Morgunblaðið - 19.12.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.1958, Qupperneq 8
8 MOJtr-rnvT>T 4Tíif) Föstudagur 19. des. 1958 Magnús V. Jóhannesson yfirframfærslufulltrúi Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að ekki geti syrt eins sviplega og nú og aldrei svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. M. Joch. í>AÐ var kl. 9 að morgni 13. þ.m. að hringt var til mín á skrifstof- una og mér tilkynnt, að Magnús V. Jóhannesson væri dáinn, hafði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Þetta kom svo flatt upp á mig og óvænt, því að daginn áður, kl. að ganga 6, hafði ég kvatt hann hér á skrifstofunni glaðan og reifan. Ég varð því orðlaus af undrun og óhug við þessa harm- fregn, og kom mér þá í hug þessi ljóðlína eftir Bólu-Hjálmar, sem honum varð á munni, þegar hann frétti lát vinar síns, „Ég kann mér engin orð, andann rekur í stanz“. Já „ lífið er fljótt, líkt er það elding, sem blikar um nótt“. í fleiri tugi ára sem mörg hundr- uð manns hafa notið. Hann var eldheitur bind;ndis- maður, bæði á vín og tóbak, alla sína ævi, og sagði hann mér, að óbeit sín á áfengi hefði grópað sig svo fast í vitund sína strax í bernsku, vegna vínnautnar föður síns, sem var langt úr hófi, og leiddi hún til þess, að mikil fá- tækt ríkti á æskuheimili hans. Tók hann því mjög ungur þá ákvörðun að vinna ötullega gegn þeim bölvaldi, sem svo illa lék heimili foreldra hans og sem hann galt alla sína bernsku og unglingsár. En mikið lagði hann á sig strax í bernsku og lengi síðan til að bæta hag og aðstæð- ur foreldra sinna og svo síðar móður sinnar, þegar foreldrar hans höfðu slitið samvistum. Þetta varð til þess, að hann sem drengur vandist því fljótt að nýta vel það litla, sem hann á þessum árum komst yfir af aur- verk það hefur verið, bæði að leggja gjöldin á þegnanna og inn heimta þau, og hefur þá, sem oftar, komið ^pr vel fyrir hann að vera skjótur til svars og glögg- ur á rök til að verja sinn mál- stað. Enda var það svo, að þrátt fyrir að hann ynni sem starfs- maður Reykjavíkurbæjar í 37 ár að flóknum og viðkvæmum mál- um, naut hann almennra vin- sælda allt til enda, og réð þar miklu um fyrst hans góðu and- legu hæfileikar og eins hitt, að hann var í útliti og allri fram- komu mjög aðgengilegur maður, glaðlyndur, góðlegur og gæfu- legur. Hann var og mikill gæfu- maður. Eignaðist ágæta konu, Fríðu Jóhannsdóttur, sem hann giftist árið 1932. Þau hjón eign- uðust eina dóttur barna, er Svala heitir, ljómandi stúlku, sem þau ólu upp í guðsótta og góðum sið- um, menntuðu vel, bæði innan- lands og utan, og er hún nú gift prýðismanni Jóhanni Ágústssyni, bankamanni, og eiga þau einn dreng, Magnús að nafni. Heimilisfaðir var Magnús með ágætum. Reglusemi, um- hyggja og snyrtimennska um- vafði heimilið, og er glæsibrag- ur svo mikill á heimilinu, að til fádæma bregður jafnvel á þess- um stásstímum, sem nú eru, enda Magnús mikill smekkmaður og heimilið og fjölskyldan honum fyrir öllu, eins og öllum góðum fjölskyldufeðrum. Nú í lok þessara minningarorða um þennan vin minn og sam- starfsmann kveð ég hann með þökk, virðingu og vinsemd fyrir mína hönd og allra samstarfs- manna hans og öll hér óskum við konu hans, dóttur og allri fjöl skyldunni blessunar með innileg- um samúðarkveðjum. Reykjavík, 14. des. 1958. Sigurður Á. Björnsson frá Veðramóti. Þegar ég fékk þessa óvæntu frétt um lát þessa vinar míns og samstarfsmanns hjá Reykjavík urbæ í 23 ár, fannst mér, eins og eitthvað mikið væri af mér tekið, sem mér yrði ekki aftur bætt. Við svona fregnir finnst manni eins og myndist umhverfis mann eitt- hvert tóm, þannig að ekki verð- ur náð til neins. Það sveipar sig um mann einhver hula rauna og ráðaleysis. En svo þegar hugsun- in fer að átta sig, þá fara að streyma fram minningarnar frá okkar löngu kynnum og marg- víslega samstarfi við oft erfið og viðkvæm viðfangsefni, og þær minningar eru allar Ijósar og Ijúfar, því að með Magnúsi var ætíð gott að vinna, notalegt að hafa hann nálægt sér, þægilegt að blanda geði með honum. Lund- in ætíð létt, kát og græskulaus gamanyrði á hraðbergi, sem krydduðu umræðurnar, þó að um alvarleg viðfangsefni væri rætt. Hann var greindur ágæt- lega, gætinn, hygginn og rétt- sýnn, en ósýnt um að láta hlut sinn við hvern, sem var að eiga, þegar hann að athuguðu máli hafði tekið sína afstöðu. I; 1 Eg hika ekki við að segja, að mér hafi ekki fallið betur sam- starf við nokkurn annan mann í gegnum öll mín mörgu ár, og hefi ég þó oft, eins og að líkum lætur, haft samstarf við marga ágætismenn að margvíslegum málefnum. Auðvitað kom það.oft fyrir, að við deildum um lausn mála. En þegar maður deilir við mann eins og Magnús var með sinni heiðskíru hreinskilni og sann- girni, er oftast auðvelt að greiða úr ágreiningi, enda man ég ekki til, að við í eitt einasta skipti næðum ekki samkomulagi um af- greiðslu mála, sem báðir undu vel við. Magnús var heilhuga trúmaður og þess vegna mikill áhugamað- ur um kirkju og kristindómsmál. Og efast ég ekki um, að margir Reykvíkingar minnist hans góðu leiðsögu sem gæzlumanns barna- og unglingastúkna hér í bænum um. Þessi erfiði skóli varð líka til þess, að Magnús var laginn á að meðhöndla fjármuni, þannig að honum með árunum tókst að verða mjög vel efnaður maður. Magnús V. Jóhannesson var fædd ur hér í Reykjavík, í vesturbæn- um, 8. júní 1891. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðjónsson og kona hans Guðríður Þórðardóttir. Strax á ungum aldri var Magnús mjög vinnugefinn og verkhagur, enda hneigðist hugur hans mjög að smíði, og réðst hann þá í það að læra skipa- smíði, sem hann lærði hér í slippnum, og að fengnu sveins- bréfi í þeirri iðn, lagði hann leið sína til Danmerkur og vann þar í skipasmíðastöð í 2 ár. Þegar hann hvarf hingað heim aftur, stund- aði hann skipasmíði um skeið. Svo fór hann að gefa sig mjög að félagsmálum, einkum verka- lýðsmálum og blandaði sér þá nokkuð inn í stjórnmál. En hann sagði mér, að hann hefði fljótlega fengið leið á því masi og þrasi, svo að hann dró sig alveg út úr því og gaf sig aldrei að því meir. Á þessum árum réðst hann sem starfsmaður Reykjavíkur- bæjar, sat nokkur ár í Niðurjöfn- unarnefnd og vann um leið að innheimtustörfum á bæjargjöld- um og má nærri geta, hve vinsælt Old English” DRI-BRITE (frb. dræ-bræt) Fljótandi gljávax Sparar dúltinn! Léttir störfin! Er mjög drjúgt: Inniheldur undraefnið „Silicones", sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. FÆST ALLS STAÐAR Frédérique Hébrard: Sept- embermánuður. Skáldsaga. 167 bls. Gísli Jónsson þýddi með leyfi höfundar. Bóka- forlag Odds Björnssonar, Akureyri, 1958. „SEPTEMBERMÁNUÐUR" er frönsk verðlaunasaga, og því eng- in furða þó hún sé „sjaldgæflega þokkafull", eins og útgefandinn orðar það aftan á kápunni. Frakk ar hafa jafnan haft orð fyrir að segja hlutina laglega, og Frédér- ique Hébrard er í því tilliti góður fulltrúi franskra bókmennta. Sagan er skrifuð í íyrstu per- sónu og sögumaður er listakona, ung og glæsileg og gift efnilegum skáldsagnahöfundi, sem starfar hjá stóru útgáfufyrirtæki og hef- ur fengið það hlutverk að þýða sjálfsævisögu frægrar ítalskrar kvikmyndastjörnu. Þau hjónin hafa lifað í óslitinni ástarvímu heil sjö ár, þangað til hin ítalska þokkadís kemur inn í líf þeirra eins og þjófur um nótt. Kvik- myndastjarnan er af lágum stig- um, en hefur unnið sér frægð og aðdáun með fádæma dugnaði og náttúrlegum yndisþokka. Eins og menn sjá er umgerð sögunnar ekki sérlega frumleg. En inntak hennar er viðbrögð eiginkonunnar við hinum nýju aðstæðum, grunsemdir hennar, afbrýðisemi, uppburðarleysi, von leysi, örþrifaráð og loks sann- reynd hins rétta í málinu. Um þetta efr.j er fjallað af mikilli leikni og oft leiftrandi innsæi í sálarlíf eiginkonunnar. Form sögunnar krefst þess að allt er séð með augum eiginkonunnar, og af þeim sökum þarf skáld- konan ekki að gera sögupersón- unum önnur skil en þau að lýsa því hvernig þær koma eiginkon- unni fyrir sjónir. Þetta takmark- ar að sjálfsögðu persónulýsing- arnar, en það gefur frásögninni jafnframt meiri nánd: það er eins og lesandinn hafi fyrir augum sér einkabréf frá konu í vanda. Frásögnin er eðlileg og óflúruð. Umhverfinu er lýst á látlaúsan hátt og það fellur eðlilega inn í frásögnina af sálarstríði konunn- ar. Víða eru umhverfislýsingarn- ar beinlínis myndir af tilfinning- um hennar. Persónur sögunnar eru allar grunnar: það er brugðið upp svip- myndum af ýmsum manntegund- um og þær líða fyrir sjónir les- andans eins og hópganga á kvik- myndatjaldi. Aðeins ítalska þokkadísin sker sig úr: henni er lýst af ríkum skilningi og hún verður langskýrasta persónan i bókinni. Myndin af eiginmann- inum er dauf með köflum, enda er hann fyrirmyndareiginmaður og því heldur rislágur. Eiginkon- una sér maður öðruvísi en hitt fólkið, svo hún verður skýr á allt annan hátt; viðbrögð hennar og hátterni allt lýsa ósviknum kven- leik; hún er í senn saklaus og út- smogin, oft barnslega opin og ein- læg, öðrum stundum tinnuliörð og fölsk. „'Septembermánuður" er í flokki þeirra skáldsagna sem mik ið eru í tízku þessa stundina. Hún Frédérique Ilébrard fjallar um þægilegt líf fólks sem hefur engar efnalegar áhyggjur: umhverfið er glæsilegt, dýrir veitingastaðir, glæst kokteilboð, vegleg kvöldverðarboð í heima- húsum o. s. frv. Þetta er sem sagt heimur fyrir utan og ofan hvers- dagsleik hins venjulega brauð- stritsmanns: fallegur heimur, en yfirborðslegur og innihaldslítill. Við könnumst við hann úr skáld- sögu-m Francoise Sagan og ým- issa annarra tízkuhöfunda í Frakklandi, Þýzkalandi og ítalíu. Þessi heimur er í ætt við glæsi- veröld kvikmyndanna: það er eins og hann sé kjölfestulaus. En slíkur heimur er til og hvers vegna skyldu höfundar þá ekki fjalla um hann eins og önnur fyrirbæri mannlífsins? Kannski er einmitt þessi sérstaki heimur með sína annarlegu og yfirborðs- legu lífshætti mest einkennandi fyrir yfirstandandi skeið mann- kynssögunnar. Við lifum á ö!d þæginda, auglýsinga, múgsefjun- ar, stundarfrægðar, staðfestuleys is og taugaspennu. Frédérique Hébrard dregur upp heldur hugþekka mynd af þessum heimi. Hún er greinilega vel heima í umhverfi efnaðra listamanna, fágaðra listunnenda, útsmoginna spákaupmanna og gervilistamanna. En það sem ger- ir sögu hennar minnisstæða og gefur henni þetta sérkennilega franska yfirbragð eru hinar hug- ljómandi leifturmyndir af sálar- lífi persónanna, og þá einkanlega eiginkonunnar. Eins og af tilvilj- un stendur lesandinn andspænis frumlegri skynjun á tilfinninga- lífi manneskjunnar og kinkar kolli: já þetta var hárrétt athug- að. En sagan er ekki í neinum skilningi mikið skáldverk. Hún er vel gerð frásögn af stuttu skeiði í lífi þriggja persóna: það er fjallað á nýstárlegan hátt um hinn aldagamla „þríhyrning“. Málið er mjög áferðargott, hvergi kemur fyrir klúðursleg setning eða klaufaleg athuga- semd. Það er vandlega unnið úr því efni sem fyrir liggur, en sjálf- ur söguþráðurinn er heldur lítil- vægur og lokamðurstaðan illa undirbúin, þé hún sé sannferðug. Manni finnst skýringin í sögulok dálítið fátækleg eftir allt sem á undan er gengið, en þess ber auð- vitað að gæta að meira og minna af því, sem á undan er gengið, er hugarturður eiginkonunnar, sem söguna segir. Saga Söndru, kvikmyndastjörn unnar, er kannski merkilegasti kaflinn í bókinni, því þar er brugðið upp mynd af nútíma- fyrirbæri, sem er í senti umhugs- unarvert og uggvekjandi. Eigin- konan lýsir því vel á einum stað í sögunni: „En í raun og sann- leika var Sandra ekki leikkona. Hún var búin til í kvikmynda- heiminum. Hún hafði ekki í sér köllunina, neistann. Þess í stað var viljinn að brjótast áfram að viðbættri heppni og öðrum góð- um eiginleikum. Veröldin var leiksviðið, þar sem hún lék hlut- verk sitt viðstöðulaust. Ekkert er jafnhverfult og frægð þessara litlu gersema af mannlegu holdi. Án ljóma frægðarinnar eru Söndrurnar ekki til. Og glötunin, sem bíður þeirra, vacpar enn meiri ljóma um feril þeirra á sviði lífsins" (bls. 84). Ég skal ekki segja hvort þýð- ing Gísla Jónssonar menntaskóla- kennara er „snilldarleg“ eins og útgefandinn segir aftan á bók- inni, en hún er tvímælalaust mjög góð. Hann virðist hafa náð hinum nærfellda kvenlega stíl höfundar- ins, og víða er skemmtilegt nýja- bragð af íslenzkunni eins og vera ber þegar fjallað er um efni sem eru okkur á einhvern hátt nýstár- l«g- Að vísu má segja að þýðandinn tefli stundum á tæpasta vað um notkun íslenzkunnar, þegar hann vill vera gagnorður: „Sjálf var hún í grænum silkikjól, slíkum sem tízkan mundi áreiðanlega verða eftir fáeinar vikur“ (47), „Hún hafði komið seint og beðið þess að ónáða sig ekki“ 113), „Þokan var svo þykk að ég gat ekkert greint frá öðru“ (148), „veik henni afsíðis um hálft orð“ (161), en slík dæmi eru ekki mörg og um þau má eflaust deila. Sömuleiðis finnst mér Gísli hafa tekið fullmiklu ástfóstri við for- setninguna „um“: „öfundsjúk um fegurð annarra kvenna“ (48), „tillitssemi um mig“ (73), „af- brýðissöm um samsekt þeirra“ (90). Að þessu slepptu er þýðing- in á sérlega þjálu og fersku máli. Frágangurinn á bókinni er til fyrirmyndar, nema hvað ég rakst á tvær prentvillur! Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.