Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 6
6
MUKGUISKLAOIÐ
Laugardagur 1. nóv. 1958
De Gaulle og Als'ir
ÞEGAR fallhlífahermenn-
irnir í Alsír gerðu upp-
reisn, létu þeir í ljós að
ríkisstjórnin væri ekki nógu
sterk, stjórnarfarið ekki nógu
einbeitt og öflugt og þess vegna
gerðu þeir uppreisn. Uppreisnin
varð til þess að de Gaulle var
kallaður til valda og hann hefur
sýnilega tekið fyllilega til
greina kvartanir fallhlífamann-
anna um of lina stjórn, því hann
hefur snúið þeirri mynd gersam-
lega við og enginn þarf nú að
kvarta yfir því, hvorki í Alsír né
Frakklandi, að de Gaulle hafi
ekki heimt i sínar hendur nógu
sterkt vald. Hins vegar er það
ljóst, að þeir háværustu meðal
uppreisnarmannanna vildu ekki
láta stjórna sér, heldur stjórna
sjálfir og þeir hugsuðu sér að
gera það á þann hátt að fela
stjórnina þeim manni, sem þeir
kusu til valda, sem var de Gaulle
og knýja hann til þess að fram-
kvæma vilja sinn. En þetta hef-
ur snúizt þannig við að de Gaulle
hefur, að því er virðist, öll ráð
þessara manna í hendi sér.
★
Það sem gerzt hefur upp á síð-
kastið í viðskiptum stjórnarinn-
ar i París og Alsírmannanna, sem
fyrir uppreisninni stóðu, var
mikil valdabarátta milli de
Gaulles annars vegar sem vildi
stjórna sjálfur og hins vegar her-
foringja, sem vildu beita honum
fyrir sinn eigin vagn. Margir
hafa talið að öfiugasti maðurinn
og sá sem lengst vildi ganga,
hafi verið fallhlífarherforinginn
Massu, sem mest var talað um
í byrjuninni, en Massu lét óðara
undan kröfum de Gaulles og frá
honum hefur ekki heyrzt neitt
uppreisnarorð í garð stjórnar-
herrans. Það var fyrst og fremst
annar foringi, Lagaillarde að
nafni, sem erfiðleikum olli. Það
var þessi maður, sem gaf hinn
13. maí merki um það í Alsír að
nú skyldi stjórnarbyggingin tek-
in herskildi og hann hótaði því
nú að á ný skyldi hið sama
endurtaka sig, ef de Gaulle færi
ekki að vilja þeirra, sem lengst
vildu ganga í Alsír. En til þess
kom aldrei. Varla nokkur maður
fékkst til þess að fara út á göt-
una og nú nægði slökkvilið og
nokkrir lögregluþjónar til þess
að vernda stjórnarbygginguna.
De Gaulle hefur komið því til
leiðar, að herforingjarnir hafa
farið að vilja hans og horfið úr
hinum svokölluðu velferðar-
nefndum, sem stofnaðar voru í
upphafi, en með því er vitaskuld
ekki sagt, að herinn sé algerlega
úr spilinu í stjórnmálum. Ýmsir
menn, sem taldir hafa verið
hættulegir, eins og það er orðað,
eru fluttir til, og um tíma gekk
orðrómur um að Massu hershöfð-
ingi yrði sendur til Madagaskar
og fyrr gekk sú saga að Salan
hershöfðingi mundi taka við em-
bætti í París, en Ely herráðsfor-
ingi taka við af honum. Það er
að vísu Ijóst, að það er ekki
einungis meðal yngri foringjanna
heldur meðal hersins yfirleitt,
sem því hefur ekki verið með
öllu vel tekið, að de Gaulle hef-
ur komið í veg fyrir að hershöfð-
ingjarnir blönduðu sér í stjórn-
mál. Vafalaust hugsa allir herfor
ingjarnir um stjórnmálin og
ástandið í Alsír og það getur eng
inn meinað þeim að hafa sínar
eigin skoðanir, þótt þeir hafi
beygt sig undir valdboð de
Gaulles, eíns og nú stendur.
★
Það olli hershöfðingjunum
hinum mestu vonbrigðum að de
Gaulle skyldi taka upp samninga
við Túnisbúa og Marokkómenn
í stað þess að taka þau lönd her-
skildi, eins og hinir æstustu
munu hafa ætlazt til. Ekki bætti
það úr skák, þegar de Gaulle
setti það í lög, að enginn herfor-
ingi mætti bjóða sig fram til
þings, en hins vegar var hvaða
flokki sem var í Alsír leyft að
bjóða fram og hafa uppi kosn-
ingaáróður. Þetta þótti hershöfð-
ingjunum hin mesta smán og
töldu margir að illa launaði de
Gaulle hernum þau völd, sem
hann hlaut fyrir hans tilstilli.
Þeir sem utan við standa munu
flestir vera á einu máli um, að
nauðsynlegt hafi verið að hafa
örugglega hemil á hernum,
ef nokkur skynsamleg stefna
ætti að komast fram í Alsírmál-
unum. En þá var aftur spurning-
in: Hvað ætlast de Gaulle raun-
verulega fyrir í Alsír? Sumir
velta því fyrir sér hvort de
Gaulle sé hægt og hægt að undir-
búa samningaumleitanir við upp-
reisnarmenn, eins og foringi
þeirra Abbas stakk nýlega upp
á. Aðrir hafa hins vegar haldið
því fram, að de Gaulle hefði í
undirbúningi stórfellda sókn
gegn uppreisnarmönnum, sem
ætti að miða að því að afmá ger-
samlega uppreisnarherina á
skömmum tíma. Ýmsir Frakkar
eru þess mjög fýsandi að beinar
samningaumleitanir verði teknar
upp við uppreisnarmennina og
hafa komið fram af hálfu margra
þingmanna ákveðnar raddir í þá
átt.
Þeir sem næst standa de Gaulle
telja að það sem fyrir honum
vaki með hinni mildu framkomu
hans í Alsír, og því frelsi, sem
hann hefur veitt þar til kosninga,
sé að lama þá róttækustu.
Stefni de Gaulle að því að þeir
frambjóðendur sem að vísu
standa nærri þeim róttæku en
vilja þó ekki ganga eins langt,
nái kosningu til þingsins þe=?ar
þær fara fram. Það virðist svo,
sem de Gaulle sé viss um að
þetta muni takast og þar af leið-
andi hafi hann talið algeran
óþarfa að binda á nokkurn hátt
lýðræðið, en nú heyrast úr sömu
röðum raddir um að hann sé ein-
mitt að bjarga því með fram-
komu sinni. Hvað úr þessu verð-
ur leiðir svo framtíðin í Ijós en
það er skoðun margra að stefna
de Gaulles í Alsír, mildi hans og
frjálslyndi í garð Alsírbúa, muni
verða til þess að vmna landið á
miklu skjótari og hagkvæmari
hátt fyrir Frakka, heldur en ef
þeir hefðu orðið að gera það me3
vopnavaldi einu.
Fleygjum ekki góðum
orðum úr málinu
De Gaulle
eða hefta kosningafrelsi manna
í Alsír. Ef svo færi í kosningun-
um, að hinir hægfara hefðu yfir-
höndina í Alsír, þá væri á eftir
við þá að semja en ekki við hina
róttæku flokksmenn Abbas og
stjórnar hans í Kairó. Þá yrði
meirihluti þingmanna í Alsír því
fylgjandi að halda samstöðu við
Frakkland og de Gaulle hefði á
eftir miklu sterkari aðstöðu gagn-
vart hinum róttæku.
Því er ekki að leyna, að mikill
ótti hafði gert vart við sig í röð-
um ýmissa hinna svonefndu
frjálslyndari stjórnmálamanna
Frakka um að de Gaulle mundi
sækjast eftir of miklu valdi sér
til handa og nota það til kúgunar.
Þ^gar það hins vegar kom fram,
hversu stefna hans í Alsír var
mild og frámkoma hans í Alsír-
málunum frjálsleg, þá sneru
margir þessir menn við blaðinu,
svo sem Mendes-France, og
gengu til stuðnings við de Gaulle.
í fyrstu hrópuðu þessir menn að
de Gaulle væri að gera út af við
ÉG á erfitt með að sitja þegjandi
hjá, meðan verið er að þoka brott
úr íslenzku máli góðum viður-
kenndum orðum, sem mörgum
mun þó verða eftírsjón að, þeg-
ar þau verða horfin úr mæltu
máli.
Ætla ég þá fyrst að nefna orð-
ið rafmagn. Mér finnst við ís-
lendingar ættum að kunna að
meta svo vel, að eiga svona stutt
heiti á þessum dásamiega nátt-
úrukrafti, að við glötum því ekki
af vangá.
Nú mun sennilega margur les-
andinn hugsa: „Hvað er maður-
inn eiginlega að fara, við höfum
ekki tekið neitt annað orð fyrir
rafmagnið“. Er það nú aiveg víst?
Skyldu þeir ekki vera nokkuð
margir, sem kalla rafmagnið
straum í daglegu tali? Vissulega
er þó fleira, sem streymir í kring
um okkur eins og t. d. hið lífs-
nauðsynlega vatn, sem fáir munu
þó nefna straum.
Vegna þess, hve íslenzka út-
varpið hefur orðið rík áhrif á
daglegt mál manna, vildi ég nú
leyfa mér að leggja til að hér
eftir yrði rafmagnið nefnt sínu
rétta nafni, þegar útvarpað verð-
ur tilkynningum um lokun á raf-
magni einhvers staðar á landinU,
sem oft kemur fyrir. Ætti ekki
að vera vandara um það, heldur
en þegar tilkynnt er lokun á
vatninu, sem alveg eins mætti
nefna straum, því að þar er einnig
straumurinn stöðvaður.
skrifar úr
dagBegq lífinu
Að flækja sig í pilsunum.
VELVAKANDA hefur borizt eft
irfarandi tillaga frá „fslenzku
kennara“ viðvíkjandi fram-
burðinn á orðum eins og réttun-
um og pilsunum:
„Fyrrum tiðkaðist sá klæða-
burður mjög, að konur gengu í
síðum pilsum, stundum niður
fyrir fætur. Eins og gefur að
skilja, var þetta óþægilegt fyrir
kvinnurnar, og iðuJega flæktu
þær sig í pilsunum. Gátu hlotizt
meiðsl og jafnvel slys af. Nú eru
síðu pilsin horfin úr tízku og þar
með úr notkun að mestu. Samt
eru ekki allir hættir að flækja
sig í pilsunum, því að í dálkum
Velvakanda hefur staðið þræta
um, hvort bera skuli fram „pils-
onum“ eða „pilsunum". Um þetta
finnst mér fánýtt að deila, því
að litlu skiptir fyrir fegruð og
varðveizlu málsins, hvor fram-
burðurinn er notaður. Er þó ekki
því að íeyna, að u-framburðurinn
er eðlilegri, þar sem hann er í
samræmi við rithátt og uppruna.
Má þar og minna á, að þegar orð-
ið er greinislaust, er alltaf borið
fram u, en ekki o: pilsum — ekki
pilsom. Hví skyldu menn breyta
þessu, þótt greini sé bætt við
orðið. Þegar greini er bætt við
þágufall fleirtölu, fellur stafur-
inn m aftan af orðinu, og stafirnir
h og i falla framan af grein-
inum, svo að samsetningin verð-
ur pilsu-num. Framburðínn á o
er hér upphaflega latmæli, að
vísu ekki nýtt, og hefur e. t. v.
unnið sér hefði í málinu, en hinn
framburðinn verður ekki rangur
fyrir það.
Röng notkun falla verri.
EN það var ekki þetta, sem ég
ætlaði að ræða um, heldur
annað miklu þýðingarmeira fyrir
þróun málsins í framtíðinni,
vandamál, sem ekki má dragast
að taka ákvörðun urn, hvort
spyrnt skuli við fótum eða látið
skeika að sköpum. Ég á hér við
ranga notkun falla, sem orðin er
áberandi mikil og útbreidd í þetr
býlasta hluta landsins a. m. k. í
fiestum tilfellum er þar um að
ræða notkun þágufalls í stað anr.
arra falla, einkum þohalls. og
nefnist fyrirbærið þá þágufalls-
sýki. Nokkur algeng dæmi: Þú
þorir engu, eða þú þorir því ekki
— fyrir þorir ekkert, borir það
ekki, mér langar í bíó — fyrir
mig langar, klukkunni vantar
átta mínútur í átta — fyrir
klukkuna vantar, þér syfjar —
fyrir þig syfjar, þeim grunar —
fyrir þá grunar, honum hryllti
við — fyrir hann hryllti við,
henni hlakkar til — fyrir hún
hlakkar til
Það er alveg áreiðanlegt, að
verði ekki hafin skipulögð bar-
átta gegn þessu hið fyrsta, held-
ur þessi þróun áfram að breiðast
út. Sýkin berst óðum um land
allt, og hún leggur sífellt undir
sig fleiri og fleiri orð, þar sem
hún er búin að geisa til lengdar.
Sumir munu ef til vill segja, að
bættur sé skaðinn, þótt Við leggj-
um þolfall alveg niður, en tök-
um upp þágufall í þess sfað. Mál-
ið verði bara ei.ifaidara og auð-
veldara á eftir. En mundi is-
lenzkan ekki missa eitthvað aí
fegurð sinni við þá breytingu, og
hversu langt skal gengið í átt
einfaldleikans, unz sagt verði
hingað og ekki lengra?
Hvað má til varnar verða?
EN hvað má til varnar verða
vorum sóma? Mér er kunn-
ugt um að íslenzkukennarar í
gagnfræðaskólum vinna að leið-
réttingu á þessum málgöllum
unglinganna, eins og öðrum mál-
lýzkum, svo sem fljótmæli og lin-
mæli, eftir þvi, sem þeirra tak-
markaði tími leyfir. En allir sjúk
dómar læknast bezt á byrjunar-
stigi, og ekki er nóg að skól-
arnir heyi þessa baráttu. Villan
er orðin svo almenn meðal full-
orðins fólks, að börn og ungling-
ar heyra hana glymja í eyrum
sér hvarvetna: á heimilunum, á
vinnustöðvunum og stundum í
útvarpinu. Meira að segja hef ég
heyrt hana oftar en einu sinni í
barnatímanum. Allt útvarpsefni
ætti að vera vandlega hreinsað af
málvillum (nema hvað ég mundi
leyfa mönnum að bera íram pils-
unum og pilsonum eftir vnd). En
síðast en ekki sízt þarf að fræða
og hvetja allan almenrung. Þeir,
sem vita muninn á réttu og röngu
í þessum efnum, ættu að ieiðrétta
alla, unga sem gamla, og einnig
mætti fræðandi bæklingur koma
þar að gagni. En það er einmitt
sterkasta læknisráðið, ef takast
mætti að skapa almenningsálit
um það, að hverjum manni væri
sæmd að því, að tala móðurmál
sitt rétt og óbjagað, en skömm sé
að öllu kæruleysi í þeim efn-
um“.
Jafnframt ættum við sem flest
að hafa hirðu á að nefna raf-
magnið sínu rétta nafni sem oft-
ast, því annars glatast orðið áður
en varir.
Hér er annað stutt og gott orð,
sem mér er sárt um að missa, en
það er síma-heitið, sem við meg-
um vara okkur á að missa ekki
sem sagnorð. Við megum víst
þakka Jóni Ólafssyni skáldi fyrir
að hafa fært okkur það i staðinn
fyrir hálfdönsku styttinguna að
„fóna“, sem var að festa rætur,
þegar hið stutta og þjála síma-
orð var endurvakið í nýrri merk
ingu (að mestu).
Hér stendur líkt á og um raf-
magnið, að breytingin kemur
smám saman, án þess að því sé
gaumur gefinn, en slíkar breyt-
ingar eru einmitt varasamastar
— og þannig breytist tungan.
Mér virðist nefnilega fleiri og
fleiri vera að hætta að tala um
að síma — til kunningjans, eða
í búðina — heldur bara hringja til
hans, en hér er þó meiningamun-
ur, sem engin ástæða er til að
rugla saman. Víst þarf að byrja á
að hringja óður, en símað er til
einhvers, en vissulega er símtal-
ið þó aðalatriðið og því engin
ástæða til að hætta að nefna það
sínu rétta nefni, því þanníg glöt-
um við orðinu, verði ekki „stung-
ið við fótum“ í tæka tíð.
Þá er þriðja orðið, sern verið er
að þoka brott úr mæltu máli, a.
m. k. á vissu sviði, en það er sagn
orðið: mála.
Þótt nú sé að fara í vöxt máln-
ing með úðun eða sprautun, í
stað þess að mála með bursta
eða pensli, þá sé ég enga ástæðu
til að hætta að tala um að mála.
Er engu líkara en sumum finnist
svo mikið til um að hægt sé að
sprautu-móla t. d. bílinn, að þeir
segja að hann hafi verið spraut-
aður, en ekki málaður. Þá mætti
alveg eins segja, ef bíllinn er orð-
inn þurfandi fyrir áburð á liða-
mótin: „Ég þarf að láta sprauta
bílinn minn (með feiti)Eins .
þykir mörgum gott að geta fengið
að sprauta bílinn ef hann kemur
mjög óhreinn úr ferð (með
vatni). Ég bendi aðeins á þetta,
sem dæmi þess að „fieira er mat-
ur en feitt ket“!, fleiru má
i sprauta en málningu. Ef aðgrein-
j ingar er þörf á málingaraðferð-
um ætti engum að vera ofætlun
að segja: sprautu-málað, pensil-
málað.
Þessum hugleiðingum er
aðeins ætlað að reyna að
vekja til umhugsunar um, að hér
er þörf að staldra við í tæka
tíð og íhuga betur, að það stend-
ur ekki á sama hvaða orð við
notum, sé okkur ekki sama
hvernig fer um „ástkæra ylhýra
málið“.
Ég ætla aðeins að nefna eitt
dæmi enn um orð, sem við eigum
ekki að glata, en það er orðið:
stanz. Finna ekki ailir hve það
er hljómfegurra en erlenda orðið
stop, sem vel getur rutt okkar
orði úr vegi ef við gætum okkar
ekki með að hætta að nota það.
„Stanz! hljómar harpan og
hvellur er strengur" .... þýddi
Jón Ólafsson svo smekklega, ef
ég man rétt, — hver vildi nú
skipta og segja: „stop! hljómar
harpan? . . .
Ég ætla svo að enda þessar
hugleiðingar með því, að amast
við einu orði, þótt íslenzkt sé og
fallegt, þ. e. a. s. amast við því
í þeirri merkingu, sem nú er far-
ið að nota það, en það er orðið
„virkjun". Látum gott heita með-
an unnið er að virkjun á ein-
hverju fallvatni t. d. þótt talað sé
Frh. á bls. 14.