Alþýðublaðið - 22.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBíiAÐIÐ 8 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkura sera kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Tcirklsla Westmmster CigsirettKtr. A. V. I hveriam pakba era samskauar fiallegar laudslagsmyudir og f Commaader»eigav ettapif kkam Fást í ollnm verzíonnm. 90 50 aurar er minsta grelðsla fiyrir gjaldmælisbifireiðar STEINDÓBS. TIl bæjarakstars fiáið þéf pví, ekki að eins beztar, beldar einnig tvf- Steindórl. hans eru stórlega glæsilegir og hrífandi og kunnátta hans mikil. ’Hann er jafnvigur söngvari og einn þeirra manna, sem hlýtur að vekja athygli og aðdáun með söng sínum, hvar sem er. Sig. Skagfield er sannarlega enginn hversdagsmaður í söng. Það er gleðilegt, að landar hans eru farnir að viðurkenna hann. Sýnir það hin mikla aðsókn, sem hann nú hefir hlotið. Bráðlega ætlar hann að halda kirkjuhljómleik með aðstoð Páls tsólfssonar. R. J. Erlend símskeyti. FB., 21. okt. Eidgos í austri og vestri. Frá Moskva er símað: Eld- fjallið Gorelyi og 6 önnur eld- fjöll á Kamsjatka eru farin að gjósa. Or Katschewsky-eldfjall- inu veltur allmikill hraunstraum- ur. Frá París er símað: Pelée-eld- fjallið er tekið til að gjósa í þriðja sinni á skömmum tíma. Ibúarnir flytja frá þorpunum í nánd við eldfjallið. (Mont Pelée er á eyjunni Mar- tinique, sem er eign Frakklands. Martinique er ein af litlu Antilla- eyjunum í Vestur-Indíum. Eyjan er 987 ferkm. að flatarmáli, i- búatala 244 þús. Mont Pelée er Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerlega óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu rikisins). Heildsölubirgðir hjá: lalldtai Eirikssyni, Hnfrmrctrnpti 00 Qfmi 17** 1350 metra hátt. Það gaus 1902 og lagðist þá bærinn St. Pierre í eyði og 30—35 þúsundir manna fórust.) Landskjálftar i Suður-Ameriku. Frá Santiago er símað: Jarð- skjálftar hafa komið í Antofa- gasta-héraði. Tjón er lítið enn sem komið er. Jarðskjálftarnir eru mestir í nánd við bæinn An- tofagasta. (Antofagasta er hérað í Chile, 120 718 ferkm. að stærð. Ibúa- tala 205 660. Höfuðborgin hefir sama nafn. Ibúatala er tæp 60 þúsund.) Ásakanir á hendur kommúnistum i Frakkiandi. Frá París er símað: Ákæran gegn kommúnistum stendur í nánu sambandi við óeirðartil- raunir þeirra 1. ágúst s. 1. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hafa unnið að njósnum fyrir Rússa. Njósnarákæran byggist á árangri húsrannsóknar í skrifstofum kommúnistablaðsins „rHumanité-‘<. Lögreglan fann þar mikið af skjölum, sem í voru upplýsingar um hermál Frakka. FB., 22. okt. Kosningar i Frakklandi. Frá París er símað: Kosningar til þriðjungs efri deildar þings- ins fóru fram' í fyrra dag. Jafn- aðarmenn fengu 14 þingsæti, unnu 1. Lýðveldismenn fengu 15, vinstri lýðveldismenn 14, töpuðu 7, róttækir lýðveldismenn 12, unnu 3, og „radikali" flokkurinn 41, vann 3. Frelsisstríð Mongóla. Mikið hefir verið rætt og ritað í útlöndum um kvikmynd þá, sem sýnd er í Gamla Bíó nú. Þegar myndin var sýnd í Stokk- hólmi birtu sum blöðin heillar siðu greinir um myndina og hældu henni mjög. Alls staðar, þar sem hún hefir verið sýnd, er hún talin snildarverk. Jafn- vel amerísk blöð telja hana góða. Pudowkin, sá, er séð hefir uro töku myndarinnar, er kornungur, en er nú orðinn heimsfrægur. List hans er alveg sérstæð. Hann er fyrst og fremst raunsær, en þó oft táknrænn. Upp á síðkastið hefir verið hægt að kenna áhrif ; frá Pudowkin í ýmsum kvik- myndum, sérstaklega þýzkum. — Eina myndin, er jafnast getur á við listaverk Pudowkins, er „Stúlkan frá París“, en þá mynd tók Chaplin, en hann er og bezt- ur kvikmyndalistamaður í Amer- íku og þó víðar væri leitað. — Saga myndarinnar „Stormur yfir Asíu“ er átakanleg. Hún seg- ir frá kúgun, fátækt, hjátrú og hindurvitnum, hatri og sakleysis- einfeldni heillar þjóðar, sem 'drambsamlr landstjórar Kalda f kreppu. — ómögulegt er í fáum linum að lýsa kvikmynd þessari — menn verða að sjá hana. Síð- asta „senan", er höfuðskepnurn- ar ganga í lið með uppreistar- mönnum, er einhver sú allra á- hrifamesta, sem hér hefir sést. — Hið íslénzka nafn myndarinnar er mjög illa valið. F. Fréttabréf úr Kolbeinsstaðahrappi í Hnappa- dalssýslu. Veturinn síðastliðni var hér eins og annars staðar óvenjulega góður. Sauðburður byrjaði snemma og lifðu öll lömb hjá flestum, en ær drápust hjá mörg- um, um 200 ær í hreppnum. AIl- margar ær voru lamblausar og haustbærar. Ungmennafélagið „Eldborg" hélt samkomu! í Görðum; í sumar. Þar fóru og fram kappreiðar. Verðlaun hlutu þrír fljótustu stökkhestarnir. Fyrstu verðlaun hlaut hestur Magnúsar Árnason- ar, prófasts á Stórahrauni. Tvær konur duttu af baki, síðubrotnaði önnur, en hin fór úr liði á hægra handlegg. Utsvör í hreppnum hækkuðu í vor um fjórða hluta. Auk þess tók hreppurinn tiltölulega hátt lán. Ný íveruhús vqru í smíðum í sumar á þessum jörðum: Syðra- Rauðamel, Hraunholtum, Tröð, Yztu-Görðum (nýbýli, stærð 40 ha.) og Ytri-Skógum. Þrjár stórar grjótskriður hrundu úr Skógafjalli seint í á- gúst. Fór austasta skriðan yfir Ytri-Skógatúnið utan til og ger- eyðilagði part af túninu, þar sem hún fór yfir, og 160 metra al Tilkynning. Nú er byrjuð aðalslátran á hrossum og höfum viðþví á boðstólum nú og eftir leið- is úrval af ailskonar hrossa- kjöti. Til dæmis: Buff, Steik, Ribbungur, Saxað kjöt, Súpukjöt, Reykt kjöt og Bjúgu. Ennfremur seljum við margt annað, bæði uýtt og niðursoðið, með mjög lágu verði. Komið eða hringið í síma 2349. Engum lánað, en alt sent heim. Hrossadeilðín, Njálsgötu 23. nýrri fimmþættri gaddavírsgirð- ingu. Tún og vallendi voru mjög vel sprottin í sumar, en mýrar lé- legar, þó skárri en í fyrra. Spretta í kálgörðum var lítil. — Sláttur gekk vel þar til í sept- ember, en þá brá til óþurka. Framfarahugur er í mönnum, en fjárhagsleg orka lítil. (FB.) Kínverskn ræninoamir. Frá því var nýlega skýrt hér í blaðinu, áð kínverskir ræningjar hefðu ráðist á norskt skip, rænt skipshöfninni, en látið hana lausa að undanskildum skipstjóranum og stýrimanninum, sem þeir heimtuðu 900 000 kr. lausnargjald fyrir. Eftir að skipstjórinn hafði sloppið úr höndum ræningjanna mikið særður og veikur, reyndi hann að fá kínverska lögreglu- menn sér til aðstoðar til að ná félaga sínum úr klóm ræningj- anna. Fékk hann loks aðstaþ þeirra, og eftir 1 mikinn bardaga við ræningjana tókst að bjarga stýrimanninum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.