Morgunblaðið - 28.11.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 28.11.1958, Síða 6
e MORCVNBL4Ð1Ð Föstudagur 28. nðv. 1958 forstjóri veit- fomar hlóðir í salnum. Breyting á hagkerfi und- irstaða þáttföku í frí- verzlun Frá umræðum á Alþingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær flutti iðnaðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skýrslu um fríverzlunarmálið. Rakti hann í ítarlegri ræðu þróun þess máls frá því hann gaf skýrslu um það á Alþingi 18. febrúar sl., en það hefur komið fram í fréttum svo sem lesendum er kunnugt. Ræddi Gylfi nokkuð sérstöðu íslands og ýmissa annarra ríkja og gat þess að til greina kæmi að veita þess- um ríkjum helmingi lengri frest en áður hafði verið áformað til að aðlaga sig fríverzlunarsvæð- inu áður en þær gerðust virkir þátttakendur. Skýrði Gylfi frá því að lokum, að umræðurnar væru nú að komast á úrslitastig og vildi hann engu spá um hvern ig þeim myndi ljúka. Hins vegar kvað hann íslendinga hljóta að fylgjast með þróun þessara mála með athygli. Einar Olgeirsson tók til máls að lokinni ræðu Gylfa. Kvaðst hann alvarlega vilja vara við þvi, að við íslendingar ánetjuð- umst því fríverzlunarsvæði, sem nú væri að myndast. Þar væri um að ræða samruna. þýzka og franska auðvaldsins. Taldi hann nauðsynlegt, að verja ísland gegn þátttöku í öllu slíku. Þá vék Einar að er'nahagssamvinnu Norðurlanda og mælti með henni. Ólafur Björnsson tók næstur til máls. Kvað hann ekki ágrein- ing um það, að fríverzlunin hlyti mjög að snerta hagsmuni íslend- inga. Hann kvaðst hafa saknað þess í skýrslu ríkisstjórnarinnar, hve lítil skil því hefðu verið gerð, hvaða breytingar við þyrft- um að gera á hagkerfi okkar til þess að geta orðið aðilar að frí- verzlunarsvæðinu. Hann sagði og, að skilyrði fyrir virkri þátt- töku okkar væru þau, að við af- næmum innflutningshöft og tolla og útrýmdum hagsveiflum, en til þess yrði að gera mjög róttækar breytingar. Þá vék Ólafur að þátttöku okk- ar íslendinga í efnahagssam- vinnu Norðurlanda. Skýrði hann frá því, að þegar það mál'var fyrst til umræðu milli landanna, hefðum við íslendingar tekið þátt í þeim umraeðum. Við hefð- um síðan hætt þátttöku í þeim, einkum vegna þess, að menn hefðu ekki talið að fært mundi að gera þær breytingar á gjald- eyriskerfi okkar sem gerðu það fært að taka þátt í norrænni samvinnu á þessu sviði. Kvaðst Ólafur álíta allar umræður um þetta mál meira og minna óraun- hæfar meðan ekki væri rætt um hverjar breytingar við gerðum á hagkerfi okkar. Við yrðum að horfast í augu við að þessar ráð- stafanir yrði að gera. Sfjórnmálasam- bandi slitið BANKOK, Síam, 25. nóv. — Tilkynnt var í dag af hálfu her- stjórnarinnar, sem nú situr að völdum í Síam, að stjórnmála- tengsl landsins við Cambodia yrðu rofin. í gær var tilkynnt í Cambodia, að sendiherra lands- ins í Síam yrði kallaður heim sakir fjandskapar Síamsstjórnar við Cambodia. AKRANESI, 26. nóv. — Reyk- víski vélbáturinn Reynir, sem Sandgerðisbáturinn Sæmundur sigldi á, var í kvöld tekinn upp í dráttarbraut Akraness til við- gerðar. Slippstjórinn var ekki búinn að kanna, hve Reynir er mikið brotinn, en sagði, að taka myndi talsverðan tíma að gera við bátinn. — Oddur. Hinn glæsilegi salur á Vfk. Einn fallegasti samkomusalur landsins oonaður i Keflavík Á EFRI hæð Matstofunnar Vík- ur í Keflavík, hefur verið gerður skrautlegur og sérkennilegur samkomustaður, er þar allt vand- að vel og byggt upp í fornum stíl, þiljur gamlar og slitnar, þó að Selmu Lagerlöf minnzt ÍSLENZK-sænska félagið minnt ist aldarafmælis sænsku skáld- konunnar Selmu Lagerlöf 20. nóv. sl. með kvöldvöku í Þjóð- leikhússkjallaranum. — Meðal gesta voru ambassador Svía og frú hans. Formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri, bauð gesti velkomna, og drap á þá miklu þýðingu, sem skáldsögur Selmu Lagerlöf hefðu haft fyrir kynni íslands og Sví- þjóðar. Frú Þórunn Elfa Magn- úsdóttir, flutti prýðilegt erindi um skáldkonuna og síðan las frú Inga Þórarinsson upp ljóð það, er skáldið Harry Martinson hafði ort og flutt á hátíðahöldum þeim, sem haldin voru í Verma- iandi sl. sumar í tilefni aldaraf- mælisins. Er það mikið ljóð og gott og svo „martinsonskt“ sem mest má verða. Að lokum gafst kostur á að heyra rödd Selmu Lagerlöf sjálfrar af segulbandi er hún las kafla úr sögu Gösta Berlings. Þátttaka* í þessari kvöldvöku sýndi, að enn á Selma Lagerlöf sér marga unnendur. (Frá íslenzk-sænska félaginu) skrsfar úr dqglegq lífinu nýjar séu, hlaðnir steinveggir og ullarteppi og áklæði á'veggjum bendir allt til liðins tíma, og í forsal er svipmynd úr gömlu eld- húsi, þó að eldhús af gerðinni 1958, í kjallara byggingarinnar, framleiði veitingar sem fram eru bornar. Innan um hið skemmti- lega gamla andrúmsloft, er svo ljósatækni og húsgögn frá yfir- standandi ári eða þess komandi. — Byggðasafn Keflavíkur hefur lánað nokkra muni til skreyting- ar. Víkursalurinn er djarft og skemmtilegt framfaraspor í Keflavík, þar sem dugnaður og bjartsýni fara saman. Magnús verðleikum, að hér er engin „sjoppa“ til — engin af þessum óhreinu óreiðustöðum, sem safna reköldum saman, heldur eru kvoldsölubúðirnar og veitinga- staðirnir með glæsibrag og boð- legar hverjum sem er, og sam- bærilegt við það, sem bezt gerist annars staðar. — Þetta er vissu- lega þakklætisvert og hlutverk okkar er að halda þessu við, svo sem nú horfir. Við greiðum veit- ingar okkar svo sem upp er sett, en viljinn til snyrtimennsku og sköpunar skemmtilegs umhverf- is er óborganlegur — þó er góð umgengni og hógvær framkoma nokkur greiðsla í þá átt.“ J Meira um mjólkurafurðir. „Reykvísk húsmóðir", skrifar: „¥ gær las ég í dálkum yðar þörf 1 skrif húsmóður um smjörið og aðrar mjólkurafurðir. Og lang ar mig til að bæta þar við einni spurningu: Hvers vegna fást ekki hér áfir í mjólkurbúðum, eins og títt er erlendis. Þær eru svo hent ugar til matreiðslu?" Að sjálfsögðu fá hlutaðeigandi aðilar rúm fyrí’- svarið í þessum dálkum. Enn um biðstöðvar stræt- isvagnanna. UNDANFARIÐ hafa biðstöðvar strætisvagnanna verið mik- ið til umræðu hér í dálkunum, enda er það svo að um ekkert efni fáum við jafnoft bréf eins og strætisvagnanna, nema ef vera skyldi útvarpið. Sýnir það hversu mikill þáttur þessar stofnanir eru í daglegu lífi fólksins. í bréfun- um, sem Velvakanda hafa borizt nýlega um biðstöðvarnar, hefur aðallega verið rætt um heiti á þær. Bréf frá Munda er aftur á móti um það hvernig ætti að merkja biðstöðvarnar. Það hljóð- ar svo: „Við biðstöðvar strætisvagn- anna í Reykjavík hefur verið komið upp skiltum með leiða- númerum vagnanna, sem nema það staðar, svo og spjaldi, sem líkist klukkuskífu í laginu. Ég leyfi mér að leggja til, að gefið verði til kynna, um hvert leyti hver vagn nemur staðar á hverri biðstöð, með því að mála leiðar- númer vagnsins á þann stað á spjaldinu, sem sýnir hvenær klukkutímans vagninn er vænt- anlegur. Komi t. d. vagn á ein- hverja biðstöð 10 mínútum yfir hvern heilan og hálfan tíma, sé leiðarnúmer hans skrifað á „klukkuskífuna" við tölurnar 2 og 8. Oft er óþægilegt að vita ekki, hvenær von er á vagni, þótt skiltin sýni, hvar biðstöðvar eru. En slík áletrun á skiltin mundi veita vegfarendum upplýsingar um það“. Þetta er ágætis hugmynd. Það er vissulega þörf á að gefnar séu upplýsingar um það hvenær sé von á strætisvögnum á ákveðna viðkomustaði, ekki sízt þar sem langt er á milli ferða. Þeir sem ókunnugir eru, þar sem þeir eru staddir, geta með engu móti gert sér Ijóst, hvort það borgar sig fyrir þá að bíða eftir næsta vagni, eða ganga af stað. Aftur á móti er vafalaust erf- itt að gefa upp ákveðinr. tíma á öllum biðstöðvum. Vagnarnir eru misjafnlega lengi í ferðum. Getur það farið eftir ýmsu, um ferð, færð og því hve margir eru með. Þó sett væru merki á bið- stöðvarnar, sem gæfu upplýsingar um tíma, gætu þær aldrej orðið nákvæmar — og yrði fólk að skilja það. Samt sem áður held ég að mikil bót væri í slíkum upp- lýsingum. Það væri t.d. þægilegt fyrir hvern þann, sem staddur er í úthverfi, að vita hvort næsti vagn er væntanlegur eftir um það bil 10 mínútur eða hvort örugglega er um allt að hálftíma bið að ræða. Leiðin merkt líka. UR því merking á biðstöðvum er til umræðu, langar mig til að minnast á annað atriði í þessu sambandi. Sums staðar erlendis eru á hverri biðstöð merktar leiðirnar sem tiltekinn vagn ekur. Það þarf ekki að vera langt mál, heldur aðeins upplýs- ingar fyrir þá, sem eru ókunnugir númerunum á þessari leið. T. d. 19: Lækjargata, Hringbraut, melarnir, Ægissíða, Suðurgata. Þá getur vegfarandi séð undir eins hvort vagninn fer nálægt þeim stað, sem hann þarf að kom- ast á. Ef hann vissi svo að auki hér um bil hvenær vagninn kem- ur, þá væri kerfið fullkomið. ingahússins, er til hægri. Björnsson, forstjóri Víkur, er þeim vanda vaxinn að halda glæsibrag yfir þessum nýja veit- ingasal, það hefur hann sýnt með rekstri sínum á neðri hæð- inni Þannig segir í grein í blað- inu Reykjanes, sem gefið er út í Keflavík, og síðan segir: „Það er siðferðisleg skylda okkar — fólksins í Keflavík — að styðja þessa bjartsýnu við- leitni af fremsta megni og hjálpa til að halda þeim menningarbrag og svipmóti, sem til er ætlast með opnun og rekstri þessa veitinga- salar. Við Keflvíkingar mættum gjarnan athuga það og virða að /erkfall RÓM, 25. nóv. — Járnbrautar- starfsmenn um gervalla Ítalíu gera sólarhringsverkfall frá og með miðnætti til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um hærri laun, lengra sumarfrí og hærn eííirlaun. Verkföllin eru boðuð af verkalýðsfélögum, sem komm únistar og kristilegir demókrat- ar ráða — og búizt er við, að það nái til næstum allra starfsmanna, 160 þús. að tölu. Daglega eru íarnar 6000 járnbrautarferðir inn an Ítalíu. Þá hafa póstmenn og boðað sólarhringsverkfall.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.