Alþýðublaðið - 22.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1929, Blaðsíða 2
a ALÞÝÐUBttAÐIÐ Beilræði kennimannsias. Guðfræðikennarinn Magnús 'Jónsson heldur enn þá áfram að fræða lýðinn um „villukenningar sosialista". Síðastliðinn laugardag ritar hann í „Mgbl." alllanga út- skýringu á því, hvað hann eigin- lega hafi meint með erindi því, sem hann flutti fyrir postula, þ. e. sendiboða, íhaldsins í „sælu- húsinu" fyrir skömmu og „Mg- bl.“ og „Vörður" birtu útdrátt úr. Kennimaðurinn byrjar útskýr- inguna á þvi að eigna ritstjóra Alþýðublaðsins ýmsa persónu- lega eiginleika, svo sem: „ill- kvitni", „blekkingalöngun", „rnont", „gleiðgosablæ" og fleiri af svipuðu tæi. Er þó býsna tor- velt að skilja, að þessar Iýsingar á ritstjóra Alþýðublaðsins veiti svar við þeirri spurningu, hvort verkamenn eigi að vera jafnað- armenn, fremur en lýsing Jóns Þorlákssonar á Magnúsi sjálfum og þeirri „þunnu, ógeðslegu slepju", sem Jón segir, að jafnan renni af munni hans, sbr. al- þingistíðindin. Þá koma heilræðin til verka- manna. Nú ráðleggur kennimaðurinn þeim að „eignasi vini í öllum flokkum“, og þó að hann segi það ekki beinlínis, er auðséð, að hann telur þeim ráðlegast að leita „vinanna" í flokknum hans, fhaldsflokknum. Miðstjórn þess flokks skipa nú: Ólafur Thors, Jón Ólafsson, Sigurður Eggerz, Magnús Guð- mundsson og Jón Þorláksson. Fjórir þeir fyrstu fyrir: Kveldúlf, Alliance, íslandsbanka og Shell- félagið. — Þetta eru „vinirnir", sem Magnús telur líklegasta til þess að berjast fyrir áhuga- og hagsmuna-málum verkalýðsins og bera þau fram til sigurs. Sá er vinur, sem' í raun reynist. Hvernig hafa þessir „vinir" reynst til þessa? Hverjir börðust harðast gegn vökulögunum og vildu leyfa tak- markalausa þrælkun sjómanna á togurum? Hverjir berjast grimmi- legast gegn öllum réttarbótum og hagsmunamálum verkalýösins ? Hverjir börðust gegn því að veita 21 ára fólki og fátæklingum kosningarétt til bæja- og sveita- stjórna? Hverjir reyna sífelt að lækka kaupiðog koma samtökum verkalýðsins á kné? Hverjir börð- ust fyrir þrælalögunum, ríkislög- íeglunni, nefsköttum, hátollum á nauðsynjar og „sparnaði" barna- og alþýðu-fræðslu ? Svarið er:. „Vinirnir". Magnús veit þetta sjálfur ofur- vel. Þess vegna hefir hann ekki trú á því, aö verkalýðurinn noti sér þetta heilræði hans; seg'ist nefna þetta „áð eins sem hugs- anlegt“ og bætir svo við, að ef verkamenn telji það betra fyrir sig, þá „geta peir myndað sér- stakan verkamannaflokk“. Þetta er gott ráð. En Magnús hefir ekki fundið það upp. Verka- menn hafa þekt það lengi og notfært sér það. Og með hverju ári fjölgar þeim, sem sjá og fekilja, að þetta er eina ráðið sem dugir. öflug verklýðsfélög, öflug stjórnmálasamtök verkalýðsins. Þetta er það eina, sem getur gert verkafólkið frjálst og sjálf- stætt, létt af því oki atvinnukúg- unar og stjórnmálakúgunar. En, bætir Magnús við, verka- menn „eiga ekki að vera sosial- istar.“ Hvers vegna ? Vegna þess, að ef þeir eru jafn- aðarmenn, fara þeir of „geist" í kröfum sínum og aðhyllast þjóð- nýtingu, sem er verkalýðnum til bölvunar, segir Magnús guðfræði- kennari. 1 kennimannlegum vandlæting- artón segir hann við verkamenn- ina: Þið hafið „tekið of mikið af ágóða fyrirtœkjanna jafnóð- urrt í kaupgjald“, farið of „geist“. Þetta getur ekki þýtt annað en það, að verkamenn hafi feng- ið of hátt kaup, of mikla hvíld og of góðan aðbúnað. — Því getur enginn kennimaður neitað, hversu slingur sem hann er að éta ofan í sig. Sjómennirnir hafa, að dómi M. J., verið ómagar á útgerðinni, verkafólkið á landi líka. Hann segist vera þess full- viss, aÖ rannsókn á rekstri út- gerðarinnar myndi sanna þetta. Ef svo er, hvers vegna greiddi hann þá ekki atkvæði með tillögu Alþýðuflokksfulltrúanna á síðásta þingi um rannsókn togaraútgerð- arinnar, til þess að fá sönnun fyrir þessum fullyrðingum? Þessi er hinn huggunarriki boð- skapur kennimannsins til „undir- stéttarinnar“, sem Á. P. (Árnj Pálsson) segir svo fagurlega að Jón ólafsson hafi „hafist upp úr af sjálfum sér": minna kaup, minni hvíld, verri aðbúnað, þá munu laun ykkar verða mikil — síðar. En hvenæí? Því svarar Magnús ekki. Nú segist kennimaðurinn ekk- ert hafa á móti verkföllum yfir- leitt, heldur þeim einum, sem eru „löng og gagnslaus“. En hvernig eiga verkamenn að fara að því að vita fyrirfram, hve löng verkföll verða og hvort þeir koma fram kröfum sínum. Slíkt er vitaskuld ekki undir þeim einum komið. Og heldur prófessorinn, að verka- menn myndu vinna mörg verk- föll, ef þeir ákvæðu fyrir fram, að þau skyldu eigi standa lengur en t. d. 7 daga, eða hálfan mán- uð? — Ætli Kveldúlfur eða AI- íiance myndu ekki reyna að þrauka þessa viku eða 14 daga, heldur en að láta undan? Ástæðan til þess, að verkamenn eiga ekki að vera jafnaðarmenn og fara geyst í kröfum sínum, heimta hátt kaup, er sú, að lága kaupið veitir atvinnurekendum „aukinn ágóða, sem farið getur til pess að auka fyrirtœkið og bœta atvinnuskilyrðin,“ segir kennimaðurinn. Sum útgerðarfélögin hér hafa haft mikinn ágóða, eru stórrík á okkar mælikvarða. Eru „at- vinnuskilyrðin" fyrir sjómenn og verkamenn á landi betri hjá þeim en hinum, sem berjast í bökkum; borga þau betra kaup og eru þau fúsari til að bæta kjör verka- fólksins en hin, sem enga sjóði eiga? Því miður svarar reynslan þessu neitandi.* Yfirleitt eru auðugustu útgerð- arfélögin erfiðust viðureignar í samningum um kaup og kjör verkafólksins. Þau þykjast hafa styrk peningavaldsins til þess að bjóða samtökum verkalýðs- ins birginn, þykjast geta biðið og látið skortinn venja verka- lýðinn af heimtufrekjunni. Og fer ágóðinn, sem lága kaup- ið veitir atvinnurekendum, til þess að auka fyrirtækið? M. J. segir: ágóðinn getur farið til pess að auka fyrirtœkið. En gerir hann það? Nokkur togarafélaganna hér og í grendinni hafa skift á milli hluthafanna mörgum hundruðum þúsunda króna af ágóðanum. Hluthafarnir hafa stungið þessu fé í vasa sinn, ekki hefir það farið til að bæta kjör verkafólks- ins, sem auðinn skapaði. Og komið hefir það fyrir ósjaldan, að þessi sömu félög hafa síðar farið á höfuðið eða lent í svo miklum fjárhagsörðugleikum, að þau hafa orðið að fá uppgjöf á mörg hundruð þúsund króna skuldum, alt upp í 80—90»/o. Hluthafarnir hirtu ágóðann, bank- arnir fengu töpin og jöfnuðu þeim síðan niður á almenning. „Ágóðinn" var meðal annars not- aður til þess að halda úti „Mg- bl.“ og öðrum slíkum blöðum, sem dásama ráðdeild, hyggindi og forsjá „máttarstólpanna", og til þess að koma skósveinum þeirra, eins og t. d. M. J., á þing og í bæjarstjórn, til þess þar að sjá um, að auðugustu félögin og helztu hluthafarnir og fram- kvæmdastjórarnir \ þyrftu sem allra minst að greiða til opin- berra þarfa, til þess að koma sköttum og útsvörum á almenn- ing, til þess að berjast fyrir ríkis- lögreglu og þrælalögum. Til þessa hefir miklu af ágóð- anum verið varið. Ef M. J. efast um að svo _sé, þarf hann ekki annað en að sþyrjp ýmsa mikils- ráðandi samflokksménn sína. Þeir vita það af reynslu. Og sem fyr- verandi bankaráðsmaður og bankaendurskoðandi ætti kenni- maðurinn að hafa fengið nokkra hugmynd um þetta. Otgáfufélag „Morgunblaðsins" getur líka frætt hann margvíslega. Jafnaðarmenn berjast fyrir auknum réttindum og bættnns hag verkalýðsins. Undir núver- andi skipulagi hljóta þeir að berjast við auðvaldið, sem hefir ráð á starfstækjum fólksins og kaupir vinnu þess, fyrir bættu kaupi og kjörum, lögum um hvíld og aðbúnað, lögum um al- þýðufræðslu og almennar trygg- ingar. — Þess vegna eru verka- menn jafnaðarmenn. Gegn öllu þessu hamast auð- valdið, því að það hyggur, að þetta verði til þess að draga úr ágóða þess og styrkja verka- menn til lokabaráttunnar um yf- irráð framleiðslutækjanna.,— Þess vegna er þýðingarlaust fyrir verklýðssamtökin að reyna að eignast „vini" í íhaldsflokknum. Verkamenn geta aldrei átt sam- leið með íhaldi og auðvaldi. Bankaráðsfundur um útbúið á Seyðlsflrðh. Vegna þess að eftirlitsmaður- inn með bönkum og sparisjóðum liggur veikur erlendis, og engar líkur voru til þess, að hann kæmi bráðlega heim, setti landsstjórnin annan mann til þess að gegna- starfi hans, og fól honum að rannsaka útbú Islandsbanka á Seyðisfirði. Maður þessi er Svav- ar Guðmundsson. Fór Svavar austur á Seyðis- fjörð, og mun rannsókn hans á bankaútbúinu hafa tekið um þriggja vikna tíma. Er hann nu kominn aftur til Reykjavíkur og hefir gefið skýrslu um för sína og rannsókn. Bankaráðsfundur var . haldinn í gærkveldi, en i bankaráði ís- landsbanka eiga sæti sjö menn. Eru það þessir: Tryggva Þórhallsson fors.ráðh. (sem er sjálfkjörinn formaður), Guðm. Björnson landlœknir, Klemens Jónsson fyrv. ráðherra,. Halldór Stefánsson alpm. (þessir þrír eru kosnir af alþingi). Enn fremur: Jón Þorláksson fyrv. ráðh. og Sejersted-Bötker (norskur). Sjöundi maðurinn var Andersen ríkisskuldastjóri, sem er látinn. Frézt hefir, að forsætisráðherr- ann hafi í haust gert tillögu um, að Eyjólfur Jónsson yrði látinn fara frá bankanum þegar í stað, en þeirri tillögu verið frestað þar til nú. Koma vafalaust fréttir á morg- un af bankaráðsfundinum. Ó. F. Sigurður Skagfield hefir nú haldið tvo hljómleika hér i bænum, hvort 'tveggja skiftið fyrir fullu húsi, og vakið mikla aðdáun. Það er orðin a,l- kunna hér, svo að varla þarf frá að segja, að Skagfield hefir Uina af þeim fágætustu tenor- röddum, sem gerast. Hátónar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.