Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUlVBLAÐlb T>riðjudagur 28. okt. 1958 JMrojntttliffðMfr trtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvænidastióri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicoit Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími Í3045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. J SAMRÁÐI VIÐ VINNU- STÉTTIRNAR" EGAR núverandi ríkis stjórn var mynduð var því lýst yfir að hún myndi byggja allar aðgerðir sín- ar í efnahagsmálum á „samráð- um við vinnustéttirnar“. Væri i því fólgin fullkomin trygging fyrir því, að auðvelt mundi að ráða vandamálunum til lykta. Ennfremur væri það öruggt að þær ráðstafanir, sem gerðar yrðu „í samráði við vinnustéttirnar" myndu ekki skerða kjör verka- lýðsins. Flokkar vinstri stjórnarinn- ar fjölyrtu mjög um það hvi- líkur reginmunur væri á starfsháttum ríkisstjórnar, sem starfaði þannig fullkom- lega „í samráði við vinnu- stéttirnar“ og ríkisstjórnum þeim, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefði tekið þátt í eða haft forystu í. Á kostnað hinna tríku Margir munu vafalaust hafa trúað yfirlýsingum vinstri stjórn arinnar um fyrirhuguð „samráð hennar við vinnustéttirnar". — Fylgjendur kommúnista og Al- þýðuflokksins reiknuðu margir ákveðið með því að nú yrðu dýrtíðar- og efnahagsvandamál- in leyst „á kostnað hinna ríku". Hinir sósíalísku flokkar höfðu í áratugi sagt fólkinu það, að þannig ætti að leysa efnahags- vandamálin. Bara að léta hinum ríku blæða. Svo átti líka að af- nema allan „milliliðagróða“, lækka vöruverð, auka kaupmátt launa og endurskipuleggja lána- stofnanir og úfflutningsverzlun. Þannig átti ,í stuttu máli sagt að leysa efnahagsvandamálin í „samráði við vinnustéttirnar". Hið mikla syndafall Vinstri stjórnin hefur nú farið með völd nokkuð á þriðja ár. Þjóðin hefur því fengið nokkurt yfirlit um starf hennar og stefnu. Þá er eðlilegt að þessar spurn- ingar vakni: Hefur þessi ríkis- stjórn „leyst efnahagsvandamái- in í samráði við vinnustéttirn ar“? Hefur hún gert það „á kostnað hinna ríku“ án þess að skerða kjör verkalýðsins og alls almennings í landinu? Hefur hún komið fram einhverjum áþreif- anlegum umbótum á lánastofn- unum þjóðarinnar eða endur- skipulagt . útflutningsframleiðsl- una? Hefur hún lækkað verð- lag, aukið kaupmátt launa og útrýmt milliliðagróða? Auðvitað svarar hver einstakl- ingur þessum spurningum í sam- ræmi við reynslu sína af vinstri stjórninni. En hætt er við því að svörin við öllum þessum spurn- ingum verði neikvæð. Svo ger- samlega hefur vinstri stjórnin gengið þvert ofan í gefin fyrir heit í allri stjórnarstefnu sinni Hún hefur að vísu látið heita sem hún hefði samráð við verka- lýðssamtökin um aðgerðir sínar í efnahagsmálum. En öll þjóðin veit, ekki sízt fólkið innan verka lýðssamtakanna, að síðasta Al- þýðusambandsþing taldi það „lágmarksskilyrði af hálfu verka lýðshreyfingarinnar, að kröfum útflutningsframleiðslunnar um aukinn stuðning yrði ekki mætt með nýjum álögum á alþýðuna“. Öll þjóðin veit líka, hvernig vinstri stjórnin tók tillit til þessa „lágmarksskilyrðis". Hún hefur lagt á almenning heilan milljarð króna á ári í nýjum tollum og sköttum. Öll þjóðin í stjórnmálaskóla Valdatímabil vinstri stjórnar- innar hefur þegar valdið íslenzku þjóðinni geigvænlegu tjóni og leitt yfir hana margvíslegar þættur, út á við og inn á við. En engu að síður hefur mynd- un þessarar ríkisstjórnar, hinna svokölluðu vinstri flokka, áreið- anlega haft nokkur áhrif til gagns. Hún hefur verið þjóðinni hollur en dýr stjórnmálaskóli. íslenzkur almenningur hefur nú fengið betri tækifæri til þess en nokkru sinni fyrr að sjá með sín- um eigin augum störf og stefnu vinstri stjórnar. Vinstri stjórn er ekki lengur þokukennd hugsjón eða hugtak, sem hægt er að telja fólki trú um að muni auðveld- lega leysa allan vanda, ef hún aðeins fengi tækifæri til þess að spreyta sig á lausn vandamál anna. Þjóðin er búin að fá sár bitra reynslu af störfum slíkrar stjórnar. íslendingar hafa fengið tækifæri til þess að bera aðgerð ir og framkvæmdir þessarar stjórnar saman við stefnu ann- ara stjórna. Þetta er vissulega mikíls virði. Hugmyndin um vinstri stjórn, nauðsyn hennar og ágæti, svífur ekki lengur í skýjum uppi. Hún er komin niður á jörðina og hefur ver- ið framkvæmd. Fólkið hefur fengið tækifæri til þess að finna, hvaða áhrif stjórnar- stefna hennar hefur á líf þess og starf. Á grundvelli reynslunnar Á því fer vel að fólk í lýðræð- isþjóðfélagi fái tækifæri til þess að gera sem gleggstan saman- burð á stjórnarstefnu og hæfni hinna einstöku stjórnmálaflokka til þess að leysa vandamál sam- tíðarinnar. Heilbrigð dómgreind fólksins er sá grundvöllur, sem lýðræðisskipulagið byggist á. íslenzkur almenningur gerir sér í dag ljóst, að fyrirheit vinstri stjórnarinnar voru hrikalegasta blekkingartilraun, sem gerð hefur verið í ís- lenzkum stjórnmálum. Þessi mikla blekking hefur nú verið afhjúpuð. Þjóðin er smám sam- an að kynnast sannleikanum. raunveruleikanum nöktum og köldum, eins og hann blasir við í dag, í mynd stórfelldrar fjár- málaóreiðu, verðbólgukapp- hlaups og stjórnmálaspillingar. Þjóðin gerir sér það jafn- hliða ljóst, að fyrirheitið um „samráð við vinnustéttirnar'- var innantómt slagorð ófyrir- leitinna valdabraskara. UTAN UR HEIMI Frægir rithöfundar hundeltir — í Belgíu gat ég ekki litid i blað ekki skrifað eina linu, ekki einu sinni á póstkort SL. sunnudag birtist í danska blaðinu Dagens 'Nyheder við- tal við Halldór Kiljan Laxn- ess. Fer viðtalið hér á eftir lauslega þýtt: —Fer bindið vel? Er ég ekki fullklæddur? Jæja, þá verður þetta miklu auðveldara .... spurningarnar verða ekki alltof óvinsamlegar eða hvað? Ég er dálítið þreyttur, hefi legið í rúminu með hálsbólgu í tvo sól- arhringa, og í dag hefi ég farið um alla borgina í verzlunarerind um. — Og þér hafið verzlað? — Verzlað? O, jæja, ég veit það svei mér ekki, allt mjög hversdagslegir hlutir — en við skulum nú sjá: skyrtur, bollar — konunglegt postulín? Það man ég ekki, en það getur samt vel verið, þeir eru a.m.k. reglulega fallegir — og svo ein stígvél og einir skór. Ekki er hægt að ganga á sokkaleistunum einum. ★ — Hafa Nóbelsverðlaunin — (190,214 sænskar krónur, veitt 1955) —- þegar komið að notum? — Ég er sparneytinn maður. En ég eyði fjarskalega miklu fé! Ég sóa peningum í allt mögulegt. m.a. í bíla, ég held, að í bili eigi ég þrjá. Ég seldi nýlega Lincoln og fékk Opel Kapitan í staðinn, konan mín á sinn eigin fólks- vagn, og svo höfum við alltaf bandarískan jeppa heima við. Ég á heima 30 km frá Reykjavík svo að bíll er þarfaþing fyrir mig. Á heimiJi úti í sveit verða að vera a.m.k. tveir bílar, annað kynni að leiða til hjónaskilnaðar. Hugsið þér yður, ef hjónin þurfa að sitja og bíða hvort eftir öðru og hamra með fingrunum á borðið, það er afskaplega þreytandi. Ég held því eindregið fram, að tveir bíl- ar séu nauðsynlegt skilyrði fyrir góðu hjónabandi — á sínum tíma höfðu menn í sveitum alltaf tveimur hestum á að skipa. Nei, ég er alveg laus við bílaæði sem slíkt, ég ek aðeins til að komast frá einum stað til annars. — Hvað hafið þér aðhafzt í Danmörku? — Að sinni hefi ég aðeins haft tíma til að hugsa um hálsbólg- una, og á morgun held ég heim til íslands. En é'g kem reyndar svo oft til Kaupmannahafnar — tíu sinnum á ári, held ég. Hún er viðkomustaður í hvert sinn, sem ég legg upp í eitt af mínum allt of mörgu ferðalögum. í þetta skipti hefi ég dvalizt í Póllandi og Belgíu. — Hvað höfuðst þér að í Pól- landi? —• Ég var í einni af þessum kynnisferðum, sem rithöfundar fara svo oft. Nú á tímum skrifa rithöfundar ekki bækur, þeir heimsækja stofnanir. Rithöfund- ar fá alltaf allt of mörg boð, — ókeypis ferðalög, sem varla er hægt að anna. — Er ekki hægt að hafna boð- unum? — Vitanlega get ég sagt nei, en því er ekki alltaf vel tekið, og ég, sem á lesendur að bókum mín um í öllum löndum Evrópu og á þar skyldur að rækja við út- gefendur og vini. Maður getur svei mér ekki haldið áfram að segja nei — Nei — NEI! — Er erfiðara að einangra sig, síðan Nóbelsverðlaunin komu til sögunnar? — Það er alltaf erfitt að ein- angra sig, þegar maður er þekkt- ur rithöfundur. Nóbelsverðlaun- in hafa aukið á erfiðleikana, og ég viðurkenni, að oft og tíðum er ástandið óttalegt. — Að hve miklu leyti er rit- höfundur skuldbundinn lesend- um sínum? — Það er undir háttvísinni komið, ekki er hægt að bægja hiklaust frá sér fólki, sem mað- ur skrifar bækur fyrir. En mað- ur getur heldur ekki látið eta sig upp til agna. í Belgíu gat ég ekki litið í blað, ekki skrifað eina línu, ekki einu sinni á póst- kort. — Öðru hverju eru opinber ferðalög ef til vill líka mjög ánægjuleg? — Aðeins lélegir rithöfundar eru góðir ræðumenn! — Segja má, að þau séu lær- dómsrík, en ekki ánægjuleg. Öðru nær, þau eru mikil plága, 8—10 stofnanir á dag, móttöku- athöfn í 8—10 samkundum, þar sem alls staðar er veitt vín og sætabrauð og haldnar ræður, mjög auðvelt er að verða leiður á slíku. Og svo á að auki að svara með þakkarræðum. Aðeins lélegir rithöfundar eru góðir ræðumenn — Eruð þér góður ræðumaður? — Ég vona að svo sé ekki, því að það eru síður en svo góð með- mæli með rithöfundi. Aðeins léleg ir rithöfundar eru góðir ræðu- menn. Víst er um það, að starf rithöfundarins er í því fólgið að mynda setningar í einrúmi — að velta sömu setningunni fyrir sér í héila klukkustund, eða jafn- vel enn lengur — allan daginn. Það er alger andstæða við ræðu- manninn, sem mælir af munni fram. En auðvitað lærist smám saman þetta orðagjálfur, sem þul- ið er við slík tækifæri. Maður verður að vera siðblendinn. — Eruð þér það? — Ég reyni það. Uppistaðan — erfiðust — Hvaða þýðingu hafa Nobels- verðlaun fyrir mann sjálfan, alveg persónulega? — Óvænt fagnaðarefni, þegar þau koma. Og síðan þakkar mað- ur fyrir. Og hugsar svo ekki meira um það. — Og hvað hugsar rithöfund- urinn þá um? — Um bækurnar sínar. Það tekur mig nærri tvö ár að skrifa skáldsögu, svo að um nóg er að hugsa. Jú, ég er farinn að und- irbúa þá næstu, en ég er varla byrjaður, því að tæpast er tími til þess að skrifa meira en einn kafla í senn. En hugmyndin er góð, uppistaðan er frábær, og góð uppistaða er góð byrjun á •bók. Auðvitað getur maður misst hana svo að segja út úr hönd- unum á sér — á mínum yngri árum kom það fyrir, að ég varð að hætta, af því að ég gat ekki valdið henni, gat ekki haldið áfram' á rökréttan hátt. Og sjái maður fram á það, er ekki um annað að ræða en gefast upp. En sem betur fer kemur það ekki oft fyrir nú á síðari árum, ég er orðinn mjög kröfuharður um efnisval. Það er eitt hið erfiðasta á þessu sviði — að finna rétta uppistöðu. Það rétta efni, sem samræmist þeim tímum er við lifum á, og því þróunarstigi, sem maður sjálfur er á. — Er það ein skáldsagan enn i íslenzku umhverfi? — Allar skáldsögur mínar ger- ast í episku umhverfi. Við get- um sagt, að það sé ísland, það er hægt að nefna það eitthvað allt annað, það skiptir engu máli, smámunir einir. Ég reyni einmitt að gera sögusviðið óháð þjóð- erniskennd. En nokkrar skáld- sagna minna gerast á ímynduð- um stöðum á íslandi og þær bæk- ur eru auðvitað lagaðar að ís- lenzkum staðháttum. Það setur e. t. v. sinn svip á þær. ★ — Má rithöfundur vera bund- inn einhverju? — Samkvæmt minni skoðun er hann frjáls að því að fara sínu fram. Sjálfur les ég bækur höf- unda, sem bundnir eru^hinu og þessu, svo framarlega sem þeir skrifa vel. — Finnst yður þér sjálfur vera bundinn? — Já, hinum epíska frásagnar- hætti. Honum er ég bunclinn, þar er hugur minn allur. Og það er reyndar ákveðin lífsskoðun, sem fylgir hinu epíska viðhorfi, lifs- skoðun, sem ekki er óljós, öðru nær, hún er glögg og skýrgreinan leg. En þetta ætti reyndar helzt að blasa við í bókum mínum. — Fyrir nokkrum árum sögð- ust þér vera „hugsjóna-sósial- isti"? — Það hef ég sjálfsagt alltaf verið, já, það hef ég áreiðanlega verið'. — Marka atburðirnir í Ung- verjalandi ekki tímamót hjá hug- sjónamanni? — Nei, það er ekki erfiðara að vera sósialiskur hugsjónamaður eftir Ungverjalandsatburðina en fyrir þá. En nú er sagt, að bylt- ingih í Ungverjalandi hafi klofið kommúnistaflokkinn í Danmörku, og ég hef líka lesið um örlög Aksels Larsen. Mig tekur það sárt, því að Aksel Larsen er greindur maður, sem ég dái mik- ið vegna heilinda hans. Ekki mótsnúimi Bandaríkjamönnum — A sínum tíma voruð þér sakaður um að vera mótsnúinn Bandaríkj amönnum? — Ég hefi aldrei verið mót- snúinn Bandaríkjamönnum, það er misskilningur, nákvæmlega eins og þegar menn héldu, að ég hefði fengið Stalínverðlaunin. En það eru ákveðnir þættir í stefnu Bandaríkjanna, sem ég er ósam- þykkur, ég hefi t.d. verið and- vígur bækistöðvum þeirra á ís- landi. En þrátt fyrir það er ég ekki mótsnúinn Bandaríkjamönn um. Ég hefi dvalizt í Bandaríkj- unum lengur en í nokkru öðrú landi, ég á marga góða vini þar. Ef ég í raun og veru væri mót- snúinn Bandaríkjamönnum, væri alveg eins hægt að ásaka mig fyrir að vera mótsnúinn Bretum. En það er öðru nær, ég er mikill aðdáandi Englands — þó að ég sé auðvitað andvígur stefnu þess í fiskveiðilögsögudeilunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.