Alþýðublaðið - 02.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 £i|sábyrgðar|él. „jflnðvaka" h.{. Kristjanía Noregi AUar venjulegar lífstryggingar, baraatryggingar og lífrentur. í slandsdeildin löggilt af Stjórnarráði íslands f desember 1919. Ábyrgðarskjölin á islenzkul Varnarþing í Reykjavík Hellusundi 5, Reykjavik. Helgi Yaltýsson. cfltvinna. Kaup Nokkrar stúlkur óskast til fiskvinnu á Norðfirði í sumar. kr. 135 00 um mánuðinn, frítt fæði, húsnæði og ferðir, Verða að fara með e.s. Sterling næstu ferð. Ráðningartími til septemberloka eða lengur. Frekari uppl. á skrifstofu éCf. „dCari", cTbijfanéugQÍu 10. árholti, og henni er ætlað, þegar loft er ekki í leiðslunni. Nú er lofti hleypt úr leiðslunni á hverj- unri sunnudegi, en ekki þykir til- tækilegt að loka vatnsleiðslunni svo lengi sem þyrfti til þessa á virkum dögum. Síðustu daga hverrar viku er loftið orðið rensl- inu mjög til tálmunar. Þá hefir verið rannsakað, hve mikið vatn gengi til þurðar úr vatnsgeymin- um til bæjarins að næturþeli, og kom í ljós, að kl. x—4 að nóttu eyðist sem s/arar 27—28 lítrum á sekúndu, en það samsvarar h. u. b. 3/4 af vatnsmagni þvf, sem utanbæjarleiðslan flytur, ef hún er í Iagi, Loks hefir verið rannsakað, hvernig þetta næturrensli skiftist á bæjarhlutana, og virðist það vera jafndreyft um allan bæinn, frá Barónsstíg og vestur úr. En fyrir austan Barónsstíg eyddist ekkert vatn þá nóttina, sem sá bæjarhluti var prófaður. Af því að næturrenslið er jafndreyft um allan bæinn, virðist liklegra að það stafi frá húsæðum, en frá mörgum smábilunum á götuæð- unurn. Nefndin leggur til: a. Að keyptir verði 20 sjálf- verkandi tvöfaldir lofthanar, til að setja á vatnsæðina frá Gvendar- hrunnum niður að Elliðaám. b. Að settur verði sjáifverkandi vatnshæðavísir á vatnsgeyminn á Rauðarárholti. c Að reynt verði enn að nýju, hvort næturrenslið í bænum muni vera svo mikið, sem að framan segir, og séu menn aðvaraðir með auglýsingu fyrir fram um það, að loka vatnshönum sínum. Reynist þá enn að vera næturrensli svo uro muni, verði gerð skoðun á ölium húsæðum i bænum. d. Að sett verði reglugerð um notkun vatns og húsæðalagningar, og mun nefndin leggja frumvarp til slíkrar reglugerðar fyrir bæjar- stjórnina, að afloknu verki því, er ræðir um í c-lið. e. Að fengnir verði tveir vatns- hanar, til þess að setja á vatns- æðar fiskþvottastöðva, svo að reynsla fáist um það, hvort til- tækilegt þyki að láta fiskþvotta- stöðvum í té vatn eftir mæli úr vatnsveitunni framvegis “. Eítir skýrslu Jóns að dæma verður varla annað séð, en að eitthvað meira en Iítið sé bogið við Ieiðsluna. Hér skal engu um það spáð, hvort hún reynist stór- skemd eða ekki. Rannsókn sú, er nefndin stingur upp á, ætti að leiða það í ljós. Staka. Daginn eftir að Knud var kos- inn borgarstjóri var leikið á lúðra við Lækjargötu. Gekk þá maður þar framhjá og hraut af munni: Nú skulum við syngja sálminn út, signa hrelda granna, — meðan reyrir Knútur knút að kverkum bæjarmanna. Skorið neftóbak fæst í verzlun B. Jónssonar & G. Guðjónssonar, Grettisgötu 28, sími 1007. Brensluspritt komið í' verzlun B Jónssonar & G. Guðjónssonar, Grettisgötu 28, sími 1007. Tómar kjöttunnur kaupir Kaup- félag Reykjavíkur (Gamla bank- anum). Kattöflur og laukur ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum). Alþbl. kostar I kr. á mánufli. x af 18. Kaupið Alþýðublaðið. Undirrit-C^l_í;£}' óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá / \AAstf' ______________ að telja. áj___mán. 1920. . t * (Fult nafn og heimili).' ■v s Arv. Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu ogi 4 senda hann á aígreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.