Morgunblaðið - 14.11.1958, Síða 11

Morgunblaðið - 14.11.1958, Síða 11
Föstudagur 14. nóv. 1958 MORGVTSBL AÐÍÐ 11 nútímans mynduöu heim ssýninguna i Brussel Li stamenn rammann um Valtýr Péfursson segir frá myndlist á sýningunni frá Biennale í Feneyjum og heimsókn í undurfagra kapellu sem Matisse teiknaði UM daginn hitti ég Valtý Péturs- son lismálara á förnum vegi, en hann er nýlega kominn heim úr ferðalagi til útlanda, því það er listamönnum nauðsynlegt að fara Utan og kynnast og sjá það sem er að gerast með öðrum þjóðum á sviði listanna. Jú, Valtýr lét hið bezta yfir förinni og taldi hana hafa verið eina hina allra lærdómríkustu, sem hann hefði farið. „Ég kom á heimssýninguna miklu í Brússel, en þar var mjög merkileg málverkasýning. Raun- ar má segja um heimssýninguna, að hún hafi að miklu leyti verið aamfelld listsýning, því að hver þátttökuþjóðanna hafði lagt mikla áherzlu á, að sjálfir sýning arskálarnir væru listaverk, sem sýndu þróunina í byggingarlist heimalandsins. Svo furðulegur var arkitekturinn á þessari sýn- ingu, að jafnvel abstraktmenn eins og ég hnutu þar um bygg- ingar, sem þeir hvorki botnuðu upp né niður í, sagði Valtýr. En þessi málverkasýning, sem ég minntist á áðan, var sérstök að því leyti, að þar gat að líta nokk- urs konar þverskurð myndlistar síðustu 50 ára. Sýnd voru talsvert á fjórða hundrað málverk, og meðal þeirra var afargott úrval þess bezta, sem gert hefur verið í nú- tíma list. Það var eiginlega ekk- ert slæmt verk á sýningunni, en þau voru mjög mismunandi, úr öllum hornum heims, í öllum mögulegum stíltegundum. Og þarna sá ég myndir, sem reyndar var vitað um, en hafa aldrei fyrr verið sýndar í V-Evrópu. Hér á ég við mikið og merkilegt safn olíumynda eftir meistarann mikla Matisse. Þau voru komin til Brússel austan frá Rússlandi, en þar hafði málverkasafnari einn, keypt þessi stórkostlegu verk á árunum 1910—12. Þau vöktu í senn geysilega hrifningu og athygli sýningargesta. Af Norðurlandalistamönnum, sem þátt tóku í þessari sýningu, var t. d. Edvard Munk. Hann Ijómaði þar eins og gimsteinn. Með hon- um var Kaj Fjeld, landi hans, og þótti mér það einkennilegt val, að setja þá svona hlið við hlið. Annars var mikið af myndlist í sýningarsölum hinna ýmsu landa og þar gat að líta nær eingöngu abstrakt list. í því sambandi dettur mér i hug skemmtileg sýning í sýningarhöll Bandaríkj- anna, en þessi sýning var ein- göngu byggð á gamalli Indíána- list og nútíma myndlist, svo að eitthvað sé nefnt. Þú sagðir áðan á þá leið, að heimssýningin hafi eiginlega ver- ið samfelld listsýning. — Já, ég á þar við, að auk hinna eiginlegu myndlistasýn- inga, þá hafi allur sá margbreyti- legi byggingarstíll, sem bar fyrir augun á nærri því ævintýralegri göngu um sýningarsvæðið, verið sýning á þeim möguleikum, sem nú eru bannaðir í byggingarlist þjóðanna. Þátttökulöndin virtust hrein- lega keppast um það að sýna sem nýstárlegastan stíl. T. d. kirkjan sem sýnd var á sýningarsvæði Páfagarðs, eftir ítalskan húsa- meistara og skreytt af ítölskum listamönnum. Er þetta ein hin allra magnaðasta kirkja sem ég hefi séð. Þá var sýnd kirkja mót- mælenda, sem var svo nýtízku- leg öll, að jafnvel mér, þótti nóg um, sagði Valtýr og hló við. Þá langar mig til að minnast á þá almennu skoðun að sýning- arhöll Rússa hafi verið ljót. Sannleikurinn er sá, að hún var furðanlega smekkleg, en þegar komið var inn í hina miklu höll, opnaðist annar heimur, sem ekki er hægt að gefa sömu einkunn, — að maður minnist ekki á það sem Rússar kalla myndlist. — Rússar eyddu langsamlega mestu fé af þátttökulöndunum í sýningar- deild sína, en samt sem áður fannst mér sem ég væri kominn heim á vörusýningu frá Rússum í Listamannaskálanum. — En nóg um það. Hin litla deild Noregs á heims- sýningunni vakti mikla athygli fyrir það, hve sérlega smekkleg hún var, og var þátttaka Noregs til mikils sóma. Þá var mjög skemmtilegt að sjá, hversu vel Englendingum tókst að sam- eina sitt íhaldssama andrúms- loft nútímanum í sérlega smekk- legum sýningarsölum. Philips- verksmiðjurnar sýndu hús, sem hinn heimskunni húsameistari Le Corbusier hafði teiknað. En svo ótrúlegt og nýstárlegt form þess að alveg fór húsið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Þá vil ég nefna sýningarskála Frakka. Hann var sannkallað furðuverk frá gólfi til lofts. í þessum skála er mér sérlega minnisstæð mjög skemmtileg sýning á frönskum bókmennt- um, og svo var þessi bókadeild frábær á hinu tæknilega sviði, að fjölda rithöfunda gat maður hlustað á lesa úr eigin verkum, með því einu að þrýsta á hnapp, en auðvitað voru líka sýnd hand- rit af ýmsum bókum þeirra og ýmislegt þeim persónulega við- komandi auk mynda. í Tyrk- landsdeildinni voru að sjálfsögðu sýnd mjög falleg mosaikverk, og svona mætti lengi telja. Um tæknihlið sýningarinnar skal ósagt látið, en víst er, að hálfmisheppnað frá listrænu sjónarmiði, þótti mér merki sýn- ingarinnar Atomium. Það var bæði þungt og vantaði alla reisn Eifelturnsins, svo að einhver samanburður sé gerður. Spurningunni um það, hvort við íslendingar hefðum ekki get- að tekið þátt í heimssýningu þess ari, svaraði Valtýr, að þátttaka okkar í slíkri sýningu væri undir ýmsu komið, og þá ekki sízt smekk. Það væri því í sjálfu sér spurning, sem hver og einn gæti gert upp við sig, hvort við Is- lendingar hefðum enn öðlazt þann listræna smekk, sem slík þátttaka byggist svo mjög á. í þessari för sinni ferðaðist Valtýr einnig nokkuð um Þýzka- land, og hann sagði mér, að Þjóð- verjar, hefðu nú í vaxandi mæli sýnt hinum kunna listmálara, Kandinsky, sóma sinn. Listamað- urinn sem var rússneskur dvald- ist langdvölum í Þýzkalandi, en varð að flýja einræðisstjórn Hitlers, lét eftir sig mjög glæsi- legt ævistarf. Nú hafa Þjóðverj- ar eignað sér hann, eftir því sem bezt verður séð. í Köln skoðaði Valtýr mikla sýningu á verkum hans. Þar var svo mikill straumur gesta að hleypa varð fólkinu inn í hópum, svo ekki færi allt í vitleysu og hægt væri að skoða sýninguna. Og síðan bætti Valtýr við, að á hinni alþjóðlegu myndlistar- sýningu í Feneyjum sem ítalir kalla Biennale, voru verk Kand- inskys aðaluppistaðan í sýningar deild V-Þjóðverja, með öllum sínum margbreytilegu abstrakt- formum. — Þetta hefur verið glæsileg sýning? Víst var hún það, allt nútíma- verk, en úr því við erum farnir að ræSa um þessa sýningu, þá langar mig til þess að segja þér frá því, að það fyrsta, sem ég sá um þessa merku sýningu, þeg- ar heim kom, var einstaklega ó- merkileg grein í einu dagblað- anna, sem þýdd hafði verið upp úr einhverju gulupressu blaði í Þýzkalandi, þar sem farið var háðulegum orðum um allt á sýn- ingunni. Ég fór svo að velta því fyrir mér, hvað svona greinar ættu að þýða og komst brátt að þeirri niðurstöðu, að greinin hefði vafa- laust getað glatt þá, sem enn berja hausnum við steininn og segja, að absti’aktlistina sé hrein geðveiki eða þaðan af verra. — Það getur líka verið útkjálka minnimáttarkend ef svo mætti að orði kveða. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er það abstraktlistin, sem er brennipunktur myndlistarinnar í heiminum í dag. En þetta var nú svona smáútúrdúr. Þessi Feneyja-sýning var eins og ég sagði, áðan öll byggð á nú- tímaverkum. Að vísu virtist hin rússneska myndlist ekki falla þar inn í. Maður hefur það á til- finningunni eftir að hafa skoðað þá sýningu, að meðal rússneskra myndlistarmanna séu hinir svo- nefndu impressjónistar með öllu óþekktir hvað þá annað. Þessu er nokkuð öðru vísi varið með Pólverja og Tékka. Þeirra sýn- ingar voru miklu nær nútímalist, einkum þó sýning Pólverjanna, sem var mjög eftirtektarverð. Mesta athygli mína vakti hol- lenzka deildin. Verk málarans Gerit Benner, sóru sig í ætt við hefð hollenzkrar málaralistar fyrri tíma en voru unnin á al- gera nútímavísu. Gaman var einnig að skoða sýningu Spán- verja og það þótti mér merkilegt við þá sýningu, að sjá svo mörg verk ungra listmálara, manna um þrítugt, sem virðast mjög skemmtilega lifandi, ríkir af hug myndum í efni og samsetning- um. Ekki verður hjá því komist að segja, að sýning Frakklands olli méér sárum vonbrigðum. Hún gaf enga hugmynd um hvað er að gerast meðal myndlistar- manna þar. Þessi sýning var því í senn fróleg og skemmtileg og hafði margt upp á að bjóða, þeim sem þurfa að vita, hvað er að gerast í myndlist þjóðanna í dag. En segðu mér Valtýr, gætir þú sagt mér frá einhverju einu Einföld og með afbrigðum stílhrein er 511 skreyting kap- ellunnar, en pessi mynd er tekin við altarið. V'js/vc-C. Séð heim að kapellunni. Valtýr Pétursson listmálari. listaverki sem þú sást í þessari för þinni, sem verður þér öðruna minnisstæðara? Jú það get ég, en það verk var hvorki á myndlistarsýningu í Köln, Brússel eða í Feneyjum. Það var, skal ég segja þér, kap- ella, sem hinn mikli meistari, Henry Matisse, gerði teikning- ar að. Einnig teiknaði hann alla kirkjugripi , allar skreytingar innan dyra og meira að segja messuskrúðann. Þegar gamli mað urinn fékk slag og þurfti hjúkr- unar, voru það nunnur, sem önn- uðust hann. f þakklætisskyni við starf þeirra teiknaði hann litla kapellu, sem stendur í smábæ einum, Vence, skammt frá Blá- strandarborginni, Nice. — Þessa kapellu hafa mjög fáir skaðað enn sem komið er. Hana er.ein- ungis hægt að skoða tvisvar i viku. Þessi litla kapella er eitt hið stílhreinasta og samfelldasta listaverk, sem hægt er að hugsa sér, og áhrifin í kapellu, sem þessari, geta jafnvel orkað á annan eins heiðingja og mig. Mað ur kemst þar í snertingu við þá djúpu einlægni, sem liggur á bak við listaverkið. Ég hefi víða skoð að gamlar kirkjur, en ég er ekki í nokkrum vafa um, að þessi litla kapella Matisse getur staðið við hlið margs þess bezta, sem til er í kirkjubyggingarlist frá ómuna tíð. Þessi hvíta kapella er það listaverk, sem mest orkaði á mig í þessu ferðalagi. En í henni gerði ég mér það einnig fyllilega ljóst, sagði Valtýr, að Brússel-sýningin hefði aldrei getað orðið jafnstór- kostleg og hún var, ef listamenn nútímans hefðu ekki myndað rammann um hana. Og í öðru lagi, að sú myndlist sem í dag virðist einna óskiljanlegust fyrir almenning, er aðeins hlekkur x þeirri þróun, sem framtíðin ber í skauti sér. — Hvernig hún verð ur, skal engu spáð um nú. En nútíðarmaðurinn, sem býr í borg um Evrópu, kemur auga á þetta og mun fylgjast með framvindu Iistarinnar af meiri nákvæmni og þekkingu en nokkru sinni fyrr, því áhugi almennings á myndlist hefur vaxið gifurlega á síðustu 10 árum, — alveg gífur- lega. Sv. Þ. Vatnslita- mynd eftir;, * Asgrím á uppboði \ í DAG heldur Sigurður Bene-1 diktsson málverkauppboð í Sjálf- stæðishúsinu. Verður >ar margt eigulegra listaverka á bóðstólum, m.a. þrjú gömul málverk eftir i Þórarinn B. Þorláksson t.d. olíu- málverk frá 1902, tvö verk Ás- gríms Jónssonar og er annað þeirra vatnslitamynd úr Borgar- , firði (með Eiríksjökul í baksýn), fjögur listaverk Kjarvals t.d. and litsmynd gerð í vatnslitum, fjór- ar fágætar blómamyndir (olíu- málverk) eftir Nínu Sæmunds- son og olíumálverk (túlípanar) eftir Kristínu Jónsdóttur. Upp- j boðið hefst kl. 5 síðdegis. ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.