Morgunblaðið - 19.12.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 19.12.1958, Síða 3
Föstudagur 19. des. 1958 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Barnakjálp SÞ nær til 97 tanda íslendingar hafa gefið gott fordæmi Á DÖGUNUM kom hingað til lands aðalframkvæmdast. Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, Mr. Maurice Pate. Gafst fréttamönn- um kostur á að hitta Mr. Pate að máli og skýrði hann frá þessari hjálparstarfsemi og tilefni komu sinnar hingað. Eins og lesendum mun kunn- ugt, var árið 1948 hafin hér á landi fjársöfnun fyrir Barna- hjálp S.Þ. Gengust átta stór fé- lög og félagssamtök fyrir þeirri söfnun, en formaður samtakanna var Þorsteinn Scheving Þorsteins son. Alls söfnuðust 3 millj. 210 þús. kr. en auk þess ýmsar vör- ur, að verðmæti 455 þús. kr. Fyrir það fé, sem safnaðist voru keypt- ar íslenzkar vörur og sá félags- málaráðuneytið um sendingu á þeim. Vörurnar voru sendar til Finnlands, Póllands, Tékkóslóva- kíu, Ungverjalands, Júgóslavíu, Ítalíu og Þýzkalands. Mr. Pate skýrði svo frá, að hann væri af tveimur ástæðum kominn til íslands. í fyrsta lagi til að gefa stjórnarvöldunum skýrslu um hjálparstarfsemina og hvernig framlagi íslands væri varið og í öðru lagi til að þakka íslenzku þjóðinni og stjórn lands- ins fyrir framlag. íslands frá fyrstu tíð. Starfsemi Barnadeildar SÞ nær nú til 97 landa, sem öll eiga það sameiginlegt, að stríða við fjár- hagsörðugleika og hafa því ekki getað fylgzt með í félagslegum efnum. Yfir 50 milljónum barna hefur verið veitt hjálp á þessu ári og hefur verið varið til hennar 23 millj. dala. Næsta ár er gert ráð fyrir að verja til hjálparinnar 25 milljónum dala. Mr. Pate gat þess, að íslend- ingar hefðu gefið mjög gott for- dæmi með framlögum sínum til Barnahjálparinnar frá upphafi. Á þeim 12 árum, sem Barnahjálpin hefur starfað, hafa þeir lagt meira af mörkum miðað við íbúa- tölu, en nokkurt annað land. Er þá talið með bæði það sem veitt er á fjárlögum í þessu skyni og eins almennar safnanir. Nýja- Sjáland er næst í röðinni með framlag. Kvað Pate það hafa verið sér til sérstakrar ánægju, að segja þeim 80 þjóðum, sem hann hefur heimsótt, frá framlagi fslands. Hefði framlag fslands þannig orðið til þess, að aðrar þjóðir hefðu aukið framlög sín. Nú nemur framlag íslenzka rík- isins til Barnahjálparinnar yfir einni krónu á hvern íbúa. Þá skýrði Mr. Pate frá því, að Barnahjálpin hefði um langt skeið haft náið samstarf við heil- brigðisstofnun SÞ og unnið að út- rýmingu ýmissa sjúkdóma, sem hafa herjað í löndum sem eru hjálparþurfi. Hefur einkum verið lögð áherzla á að útrýma berkl- um, malaríu, húð- og kynsjúk- dómum, tracoma (augnveiki) og holdsveiki. Holdsveiki var lengi talin ólæknandi, en á síðustu ár- um hefur fundizt meðal við henni, sem læknar veikina í börn- um og stöðvar hana í fullorðnu fólki. Þá fór Mr. Pate nokkrum orð- um um baráttuna gegn ýmsum sjúkdómum, sem mjög herja þau lönd, sem hjálparstarfsemin hef- ur einkum náð til. Hann gat þess, að 65 milljónir manna hefðu verið með yows (húðsjúkdóm), og hefði verið hafin öflug bar- •átta gegn honum, en sjúkdóm þennan má lækna með einni inn- gjöf af penicillini. 400 milljónir manna eru með tracoma, en 12 milljónir með holdsveiki. Með næstu kynslóð mun þó mjög hafa tekizt að útrýma þessum sjúk- dómum ef allt gengur að óskum. Á næstu 10 til 15 árum mun einnig takast að útrýma malaríu, sem nú veldur flestum dauðs- föllum í hitabeltislöndunum. Á vegum Barnahjálparinnar hefur farið fram berklarannsókn á 250 milljónum barna. Mr. Pate hefur verið aðalfram- kvæmdastjóri Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna í 12 ár, en áður var hann iðnrekandi í Banda- ríkjunum. Hann hefur ferðazt mjög víða í starfi sínú og er ís- land 80. landið, sem hann kemur til. Hann kvaðst nýlega hafa ver- ið á ferð í Rússlandi og hitt Gromyko að máli. Hefði hann sagt við hann, að það næði ekki nokk- urri átt, að Rússar legðu aðeins 600 þúsund dali til barnahjálpar- innar á sama tíma og framlag Bandaríkjanna næmi 11 milljón- um dala. Gromyko hefði tekið þessu vel og brosað breitt. . Þar sem Mr. Pate stóð svo stutt við hér á landi, gafst honum ekki kostur á að sjá nein mann- virki eða náttúrufyrirbæri. Þó kom hann í stutta heimsókn í Melaskólann í Reykjavík. Stóð vel á er hann kom þangað því börnin voru prúðbúin og ánægð að dansa kringum jólatré, enda átti hann ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni, bæði yfir börnunum og skólanum. Matthías Jochumsson Síðara bindi Ljóðmœla Matfhíasar Jochums- sonar ÚT ER KOMIÐ síðara bindi af Ljóðmælum Matthíasar Jochums sonar í útgáfu ísafoldarprent- smiðju h.f. — Þetta bindi er eins og hið fyrra stór bók, eða um 700 blaðsíður að stærð og frágangur allur hinn vandaðasti. Eins og kunnugt er, voru frum- samin Ijóð skáldsins í fyrra bind- inu, en í þessu síðara bindi eru eingöngu þýdd kvæði. f bókinni eru nokkrar myndir, þ. á. m. af handritum skáldsins, málverki eftir Fridu Rusti og teikning af Matthíasi Jochumssyni eftir Hannes Hafstein. Hún er gerð um borð í Romny 1885. í eftirmála segir Árni Krist- jánsson, sem sá um útgáfu bók- arinnar meðal annars: „f þessu síðara bindi af ljóðmælum séra Matthíasar Jochumssonar eru nær öll þau kvæði, er hann þýddi á langri ævi, en þeirra frægust munu Friðþjófssaga og Manfreð, enda mynda þau meginþætti þess arar bókar. Einungis minni hátt- ar kvæðum, kveðlingum og kvæðabrotum hefir verið sleppt, auk nokkurra sálma, en hins veg- ar eru í bókinni kvæði, sem ekki hafa verið prentuð í ljóðasöfnum skáldsins fyrr, þeirra á meðal „Smiðurinn og skrúfan“ eftir Francois Coppéé Friðþjófssaga er birt hér í sinni fyrstu gerð, sem kom út árið 1866, en hún hefir í síðari útgáfum jafnan birzt í nokkuð breyttri mynd, sem skáld ið mun hafa talið taka þeirri fyrstu fram um fágun, þótt hún nái henni naumlega að frumleik". ■; -i Þetta er sjaldgæf sjón á gðtum Reykjavíkur nú á dögunum á Hverfisgötunni. orðið, en Ijósmyndari blaðsins náði þessari mynd STAKSl U\AI» 60 nemendur í Bœnda- skólanum á Hvanneyri flestir skólasveiita hafa hesta sína með AKRANESI, 18. des. — Fimm nemendur Bændaskólans á Hvanneyri brugðu sér hingað í dag, eftir að hafa setið í tímum, en á morgun fá þeir jólaleyfi. — Piltarnir voru að heimsækja fær- eyskan skólabróður sinn, Sverre Fatursson, sem legið hefir nú um skeið í Sjúkrahúsi Akraness og mun verða að dveljast þar 4 til 5 vikur enn. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, fótbrotn- e.ði Sverre, er þeir skólafélagarn- ir voru að þreyta íslenzka glímu. Brotið var sett saman uppi á Hvanneyri í fyrstu, en sú aðgerð virðist ekki hafa tekizt sem skyldi. Varð að brjóta fótlegginn upp aftur og setja síðan beinið saman að nýju, og því á Sverre svo lengi í þessu fótbroti. • ★ • Samkvæmt frásögn bændaefn anna fimm, sem higað komu í dag, eru alls 60 nemendur í Bændaskólanum á Hvanneyri í vetur, 31 í fyrstu deild, 21 í ann- arri og 8 í kandidatadeild, en hún veitir rétt til háskólanáms í búvísindum. — Nemendur eru hvaðanæva af landinu, jafnt aust an frá Hornafirði og Múlasýsl- um sem vestan af Ströndum. Sýnilegt er, að tamningaskóli Gunnars Bjarnasonar hefir mik- ið aðdráttarafl fyrir nemendur, því að flestir skólasveinar hafa hesta sína með sér að Hvanneyri. Sá er þó hængur á, að rúm er mjög takmarkað fyrir gæðing- anna við stallinn. — Og einn skólasveina gat þess, að sér þætti hátt áætlað gjaldið þar fyrir hest inn — 15 kr. á sólarhring. — Oddur. Átök BEIRUT, 17. des. — Óljósar fregn ir hafa borizt til Beirut um mik- il átök milli öryggissveita úr líbanska hernum og arabískra hjarðmanna í nánd við sýrlenzku landamærin. Tölur fallinna eru á reiki svo og upptök átakanna, en ýmist er sagt að 20 eða 50 hafi fallið. „Hámark hræsninnar“ Tíminn birtir í gær tvær inn- rammaðar greinar um samstarf- ið í V-stjórninni, a*k þess sem því er lýst með svipuðum hætti í forystugrein og a. m. k. tveim svartietursgreinum til viðbótar. Fyrri rammagreini* heitir „Há- mark hræsninnar“. Þar segir: „Það hefir legið í augum uppi, að Einar Olgeirsson og lið hans í Alþýðubandalaginu hefir verið á móti stjórnarsamstarfi vinstri flokkanna frá upphafi. Þjóðviljinn hefir oft borið þess merki, og sl. vor herti hann róð- urinn fyrir alvöru, er kommún- istar sáu, hve tæpt stóð í 1* manna nefndinni, og að ríkis- stjórninni mundi ekki stætt, nema vísitöluspólan yrði tekin úr sambandi. Einar og lið hans gerði sam- tök við hægri krata og ihaldið til þess að fella stjórnina. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins fengu enga afstöðu að taka fyrir Al- þýðusambandsþing, þótt Fram- sóknarmenn legðu fram ákveðn- ar tillögur. Þessi þokkalcga samfylk.ing náði öllum ráðUm og tókst að loka öllum leiðum. Ráðherrar Alþýðubandalagsins voru síðan látnir leggja fram hreinar skrum og málamyndatillögur. Hámarki náði svo flærðin, þeg- ar þeir, sem þannig felldu stjórn- ina og unnu opinberlega gegn henni, spinna upp lygasögur um að Framsóknarmenn hafi sundr- að stjórnarsamstarfinu. Allir landsmenn vita, að Framsóknar- flokkurinn stóð sem einn maður að stjórninni frá upphafi og var eini flokkurinn, sem það gerði. Og Tíminn var eúta málgagnið, sem studdi stjórnina heils hug- ar.“ „Lúðvík“ Síðari rammagreinin er kennd við nafn sjávarútvegsmálaráð- herrans og er á þessa leið: „Fáir menn hafa reynzt ríkis- stjórninni jafn óþarfir og einn af ráðherrum hennar, Lúðvík Jósefsson. Með ósönnum tölum og blekk- ingum hélt hann öllum málum í sjálfheldu í allan fyrravetur, og langt fram á *or. — Ekkert vit fékkst í neitt fyrr en Alþýðu- bandalagið setti nýjan mann til þess að ganga frá efnahagsmál- unum af sinni hálfu. í þessu sam- bandi mun iengi verða fræg febrúargrein Lúðvíks um 90 milljónirnar sem urðiu 280 miilj- ónir! Annan desember síðastliðinn skýrði Lúðvík frá því, að útflutn- ingssjóður þyrfti 39 millj. kr. tU viðbótar fyrir næsta ár. Útgerð- in þyrfti ekki meira. — Nokkr- um dögum seúuta kemur liátíð- leg yfirlýsing frá honum í Þjóð- viljanum, að þetta hafi hann aldrei sagt. Gamli leikurinn er þannig í fullum gangi. Fátt eða ekkert torveldaði eins störf ríkisstjórn- arinnar og þessi iðja Lúðvíks. Fulltrúar á Alþýðusambands- þinginu voru óspart „fræddir" með tölum frá Lúðvík og voru þær allar í ætt við þær, sem áður höfðu komið úr þeirri átt. Hvort er heldur verið að þjóna samstarfi vinstri manna eða kommúnisma Einars Olgeirsson- ar með slíkum vinnubrögðum?" Það lýsir svo vel hugarástandl Tímans, að hann skuli hæla sér af því, að hafa verið „eina mál- gagnið, sem studdi stjórnina heils hugar“ og segja í forystugrein- inni: „Eðlilegt er að menn harmi að þessi ríkisstjórn skyldi ekki geta setið lengur“. Þá vita menn það hvers konar stjórnarhættir það eru, sem Tim- inn telur eftirsjárverða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.