Morgunblaðið - 14.11.1958, Qupperneq 18
MORGZJNBLAÐ1Ð
Fostudagur 14. nóv. 1958 *
ií
Fiskifélag íslands hefir
gengizt fyrir námskeið-
um í meðferð fiskileitar-
tœkja
Frá umræðum á
Alþingi
Kirkjan á Sauðárkróki.
Sauðárkrókskirkju ber-
ast góðar gjafir
Kirkjan hefir verið
endurbætt
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 26. okt.
var þess minnzt í hótíðlegri
messu í Sauðárkrókskirkju að
lokið er nú mikilli viðgerð á
kirkjunni sem staðið hefur yfir
síðastliðið ár. Hefur kirkjan öll
verið klædd innan, bekkir endur-
smíðaðir, turn ehdurbyggður og
ný forkirkja byggð, stærri en sú,
sem áður var. Breytingin á kirkj-
unni var gerð samkvæmt teikn-
ingu, er Stefán Jónsson arkitekt
gerði, en yfirsmiður verksins var
Vilhjálmur Hallgrímsson tré-
smíðameistari á Sauðárkróki.
Við stækkun forkirkjunnar hef
ur aukizt allverulega rúm á
kirkjuloftinu, þar sem orgelið
stendur. Verður hægt að koma
þar fyrir pípuorgeli, enda er í
ráði, að svo verði gert á næst-
unni, og er þegar hafin fjár-
söfnun í því skyni. Hafa safn-
aðarmenn heima þegar lagt fram
nokkurt fé til orgelkaupa. Hafa
þegar safnazt um 30 þús. kr., sem
þó er ekki nema þriðjungur þeirr
ar upphæðar, sem þarf til orgel-
kaupanna, enda eru sem óðast
að berast gjafir bæði frá heima-
fólki og fjarstöddum vinurn,
— einkum þeim, sem eiga góðar
minningar bundnar við gömlu,
fallegu kirkjuna á Sauðárkróki.
Auk þessara peningagjafa til
orgelkaupa hafa kirkjunni borizt
ýmsar aðrar góðar gjafir. Fyrir
nokkru gáfu kirkjunni fagran
skírnarfont þau hjónin Pétur
Hannesson símstjóri og frú Sig-
ríður Sigtryggsdóttir. — Guðjón
Sigurðsson bakarameistari og
kona hans frú Ólína Björnsdótt-
ir og fjölskylda þeirra gáfu ein-
tak af ljósprentuðu útgáfunni
af Guðbrandsbibliu. Þórður P.
Sighvats rafvirki gaf ljósakrónu
í forkirkjuna, og nú síðast gaf
Guðrún Þ. Sveinsdóttir kennslu-
kona tvo vandaða hökla sinn í
hvorum lit. Er annar til notkunar
við hátíðaguðsþjónustur.
Messan í Sauðárkrókskirkju
fór þannig fram, að sér Gunnar
Gíslason í Glaumbæ þjónaði fyr-
ir altari en prófastur, séra Helgi
Konráðsson prédikaði, Eyþór
Stefánsson tónskáld lék á orgel-
ið og kirkjukórinn söng. Minntist
prófastur í ræðu sinni allra
þeirra gjafa, sem borizt hafa, við-
gerðarinnar á kirkjunni og vænt-
anlegra orgelkaupa, færði gef-
endum þakkir og bað kirkjunni
blessunar Guðs í hinum nýja
búnaði hennar.
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
fyrradag var tekin til umræðu
tillaga um námskeið í meðferð
fiskileitartækja. Flm.: Björn Jóns
son o. fl. Er tillagan á þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á rik-
isstjórnina að koma upp, eigi síð
ar en fyrir næstu síldarvertíð,
námskeiðum fyrir skipstjórnar-
menn á fiskiskipum, þar sem veitt
verði fræðsla um meðferð og
gerð fiskileitartækja. Jafnframt
heimilast ríkisstjórninni að greiða
úr ríkissjóði nauðsynlegan kostn-
að, er af þessari framkvæmd
leiðir.
Fyrsti flm. fylgdi tillögunni úr
hlaði. Kvað hann nýjar gerðir
fiskileitartækja mjög hafa rutt
sér til rúms á íslandi á síðustu
árum og væru nú flestir togarar
og fiskibátar búnir slíkum tækj-
um. Hins vegar yrðu not af þess-
um tækjum ekki sem skyldi,
vegna þess, að mjög vandasamt
og engan veginn auðlært sé að
nota tækin svo, að árangur náist
við veiðar. Vitnaði ræðumaður
í ummæli norðlenzks skipstjóra,
þess efnis, að þeir, sem skarað
hefðu fram úr á sl. síldarvertíð
mundu betur kunna að nota fiski
leitartækin en aðrir. Nokkur
fræðsla væri veitt í Sjómanna-
skólanum um meðferð tækja
þessara, en þeir, sem þar hefðu
stundað nám áður en þau komu
Fréttabréf frá Suðurdölum í Dalasýslu:
Óhugur í sauðfjáreigend-
um vegna mœðiveikinar
SUÐURDÖLUM, Dalasýslu, 10.
nóv. — Vorið í ár var kalt eins
og víðast hvar annars staðar á
landinu. Grasspretta var því sein
og töluvert í minna lagi. Úrkoma
var lítil um heyskapartímann og
hey því vel verkuð, en heymagn
af túnum yfirleitt í minna lagi —
á stöku stað jafnvel einum fjórða
minna en í meðalári.
Haustið var óvenjulega hlýtt
og milt, en úrkomusamt. Naut-
gripum var beitt fram yfir vetur-
nætur. Garðávextir spruttu vel.
Slátrun sauðfjár meiri en nokkru
sinni áður
Slátrun sauðfjár varð meii'i en
nokkru sinni áður. Hjá Kaupfél.
Hvammsfjarðar var slátrað
13.000 dilkum auk fullorðins fjár
og í Brautarholti um 2.500 dilk-
um. Meðalþungi dilka var í ár
15,2 kg, en var í fyrra 15,7 kg.
Sauðfé mun yfirleitt ekki
fjölga á fóðrum fremur hið gagn-
stæða. Nautgripum og hrossum
fækkar heldur. Ætlun bænda
mun yfirleitt vera að nota minni'
fóðurbæti, enda sjálfsagt veg'na
þess gífurlega verðs, sern nú er
á fóðurbæti.
Óhugur í sauðfjáreigendum
vegna mæðiveikinnar
Mikill óhugur er í sauðfjáreig-
endum hér um Suðurdali vegna
mæðiveikinnar, sem æ ofan í æ
er að skjóta hér upp kollinum.
í Miðdalahreppi var öllu sauðfé
lógað á þremur bæjum og nokkru
af fjórum býlum. Ekki var talið
öruggt, að um mæðiveiki væri að
ræða nema á einu býli, þar sem
öllu var lógað, og grunur lék á,
að um mæðiveiki væri að ræða á
öðrum býlum, þar sem öllu fénu
var einnig slátrað. Á einum bæ
í Haukadal var öllu fé slátrað
og nokkru af öðrum býlum, en
engin sýking fannst þar.
Ógerlegt er að einangra þessi
býli með girðingum og verður
því að hafa fjárskipti á þeim aft-
ur, ef til allsherjar niðurskurðar
kynni að koma síðar í þessu fjár-
skiptahólfi. Er það því mjög ó-
sanngjarnt, að þeir sauðfjáreig-
endur, er fyrir slíkum búsifjum
verða, fái ekki meiri afurðatjóns-
bætur en ríkissjóður greiðir við
allsherjar niðurskurð í heilum
fjárskiptahólfum. Með sanni má
segja, að sauðfé þeirra sé haft
til tilrauna á því, hversu útbreidd
veikin sé. Eigi þeir því fullan rétt
á riflegri bótum. Annars getur
sú raunin orðið á, að treglega
gangi framvegis að fá sauðfjár-
eigendur til að afhenda fé sitt til
rannsóknar með sömu bótum og
nú eru ætiaðar.
★
Hins vegar skilja bændur það
vel, að til mikils er að vinna, ef
hægt væri að forða því að þurfa
að skera niður 60—70 þús. fjár,
sem mun vera í þessu fjárskipta-
hólfi nú með þeim prófunum, sem
gerðar voru í haust. Þá verða líka
valdhafarnir að skilja það, að
þeir, sem fyrir þessum niður-
skurði verða, eiga að fá tjón sitt
bætt að fullu, þar sem þeirra
sauðfé er,haft til rannsóknar á
því, hvort unnt muni að losa aðra
sauðfjáreigendur í fjárskiptahólf-
inu við niðurskurð. Og verði með
þessu móti komið í veg fyrir
niðurskurð í fjárskiptahólfinu
losnar ríkissjóður við stórkostleg
fjárframlög.
BÍLDUDAL, 13. nóv. — f barna-
skólanum á Bíldudal eru nú 85
nemendur, og starfar hann í
8 deildum. Skólinn var settur 20.
okt. sl. Skólastjóri er Sæmundur
Ólafsson, en aðrir kennarar eru
Kristín Pétursdóttir frá Bíldudal
og Sórún Skúladóttir frá Dönu-
stöðum í Dalasýslu. Auk þess er
sr. Jón Kr. ísfeld stundakennari.
— Hannes.
til sögunnar, þyrftu að verða
hennar aðnjótandi annars staðar
og því væri þessi þáltill. flutt.
Pétur Ottesen kvaddi sér
hljóðs að ræðu fyrsta flutnings-
manns lokinni. Kvaðst hann vilja
taka undir það með flutnings-
mönnum þessarar tillögu, að
haldin séu námskeið í meðferð
fiskileitartækja. Reynslan benti
örugglega í þá átt, að notkun
þessara tækja sé mjög mikið at-
riði við veiðarnar. í sambandi við
þetta mál kvaðst Pétur hins veg-
ar vilja veita þær upplýsingar,
að Fiskifélag íslands hefði þegar
hafið leiðbeiningarstarfsemi í
þessum efnum. Félagið hefði
lengi haldið uppi námskeiðum í
stýrimannafræðum víðs vegar
hefði það gengizt fyrir mótor-
námskeiðum víða um land, og
einnig kennt sjóvinnuaðferðir.
A síðastliðnum vetri, nánar til-
tekið í desember, hefði Fiskifélag
Islands svo stofnað til námskeiðs
í meðferð fiskileitartækja í
Reykjavík og hefðu sótt nám-
skeiðið 54 menn úr öllum lands-
fjórðungum. Kristján Júlíusson,
loftskeytamaður, hefði kennt á
námskeiðinu og farið hefði verið
með þátttakendur á mótorbáti út
í Flóann til að kenna þeim raun-
hæfa notkun tækjanna.
Þá skýrði Pétur Ottesen frá
því, að á þessum vetri væru fyr-
irhuguð fjögur námskeið í notk-
un fiskileitartækja, sitt í hverj-
um landsfjórðungi: Á Vestfjörð-
um, Norðurlandi, Austurlandi og
í Vestmannaeyjum. Lagði hann
til að lokum, að nefnd sú, er
fengi málið til meðferðar, kynnti
sér þetta með því að ræða við
fiskimálastjóra um málið.
Var tillagan samþykkt til 2.
umræðu samhljóða og til fjár-
um landið. Undanfarin 40 ár i veitingarnefndar.
Fjórar nýjar bœkur frá
forlagi Odds Björnssonar
BÓKAFORLAG Odds Bj öx’nsson-
ar á Akureyri sendir þessa dag-
ana frá sér fjórar nýjar bækur,
og eru þær hver á sinn hátt for-
vitnilegar.
„örlög orðanna“ eftir dr. Hall-
dór Halldórsson er fróðleg bók
og skemmtileg. Þar eru þættir
um ýmis íslenzk orð og orðtök,
sem notuð eru meira og mmna
daglega, án þess að menn geri
sér yfirleitt grein fyrxr uppruna
þeirra. Hvað merkir t.d. upphaf-
lega „að tala undir rós“, „að deila
um keisarans ske""“. ..*ð vera á
döfinni" eða „eitthvað kemur
spánskt fyrir sjónir"? Hvers
vegna er talað um „keisaraskurð“
þegar kona getur ekki fætt með
eðlilegum hætti? Þessum spurn-
ingum og mörgum fleiri er svar-
að í bók dr. Halldórs Halldórs-
sonar, sem er í senn vísindarit
og alþýðlegt fræðirit, ætlað öll-
um þeim sem áhuga hafa á ís-
lenzkri tungu.
„Vígðir meistarar" eftir Edou-
ard Schuré er löngu heimsfræg
bók, enda var hún fyrst gefin
út árið 1889 og hefur síðan kom-
ið á fjöldamörgum tungum í hátt
á annað hundrað útgáfum. Höf-
undurinn var kunnur franskur
rithöfundur (lifði á árunum
1841—1929) og skrifaði um marga
hluti, m.a. tónlist, dulfræði, þjóð-
sögur, austurlandatrúarbrögð.
Auk þess samdi hann skáldsögur
og leikrit og víðlesna sjálfsævi-
sögu.
„Vígðir meistarar'1 fjallar um
ýmsar merkustu persónur trúar-
bragðasögunnar: Rama, Krishna,
Hermes, Móses, Orfeus, Pýþagór-
as, Platon og Jesúm. Bókin fjall-
ar sem sagt um dularkenningar
trúarbragðanna og leitast við að
mjókka bilið milli trúar og vís-
inda. Hún er 436 blaðsíður í stóru
broti. Björn Magnússon prófessor
íslenzkaði bókina eftir þýzkri út-
gáfu.
Þá sendir forlagið frá sér nýja
ljóðabók eftir Sigurð Sveinbjörns
son og nefnist hún „f dagsins
önn“ Bókin er 104 blaðsíður og
hefur að geyma 50 ljóð í hefð-
bundnu formi.
Loks sendir forlagið á mark-
aðinn vasaútgáfu af frægri skáld-
sögu, sem á íslenzku nefnist „Þrír
óboðnir gestir“, eftir Joseph Hay-
es. Hefur sögunni verið snúið í
leikrit vestanhafs og hlaut mikið
lof gagi ' '°ndi>. Ennfremur var
hún kviiin^nduð. Bókin var
lengi metsölubók í Ameríku, enda
er hún óvenjulega spennandi og
æsandi, þó um efnið sé fjallað af
mikilli sálfræðilegri nærfærni.
Áður er komin á markaðinn
hjá Bókaforlagi Odds Björnsson-
ar bókin „Leiðin til þroskans"
eftir miðilinn Guðrúnu Sigurðar-
dóttur. Efni bókarinnar var hljóð-
ritað á fundum miðilsins á árun-
um 1954—57, og eru allar lýsing-
ar óbreyttar með öllu. Bókin er
í 21 kafla og greina þeir allir
frá dulrænni reynslu höfundar-
ins.
Maður meiðist
á Tryggvagötu
í FYRRAKVÖLD, um kl. 6,30,
meiddist eldri maður nokkuð í
bilslysi í Tryggvagötunni, rétt
austan við gatnamót Naustanna.
Var maðurinn, sem heitir Bjarni
Þórir ísólfsson, Baldursgötu 1,
kominn langleiðina yfir götuna,
er hann varð fyrir bíl, með þeim
afleiðingum að hann hlaut hand-
leggsbrot, liðhlaup og skrámaS-
ist og marðist. Bjarni Þórir er
rúmliggjandi. Hvorki hann né sá
sem bílnum ók virðast hafa séð
til ferða hvors annars.
Sýningarsalurinn flytur
í nýtt húsnœði
I DAG opnar Sýningarsalurinn
tvær sýningar samtímis í nýju
húsnæði að Þingholtsstræti 27.
Er þetta helmingi stærra húsnæði
en Sýningarsalurinn hafði á
Hverfisgötunni. Sýningarnar eru
happdrættissýning og sýning á
eftirprentunum af málverkum
eftir erlenda listamenn. Auk þess
verður til sýnis og sölu íslenzkur
listiðnaður, skartgripir, sem þær
Sigríður Björnsdóttir og Sigrún
Gunnlaugsdóttir hafa gert.
★
Á happdrættissýningunni, sem
nú er sett upp í þriðja og síðasta
sinn, verða 30 verk eftir ýmsa
þjóðkunna listamenn, t. d. Ás-
mund Sveinsson, Kjarval, Krist-
ínu Jónsdóttur, Svavar Guðna-
son, Þorvald Skúlason og Jón
Egnilberts. Eru happdrættismið-
arnir 3 þús. að tölu, og verð mið-
ans 100 kr. Dregið verður í happ-
drættinu nk. þriðjudag.
Eftirprentanirnar eru af verk-
um alls um 30 þekktra,
erlendra listamanna, þ. á.
m. Kandiskys, Klees, Picassos,
Cézannes, Braques, Gauguins,
Van Goghs og Matisses. — Allar
eftirprentanirnar eru til sölu.
★
Sýningarnar verða opnaðar kl.
2 i dag, og verða opnar í 10 daga,
frá kl. 1—10 fyrstu þrjá dagana,
en síðan frá kl. 1—7. Aðgangur
er ókeypis.