Morgunblaðið - 28.11.1958, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.11.1958, Qupperneq 17
Föstudagur 28. növ. 1958 MORC. VTVRLAÐIÐ 17 — Minning Frh. af bls. 16 gtundaði þar »ám í tvo vetur. Veturinn 1898—1899 stundaði Kristjana barnakennslu í Klombr um í Vesturhópi og þar kynntist hún eftiriifandi manni sínum Tryggva Á. Pálssyni, þá kennara. Þau giftust á ísafirði 1. október 1899, en þar stundaði Trýggvi þa kennslu og dvöldu þau fyrsta vetur hjuskapar síns á ísafirði Vorið 1900 íluv.u þau að Skála- nesi í Guíudalssveit í Barða- strandarsýslu og hófu þar bú- skap og bjuggu par í 3 ár. Þaðan fluttust þau að Valshamri í Geira dal og bjuggu þar í 5 ár. Vorið 1908 fluttu þau að Gufudal, þar sem þau bjuggu til ársins 1914, að þau fluttu að Kirkjubóli í Skutulsfirði, en þar bjuggu þau óslftið í rúm 20 ár. Árið 1935 brugðu þau hjónin búi og fluttu til Reykjavíkur. Festu kaup á húseigninni nr. 31 við Reykjavíkurveg og áttu þar heima æ síðan. Fyrir fjórum ár- um kenndi Kristjana þess sjúk- dóms er að lokum dró hana til dauða. Nálega allan þann tíma dvaldi hún í sjúkrahúsinu Hvíta- bandinu, en í Sólvangi síðustu vikurnar. Þessi eru í stærstu dráttum ævi leið Kristjönu Sigurðardóttur. Þeim hjónum varð 9 barna auðið. Látin eru: Sigríður, fyrrum hús- freyja á Kirkjubæ í Skutulsfirði, Guðmundur búfr., Sigurður, iðn- nemi og Sverrir, er dó á barns- aldri. Á lífi eru: Ólafur, verk- stjóri í Reykjavík, Kristján, klæð skerameistari á ísafirði, Tryggvi, kennari í Reykjavík, Aðalheiður, húsfreyja í Hnífsdal og Snorri, garðyrkjubóndi í Hveragerði. Með Kristjönu Sigurðardóttur er gengin góð kona og göfug. Allt hennar ævistarf var unnið af all- úð og einstakri ástúð og góðvild. Hún naut óskiptrar virðingar allra þeirra, er hana þekktu, vandamanna sem vandalausra. Hún var mjög trúhneigð og inn- rætti börnum sínum trú á guð og góða siði. Bókhneigð var hún og hvenær, sem henni gafst tóm til frá annasamri búsýslu, þá las hún í bökum sér til skemmtunar og fróðleiks. Hjónaband hennar og Tryggva var farsælt og með ágætum og mun þar aldrei hafa hlaupið á hin minnsta snurða, enda þótt ef til vill gæfist tilefni til eins og oft- ast vill verða á langri lífsleið. Hún var hin umhyggjusama eigin kona og skilningsrík og átti þess vegna svo auðvelt með að fyrir- gefa. Ævistarf hennar var mikið og erilsamt. Tryggvi Pálsson var umsvifamikill íramtaksmaður í búskap sínum og í heimili þeirra allajafna mjög mannmargt. Það var því í mörg horn að líta fyrir húsmóðurina og starfsdagur lang ur.En öllum var störfunum sinnt aí slikri rósemi og æðruleysi að Rætt um sæsíma yfir Atlantshaf STJÓRN Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar hefir ákveðið að halda sérstakan fund í París í byrjun næsta árs til að ræða kostnað við notkun fyrirhugaðs sæsíma yf- ir Atlantshaf sem lagður yrði til að bæta símasambandið fyrir flugþjónustuna. Þessi fundur á að hefjast 12. jan. Þátttakend- ur verða fulltrúar þeirra 14 þjóða, sem nú standa straum af kostnaði við flugþjónustu á ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum. Er ætlunin að sæstrengurinn liggi um þessi lönd til Ameríku. Sem stendur eru upplýsingar flugþjónustunnar sendar á firð- ritun milli þesara landa á út- varpsbylgjum. Sambandsslit vegna lofttruflana eru tíð, eink- um vegna sólbletta, en sæstreng- urinn á að koma í veg fyrir alvar legar tafir og óþægindi, sem flug- þjónustan á milli Ameríku og Norðurálfu hefir orðið fyrir af þessurn sökum. „ldrei fannst það á að neitt færi í handaskolum, þótt margt kallaði að í senn. Þannig var það einnig, er serg- in knúði á dyr. Á einu iri dóu þrjú bór.i hennar. Þá sem endra nær stóð nún óbuguð við hlið manns sins, treystandi nand- leiðslu guðs s'ns. Dagsverki hennar er lokið með sæmd að allra dómi og hefur hún því hlotið að starfslaunum það, sem bezt verður á kosið. Síðustu ár æfi sinnar átti Krist jana við afar þungbæran sjúkdóm að stríða. Það, sem annað bar hún með óbuguðu hugrekki og ró- semi hugans. Hún er kvödd hinzlu kveðju í dag, sárt treguð af ástríkum eig- inmanni, vandamönnum og vin- um. En minningin um hina ágætu konú mun aldrei fyrnast. Sverrir Hermannsson. Frú Kristjana Sigurðardóttir frá Kirkjubóli K V E Ð J A Vestur á fjörðum veit ég um dal þar sem vötn eru hrein og tær. Þröngt er en fagurt í fjallasal en fellur að grundum sær. Fyrir löngu byggðist þar bær á breiðum ,öldnum hól sá kallast Kirkjuból. Og ég þekki marga, sem gistu þann garð og gátu þess oft síðan þá, að húsfreyjunni annt væri um arð þeirrar eignar, sem bezt verða má. Og mannkosti átti hún, þeir mikluðu þá mjög í ræðu um hana. Hún kallaðist Kristjana. Hún þótti fámælt, e* fundu menn það, að fylgin sér var hún lengi. Og æðruleysi sat ávallt þann stað þótt úrskeiðis sitthvað gengi. Og jafnan bað hún sinn bónda og drengi að bróðurhug efldu þeir vorn. Slíkt kallast kvendyggð forn. Hennar hyggja var létt því að byrðarnar bar sá er bognaði ei undir þeim. Ef bjarg hljóp á veg eða bára skall þar, bað hún Drottin að leiða sig heim Eigi leikur það tungum á tveim að traust er hjálpin sú, sem kallast kristin trú. Hún vissi af reynslu á langri leið. hvaða lán fellur dýrast í skaut. Að' skýla hverjum sem sköpuð er neyð eða skelfist í daganna þraut. Að reiðast ei þeim er reglur braut og reynast hrjáðum vel, það kallast kærleiksþel. En hafir þú rétt þína hönd að mér, þegar helzt var ungum þörf, þá skal nú kveðin þökkin þér fyrir það og öll þín störf. Við ævidagsins efstu hvörf orða ég ljóð til þín. Það kallast kveðjan mín. Einn að vestan. Húsbyggendur athugið Getum tekið að okkur strax eldhúsinnréttingar og innivinnu í húsum, ennfremur framkvæmum við allskonar vélavinnu. Upplýsingar í símum 23829 og 22158. I HREI[\!SKILHI SPURI! [RUÐ ÞÍR í EIIULÆGIUI ÁMÆGÐ4R MED HÁR YBAR? Enginn undanbrögð — athugið nú hár yðar vandlega. Hvað um blæfegurðina?- og snyrtingu hársins yfirleitt? — Hver svo sem er uppáhaldshárgreiðslu yðar, þá ætlist þér til að hár yðar haldist án þess að nota límkennt hárlakk, eða brillantine, sem fitar hárið — eða með öðrum orðum þér viljið fá gott permanent. — Vér bjóðum yður TONI permanent fyrir aðeins lítinn hluta af því sem stofupermanent kostar. — Athugið þess vegna kosti TONI-permanents. TONI er auðvelt, fljótvirkt og handhægt. TONI-hárliðun endist lengi og hárið verður blæfagurt og eðlilegt. TONI-hárbindingin er jafn auðveld og venjul. skolun TONI-hárliðunarpappírinn TONI-hárliðunarvökvi hefir gððan ilm. 'nniheldur lanolin, til að hindra slit á endum lokk- anna. ★ SUPER fyrir hár, sem erfitt er að liða. REGULAR fyrir venjulegt hár. GENTLE fyrir hár, sem tek- ur vel liðun. * TONI er einmitt fyrir yðar hár. Hvor tviburanna notar TONI? Pat og June Mackell eru hinar frægu sörg- stjörnur Breta. Pat sútil hægri er með TONI. June systir hennar er með dýrt stofuperm- anent. Pat er hæstánægð með TONI og finnst hárið fara prýðilega. Tfekla Austurstræti 14. Simi 11687. FITAN HVERFUR FLJOTAR ð freyðandi V IM ine öll fita hverfur á augabragði með freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfir- ferð og hinn fitugi vaskur er hreinn. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturákir í vöskum og baðkerum hverfa. Pottar, pönnur, baðker, flísar og mál- aðir hlutir verða tandurhreini Gljáinn kemur fyrr með freyðandi VllVf X-V 906-16M-9Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.