Morgunblaðið - 14.11.1958, Page 10
MORCVISBL 4Ð1Ð
Föstudagur 14. nov. 1958
IC
y
tttttiutllritaMfr
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ER VERIÐ AÐ GERA ALÞINGI
AÐ „GERFIÞINGI"?
AÐ hefur verið áberandi
eftir að V-stjórnin tók við
völdum, hve Alþingi hefur
ttaðið lengi og auk þess verið
vikum og mánuðum saman að-
gerðalítið. Ríkisstjórnin hefur
ekki haft mál til að leggja fyrir
þingið í upphafi og þannig líður
svo timinn, að ef til vill eru engir
fundír í annarri hvorri þingdeiid-
inni vegna þess að ekkert mál
liggur fyrir, ellegar þá að þing-
fundir eru stuttir og stundurr. að
því er virðist næstum því til mála
mynda.
Á undangengum tíma og í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar voru
mál undirbúin milli þinga og að
allri venju lagði stjórnin fleiri
eða færri mál fyrir Alþingi, þeg-
ar það kom saman til þess að
verkcfni væru fyrir hendi og þing
fundir gætu farið fram á eðli-
legan hátt. Það er vitaskuld ein
af skyldum hverrar ríkisstjórnar
að viðhafa slíkan undirbúning,
en það sýnir á mjög áberandi
hátt deyfð og aðgerðarleysi, þeg-
ar ríkisstjórnin vanrækir að und-
irbúa mál á milli þinga með
þeirri afleiðingu að Alþingi situr
aðgerðarlítið eða aðgerðarlaust
að kalla langan tíma. Þetta hef-
ur vitaskuld í för með sér að
þinghald verður allt daufara og
svo sviplaust, að ekki sæmir elzta
þjóðþingi heimsins.
Eins og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu sl. miðvikudag, þá
vildi ríkisstjórnin fresta Alþingi
og ástæðan var sú, að bíða þurfti
eftir þinghaldi Alþýðusambands
íslands, en mál voru engin und-
irbúin af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar, þannig að hún taldi þann kost
vænstan, að fella gersamlega nið-
ur Alþingi íslendmga meðán
beðið væri eftir því, að þetta
„stórþing" Alþýðusambandsiná
kæmi saman. Ríkisstjórnin var
öll sammála að gefast upp við
þinghaldið og fresta því, en í
því sambandi var leitað til Sjálf-
stæðisflokksins um undirtektir
hans og var því svarað af þing-
flokknum á þá leið, að það væri
á valdi ríkisstjórnarinnar að
kveða á um þingfrestun. Hvort
stjórnin beitti svo þeirri heimild
sinni eða ekki teldi Sjáflstæðis-
flokkurinn ekki skipta máli úr
því að ríkisstjórnin hefði engin
málefni að leggja fyrir þingið.
Að sjálfsögðu áskildi Sjálfstæð-
isflokkurinn sér allan rétt til
gagnrýni á þessari meðferð á Al-
þingi og því málefnaleysi, sem
gerir það að verkum að þingið
má heita aðgerðarlaust.
★
Nú skyldu menn halda, að rík-
isstjórnin væri sízt af öllu í vand-
ræðum með að leggja mál fyrir
þingið, sem væru þess virði að
þau væru rædd. Þegar ríkis-
stjórnin kom til valda lofaði hún
„þróttmiklum framkvæmdura"
og „allsherjarviðreisn efnahags-
málanna" ásamt svo mörgu öðru,
sem annað hvort hefur bein-
línis verið svikið eða legið í lág-
inni. Ef litið er á stefnuskrá rík-
isstjórnarinnar og Hræðslu-
bandalagsins fyrir kosningarnar,
og öll þau stóru loforð, sem þar
voiu gefin, þá væri sizt af öllu
ásfæða til þess að halda að ein-
mitt þessir menn þyrftu að standa
þögulir frammi fyrir Alþingi, liaf
andi engin mál að leggja þar
fram. En svona er þetta, eins og
glögglega kemur fram í því, að
ríkisstjórnin skuli vilja gefast
upp á þinghaldinu um sinn.
-¥•
Eins og vikið er að hér á
undan var sú ástæða, sem ríkis-
stjórnin bar fram fyrir frestun
þinghaldsins sú, að bíða þyrfti
eftir því, að þing Alþýðusam-
bands íslands kæmi saman. Það
irun ekki hafa tiðkast áður, að
fundahöld á Alþingi væru felld
niður um lengri eða skemmri
tíma vegna þess að verið væri að
bíða eftir sérstakri samkundu
stétta eða hópa. En ríkisstjórnin
virðist vera komin inn á þá braut.
£n hvað þá um Alþingi sjáift og
hlutverk þess? Er það ekki ein-
initt hlutverk Alþingis að ráða
frain ur málunum og brýtur það
ekki í bága við þær lýðræðis-
reglur, sem þinghald byggist á
að þannig sé farið að? Þegar farið
er út á þá braut, að gera Alþingi
háð einum og öðrum aðilum þess,
á þann hátt að ekki sé hægt að
halda fundi meðan beðið sé eftir
því hvað aðrir segja, þá er vissu-
lega komið út á hættulega braut
og Alþingi fslendinga farið að
taka á sig allt annan svip en verið
hefur og í upphafi var ætlað.
Þegar svo er komið að ríkisstjórn
in hefur ekki mál fyrir þingið að
leggja og vill auk þess fella niður
þinghald vegna annara samkorr.a,
sem eru utan þess, þá er sann-
arlega hætta á því, að virðing
þingsins sé í hættu.
Þegar svo er komið er stefnt
að því að gera Alþingi íslendinga
að eins konar gerviþingi, en það
er sannarlega annað en ætlazt
var til, þegar Alþingi var end-
urreist og allt annað en það, sem
almenningur væntir af Alþingi.
Með þessu vandræðalega málefna
leysi og með að gera Alþingi háð
öðrum um ákvarðanir á þinn hátt,
sem vikið er að hér á undan. er
virðingu sjálfrar stofnunarinnar
miðboðið og það freklega.
★
Við íslendingar höldum því á
lofti með réttu að við höfum
verið einna fyrstir til að stofna
þjóðþing í líkri mynd, sem síðár
varð algengt í lýðfrjálsu.m lönd-
um. Þetta heíur borið hróður
okkar viða og er okkur til sóma.
Aiþingi á sér langa og merkilega
sögu fyrr og síðar, Alþingi er,
í eðli sínu, merkasta og þýðingar-
mesta stofnun íslenzku þjóðar-
innar. En af því leiðir aftur, að
þeir, sem skipa meirihluta og
ráða gangi Alþingis, hafa við
það mikilar skyldur. En núver-
andi ríkisstjórn hefur gersamlega
brotið þær miklu skyldur, sem
hún hefur gagnvart Alþingi.
Málefnafátækt og úrræðaleysi
ríkisstjórnarinnar, eins og nú er
fram komið, styður enn þá kröfu
Sjálfstæðismanna að stofnað
verði til nýrra kosninga og þjóðin
látin dæma um aðfanr ríkisstjórn
arinnar. Það er skýlaus skylda
hennar að segja af sér og leita til
þjóðarinnar, en það mun hún
hræðast mest af öllu og eingöngu
vegna þess situr V-stjórnin enn.
IIR HEIMI
Bráðlætið varð Aref að falli
SÍÐAN byltingin var gerð í írak
14. júlí s.l. hafa menn velt því
fyrir sér, hvort eða hvenær
myndi að því koma, að Nasser
fengi sínu framgengt og írak
gengi inn í Arabíska sambands-
lýðveldið. í s.l. viku var Abdul
Salem Aref ofursti handtekinn
í Bagdad, er hann sneri án leyfis
heim úr ferðalagi i Evrópu, en
honum hafði. verið mjög á móti
skapi að fara í þetta ferðalag.
Aref var einn af forsprökkum
byltingarinnar í írak. Handtaka
hans bendir til þess, að íraks-
stjórn láti Nasser ekki snúa á
sig — a.m.k. ekki fyrst um sinn.
★ ★ ★
Með því að taka Aref „úr um-
ferð“ hefir leiðtogi byltingar-
stjórnarinnar, Abdel Karim
Kassem, sem er í senn forsætis-
ráðherra, yfirmaður hersins og
forseti byltingaráðsins, snúizt
ákveðið gegn þeim öflum, sem
markvisst hafa unnið að því, að
sameina írak Egyptalandi og Sýr
landi. Einmitt þessi öfl — með
aðstoð Kairóútvarpsins — undir
bjuggu jarðveginn og stjórnuðu
blóðbaðinu fyrir fjórum mánuð-
um.
Kassem fylgir fordæmi sögunnar
Með þessu hefir Kassem raun-
verulega aðeins fylgt fordæmi
sögunnar. Frá fornu fari hefir
verið samkeppni milli landsins
við ána Níl og landsins við Eufrat
og Tigris. Ekki verður betur séð
en að sir John Glubb (Pasha),
sem á sínum tíma stjórnaði hinni
frægu Arabisku herdeild í Jór-
daníu, hafi haft alveg rétt fyrir
sér, er hann sagði, að hið nýja
írak myndi fremur verða keppi-
nautur ríkis Nassers en hluti af
því.
★ ★ ★
Bersýnilega hafa mikilvægar
orsakir legið til þess, að Kassem
lét handtaka Aref. Þeir höfðu í
sameiningu skipulagt samsærið
gegn Feisal konungi og Nuri es
Said. Þeir stóðu hlið við hlið í
broddi fylkingar byltingarstjórn-
arinnar — Kassem sem foringinn,
Aref sem varaforsætisráðherra,
annar æðsti maður hersins og
innanríkisráðherra með yfir-
stjórn lögreglunnar í hendi sér.
Myndir af þeim hengu hlið við
hlið á öllum opinberum bygging-
um.
Þessi mynd var á sínum tíma tekin á ráðuneytlsfundl, T.v. er
Aref ofursti og þáverandi varaf orsætisráðherra. T.h. er Kassem
annar æðsti maður hersins, því
næst var hann sviptur embætti
innanríkisráðherra og loks em-
bætti varaforsætisráðherra. Þann
30. sept. s.l. var hann gerður að
sendiherra í Bonn.
Aref fékk kaldar móttökur
í Kaíró
Raunverulega var hér um út-
legð að ræða. Hann fór ekki frá
írak fyrr en 12. okt. s.l., og hann
fór ekki til Bonn. Eftir að hafa
ferðazt um Evrópu í þrjár vikur,
kvað hann hafa farið til Egypta
lands til að leita stuðnings Nass-
ers. Þegar í júlí voru uppi skoð-
anir um, að Aref væri hinn raun-
verulegi byltingaleiðtogi í írak
og að Kassem yrði síðar ýtt til
hliðar eins og Naguib í Egypta-
landi. En Aref kvað hafa fengið
kaldar móttökur og jafnvel al-
gjöra neitun um nokkra aðstoð
hjá einr.vsðisherranum í Kaíró,
sem hafði meira en nóg með að
sinna sinum eigin stjórnmálalegu
og efnahagslegu vandamálum í
Egyptalandi og Sýrlandi. Án þess
að hafa fengið nokkra undirtekt-
ir í Kaíró fór Aref flugleiðis til
Bagdad í von um, að meirihluti
hersins og þjóðarinnar myndi
fylgja honum og í von um, að
honum yrði tekið með fögnuði.
Vafalaust hefir hann búizt fast-
lega við að geta steypt stjórn
Kassems af stóli. í stað þess tóku
á móti honum á flugvellinum her
sveitir, skriðdrekar og lögreglu-
mehn með handtökuskipun, og
hann var ákærður fyrir að hafa
ógnað öryggi landsins og gert
samsæri gegn hagsmunum þess.
Að því er bezt verður séð, hefir
þjóðin lagt blessun sína yfir þess
ar ráðstafanir Kassems. Dagblað
Ba’athflokksins, A1 Gomhuria,
sem var málgagn Aref, hefir ver-
ið bannað.
★ ★ ★
Kassem hefir borið sigur úr
býtum og er nú tvímælalaust
voldugasti maðurinn í írak. Nýja
stjórnin í írak hefir gert það
lýðum ljóst, að hún hyggist
hvorki vera háð Kaíró eða
Moskvu. Spurningin er þó, hvort
Kassem reynist nógu sterkur á
svellinu, er til lengdar lætur. Þó
að Nasser hafi ekki í þetta sinn
séð sér fært að hlaupa undir
bagga með Ba’athistum í Bagdad,
er það ólíklegt, að hann reýni
ekki síðar að innlima hið olíu-
auðuga írak í hið fátæka sam-
bandsríki sitt.
Einnig getur hætta steðjað að
Kassem úr annarri átt — frá
kommúnistum. Hann hefir bann-
að alla stjórnmálaflokka, en
kommúnistar eru eini flokkur-
inn, sem hefir vel skipulagða
neðanjarðarhreyfingu í írak.
Aref vildi sameiningu
við Egyptaland umsvifalaust
En ekki leið á löngu, áður en
ágreiningur kom upp á milli
þeirra. Aref var í Ba’athflokkn-
um, sem heldur uppi mjög öfga-
fullri arabiskri þjóðernisstefnu
og hefir sett á laggirnar deildir
í flestum rikjum Mið-austur-
landa. Ba’athistar vilja koma á
voldugu ríkjasambandi Araba-
ríkja, og því vann Aref að því,
að írak sameinaðist Egyptalandi
og Sýrlandi svo fljótt sem unnt
væri. Að því er sagt er, vann
Aref að þessu af meira kappi en
jafnvel sjálfur Nasser kærði sig
um. Kassem vildi hins vegar
fara hægt í sakirnar, og óvíst er,
að hann hafi nokkurn tíma raun-
verulega viljað slíka sameiningu.
★ ★ ★
Aref tók því bráðlega að vinna
gegn Kassem, m.a. með því að
ferðast víða um landið og halda
ræður, með því að lofa þjóðinni
meiru en stjórnin gat staðið við
og með því að ráðast á viðleitni
Kassems til að varðveita vinsam-
leg samskipti íraks við Vestur-
veldin — en í þessu efni hafði
Kassem hliðsjón of olíumilljón-
um íraks. Smám saman varð
ágreiningur þeirra augljós. Fyrst
var Aref sviptur embætti sem
—- Demókratar
Framhald af bls 6.
náði nú kjöri og munu þeir beita
sér fyrir bættri kynþáttalöggjöf.
Lenda þeir þá í árekstri við hina
íhaldssömu Suðurríkjamenn. Af
þessum sökum varð klofningur
í demókrataflokknum á valdaár-
um Trumans, sem hefur að visu
jafnað sig. Innbyrðis barátta um
hver skuli verða forsetaframbjóð
andi getur líka dregið úr þrótti
demókrataflokksins.
Forsetakosningar eftir
tvö ár.
Næstu forsetakosningar eiga
fram að fara árið 1960. Er nú
strax farið að spá, hverjir muni
verða þar í framboði og hver
muni taka við hinu mikilvæga
embætti, þegar valdatíma Eisen-
howers lýkur.
Til skamms tima hefur fram-
boð repúblikanaflokksins verið
mjög eftirsótt og voru þeir byrj-
aðir að deila um það Nixon vara-
forseti og Knowland öldunga-
deildarþingmaður. Þessir keppi-
nautar voru báðir frá Kaliforníu,
og virðist nú sem ósigur repú-
blikanaflokksins í Kaliforníu úti-
loki þá báða frá framboði. í
næstu forsetakosningum ríður
repúblikanaflokknum á að fá
einhvern ungan vinsælan mann
í framboð, sem kann að notfæra
sér útbreiðslutæki nútímans. —
Þessum hæfileikum virðist nú
aðallega einn maður búinn í
flokknum, það er milljónamær-
ingurinn Nelson Rockefeller, sem
sigraði svo glæsilega í New York.
Hann hefur þó þann ágalla, að
hann virðist líkt og Eisenhower
haldinn einhvers konar ofnæmi
fyrir flokksstarfi.
Samkeppnin um að komast 1
framboð fyrir demókrata verður
nú sýnilega öllu meiri, því að
þeir telja sér sigurinn visan. —
Adlai Stevenson, sem tvisvar
hefur tapað mun fús að reyna
í þriðja sinn. Auk hans eru nú
nefndir sem líklegir frambjóðend
ur John Kennedy öldungadeild-
arþingmaður frá Massachusetts,
sem vann mikinn sigur að þessu
sinni, Hubert Humphrey öldunga
deildarþingmaður frá Minnesota,
Stuart Symington öldungadeild-
arþingmaður frá Missouri og enn
bætist við Pat Brown, sem sigr-
aði William Knowland í ríkis-
stjórakosningunum í Kaliforníu.
Er ekki ólíklegt að sendinefnd
demókrata frá Kaliforníu verði
mikiís ráðandi, þegar flokkurinn
velur sér frambjóðanda.