Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 15
Laugardagur 1. nóv. 1958 MORCVISBLAÐÍÐ 15 Fundur Adenauers de Macmillans um frív LONDON, 31. okt. — Fulltrúar brezku stjórnarinnar, hinnar svissnesku og stjórna Niður- landanna hafa að undanförnu ræðzt við í London um sam- raemingu framtíðarstefnu land- anna í efnahagsmálum. Samkv. áreiðanlegum heimildum hafa stjórnir þessara landa í hyggju Morgontidningen hættir útkomu STOKKHÓLMI, 31. október. — Frá og með deginum í dag hættir Morgontidningen í Stokkhólmi útkomu sinni. Morgontidningen hefur verið aðalmálgagn verka- lýðssamtakanna um áratuga skeið og var elzta morgunblaðið í Stokkhólmi. Samtökin hafa fyrir nokkru keypt Stockholms-Tidn- ingen og munu nú einbeita sér að útgáfu þess. Hætt var að gefa Morgontidningen út vegna óhag- stæðs rekstrar og á síðustu árum hafa flokksblöð átt æ örðugra uppdráttar í Svíþjóð. Jafnaðar- menn munu nú einbeita sér að útgáfu Stockholms-Tidningen, en ekki er enn vitað hve miklar breytingar verða gerðar á blað- inu, sem hefur verið óháð að kalla. Aðalritstjóri Morguntidn- ingen mun taka við starfi hjá Stockholms-Tidningen og skrifa um stjórnmál, en aðalritstjóri Stockholms-Tidningen mun frá næstu áramótum verða Victor Vinde, fréttamaður Dagens Ny- heter í París. Núverandi aðai- ritstjóri tekur að sér stjórn á bókmenntasíðum blaðsins. Afdrifarík lokaáætlun LONDON, 31. okt. — Montgo- mery gerði í dag að umtalsefni ævisögu sína, sem nýkomin er út, og vakið hefur miklar deilur. — Skýrir hann þar m. a. frá ágrein- ingi meðal herforingja Banda- manna og þykir mörgum miður. Hvers vegna á ekki að segja satt frá? spurði Montgomery. Ef eng- inn segði satt, þá væri sagan fölsuð. Hefði nokkur trúað því, að lokaáætlunin um innrásina í Normandie hefði verið gerð á salerni í Alsír? Nei, enginn. En ég var þar sjálfur viðstaddur. — Vesturveldin Framh. af bls. 1 Bandaríski fulltrúinn, Wads- worth, ráðgjafi Eisenhowers for- seta í afvopnunarmálum, sagði, að Bandaríkjastjórn væri hlynnt því, að samningar væru gerðir um bann við kjarnorkutilraunum ár í senn með því skilyrði, að samkomulag næðist um virkt eftirlitskerfi. Afvopnunarmálin yrðu jafnframt rædd og reynt yrði í sambandi við samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum að semja um afvopnun — stig af stigi. Brezki fulltrúinn Ormsby-Gore birti ekki neinar ákveðnar tillög- ur, en fullvíst er, að Bretar og Bandaríkjamenn eru í megin- atriðum sammála um fram- kvæmd málsins. Sagði hann, að hægt mundi að stíga drjúg skref í áttina að afvopnun, ef ráðstefn- an leiddi til einhvers árangurs — og kvaðst hann bjartsýnn, enda þótt Rússar og Vesturveldin virtust á öndverðum meiði í upp- hafi. Allir fulltrúarnir voru sam- mála um það, að eftirlitskerfið yrði að byggja á samkomulagi því, sem varð með sérfræðingun- um á fundum þem. að stofna takmarkað fríverzlun- arsvæði með þátttöku OEEC- landanna 11, ef ekki tækist sam- komulag um stofnun fyrirhugaðs fríverzlunarsvæðis hinn 1. janú- ar nk. Jafnframt mun haft á prjónunum að leyfa löndum utan Evrópu aðgang að þessu „tak- markaða svæði“. Heyrzt hefur, að stjórnmála- menn í Bonn séu enn vongóðir um að stofnun fríverzlunar- svæðis takist, þrátt fyrir allt — og í þvx sambandi mun vera fyr- irhugaður fundur Adenauers, de Gaulles og Macmillans. Talsmað- ur stjórnarinnar í Bonn fékkst þó ekki til að staðfesta þetta. Skaug, viðskiptamálaráðherra Noregs, sagði í útvarpsræðu í dag, að vonlaust væri, að sam- 12 mílur ÓSLÓ, 31. *kt. — Stjórn Líbýu tilkynnti í dag, að land- helgi Líbýu yrði færð út í 12 sjómílur. Allaufgnð reynitré MÝVATNSSVEIT, 26. okt.: — Eftir lok ágústmánaðar hefur tíð- arfar verið með afbrigðum gott, óvenjuleg hlýindi og góðviðri. í september voru oft ágætir þurrk- ar og gekk þá vel að hirða það hey, sem til var. Vegna kuldanna í ágústmánuði, mátti telja að öll grasspretta stöðvaðist. Um mán- aðamótin ágúst og sept. voru tún víða slegin í síðara skipti og þá víðast illa sprottinn, en þegar hlýindin í september komu, fóru þau á ný að spretta og svo fór að lokum að sumar nýræktir voru slegnar í þriðja sinn. Caulles og erzlun? komulag næðist um fríverzlunar- svæðið áður en tollabandalagið milli Frakklands, Ítalíu, V- Þýzkalands og Beneluxlandanna gengi í gildi í janúar nk. Taldi hann horfurnar slæmar, svo gæti farið, að V-Evrópa klofnaði í viðskiptamálunum. Openberri fieimsókn lokið LONDON, 31. okt. — Popovic, utanríkisráðherra Júgóslavíu, hefur lokið fjögurra daga heim- sókn til Bretlands. Ræddi hann meðal annars við Selwyn Lloyd. — Mun hann hafa leitað eftir efnahagslegri aðstoð við Júgó- slavíu. Biskupar verði tveir- í Rvík og á Akureyri Kirkjuþingi lauk i gær Hættuástand NAUÐSYNLEGT er að vekja at- hygli lögreglunnar á því að hún verður að hafa fasta umferðar- stjórn á Miklubrautinni við gatnamót Lönguhlíðar. Vegna gatnagerðarinnar sem þarna er unnið að, er umferð mjög hættu- leg, einkum fótgangandi. Fyrst og fremst þarf að bæta götu- lýsinguna, en þarna er mikil um- ferð. T.d. á þarna leið um fjöldi barna úr skóla Isaks Jóns- sonar. Maður nokkur sem var þarna inn frá í gærkvöldi er um- ferðin var sem mest, sagði að það mætti teljast mildi, að ekki hefði orðið neitt slys á fyrr- nefndum gatnamótum síðustu dagana. Dilkar reyndust fremur lélegir til frálags, framan af sláturtið, en reyndust mun betur er á leið haustið. Mun það sennilega að mestu stafa af hinu ágæta tíðar- fari. ★ Óvenjulegt má það teljast að sjá reynitré allaufguð í vetrar- byrjun, en svo er hér víðast nú. Að vísu eru sum trén með fagur- gul blöð, en mörg eru algræn að mestu. Aftur á móti eru birki og fjalladrapi búin að missa öll sín blöð og standa nú ber og nakin. Oðru hverju verður vart við minka. Fyrir miðjan október gerði dálítið snjóföl. Var þá þeg- ar farið að athuga um hvar minkaslóðir væru, og náðust þá tveir karlminkar. ★ Mjög lítið verður vart við rjúpur. Þó bar töluvert á rjúpum með unga, fram eftir sumri, en með haustinu virtist þeim fækka mjög. Undanfarið hefur verið dá- lítið snjóhrafl í háfjöllum og má búast við að eitthvað af rjúpuxn haldi sig þar á daginn meðan bjart er, af ótta við fálkana, sem nú virðist vera óvenjulega mikið af. Þegar þannig hagar til um snjólag, er það venjulegt, að rjúpurnar komi ofan af fjöllun- um, þar sem þær leynast í snjón- um, yfir daginn, og dreifa sér um láglendið, þar sem gróður er, þegar rökkva tekur á kvöldin og fylla sarpinn yfir nóttina. í dög- un fljúgá þær svo til fjalla á ný til að dyljast þar meðan dags- birtan er. ★ Þótt þetta kunni að valda nokkru um það hve lítið verður vart við rjúpur nú, þá álít ég að aðalorsökin sé að rjúpnastofninn sé nú óvenjulega fáliðaður. — Jóhannes. Á KIRKJUÞINGI náðist í gær samkomulag um afstöðuna til þeirra tveggja frumvarpa, er þar hafa verið til umræðu síðuStu daga, og nefnd hafa verið í frétt- um Mbl., „þriggja biskupa frum- varpið“ og „tveggja biskupa frumvarpið“. Samkomulag náð- ist um „tveggja biskupa frum- varpið“, en það samdi kirkju- málanefnd þingsins, á grundvelli hins 17 ára gamla frumvarps um biskupa þjóðkirkjunnar, er Magnús heitinn Jónsson próf. og alþingismaður, lagði fram á Al- þingi. Kefur þess verið getið ýtarlega hér í blaðinu. Nokkrar breytingatillögur voru þó gerðar á „tveggja biskupa frumvarpinu". Frumvarp þetta kveður á um að Skálholtsbiskup skuli sitja i Reykjavík, en Hóla- biskup á Akureyri, en báðir hafi þeir aðstöðu til dvalar og starfa á hinum fornu biskupssetrum. — Norðlendingar fengu því og fram gengt, að ef það reynist vera vilji kirkjunnar manna þar nyrðra, þá skuli kirkjumálaráð- herra heimilt að gera Hóla að biskupsgarði Norðlendinga, í stað Akureyrar. Þegar kirkjuþing kom saman til framhaldsfundar í gærdag, og kirkjuþingsmenn tóku að ræða málið á ný, kom fram í umræð- unum, að enn virtust nokkrar greinir með mönnum, um hvaða afgreiðsla þessa máls væri því og framgangi þess fyrir beztu. Ræðumenn bentu á, að hér væri um að ræða stefnuyfirlýsingu | þingsins, en ekki verið að semja lög. Ýmsir höfðu tekið til máls, er Gísli Sveinsson, varaforseti kirkjuþings, gerði grein fyrir til- lögu, er hann taldi ganga í rétta átt. Úr því sem komið væri taldi Gísii það vænlegast til árangurs, að vísa málinu til kirkjuráð til athugunar og síðan afgreiðslu. Þessu var misjafnlega tekið, en þetta varð til þess að afstaða manna til málsins, varð allt í einu Ijósari og ákveðnari í senn. Þau urðu sem fyrr greinir málalok, að „tveggja biskupa frumvarpið“ var samþykkt, og náðu nokkrar breytingartill. fram að ganga. t.d. þessi varðandi biskupakjör: „Itétt kjörinn biskup er sá, sem fær meira en helming greiddra at- kvæða. Nú fær enginn það at- kvæðamagn, og skal embættið j þá veitt þeim þeirra þriggja, er | flest fengu atkvæði, sem forseti j íslands telur bezt til þess íallinn.“ j Kirkjuþingi barst í gærdag; skeyti frá Jóhannesi Gunnars- ! syni Hólabiskupi, en kirkjuþing- ið sendi honum heillaskeyti vegna kjörs hins nýja páfa. Herra Ásmundur Guðmunds- son, biskup, sleit þinginu með stuttri ræðu og þakkaði fulltrú- um gott samstarf, en varaforseti þakkaði biskupi fyrir hönd full- trúanna. GENF, 31. okt. — Donald Mac- lean, fyrrum starfsmaður brezku utanríkisþjónustunnar, er sagður hafa verið í rússnesku sendinefndinni, sem kom til Genf í dag og situr fundinn um kj arnorkutilr aunir. Leiðrétting í FORYSTUGREIN blaðsins í gær varð meinleg prentvilla. — Stóð þar: „Konan-----leitaði frelsisins á flótta í gegnum Genf- arskóga". — Þar átti að standa: —-----gegnum dimma skóga. 0 nglinga vantar til blaðburðar í ettirtalin hverfi Herskálakamp Aðalstræti 6 — Sími 22480. Ég þakka öllum vinum og vandamönnum fyrir komuna á 50 ára afmæiisdegi mínum. Þó vil ég sérstaklega þakka börnum mínum og barnabörnum fyrir komuna. Guð blessi ykkur öll. Svanfríður Sigurðardóttir, Þverholti 18K. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á 85 ára af- mælinu. Ég óska ykkur öllum Guðs blessunar. Guðný G. Jónsdóttir frá Bíldudal. Hjartkær eiginkona mín JÖNlNA JÖNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Hellukoti, Stokkseyri 30. þ.m. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna. Andrés Ingimundarson. Konan mín og móðir, okkar SIGURBJÖRG ASMUNDSDÓTTIR Freyjugötu 8, andaðist í Sjúkrahúsi Hvítabandsins 31. október. Jarðarförin ákveðin síðar. Friðrik J. Ólafsson og böm hinnar látnu. Maðurinn minn og faðir okkar SVEINBJÖRN JAKOBSSON frá Hnausum verður jarðsunginn mánudaginn 3. nóv. Húskveðja hefst kl. 1 e.h. frá heimili hans. Jarðsett verður á Þingeyrum. Eiginkona og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR frá Litla-Galtardal, Sigtúni 53. Vandamenn. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa samúð og vinsemd við andlát og jarðarför föðursystur minnar JARÞRtJÐAR BJARNADÓTTUR Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Hólmfríður Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.