Morgunblaðið - 01.11.1958, Page 9

Morgunblaðið - 01.11.1958, Page 9
Laugardagur 1. nóv. 1958 M O R C, l’N R l A fí 1 Ð 9 Frú Lúna í snörunni Agnar Mykle: Frú Lúna í snörunni. Skáldsaga. 507 bls. íslenzk þýðing eftir Jó- hannes úr Kötlum. Blá- fellsútgáfan, Reykjavík 1958. AGNAR MYKLE er einn þeirra höfunda sem eiga frægð sína einkum að þakka mönnum er vildu þeim allt hið versta. Skammsýnir siðapostular hugð- ust vernda fólkið fyrir skrifum hans, en raunin varð sú að þeir gerðu hann að metsöluhöfundi. Svona getur glettni örlaganna verið meinleg. Hvort Mykle verðskuldar þann vafasama heiður að vera met- söluhöfundur á Norðurlöndum, skal ósagt látið. Hann hefur sjálf- ur gefið þá kuldalegu yfirlýs- ingu, að hann sé alvarlegur rit- höfundur og flestir lesi verk hans á alröngum forsendum. Skáldsaga hans „Frú Lúna í snörunm“, sem er nýkomin út í íslenzkri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum, bendir til að taka megi þessi orð í alvöru. Hún fékk á sínum tíma mikið lof á Norður- löndum, var af einum ritdómara kölluð „kraftaverk ársins‘‘, en annar sagði: „Þessi skáldsaga er eins og hlaðin sprengja“. Þetta eru kannski óþarflega kröftug orð, en engar stórýkjur. Sagan er tvímælalaust mikið skáldverk, svo þrungin eldmóði, ástríðu, hlýju og viðkvæmni, að maður grípur stundum andann á lofti undir lestrinum og hrópar hið innra með sér: Stórkostlegt! „Frú Lúna í snörunni" er saga ungs manns sem er að leggja upp í lífið eftir þrúgandi æsku í húsi foreldra þar sem smáborgara- skapur, þröngsýni, hégómatildur og tilfinningadoði hafa eitrað líf hans. Sagan er falleg í hrein- skilni sinni, nærfærni, grimmd og viðkvæmni, en hún er óvíða væmin. Ef frásögnin af æsku- reynslu Asks Burlefots er ekki sönn, ja þá ber ég lítið skynbragð á mannlífið. Margir kaflar bók- arinnar ýfa bókstaflega upp göm- ul sár æskureynslunnar hjá manni sjálfum: óframfærnina, klunnaskapinn, kvíðann, stað- festuleysið, dómhörkuna, fálmið gleymt sinni eigin reynslu eða er beinlínis að falsa hana. Ástaþrár ungra manna fela ekki aðeins í sér rómantíska drauma um hina goðumlíku hjartadrottningu sem er svo tig- in og ójarðnesk, að tilhugsunin um hana veldur skjálfta og tauga titringi. Ástadraumar ungra manna ná líka til þeirrar hvers- dagslegu stúlku danssalarins eða samkvæmisins, sem á áþreifan- legan og heitan líkama; sem á atlot og blíðu til einnar nætur, einnar viku eða jafnvel eins Agnar Mykle mánaðar. Þetta er sem sé part- ur af mannlegu lífi. Hvort þessi þáttur mannlífsins er æskilegur, er spurning siðfræðinnar en ekki skáldsögunnar. Skáldsagan lýsir mannlífinu á eins óloginn og op- inskáan hátt og höfundurinn er maður til. Hún ber ekki á borð lesandans formúlur fyrir farsælu lífi. Skáldsagan rekur orsakir og afleiðingar ákveðinna lífshátta, leiðir kannski lesandann að á- kveðnum niðurstöðum um til- tekna lífshætti, en hún hvorki fordæmir þá né afsakar. Skáld- skapur á að vera spegill mann- kynsins, ekki svipa þess. Eg dreg þetta ekki fram hér sérstaklega til varnar Mykle (hann hefur jú siðgæðisvottorð hæstaréttar í Noregi), heldur til inn. Mykle er orðmargur höf- undur, kann illa að takmarka sig, og er það hvimleiður ann- marki. Hins vegar liggur nokkuð af straumþunga sögunnar í hin- um tíðu og löngu endurtekning- um og upptalningum. Þar sem tilfinningarnar eru við suðumark, er þetta sennilega nauðsynlegt. En svo eru líka langir kaflar í bókinni þar sem slakað er á til- finningaspennunni, og þá verð- ur mælgin þreytandi. Stíllinn er tilgerðarlaus, en stundum flatur. Frásögnin bein og umbúðalaus. Þetta get- ur verið bæði kostur og löstur. Ég hefði kosið meiri „tilgerð“ í þessa bpk: einhver stílbrögð sem gerðu suma kaflana í senn styttri og meira lifandi. Bygging sögunnar er sérkenni- leg og nær tilgangi sínum. Sag- an verður áhrifameiri eins og persónurnar eru aftur á móti furðuskýrar. Yfirleitt hættir Mykle til að ýkja í lýsingum sínum, gera hlutina stærri og efnismeiri en þeir ættu „lögum samkvæmt" að vera. Þetta er kannski afsakan- legt þegar þess er gætt, að sagan gerist mestöll í vitund Asks. Hann er ungur og næmur og sér heiminn í fáum sterkum litum eins og ungum mönnum er tamt. Hinar ýtarlegu lýsingar á klæða- burði fólks, matargerð, húsmun- um og umhverfi, og hinar há- stemmdu og langdregnu hugleið- ingar um eitt og annað mega kennski skrifast á reikning þessa næmgeðja og ástríðuríka unga manns sem er í rauninni sögu- maður, þó bókin sé skrifuð í þriðju persónu. Þetta er vert að hafa í huga, ef menn freistast til að fordæma það sem er barna- legt í þessari bók, og það er satt að segja æðimargt. Höfundurinn dregur fram barnaskap og er reynsluleysi Asks með því að lýsa barnalegum hugsanagangi hans. hún er sögð. Ég bendi t.d. á lelnl eSa er „staðsetningu" kaflans „Frú Lúna í snörunni“ í þriðja hluta bókarinnar. Miðhlutinn er aftur á móti of langur og óþéttur: þar hefði að skaðlausu mátt draga saman, fella niður og auka spenn- una. að vara við þeim óraunhæfa og fumið, vonleysið og veraldar- ! hugsunarhætti, að berorð skáld- tregann. Já svona eru ungir ' saga sé endilega ósiðsöm. Skáld- menn þegar þeir leggja út á lífs- sagan á að vera hlutlæg lýsing brautina. j á lífinu — og engin hlutlæg lýs- Ég man ekki til að hafa lesið iná á tilfinningalífi ungra manna öllu áhrifameiri lýsingu á bróð- tileyPur yflr veigamesta atriði í urást en frásögnina af sambandi þeirra Asks og Baldurs yngra bróður hans. Þessi frásögn er hafin í æðra veldi af svo heitum og einlægum tiifinningum, að stundum er yfirþyrmandi. Til dæmis lýsingin á reiðikasti Asks þegar hann steypir niður bakk- anum fyrir litla bróður sínum og lemur hann í framan með snær- ishönkinni, aðeins vegna þess að Baldur er honum svo ljúfur og undirgefinn. Það eru mörg öfl og myrk að verki í þeim sögu- kafla, mikið drama. Hvað þá um ástalýsingarnar sem hafa fleytt Mykle upp í virð- ingarsess metsöluhöfundarins og gert nafn hans að orðtaki háð- fuglanna? Þær eru ekki margar, en nákvæmar eru þær og ber- söglar. Klúrar eru þær aftur á móti hvergi né klámfengnar. Hér er um að ræða lýsingar á mikil- vægum þætti í fyrstu reynslu hins unga manns, þætti sem fell- ur jafneðlilega inn í frásögnina og hvaðeina annað sem Askur upp- lifir. Því er nú einu sinni svo farið, að ástalífið skipar önd- vegissess í tilfinningalífi tvítugs manns, og höfundur sem hleypur yfir það í lýsingu á slíkum manni eða lætur sem það skipti óveru- legu máli, sá höfundur hefur reynslu þeirra: sambandi þeirra við konur. „Bósa saga og Herrauðs‘‘ er hreinræktað klámrit, af því þar er smjattað á kynmökum karla og kvenna vegna kynmakanna sjálfra, ekki til að draga upp raunsæja mynd af mannlífinu. Þessu er ekki til að dreifa um þær ástalýsingar Mykles sem ég hef lesið. „Frú Lúna í snörunni" er ó- heyrilega löng saga, yfir 500 þéttprentaðar síður og samt stytt í þýðingu í samráði við höfund- Viriiia hafin við næstu viðskipta- skrá SKÝRT var frá því í blaðinu í gær að Viðskiptaskráin 1958 væri nýkomin út. Þetta er ekki rétt. Skráih kom út í júlímánuði sl. — Er nú þegar farið að vinna að útkomu Viðskiptaskrárinnar fyr- ir næsta ár og er hugmyndin að hún geti komið út strax næsta vor. Persónulýsingar Mykles mjög orðmargar, en ekki sama skapi ljósar. Sumar per- sónurnar sér maður aldrei skýrt fyrir sér. Hins vegar beitir hann gamalkunnu bragði til að blása lífi í aðrar: hann málar þær í einum lit, og þá einatt mjög sterkum. Þetta á ekki sízt við um Zebedeussen-fjölskylduna og flestar aukapersónurnar. Höfuð- Mykle er greinilega mjög vel að sér í norrænni goðafræði og vitnar víða í hana. Flest nöfnin í sögunni eru þaðan fengin, en ekki' er mér fullljós hin tákn- ræna merking sumra þeirra. höfundurinn að leitast við að gefa sögunni nýja dýpt með því að hafa goðafræð- ina í baksýn. Nöfn eins og Askur, Embla, Baldur, Kvasi, Sif, Líf (dóttir Asks) ,Þrándur, Nanna, Gróa, Gyða og Gunnhildur kalla fram í hugann gamalkunnar per- sónur, en ekki fæ ég séð, að saga eru j Mykles dýpki verulega eða fái að i víðtækari merkingu fyrir þá sök. Þýðing Jóhannesar úr Kötlum er á þjálu og litríku máli. Mætti segja mér að ekki hafi sagan glatað neinu í höndum Jóhannes- ar — kannski fremur hið gagn- stæða. Sigurður A. Magnússon. Æskulýðsfélög Fríkirkjunnar gangast fyrir æskulýðs- og kristniboðssamkomu í Fri- kirkjunni á morgun klukkan 5 e.h. Á samkomunni mun Felix Ólafsson kristniboði tala og segja frá starfi sínu í Konsó. Ennfremur verður lesinn upp kafli úr ævisögu hlaupagarps- ins og kristniboðans Liddells. Þá verður einnig mikill söngur. Bassasöngvarinn Hjálmar Kjartansson syngur einsöng, og Fríkirkjukórinn syngur kór söng. Á þessari samkomu verða sungin mörg Iétt lög sem sjaldan eða aldrei hafa heyrzt í kirkju hér áður. í lok sam- komunnar verður tekið á móti fjárframlögum til kristniboðs- ins í Konsó. Kolbeinn Þor- leifsson stjórnar samkomunni. Myndin sýnir Felix Ólafsson með stríðsskjöld og staf sær- særingamanna frá Konsó. Sjaldan eða aldrei meiri atvinna á Dalvík en í sumar DALVÍK, 23. okt. — Vetur nálg- ast nú óðum, og þótt veðrátta sé enn sæmilega hagstæð til lands og sjávar, sjást þess ýmis merki, að sumarið 1958 sé á enda. — Sumarið, sem frá ómunatíð hefur verið kallað aðalbjargræð- istími íslenzku þjóðarinnar bæði til sjós og lands, þótt það sé nú orðið naumast rétt hvað sjó- mannastéttina snertir, þar sem tækni nútímans gerir það mögu- legt að stunda sjóinn svo að segja árið um kring, og sums staðar hafa menn aðaltekjur sínar af vetrarvertíðinni. En þetta á ekki við að því er bændastéttina snertir, hún á enn sem fyrr allt undir sól og regni, allt undir veðráttu sumarsins, sem er og verður aðalbjargræð- istími bændanna, að mmista kosti þeirra, er kvikfjárrækt stunda. Hér í sveit mun þetta sumar verða talið erfitt og óhag- Þótt tíð væri einmuna hagstæð til heyöflunar í september og tún og engjar færu þá fyrst að spretta, nægði það ekki til að menn gætu aflað nægilegra heyja handa bústofni sínum, þar sem háarspretta var nær engin og því miklu meira heyjað á út- engjum en undanfarin ár. Er því augljóst að allir þurfa að skerða bústofn sinn meira og minna frá því sem var sl. ár, kemur þar og til að flestum bændum mun um megn að afla fóðurbætis svo nokkru nemi vegna stórhækkaðs verðs. Finnst mörgum bóndanum að ráðstafanir V-stjórnarinnar í þeim efnum á sl. vori beri frem- ur að teljast „fjörráð" en bjarg- ráð við bændastéttina. Áður en slátrun hófst í haust munu forðagæzlumenn hafa farið um sveitina til þess að athuga heybirgðir bænda og hvetja þá til varúðar í ásetningi, því reynsl an mun vera sú hér sem annars stætt bændum. Ber þar margt til. j staðar, að menn hafi allríka til Vorið var mjög kalt — eins og i hneigingu til þess að treysta á annars staðar á Norðurlandi — og I !>guð og iukkuna“ í þeim efnum, fé á innigjöf langt fram á sauð- og liggja til þess skiljanlegar burð og síðan samfelldir þurrkar, > ástæður. svo varla kom dropi úr lofti um j Garðrækt mun hafa verið með langt skeið. Tún og úthagar minna móti hér í sumar, og róf- spruttu því bæði seint og illa. 1 ur spruttu lítt eða ekki vegna Nokkrir bændur hófu þó tún- ; þurrkanna, en kartöflur héldu á- slátt í byrjun júlí, og höfðu náð fram að spretta allt til september- inn nokkru heymagni, og einn loka, og uppskera af þeim sæmi- bóndinn, Þorgils Gunnlaugsson á leg hjá þeim, er stunduðu það Sökku, hafði hirt fyrri slátt 24. j að nokkru ráði. Berjaspretta var júlí, er óþurrkakaflinn hófst, sem | einnig mjög góð víða, en sveita- hélzt að heita máttu til ágústloka. menn munu þó ekki hafa getað En flestir byrjuðu ekki heyskap fyrr en um miðjan júlí og seinna, einkum í dölunum, þar sem jörð nýtt berin sem skyldi vegna hey- skaparanna. Gengið var hér um 20. sept., kom seinast undan snjó, og höfðu j og um sama leyti hófst slátrun því litlu sem engu náð inn af, á vegum Kaupfélags Eyfirðinga. heyjum, er óþurrkakaflinn hófst, | Heimtur voru almennt góðar en og hraktist það hey, sem þá var ! fé (einkum dilkar) afar rýrt. úti meira og minna, þótt tíð j Slátrun sauðfjár lauk 18. þ.m. en væri köld og ekki stórrigningar. I stórgripaslátrun enn ekki lokið. Heildarslátrunin mun hafa ver- ið um 10 þús. fjár, eða 2. þús. fleira en sl. haust. Þar að auki er gert ráð fyrir að lóga um 200 nautgripum (fyrir utan heima slátrun) svo að bústofnsskerðing- in hlýtur að verða allveruleg að þessu sinni. ■—o—O—o— Ég hefi áður í fréttum héðan minnzt nokkuð á útgerð og afla- brögð svo og atvinnumál í Dal- víkurkauptúni, og hefi þar litlu við að bæta. Þó má hiklaust fullyrða það, að þrátt fyrir frem- ur lélega síldarvertíð, hefur sum arið verið hagstæðara fyrir út- gerðina og verkafólk hér í pláss- inu en fyrir landbóndann, sem segja má að hafi orðið fremur hart leikinn af völdum tíðarfars- ins. Þátttaka Dalvíkinga í síldveið- unum var heldur minni en und- anfarin sumur, aðeins 4 heima- bátar auk 2ja leigubáta, sem báð- ir öfluðu ágætlega. Lagt var út 17. og 18. júní, stundaðar hring- nótaveiðar til 20. ágúst og síðan farið á reknetjaveiðar, fyrst í Húnaflóa og síðan vestur á fsa- fjarðar.djúpi. Lagt var upp í Bol- ungarvík. Heim komu bátarnir síðast í september eftir 100 daga úthald, og var þá hásetahlutur orðinn 30—44 þús. krónur. Hlut- hæstur mun Hannes Hafstein hafa verið með ca. 44 þús. Mið- að við verðmæti og hásetahlut, er þetta bezta síldarvertíð Dal- víkurbáta frá því farið, var að stunda þann veiðiskap og ekki tillit tekið til verðgildis krón- unnar. Um heildarafkomu bát- anna verður ekkert sagt enn sem komið er. Þeir liggja nú bundnir við hafnargarðinn (að einum undanteknum, sem er til viðgerð ar í slipp) og mun enn óráðið hvort þeir verða nokkuð hreyfð- ir til veiða í haust. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.