seid því verði, er framleiðsla hennar kostar. Niðurgreiðslurnar verða menn hvort eð er, að borga eftir ýmsum leiðum. Verði þessi þáttur upptek- inn, þarf ekki að óttast að gjaldeyririnn hætti að verða til, en þar ræður árferði mestu. Sú breyting getur að vísu átt sér stað, að innflutn ingurinn færist að einhverju leyti á annarra hendur, en það skiptir almenning minnstu máli, Þetta fer heldur ekki fram hjá þeim, sem í stórræðum standa með innflutningsviðskipti. En það gæti knúið þá til athafna á sviði framleiðslunnar, bæði á sjó og landi. Gamalt máltæki segir: „Öll hér á landi frá upphafi íslands- | um gagnar það, sem á land kem byggðar, fram á þennan dag (á ur“i togurum hafa þó ekki verið hluta skipti, sem kunnugt er). Og það hafa allir sanngjarnir menn við- urkennt, að hver og einn væri vel að því kominn að njóta hlut- ar síns og hafa á honum fullan ráðstöfunarrétt. Frávik hafa þó orðið á því, að menn hafi haft ráðstöfunarrétt á aflahlut sínum. Er þar til fyrst að nefna þann skaðvald, er frægur var að er.d- emum, einokunarverzlunin danska. Þá voru viðskiptin skipu lögð. En þá var skipulagið í hönd um erlends vald*. Sögu dönsku einokunarinnar þarf ekki að rekja, hún er öllum kunn. Loks varð verzlunin frjáls en sú dýrð tók þó enda. Og á þessu ári 1958, er aldarfjórðungs- afmæli verzlunarhaftanna og það ættu forsvarsmenn þeirra að halda hátíðlegt. Ekki gekk það hljóðalaust, að lögleiða verzlunarhöftin. Þá lét háttsettur maður svo ummælt, að ef svo færi, að ráðstöfunarréttur yrði tekinn af framleiðendum, yfir gjaldeyri þeim, er fyrir vöru þeirra fengist, þá hætti gjaldeyr- irinn að verða til. Þetta var skörulega mælt, hefði ekki verið Víða um landið er nú kvartað um, að erlendur gjaldeyrir sé hvergi fáanlegur utan Reykja víkur og ekki er furða þó orð sé haft á því. Það aukakostn aður að ferðast frá fjarlægustu stöðum, upp á von og óvon í þeim erindum. En sá væri munurinn hér á, ef gjaldeyririnn væri frjáis, að þá er gjaldeyrir fyrir hendi, hvar sem fiskur er dreginn úr sjó og á hverjum þeim stað. sein sauð kind er rúin, eða dilk slátrað Og fleira mætti nefna. Þau tíð indi hafa undanfarnar vikur bor izt út um landið, að sjö bátar liggi bundnir við land á Akra nesi, fyrir löngu tilbúnir að hefj róðra að öðru leyti en því, að menn vantar á þá. Og víða getur verið svipað ástand, þó orð hafi ekki verið á haft. En myndi ekki losna um þessa báta, ef eigendur þeirra, og væntanlegar áhafnir hefðu óskoraðan eignarrétt og um ráðarétt á aflahlutanum? Senni legt er að svo væri. Og fleiri bátar myndu liggja við landfest ar eða standa uppi, ef Færey inga nyti ekki við. Formælendur haftanna telia Ekki verður betur séð en að Soraya, fyrrverandi keisaraynja í íran, hafi að nýju tekið gleði sína. Hún dvaldist fyrir nokkru sér til hvíldar og hressingar í Baden-Baden í Þýzkalandi. Þar var oftast i fylgd með henni bar- ón að nafni Dieter von Malsen- Ponickau, og ekki þurfti meira til þess að koma af stað orðrómi um, að Soraya væri í giftingar- hugleiðingum. En hvað sem því líður, vakti það mikla athygli, að Soraya tók mikinn þátt í skemmt analífinu, sótti veðreiðar og kom á dansleik, sem haldinn var í spilavítinu þar í borg. Þessi dans leikur kvað reyndar hafa kostað skilding — allt að 100 þús. mörk- um. Allar konurnar, sem dans- leikinn sóttu, fengu orkídeu að gjöf. Trjágöngin umhverfis spila- vítið voru fagurlega lýst, og mun lýsingin hafa kostað um 20 þús. mörk. þeim það til gildis, að með þeim sé hafður hemill á innflutningi óþarfa varnings. En innflutning- ur óþarfavarnings mun lítið hafa minnkað með höftunum. Hvað myndi verða sagt um þann kaup- félagsstjóra sem legði kapp á að flytja inn óþarfa varning í von um meiri ábata, en gengi á snið við þann varning, er íélagsmenn þyrftu til daglegra þarfa? En það reynir „hver að sjá um sína“, og sama máli gegnir með kaupmenn. Þeir geta því að eins verzlað, að þeir hafi á boð- stólum nytsamar vörur. Það er lítil hætta á, að gjald - eyririnn sé misnotaður, þótt hann sé frjáls. Og eins og fyrr er getið, þá hefir frelsið rneð gjald- eyririnn örvandi áhrif í þá átt, að hans sé aflað. Ef horfið yrði að því ráði, sem hér er lagt til, þá væri margt annað en engu tapað. Fyrst og fremst væri styrkja- leiðin úr sögunni, en nú munu styrkirnir vera farnir að nálgast hálft verðmæti. útflutningsins og fara ört hækkandi með sama áframhaldi. En þegar styrkir og niðurgreiðslur fara að nálgast jafnvirði útfluttrar vöru, þá færi að verða æskilegt, að hagfræð- ingar vorir léti í sér heyra hvernig þeim litist á blikuna. En vonandi er að svo iangt verði ekki gengið, heldur verði aftur snúið meðan von er um fótfestu. En þá er komið að því, er fyrr var getið: hluta skiptunum. Þar gildir sama hvort urn er að ræða háseta hluti eða dauða hluti — en áður fyrr voru það nefndir dauðu hlutirnir, er skipseigendum féllu í skaut — þar verður eignar- rétturinn að vera algjör. Það er augljóst, að með þessu heldur gjaldeyririnn áfram að verða til, og aukast og fjör fær- ast í atvinnulífið. Svo er eitt, sem enn er ótalið. en það er hve þetta léttir áhyggj um af þingi og stjórn. Hér er aðeins mælzt til þess, að menn fái sjálfir að bjarga sér, á heiðarlegan hátt, og án óþarfa afskiptasemi stjórnarvaldanna. Æskilegt væri, að Alþingi kæmi þessu í rétt horf, sem fyrst, því hver dagurinn er dýr, sem þetta dregst. Þetta ætti ekki að vera langrar stundar verk. Vandinn er ekki annar en sá, að draga á lögformlegan hátt — strik yfir þau lög, sem nú eru atvinnuveg- unum fjötur um fót. Með því væri allur vandinn leystur. Einar Runólfsson. Hollur matur — hraustir menn DANSKUR næringarefnafræð- ingur lét þau orð einhvern tíma falla, að hver sem væri, gæti lært að aka bíl, án þess að hafa hugmynd um hvernig vélin starf- ar, hvaða gagn benzínið gerði og smurningsolíurnar. En hverjum hlyti líka að vera ljóst að bíll er betur settur í höndum manns, sem hefur nokkra hugmynd um þessa hluti. Samlíkingu mætti gera á bíln- um og starfsemi líkama okkar og á þeim mat, sem við bjóðum honum’. Flestir vinna sín daglegu störf, án þess að hugsa hið minnsta um að vinnuorkan og lífsgleðin er að miklu leyti undir því komin, hvaða mat við borð- um. Sumarið er stutt hjá okkur og nýtt grænmeti er dýrt og þess vegna ekki eins sjálfsögð dagleg fæða og víða annars staðar. Það er því nauðsynlegt hverri hús- móður að þekkja einföldnstu undirstöðuatriðin í næringarefna- fræðinni, bæði til að fá sem bezt not af því sem til er í verzlunum og spara fé til heimilisrekstrar. Heilsa hvers og eins byggizt fyrst og fremst á því að neytt sé holls matar. Næringarefnunum má skipta í fimm flokka, nefnilega: kolvetna sambönd, feitmeti, eggjahvítu- efni, sölt og bætiefni. Þrjú fyrst- nefndu efnin eru orkugjafar, tvö síðari stuðla að því að líkaminn geti nofært sér þau fyrrnefndu. Akjósanlegast er, að menn njóti einhverrar fæðu úr þessum fimm flokkum á degi hverjum. Nú skal gerð lauslega grein fyrir, hvaða fæðutegundir til- heyra hverjum hinna fimm flokka. 1) Kolvetni fáum við aðallega í brauðmeti, en þau eru líka fyrir hendi í kartöflum, og öðrum rót- arávöxtum og í sykri og hunangi. Við brunann sem verður í líkani- anum við neyzlu kolvetna, mynd- ast orka og hiti. í þessum kol- vetnum er einnig fólgið B-fjörvið að miklu leyti, sem er líkaman- um mjög nauðsynlegt. 2) Fitan í fæðu okkar er líka orkugjafi, en gefur helmingi fleiri hitaeiningar á hvert gr en kolvetnin og eggjahvítuefnin. Smjör og smjörliki er aðal-feit- metið og úr smjörinu fæst líka A- og D-fjörvi (en undirrituðum er ókunnugt um hvort smjörlíki er bætiefnabætt hér á landi, eins og mun þó vera annars staðai á Norðurlöndum).í eggjarauðu, feA um fiski, osti og rjóma eru einn- ig þessi mikilvægu næringarefni. 3) Aðalverkefni eggjahvítuefn- anna í fæðunni er að styrkja og endurnýja hina ýmsu vefi líkam- ans. Þau eru í fæðutegundutrj bæði úr jurta og dýraríkinu. Mjólk, ostur, egg, kjöt og fiskur eru aðaleggjahvítugjafarnir, en eggjahvítuefni eru líka í baun- um. Þessar fæðutegundir hafa líka kalk að geyma en kalkið í fæðunni er mjög nauðsynlegt. Mest er af kalki í mjólk og ost- um. 4) Úr eggjarauðu, mögru kjöti og sláturmeti fær líkaminn járn- ið„ sem nauðsynlegt er til þess að líkaminn geti myndað rauðu blóðkornin. — Allir vita að græn metið er mjög mikilvæg fæðu- tegund. Það gerir kostinn tilbreyt ingarmeiri og úr því fást bráð- nauðsynleg sölt og bætiefni. 5) A-bætiefnð er í ríkustum mæli í græna og gula grænmet- inu. Það er líka auðugt að járni. Því sterkari litur á grænmetinu, því hætiefnaríkara er það. Appelsínur og sítrónur eru sér- lega C-fjörvi-ríkar, en slíkt er dýr matur. og oft ófáanlegur. C-fjörvi er líka í tómötum, ýms- um káltegundum, salatblöðum og nýjum berjum. „Geimlijálmar6; reynast hættulegir LONDON, 29. september. — Fjög urra ára drengur lézt í dag af völdum súrefnisskorts — með all sögulegum hætti. Var hann að leik utan við heimili foreldra sinna í Welwyn Garden City með „geimhjálm“, sem móðir hans hafði nýlega gefið honum. „Geim- hjálmar“ þessir eru nú seldir víða um lönd sem barnaleikföng,- Eru þeir úr plasti, gagnsæir og hvelfast yfir höfuðið — og sitja á öxlum. Hafði drengurinn borið hjálminn í allan morgun og leikið geimfara, en um hádegisbilið, er móðir hans fór að gæta hans, fann hún drenginn örendan í garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.