Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudaerur 28. okt. 1958
MORCUNBLAÐIlt
13
Barbro Hjort og Eva Dahlbeck í sænsku myndinni
„Undur Iífsins“.
KV I K MY N D I R •:•
♦
Fimm merkar kvikmyndir
„List um landið"
Kynning á myndlist, skáldlist og tónlist
KVIKMYNDAHÚSIN munu nú
vera búin að skipuleggja vetrar-
dagskrána eitthvað fram í tím-
ann. Hafnarfjarðarbíó á von á
nokkrum myndum, sem hafa
hlotið viðurkenningu, þar sem
þær hafa verið sýndar.
Af þeim myndum, sem kvik-
myndahúsið mun sýna fyrri
hluta vetrar, er sænska myndin
„Nára livet“ sennilega einna eft-
irtektarverðust. Komið hefur til
mála að kalla hana á íslenzku
„Undur lífsins“ og er það rétt-
nefni, því hún fjallar fyrst og
fremst um það stórkostlega und-
ur, þegar mannvera fæðist í þenn
an heim. Um þetta efni er farið
viðkvæmum listamannshöndum
og það umskapað í myndir, sem
segja meira en orð. Kvikmyndin
segir frá fjórum konum á Karol-
ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Þrjár þeirra eru verðandi mæð-
ur. Ingrid Thulin leikur Cecile,
sem kennir ástleysi sínu um að
hún fær ekki að fæða barn sitt
í þennan heim. Eva Dahlbeck er
hin lífsglaða Stína, sem bíður
fagnandi eftir litla „prinsinum"
sínum, og Bibi Anderson leikur
Hjördísi, óreyndu unglingsstúlk-
una, sem er alltof ung til að rísa
undir því að verða ógift móðir.
Fjórða konan er hjúkrunarkonan
í deildinni, leikin af Barbro
Hjort. Allar leysa þessar leik-
konur hlutverk sín svo vel af
hendi, að dómnefndin á kvik-
myniiahátíðinni í Cannes skipti
á milli þeirra verðlaununum fyr-
ir beztan leik í kvenhlutverki ár-
ið 1958.
Myndin í heild hlaut einnig
verðlaun, en kvikmyndastjórinn
Ingmar Bergman sækir nú verð-
laun á kvikmyndahátíðir með
hverri nýrri .mynd sinni. Hann
er tvímælalaust einhver bezti
listamaður í stétt kvikmynda-
stjóra, sem nú eru uppi. Hefur
áður verið sagt frá honum í þess
um dálkum. Eitt af því sem
merkilegt má teljast við þessa
mynd, er að ekki er notuð nein
tónlist til að auka áhrifin, en þau
eru svo sterk að maður saknar
þess *ekki. Kvikmyndahandritið
gerði Ulla Isakson, en hver ný
bók frá henni er talinn bók-
menntaviðburður í Svíþjóð.
í haust tók Hafnarfjarðarbíó
aftur upp sýningar á einföldu,
elskulegu helgimyndinni um
litla munaðarlausa drenginn
Marcellino, sem fékk að lifa það
kraftaverk að sjá móður sína á
himnum. Nú á bíóið von á tveim-
ur myndum, gerðum af sama
kvikmyndastjóra, Ladislao Vajda
og í annarri leikur Pablito Calvo
sá sami sem lék Marcellino. —
Myndin fjallar um gamlan svíð-
ing, sem verður að hundi, en
losnar í myndarlok úr álögunum
fyrir ást lítils drengs. Verður
fróðlegt að vita hvort þeim Vajda
og Calvo tekst eins vel upp í
annað sinn. Ekki ætti það að
skemma, að enski leikarinn Pet-
er Ustinov leikur svíðinginn, er
breytist í hund.
Kvikmyndastjórinn Ladislao
Vajda er að verða allkunnur hér
á landi fyrir myndir sínar, og er
þvi ekki úr vegi að gera ofur-
litla grein fyrir honum. Að þjóð-
erni er hann ungversk-spánskur,
fæddur í Búdapest árið 1906.
Fyrir valatíma nazistanna skrif-
aði hann kvikmyndahandrit í
Þýzkalandi og eru sumar af þeim
myndum enn vel kunnar. Árið
1935 byrjaði hann jafnframt að
setja á svið og fluttist land úr
landi, þar til hann hafnaði á
Spáni. Hann var búinn að gera
margar myndir, þegar hann loks
varð skyndilega heimsfrægur —
fyrir Marcellino. Auk myndar-
innar um hundinn og litla dreng-
inn, sem að ofan er nefnd, er
væntanleg önnur af myndum
Vajda. Það er mynd um ræningja
og bardaga og þykir Vajda fara
talsvert öðrum höndum um þetta
útþvælda efni en flestir aðrir.
Hefur myndin hlotið góða dóma.
Hún gerist í háfjöllum Spánar og
eru leikendur að sjálfsögðu
spánskir, að undanskildu ítalska
kvennagullinu Rossano Brazzi,
sem við þekkjum vel úr sykur-
sætum rómantískum myndum.
Þá á Hafnarfjarðarbíó von á
þýzkri mynd, sem nefnist „Lækn
iskona“. Titilhlutverkið er í hönd
um Maríu Schell, svissnesku
leikkonunnar, sem við íslending-
ar þekkjum bezt úr tveimur stór
myndum: „Síðasta brúin“ og
„Gervaise", sem sýnd er um þess
ar mundir í öðru kvikmynda-
húsi. María Schell er talin ein-
hver bezta kvikmyndaleikkona
Evrópu. Hún er fædd í Vínar-
borg árið 1926, byrjaði að leika
á leiksviði 1944 og skömmu
seinna kom hún fram á hvíta
tjaldinu. Síðan hefur hún leikið
í fjölmörgum kvikmyndum, og
eru þær nýjustu „Líf“ eftir sögu
Maupassants og „Karamazov-
bræðurnir“ eftir sögu Dostojevs
kis. Myndin „Lækniskona" fjall
ar um tvo lækna og konu annars
þeirra. Læknishjónin eiga and-
lega veiklað barn og lætur faðir-
inn sér til hugar koma að leysa
það frá þessu vesæla lífi með
einni sprautu. Hinn læknirinn
lítur öðrum augum á málið og
að sjálfsögðu móðirin. Meðleik-
arar Maríu Schell í þessari mynd
eru Ivan Desny og Wilhelm Borc
hert.
Þá er ótalin fimmta myndin,
og er hún vafalaust ekki þeirra
lökust. Það er pólsk mynd, er
hlaut verðlaun sem bezt gerða
María Schell
myndin á kvikmyndahátíðinni i
Cannes 1957. Kvikmyndin er
byggð á sögu eftir Jeezy Stefan
Stawinski og segir frá hetjulegri
en vonlausri baráttu pólskra upp
reisnarmanna gegn ofurefli Þjóð
verja í Varsjá árið 1944, og ó-
hugnanlegum flótta nokkurra
þeirra sem eftir lifa gegnum
skolpleiðslur borgarinnar. Mynd
in þykir listavel gerð og stór-
kostleg, en er sögð svo óhugnan-
leg að hún gleymist áhorfendum
seint.
Þetta eru merkustu myndirnar
sem Hafnarfjarðarbíó ætlar að
bjóða okkur upp á fyrri hluta
vetrar.
STEFÁN PÉTURSSON, hdl.,
Málflutningsskrifstofa.
Laugavegi 7 — Síini 14416
Heima 13533.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæsta réttarlöjxniaður
Aðalstræti 8. — Simi 11043.
MENNTAMÁLARÁÐ íslands og I
Ríkisútvarpið hafa ákveðið að
reka í sameiningu starfsemi sem
hlotið hefur heitið: „List um
landið". Tilgangurinn er sá, að
senda hvers konar lifandi list
sem víðast út um bæi og sveitir,
skáldlist, tónlist og myndlist.
Með löggjöf frá síðasthðnu ári
um Menningarsjóð og Mennta-
málaráð voru tekjur þeirra slofn-
ana auknar og þeim fengin ýrnis
ný verkefni á sviði menningar-
mála. Meðal þeirra verkefna var
stuðningur við flutning góðrar
listar víðs vegar um land. Al-
menningur utan Reykjávíkur á
þess ekki mikinn kost að njóta
listflutnings, og á það einkum við
um íbúa dreifbýlisins. Víða eru
þó komin upp myndarleg félags-
heimili, sem hentug eru til list-
flutnings. Starfskraftar islenzkra
listamanna eru eigi nýttir nema
að litlu leyti. Þá skortir beinlínis
verkefni. Æskilegasti stuðningur-
inn við þá er í því fólginn að
bæta starfsskilyrði þeirra.
Nú hefur verið ákveðið, að
Menningarsjóður verji árlega
nokkru fé til stuðnings listflutn-
ingi í landinu. Verður tilhögun
væntanlega með tvennum hætti:
I fyrsta lagi: farnar verða ferðir
um ýmsa landshluta að frum-
kvæði Menntamálaráðs og Ríkis-
útvarpsins, flutti'r tónleikar, lesið
úr íslenzkum bókmenntum og
málverkasýningar haldnar. í öðru
lagi: Menningarsjóður mun eftir
föngum styrkja menningarfélög
víðs vegar um land, er þau vilja
efna til hljómleikahalds, bók-
mennta- eða myndlistarkynning-
ar. Mun brátt gerð nánari grein
fyrir reglum þeim, sem þar um
verða látnar gilda.
Kirkjutónleikar
Sú samvinna Ríkisútvarpsins
og Menntamálaráðs um listkynn-
ingu, sem hleypt hefur verið af
stokkunum undir nafninu „L.st
um landið", hófst með tónleika-
ferð um Suð-Vesturland þar sem
flutt var kirkjutónlist. Kcmu þar
fram listamennirnir dr. Páll Is-
ólfsson, Björn Ólafsson fiðluleik-
ari og Guðmundur Jónsson söngv
ari.
Myndlistarsýning
Nú um helgina verður opnuð
í Vestmannaeyjum myndlistar-
sýning á vegum fyrrgreindra að-
ila. Verða þar sýnd 20 málverk
úr Listasafni ríkisins eftir jafn-
marga listamenn. Eru þar verk
eftir ýmsa hina kunnustu málara
okkar, allt frá Þórarni B. Þor-
lákssyni, Ásgrími, Kjarval og
Jóni 'Stefánssyni til hinna yngri
manna. Við opnun sýningarinnar
á sunnudagskvöld mun Björn Th.
Björnsson listfræðingur fiytja
fyrirlestur um íslenzka myndlist
og sýna skuggamyndir.
Svo er ráð fyrir gert, að sýn-
ingin í Vestmannaeyjum verði
upphaf slíkra myndlistarsýninga
víðs vegar um land.
Óperu- og tónleikaferð um
Austurland
Þá er að hefjast óperu- og tón-
leikaferð um Austurland, með
viðkomu í Vestmannaeyjum. Efn
ÖRN CLAUSEN
heraðsdómslögmaður
ÍVlalf'ulningsskriistofa.
Bankastræti 12 — Sim: 15499
ALLT Í RAFKERFIÐ
Bilaraftækjaverzlun
Halldórs Ólafssonar
Rauðarárstig 20 — Simi 14775
Þorvaidur Ari Arason, hdt.
LÖOMANNSSKKIFSTOKA
Skólavöröuattg 38
*/«» Pát! /Ó/l. Xlpr/tIf.uo», fk J POsttl 621
0».or *»«/« aj <1 a. *
isskrá er á þessa leið: Kristinn
Hallsson syngur eincöng með
undirleik Fritz Weisshappel.
Strengjakvartett leikur „Lítið
næturljóð“ eftir Mozart. Flutt
verður óperan „La serva padr-
ona“ (Ráðskonuríki) eftir Pergo-
lesi. Flytjendur: Þuríður Páis-
dóttir, Guðmundur Jónsson og
Kristinn Hallsson. Stjórnandi:
Fritz Weisshappel.
Fyrirhugaðir sýningarstaðir
eru þessir: Vestmannaeyjar 27.
og 28. október, Fáskrúðsfjörður
30. október, Reyðarfjörður 31.
október, Eskifjörður 1. nóvem-
þer, Norðfjörður 2. nóvember,
Seyðisfjörður 3. nóvember, Eiðar
4. nóvember og Hornafjörður 6.
nóvember. Þá mun Jakob Thor-
arensen lesa upp úr eigin ljóð-
um.
Bókmennta- og tónleikakynning
á Norðurlandi
Um 10. nóvember er ráðgert að
hafin verði ferð um Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslur, og verða þar
einkum kynntar bókmenntir, en
jafnframt flutt tóniist. Munu
skáld og rithöfundar lesa úr
verkum sínum og söngvari syngja
einsöng. Verður nánar skýrt frá
för þessari síðar.
Þótt fleiri ferðir hafi ekki verið
ákveðnar enn, hafa þeir aðilar,
sem að listkynningunni standa,
fullan hug á að halda áfram því
starfi, sem nú er hafið. Munu
þeir landshlutar, sem ekki gefst
tóm til að sækja heim að þessu
sinni, verða látnir sitja fyrir, þeg-
ar framhald- verður á listkynn-
ingu, en það verður væntanlega
síðar í vetur og næsta vor.
áukið viðskiptin. —
Auglýsið í Morgunblaðinv
Si mi
2-24-80
Keflavík - Nágrenni
Nýjar vörur daglega. — Lita-
bækur, dúkku-Lísu-bækur. —
Gluggatjaldaefni í fallegu úr-
vali. Barna-náttföt, dívanteppi.
Nýjar vörur daglega.
Verzl.
Sigríðar Skúladóttur
Túngötu 12.
íbúðarhœð
- Ytri-NjarQvík
Til sölu er efri hæð í nýlegu
steinhúsi, 3 herbergi og eldhús
á bezta stað í Ytri-Njarðvík.
Laus til íbúðar. Bílskúr fylg-
ir. Up; ’. gefur:
EIGNASALAN
Keflavík. — Sími 49.
VINNA
Ungur maður, er unnið hefur
við skrifstofustörf, sölu-
mennsku, útkeyrslu og margt
fleira, óskar eftir vinnu allan
daginn eða eftir samkomulagi.
Tilb. merkt: „Reglusamur —
7104“, sendist afgr. blaðsins,
fyrir miðvikudagskvöld.
j Kynning
Rólynd stúlka með húsmæðra-
skólamenntun, óskar að kynn-
ast regiumanni 35—45 ára,
sem á góða íbúð. Fullri þag-
Bir ' ' u neitið. Tilb. með upp-
lýsingum, leggist inn á afgr.
blaðsin- ;'yrir 31. þ.m., merkt:
„Skamm legi — 7107“.
Peter Ustinov og Pablito litli Calvo í spánskri mynd, sem gerð
er af Ladislao Vajda