Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 12
12
MORCZJlSTiI. 4 Ð1 Ð
Þriðjudagur 28. okt. 1958
UNGLINGSSTÚLKA
óskast í matvöruverzlun síðairi hluta
dags. Upplýsingar í síma 12849.
Stúlka oskast
Rösk og ábyggileg stúlka óskast í snyrtivöruverzl-
un nú þegar. Þarf að vera vön afgreiðslu í búð,
helzt snyrtivörubúð. Upplýsingar eftir kl. 7 í kvöld
á Laugavegi 19 miðhæð.
Slahlwille vcrkfærín eru komin
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Verzl. B. H. Bjarnason
Geymslupláss
Okkur vantar gott geymslupláss 60 til
100 fermetra.
Hf. AKVR
Hamarshúsinu, Vesturenda Sími 13122.
Spönskukennsla
Kenni spönsku byrjendum, og þeim, sem lengra eru
komnir. Upplýsingar frá kl. 3 til 6 og eftir kl. iy2 í dag
og næstu daga.
Ignacio de la Calle, Nýja Stúdentagarðinum. Herb. no. 11.
Nýlenduvöruverzlun
á góðum stað á Seltjarnarnesi er til sölu.
í kaupum fylgja vörubirgðir, verzlunaráhöld og inn-
réttingar. Semja ber við málflutningsskrifstofu Gunnars
A. Pálssonar, Aðalstræti 9, sími 17979 og málflutnings-
skrifstofu Eggerts Claessen & Gústafs A. Sveinssonar,
Þórshamri, sími 11171.
Nýlenduvöruverzlun
á góðum stað, ásamt mjólkurbúð ög stórri vöru-
geymslu, til sölu nú þegar. Tilboð sendist afgr. blaðs-
ins fyrir miðvikudagskvöld 29. þ.m. merkt: „7109“.
<■ „Húla—hopp" ■>
hringir
nýkomnir.
Pétur Pélursson
Hafnarstræti 7.
Ingibjörg Halldórsdóttir
Minningarorb
í DAG fer fram útför Ingibjargar
Halldórsdóttur frá Búð í Hnífs-
dal. Hún var fædd 13. júlí 1881.
Ingibjörg var af merkisfólki
komin. Faðir hennar var Halldór,
formaður og útvegsbóndi í Búð,
sonur Páls útvegsbónda á Ósi í
Bolungarvík, en hann var sonur
Halldórs hreppstjóra í Hnífsdal,
Pálssonar hreppstjóra í Arnar-
dal. Kona Páls Halldórssonar á
Ósi var Sigríður Bjarnadóttir frá
Kirkjubóli í Skutulsfirði. Móðir
Ingibjargar var Sigríður í Búð,
Össurardóttir, bónda í Fremri-
Hnífsdal, Bjarnasonar bónda á
Svarfhóli í Álftafirði. En móðir
Sigríðar í Búð var Ingibjörg
Pálsdóttir, systir Halldórs Páls-
sonar hreppstjóra í Hnífsdal.
Ingibjörg var yngst 5 systkina.
Hún missti föður sinn hálfs árs
gömul, hann fórst í fiskiróðri 11.
febr. 1882. Móðir hennar fékk sér
þá ráðsmann, Sigurð Sveinsson,
sem var hjá henni til dauðadags.
Hann fórst í snjóflóðinu mikla
1910, þegar Búðarbæinn tók af
og 21 maður fórst í Hnífsdal. Mar
grét föðursystir Ingibjargar, var
í Búð hjá Sigríði aila tíð og var
hennar önnur hönd. Hún var
framúrskarandi dygg og mikil-
virk, og mátti segja, að hún væri
önnur móðir barnanna.
Aldamótaárið geklt taugaveiki,
sem hjó stórt skarð í Búðarfjöl-
skylduna. Þá dóu þrír bræður
Ingibjargar, elztur þeirra var
Páll, faðir Aðalsteins, sem lengi
var togaraskipstjóri og útgerðar-
maður í Reykjavík, hann dó 11/1
1956. Hinir bræðurnir voru Öss-
ur og Bjarni, en eftir lifði Ás-
geir, fjórði bróðirinn.
10. október 1903 giftist Ingi-
björg Hálfdáni Hálfdánssyni
Örnólfssonar frá Meirihlíð í
Bolungarvík. Hann var mikill at
hafnamaður, hafði hann tekið
próf við Stýrimannaskólann í
Reykjavík og þar áður verið for-
maður á áraskipum í Bolungar-
vík.
Þau hjónin tóku þá strax við
jörðinni Buð í Hnífsdal og ráku
þar myndarbúskap, og meira en
jörðin bar, því alltaf voru fengn-
ar slægjur annars staðar. Sam-
hliða búskapnum var rekin út-
gerð, og var allur fiskur verk-
aður heima. Hlóðust þá mikil og
margþætt störf á hina ungu hús-
móður, sem hún innti af hendi
með stjórnsemi og skörungsskap,
þó að mikið vantaði á, að hún
væri heilsuhraust. Hálfdán var
með þeim fyrstu, sem fengu sér
mótorvélar í skip sín og var um
mörg ár í fremstu röð hinna
miklu sjósóknara og aflamanna
í Hnífsdal.
Búðar-heimilið var undir
stjórn þeirra hjóna eitt af mestu
rausnar- og myndarheimilum
þar um slóðir. Það mátti segja,
að þar væri opið hús fyrir ferða-
menn. í þá daga var algengt, að
farið væri gangandi milli Bol-
ungarvíkur og ísafjarðar, og
urðu menn þá oft seint fyrir á
kvöldin að komast úteftir, oft
var erfið færð á Óshlíð á vetrar-
degi og misjöfn veður.
Árið 1947 fluttu þau Hálfdán
og Ingibjörg til ísafjarðar, þar
sem hann, ásamt öðrum, rak
hraðfrystihúsið Norðurtangann.
Þau eignuðust ekki börn, en
mörg börn ólust upp hjá þeim
að meira eða minna leyti. Þar á
meðal tvær bræðradætur Hálf-
dáns, sem komu til þeirra ný-
fæddar, þær Þorbjörg Jónsdóttir
og Ingibjörg Elíasdóttir. Gengu
þau hjónin þeim í foreldrastað.
Þessar frænkur giftust sínum
bróðurnum hvor: Þorbjörg gift-
ist Eggerti og Ingibjörg Jóni, en
þeir eru Halldórssynir. Ingibjörg
andaðist á síðastl. vetri.
Ingibjörg naut mikillar hlýju
og ástríkis hjá þessum fóstur-
aætrum sínum og fjölskyldum
þeirra. Og eftir að hún missti
mann sinn, hann dó 4. apríl 1949,
var hún til heimiiis hjá Þor-
björgu og Eggerti. Var hún
mjög farin að heilsu síðustu ár-
in, og var þó allt gert, sem hægt
var, til að létta henni sjúkdóms-
byrðina.
Ég, sem þessar línur rita, ólst
að rniklu leyti upp hjá þeim
Búðarhjónum, og minnist ég
Ingibjargar alltaf með virðingu
og þakklæti. Ég veit, að nú þegar
hún flytur inn á næsta tilveru-
svið, fylgja henni margar hlýjar
kveðjur fraánda og vina.
Blessuð sé minning hennar.
Jónas Halldórsson.
o—★—o
HEIMILI Ingibjargar og Hálf-
dáns í Búð, var til fyrirmyndar
um margt. Fór þar saman frábær
dugnaður húsráðenda, reglusemi
og sparsemi, sem þó var í hóf
stillt þvi það mun hafa verið
sameiginleg skoðun þeirra hjóna
að fremur bæri að auka tekjurn-
ar en að draga úr útgjöldunum.
Ingibjörg í Búð eins og hún var
jaínan kölluð var sérstæður per-
sónuleiki. Þó hún væri ung að
árum þegar hún tók við bústjórn
á hinu umsvifamikla heimili sem
jafnan var mannmargt og gest-
risni mikil, fórust henni hús-
móðurstörfin svo vel út hendi,
að orð var á gert. Ingibjörg lét
sig jafnan miklu skipta hag
þeirra, sem unnu hjá þeim hjón-
um eða voru þeim á einhvern
HILLU —UOLUB og
HILLU—STIGAB
íyrir sölubúðir. skrifstofur. geymslur
og heimili aftur til afpreiðslu í miklu
úrvali í
Smiðjubúðin við Háteigsveg
‘ Jh/fOFNASMIÐJAN
(INHOkTI io - KUII*
K - ÍÍIANDI
I ðnaðarsaumavélar
helzt með borði og motor. óskast til
kaups. Upplýsingar í síma 22450.
hátt bundnir. Áttu þeir sannar-
lega hauk í horni þar sem hún
var. Auk þess hafði hún ríka
samúð með öllum, sem við erfið-
leika áttu að búa og ótalið er
það, sem hún lét af hendi rakna
í því skyni að létta þeim lífsbar-
áttuna, sem að einu eða öðru
stóðu höllum fæti, enda hvatti
maður hennar jafnan til þsirra
hluta. Efnahagur þeirra hjóna
stóð ávallt með blóma. Átti hún
af þeim ástæðum auðveldara með
að sinna þessum hugðarefnum
sínum. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið, en tvær fósturdæt-
ur ólu þau upp frá fæðingu.
Auk þess dvöldu fjölda margir
unglingar hjá þeim um lengri
eða skemmri tíma. Eftir mikið
og gæfuríkt starf, er Ingibjörg
var hin síðari ár þrotin að heilsu,
naut hún sérstakrar ástúðar og
umhyggju fósturdætra sinna og
manna þeirra.
Það gat ekki farið hjá því, að
Ingibjörg eignaðist fjölda vina,
sem fundu sig standa í þakkar-
skuld við hana og báru til hennar
hlýjan hug. Óvildarmenn átti hún
áreiðanlega enga, en vinahópur-
inn var orðinn stór. Margir eru
farnir yfir landamærin og taka
nú á móti þér. Við, sem á strönd-
inni stöndum, vottum þér virð-
ingu og þökkum þér samveru-
stundirnar, og huggum okkur við
þá fullu vissu að nú færð þú að
njóta ávaxtanna af því, sem þú
hefir sáð. -—'
Ég votta aðstandendum þínum
innilega samúð.
Steingrímur Árnason.
—- Flokkun monn-
kynsins
Framhald af bls. 11.
„kynþáttar" yfir annan, heldur
einungis það, að hver „kynþátt-
ur“ hefur sína sérstöku eigin-
leika til aðlögunar í ákveðnu
umhverfi. Mennirnir geta verið
jafnréttháir gagnvart lögunum,
þeir eiga allir sömu göfgi, þeir
eru allir „jafnir í augum Guðs“,
en til allrar hamingju hafa þeir
ekki allir sömu líffræðilegu eig-
inleikana til aðlögunar.
— Hvað viljið þér að endingu
segja um Little Rock og Notting-
hill?
— Mér virðist satt að segja
vitagagnslaust að reyna að leysa
kynþáttavandamálin, meðan
menn hafa ekki gert sér grein
fyrir, hvað orðið „kynþáttur"
merkir. Vandamálið er hvorki
pólitískt né guðfræðilegt. Það er
framar öllu mannfræðilegt
vandamál, og þess vegna verður
fyrst að finna fræðilega lausn á
því, sem síðan verði höfð +il
hliðsjónar við raunhæfa lausn
þess. Vandamálin í London og
Little Rock fá ekki neina póli-
líska lausn, einfaldlega vegna
þess að mennirnir sem um bau
f;alla, hafa litla eða enga hug-
niynd um hugtakið „kynpáttur".
Þetta voru meginatriðin úr sam
talinu við Valle, og þau eru
vissulega athyglisverð, hvort sem
kenningar hans hljóta almenna
viðurkenningu nú eða siðar.
Valle er einstaklega víðlesinn og
kjölkunnugur maður, og það var
skaði að Reykvíkingar fengu ekki
tækifæri til að hlýða á lyrir-
lestra hans.
s-a-m-.