Morgunblaðið - 14.11.1958, Side 13

Morgunblaðið - 14.11.1958, Side 13
Föstudagur 14. nóv. 1958 M O R C V 1S fí T 4 ÐIÐ 13 vegnar að jafnaði betur með út- gerð sína, en hinum, enda á það svo að vera. Ég hef orðið nokkuð langorður þennan þátt undirbún- ingsins, en" þó ekki um of, ef þessi orð mættu verða til þess að koma hreyfingu á þetta mál. III. í>á eru það fiskgeymslurnar í landi og sjálf fiskvinnsluhúsin sem vert er að taka til athugun- ar. Það er ófrávíkjanleg nauðsyn, að allar fiskgeymslur og fisk- vinnsluhús séu vel máluð. Þetta er ekki bara sjálfsögð snyrti- mennska gagnvart matvælafram- leiðslu, heldur er hér um hreint undirstöðuatriði að ræða til þess að hægt sé að framleiða góða óskemmda vöru, og halda hús- unum nægjanlega hreinum frá degi til dags. í þessum efnum hafa mörg frystihúsin verið til fyrirmyndar, á undangengnum érum, en nú verða allir sem vinna úr nýjum fiski, að gera skyldu sína á þessu sviði, en hún er sú', að standsetja og mála fisk- geyinslurnar og fiskvinnsluhús- in fyrir vertíðina, hvort sem í hlut á freðfisks-, saltfisks- eða skreiðarverkun. Sum útgerðar- fyrirtæki hafa salfisks og skreið- arhús sín í góðu standi, en aðrir trassa nauðsynlegt viðhald og það eru fyrst og fremst þeir sem verða að taka sig á og gera bet- ur. IV. Þá er ég kominn að síðasta þættinum í þessu spjalli. Þegar mikið berst að á vertíð, þá hefur fiskurinn oft hlotið skaða á með- an hann beið þess að vera tekinn í vinnslu. Þessi skaði hefur oft orðið svo mikill að fiskurinn hef- urinn hefur verið dæmdur óhæf- ur til frystingar, þrátt fyrir að hann var gott hráefni, þegar hann kom að landi. Þegar svona tekst til, þá fara miklir fjármun- ir forgörðum, og er því sjálfsagt að athuga hvort ekki séu tiltök að draga svolítið úr þessum skaða. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að ef frystihús ættu nokkur hundruð málaða trékassa til að ísa í og geyma þannig mesta kúf- inn af fiskinum á meðan verið er að vinna dálítið upp af birgðun- um, þá væri hægt að draga úr þeim fjárhagslega skaða sem orð- ið hefur, undir svona kringum- stæðum. Ég veit að fiskikassar eru hér mikið dýrari heldur en í nærliggjandi löndum, þar sem þeir eru mikið notaðir til geymslu á fiski, en þrátt fyrir þennan verðmismun, þá held ég að þetta mundi meira en svara kostnaði og þyrfti því að reyna það. Þetta hefir þann mikla kost, að á þennan hátt er hægt að nýta gólfrými miklu betur, þar sem hægt er að stafla kössunum í margar hæðir. Reykjavík, 11. nóv. 1958. góður heimilisfaðir, enda voru j þeim, sem kynntust Þorvarði þau hjón mjög samhent um að Kristóferssyni lifir minningin um skapa hollan og prúðan heimilis brag og búa börnum sínum gott veganesti út í lífið. Hjá öllum mætan mann, sem gott var að eiga samferð með á lífsleiðinni. G. Br. Þorvarður Kristófersson Dalshöfða, minning SÍÐAN ég kom fyrst í Fljóts- hverfi fyrir rúmlega tveimur ára tugum, hefur horfið úr bví lil.a byggðarlagi meira en heimingur- inn af því fólki, sem þá átti þar búsetu. Svona ört hefur straum- ur tímans borið á brott íbúa þess- arar fámennu og afskekktu sveit- ar. Margir hafa horfið að því að kjósa sér bústað annars staðar í landinu, þar sem þeim hefur fundist kjörin lífvænlegri heldur en heima í sveitinni sinni. Það er saga, sem gerst hefur í mörg- um sveitum þessa lands síðustu áratugina. En aðrir — einkum eldra fólkið — hefur ekki hörfað af heimavígstöðvunum fyrr en að því var komið að leggja upp í þá för, sem við öll föjtum hinzta. „Og alltaf falla fleiri i þennani val, er framhjá streyma ár og aldir hverfa“. Einn Fijótshverfingur lagði upp í sína hinztu för þann 18. marz sl. Það var Þorvarður Kristófersson bóndi á Dalshöfða. Bkal þessa mæta manns getið hér með fáeinum orðum og hefði þó fyrr átt að vera. Þorvarður var fæddur á Breiðabólstað á Síðu 16. janúar 1881. Voru foreldrar hans Kristófer Þorvarðarson Jónsonar prófasts á Prestbakka og Rann- veig Jónsdóttir frá Mörk. Árið 1892 tók Kristófer á Breiðaból- stað að sér póstferðir milli Prests- bakka og Borgarfells í Skaftár- tungu, en á öðru ári, sem hann hafði þennan starfa á hendi drukkaði hann í póstferð í Svína- dalsvatni. Þá var Kristófer að- eins 38 ára að aldri. Höfðu þau hjónin þá eignast tólf börn og voru átta þeirra á lífi, en eitt fæddist eftir andlát föður síns. Þorvarður var næst elztur af þessum fjölmenna systkinahóp. Þegar Rannveig á Breiðaból- stað var orðin ekkja, fluttist hún með börnin að Mörk og var þar bústýra hjá föður sínum. Frá henni fór Þorvarður er hann var 18 ára í vinnumennsku að Hörgs- dal og dvaldi í þeirri vist næstu 8 árin. Árið 1907 losnaði Dalshöfði í Fljótshverfi. Þá jörð tók Þor- varður til ábúðar og hóf þar bú- skap með móður sinni. — Hinn 11. júní 1910 kvæntist Þorvarður Pálínu Stefánsdóttur frá Hörgs- Handi. Bjuggu þau allan sinn búskap á Dalshöfða og búnaðist vel þrátt fyrir nokkra ómegð og þó að jörðin sé frekar erfið og fáum kostum búin. En þau Þor- varður og Pálína voru samtaka í því að vinna að búi sínu af mik- illi atorku og ósérhlífni, enda fór afkoma þeirra batnandi þegar árin liðu og börnin komust upp. Hin síðustu ár tók jörðin örum framförum bæði hvað snertir byggingar, ræktun o. fl. eins og önnur býli í landinu og Dals- höfði ber nú glögg merki þeirra umbóta og framfara, sem Þor- vai ður og börn hans unnu mark- vísí að hin síðustu æviár hans. Börn þeirra Dalshöfðahjóna eru þessi, talin eftir aldri: Stefán, skipasmiður í Ytri-Njarðvík, Jak ob bóndi á Loftsstöðum í Flóa, Rannveig, húsfreyja í Njarðvík, Páll og Ragnhildur heima hjá móður sinni á Dalshöfða. Yngstur er Kristófer, búsettur á Selfossi. Þorvarður í Dalshöfða var stillt ur maður og hógvær í allri fram- komu, æðrulaus hvað sem að höndum bar. Hann var friðsamur og óáleitinn og hinn bezti ná- granni. Hann var með afbrigðum - s.u.s. Frainh. af bls. 8 Við söknum hljómplötusafnsins og spyrjum því, hvað um það hafi orðið. — Eins og þið vitið, var hljóm- plötusafnið þar sem bókasafnið er nú, en hefur orðið að víkja um sinn og verður sett upp niðri. — Hvað er ætlunin að hafa fé- lagsheimilið opið oft í viku? Ólafur verður fyrir svörum og segir, að það verði væntanlega 4—5 sinnum í viku. — Við vonumst líka til að geta haft dansæfingar niðri þrjá laug- ardaga í mánuði, segir hann, en Gluggað í Faunu það verður að vísu nokkuð þröngt, ef fjölmenni verður. Auk þess er ætlunin að hérna verði haldnar bókmenntakynningar, bekkjakvöld og aðrar samkomur, sem hingað til hafa verið haldn- ar á Sal. Ætti það að verða til þess að létta mjög á honum, en þó er í ráði að þar verði ein dans- æfing í mánuði. Þegar við höfum kvatt þá Sig- urð og Ólaf og þakkaö íyrir okk- ur, rekumst við á Jakob Ármanns son, inspector scholae. Við gríp- um tækifærið og spyrjum hann, hvaða áhrif hann telji, að hin nýja íþaka munj hafa á félags- líf nemenda. — Ég held, að þau verði að teljast mjög góð, segir hann. Þar sem skólinn er nú orðinn mjög fjölmennur, er nær útilokað, að kynni nemenda verði mjög náin í skólanum, en einmitt í félags- heimilinu gefst skólafélögunum tækifæri til þess að kynnast betur og treysta samheldnina. Ég vil líka sérstaklega benda á það. að áfengisneyzla er stranglega bönn- uð í félagsheimilinu. Verði upp- víst, að einhverjum hafi leyfzt að vera innan veggja þess undir áhrifum áfengis, verðu' húsinu umsvifalaust lokað. En ég hvgg, að enginn nemenda vilji verða til þess og félagsheimilið muni því hafa áhrif í þá,átt að draga úr óreglu nemenda. Auk þess mun vafalaust draga úr setum menntaskólanemenda á „11“, og öðrum miður vel þokk- uðum veitingastöðum. Við þökkum Jakobi fyrir og kveðjum. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík eru vissulega öfunds- verðir af hinu nýja félagsheimili, og væri óskandi, að fieiri skólar gætu státað af svo vistlegum samastað fyrir nemendur sína utan skólatímans. Við óskum menntaskólanem- endum til hamingju með félags- heimilið og vonum, að það verði félagslífi þeirra sú lyftistöng, sem til er ætlazt. BILASYIMIIVG PRAGAV3SB PRAGA S5T Þessar tékknesku Dieselvörubifreiðar verða sýndar í dag, föstudag, og næstu viku daglega kl. 10—4 við Bílasmiðjuna Laugavegi 176. Sérfræðingur frá verksmiðjun- um sýnk bifreiðarnar. "^ékkneska bifreiðaumboðið hf. Laugavegi 176 — Sími 1-7181. Nýkomnor KVENBOMSUR rneð tungu svurtor Aðalstræti 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.