Morgunblaðið - 01.11.1958, Qupperneq 16
VEÐRIÐ
SV stinningskaldi og úrkomulítið
et'tir hádegi.
BÓKAÞÁTTUR
____Sjá bls. 9
250. tbl. — Laugardagur 1. nóvember 1958
70—80 tonnum af
landaö á 2 klst.
Nýju löndunartækin i Hafnarfirði
reyndust mjög vel
HAFNARFIRÐI — í gær voru
hin nýju löndunartæki, sem
Vélsmiðjan Klettur hefir smíðað,
reynd við uppskipun úr togaran-
um Surprise. Um hádegisbilið í
gær var færiböndunum komið
fyrir og í gang voru þau sett
upp úr eitt. Hafði þá safnazt
saman á bryggjunni hópur fólks,
þar á meðal margir útgerðar-
menn og ýmsir forystu-menn
fiskimála hér á landi.
Eins og áður hefir verið sagt,
eru færiböndin þrjú talsins, eitt
ofan af bryggju og niður í skip,
annað niður í lest og svo hið
þriðja eftir henni endilangri. Eru
skúffurnar drifnar með keðju,
eem tengd er við mótora en þeir
eru knúnir með rafmagni.
JÞegar fréttamaður Mbl. kom
niður á bryggju í gær, hafði
færiböndunum verið komið fyrir
og þau nýlega í gang sett, en
nærstaddir fylgdust af ákafa með
því, sem fram fór. Karfinn kom
í stríðum straumi eftir færibönd-
unum og hafnaði upp á bílunum,
sem óku undir „bununa‘‘, Meðal
viðstaddra voru þeir bræður Jón
verkstjóri í Kletti og Gísli for-
stjóri, en þeir hafa átt allan veg
og vanda af smíði þessara tækja.
Kváðu þeir þau reynast öllu bet-
ur en hinir bjartsýnustu höfðu
getað reiknað með — sem sagt
þeir væru mjög ánæðir með
færiböndin, sem hefðu mikla
, Lítils háttar
íkviknun á olíu-
stöð
1 GÆRMORGUN kom upp eldur
hjá Olíverzlun íslands á Klöpp
við Skúlagötu. Lak húsahitunar-
olía íir olíuleiðslu, sem verið var
að bika sundur og komst neisti
í oli ma. Slökkviliðið kom strax
á st iðinn og réði fljótt niðurlög-
um eldsins.
og margvíslega kosti fram yfir
fisktrogin. — Þess skal getið að
Bragi Ólafsson vélfræðingur í
véladeild Fálkans í Reykjavík,
útvegaði keðjurnar á færiböndin,
sem keypt voru frá Englandi.
Þessi nýju tæki, sem vafa-
laust eiga eftir að koma í stað
fisktroganna við affermingu
togara og annarra fiskiskipa,
fluttu 70—80 tonn af karfa á
tveimur klukkustundum, en það
mun vera öllu meiri „gangur“ en
við gamla lagið. Einnig hafa þau
það fram yfir trogin, að nú hleðst
miklu betur á bílana en áður, og
þeir flytja því meira magn í
hverri ferð. Töldu sérfróðir menn
sem staddir voru við uppskipun-
ina í gær, að þessi háttur á lönd-
un ætti vafalítið eftir að hafa
mikinn sparnað í för með sér.
Auk karfans fluttu böndin upp
Leikrit eftir Ugo
Betti í útvarpinu
f KVÖLD verður flutt í útvarp-
inu fyrsta leikritið sem hér er
flutt eftir ítalska skáldið Ugo
Betti. Heitir það „Drottningin og
uppreisnarmennirnir".
Betti er almennt talinn helzta
leikritaskáld ítala á seinni árum,
að minnsta kosti að Pirandello
látnum, og margir setja hann
skörinni hærra. Betti er dáinn nú
fyrir skömmu (1953) og var síð-
ast hæstaréttardómari í Róma-
borg, en hafði fengizt við leik-
ritagerð frá því 1926. Síðustu tíu
til tólf ár ævi sinnar skrifaði hann
að jafnaði eitt leikrit árlega, hin
ágætustu verk, og eru viðfangs-
efni í flestum þeirra einhver
vandamál mannsins í félagsmál-
um og trú, eða þau fjalla að ein-
hverju leyti „um hið hættulega
kæruleysi mannsins eða upp-
reisn gegn lögmálum guðs“.
Þýðingu leikritsins hefur Ás-
laug Árnadóttir gert, en Ævar
Kvaran er leikstjóri.
JAKARTA, 31. okt. — Indónes-
íska stjórnin hefur ákveðið að
þjóðnýta öll hollenzk fyrirtæki í
Indónesíu.
karfa var
ís úr lestum togarans, og gekk
það einnig með ágætum. Hin
nýju tæki, sem smíðuð voru
fyrir ísfirðing h.f., verða flutt
vestur á næstunni. —G. E.
UPPSKIPUNIN
1 „FULLUM GANGI“
Hér gefur að líta hin nýju færi-
bönd, sem Vélsmiðjan Klettur
hefur smíðað. Verið er að af-
ferma togarann Surprise í gær.
LONDON, 31. okt. — Það var
upplýst í dag, að foringi flug-
vélavirkja í þjónustu BOAC-
flugfélagsins, sem hafði forystu
í verkfallinu á dögunum, er með-
limur í kommúnistaflokknum
brezka — og aðalaðsetur hans á
flugvellinum gengur undir nafn-
inu Kreml meðal flugvirkja. —
Verkfallið olli félaginu sem
kunnugt er milljónatapi.
Sjálfstœðismenn juku
atkvœðamagn sitt mjög
SELFOSSI, 31. október: — Kjör
fulltrúa á væntanlegt búnaðar-
þing, sýndi að Sjálfstæðismenn
eiga mjög verulegri fylgisaukn-
ingu að fagna meðal bænda innan
vébanda fjölmennasta bún-
aðarsambands landsins, Búnaðar-
sambands Suðurlands. Listi Sjálf
stæðismanna fékk tvo fulltrúa
kjörna en listi Framsóknarmanna
þrjá.
Kosningar þessar fóru fram á
sunnudaginn var, og fór taLning
atkvæða fram hér á Selfossi í
dag. Á kjörskrá voru 1465 bænd-
ur í V-'Skaftafeilssýslu, Rangár-
vallasýslu, í Vestmannaeyjum og
í Árnessýslu. Þannig skiptust at-
kvæðin á milli listanna, að A-
listinn, Sjálfstæðismenn, hlaut
446 atkvæði, en hafði við síðustu
búnaðarþingskosningar árið 1954
249 atkv., B-listinn, Framsóknar-
menn hlutu nú 563 atkv., en við
síðustu kosningar hlaut þeirra
listi 459 atkvæði. Auðir seðlar og
ógildir voru 12. Alls greiddu at-
1 kvæði 1021 og var kosningahlut-
takan 69,7%.
Þessar tölur tala skýrustu máb
um fylgisaukningu Sjálfstæðis-
manna meðal bændanna. Þegar
hér fóru fram búnaðarþingskosn-
ingar 1954 voru á kjörskrá 1453.
Geta má þess að nú vantar
Sjálfstæðismenn nærri 100 atkv.
til þess að ná þriðja manni, en
árið 1954 vantaði Framsókn-
armenn 17 atkvæði til þess að fá
4. mann kjörinn. Fulltr. Sjálfstæð
ismanna á búnaðarþingi verða
þeir Sigurjón Sigurðsson bóndi
í Raftholti og Sigmundur Sig-
urðsson bóndi Syðra-Langholti.
Fulltrúar Framsóknar verða þeir
Bjarni Bjarnason skólastjóri á
Laugarvatni, Klemenz Kristjáns-
son bústjóri á Sámsstöðum og
Jón Gíslason fyrrum alþingismað
ur og bóndi í Norðurhjáleigu.
Bílstjóri sýnir
mikið snarræði
MEÐ snarræði sínu tókst leigu-
bílstjóra að forða slysi í gærdag,
í útjaðri bæjarins. Gerðist þetta
á Sogavegi, sem er í Sogamýri.
Drengur á reiðhjóli, ók inn á
götuna frá vinstri. Vissi leigu-
bílstjórinn ekki fyrri til en
drengurinn var kominn fram fyr-
ir bílinn, og virtist slys óum-
flýjanlegt — En bilstjórinn
snarhemlaði, krap var lítis-
háttar á götunni og snar-
snerist bíllinn og rann stjórnlaust
á grindverk, en drengurinn slapp
ómeiddur, þó að hann aðeins
kæmi við bílinn. Bíllinn skemmd
ist allmikið við að rekast á grind-
verkið.
Þing Landsam-
bands vörubíl-
stjóra hefst í dag
ÞING Landsambands vörubíl-
stjóra hefst hér í Reykjavík í dag.
Sitja það 30 fulltrúar, en innan
vebanda sambandsins eru 35 fé-
lög. Þingið mun taka fyrir ýmis
hagsmunamál stéttarinnar, m. a.
deilu vörubílstjóra í Reykjavík
og vörubílstjóra í Árnessýslu í
sambandi við flutning á efni til
Efra-Sogs.
Fyrsti snjórinn
vakti gleði
SNJÓFÖL var á jörðu hér í bæn-
um er bæjarbúar risu úr rekkju
í gærmorgun. Svo sem venja er
vakti þessi fyrsti snjór mikla
gleði barnanna, og voru sleðarn-
ir drifnir út úr geymslunum. —
Mikil kátína ríkti, þó að ekkert
sleðafæri væri. Börn gerðu jafn-
vel tilraunir til þess að búa til
snjókellingar, en ekki var snjór-
inn svo mikill að hann dygði í
smákellingu, hvað þá heldur
myndarlega og búsældarlega
„kerlingu". Þegar á daginn leið,
hvarf snjórinn að mestu, en í
grassverðinum þar sem engin
umferð var um, var krap.
Frá umrœðum á Alþingi
Hagur félagsheimilis-
sjóðs mjög bághorinn
Kirkjuþingsmenn mjög
óánœgðir með framkomu
Fulltrúaráðið i
< Keflavik
FULLTRÚARAÐ Sjálfstæðis-
félaganna í Keflavík heldur
fund í Sjálfstæðishúsinu í
Keflavík kl. 2 e. h. á morgun,
sunnudag.
Rætt verður um bæjarmál
Og félagsmál.
Ariðandi að fulltrúar fjöl-
menni á fundinn.
ráðherrans
ÞAÐ olli kirkjuþingsmönnum
miklum vonbrigðum, að kirkju-
málaráðherra og kirkjuráðsmað-
ur, Hermann Jónasson, tók eng-
an þátt í umræðum og afgreiðslu
aðalmáls þingsins, afstöðunni til
kjörs biskupa hinnar ísl. þjóð-
kirkju.
Það var boðað hvað eftir ann-
að á þinginu að ráðherrann
myndi koma, og að hann óskaði
beinlínis eftir því, að fá að taka
þátt í lokaumræðunum um mál-
ið. Af þessum sökum var gert
verulegt hlé á fundum kirkju-
þings í gær. Það var hringt til
ráðherrans. og hann boðaði enn
á ný komu sí»a, en allt kom fyr-
ir ekki. Ógerningur var að fresta
umræðum lengur. Eftir alllangt
fundarhlé var fundi áfram hald-
ið, án þess að ráðherrann kæmi
og að lokum var gengið til at-
kvæðagreiðslu um málið, en
aldrei kom ráðherrann. Kirkju-
þingsmenn höfðu orð á þessari
framkomu ráðherrans og voru
settar fram ýmsar tilgátur um
ástæðurnar.
FUNDIR voru settir í deildum
Alþingis á venjulegum tíma í
gær. Á dagskrá efri deildar var
eitt mál. Frumvarp til laga um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
að innheimta skemmtanaskatt
með viðauka árið 1959. Var það
framhald 3. umr, en forseti hafði
tekið málið út af dagskra er það
var til 3. umr., vegna fyrirspurn-
ar frá Jóm Kjartanssyni um hag
Félagsheimilissjóðs.
Á fundinum í gær gaf fram-
sögum. fjárhagsnefndar, ISjörn
Jónsson, upplýsingar um ástand
félagsheimilissjóðs. Kom í ljós að
við síðustu áramót var fjárhagur
hans 800 þúsund kr. lakari, en við
áramót árið áður.
Jón Kjartansson kvaddi sér
hljóðs og þakkaði framsögumanni
veittar upplýsingar. Kvað hann
þær sýna, að ástand sjóðsins væri
mjög bágborið. Á Alþingi 1957
LONDON, 31. okt. — Diefen-
baker ræddi við Macmillan í dag
í Downing Street 10.
hefði verið samþykkt að fjölga
mjög þeim aðilum, sem eiga að-
gang að sjóðnum og þegar hefðu
nokkur félög sótt um styrk sam-
kvæmt þeirri samþykkt. Kvað
Jón það augljóst mál, að ef svo
héldi áfram. yrðu félagsheimili
í sveitum algerlega útundan með
fjárveitingu úr sjóðnum í fram-
tíðinni.
Aðrar umræður urðu ekki og
var frumvarpið samþykkt með
13 atkv. samhljóða og afgreitt til
neðri deitdar.
V arðarkaffi
VARÐARFÉLAGAR og annað
Sjálfstæðisfólk. Munið Varðar-
kaffið í Valhöli í dag kl. 3—5.
Héraðsmót Sjálfstœðis-
manna í Kjósarsýslu
HÉRAÐSMÓT SJÁLFSTÆÐISMANNA í Kjósarsýslu verður haldið
að Hlégarði í kvöld og hefst kl. 8,30 siðdegis.
Pétur Benediktsson, bankastjóri, flytur ræðu, en formaður
Sjálfstæðisflokksins, þingmaður kjördæmisins, Ólafur Thors,
ílytur ávarp.
Skemmtiatriði annast leikararnir Haraldur Á. Sigurðsson og
Jón Sigurbjörnsson. Mun Haraldur m. a. flytja gamanþætti og Jón
s&ngtu einsöng. Hljómsveit leikur.