Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 10

Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. des. 1958 Jólagjöf okkar í ár 20 % afsláttur af öllum kápum Notið tækifærið og gefið konunni góða kápu í jólagjöf. MARUIIRIHI HAFNARSTRÆTI 5 NÝ SENDING amerískir kjólar balloon kjólar empire kjólar MARKADURINN EAUGAVEG 89 snyrtivörur eru ætíð mjög kærkomin jóíagjöf. MARKAÐURINN HAFNAivSXRÆTI 11 sending amerísk náttföt MARKAOURINN I<AUGAVEG 89 P • •• IA r .Sjotiu ara Stefanía Císladóttir OKKUR virðist sem 70 ár, séu lengi að líða, en liðin eru þau furðu stutt, aðeins snertispölur. Hjá sumum skapa árin leiða og trega og jafnvel önuglyndi — en aðrir íagna og lifa í gleði og góðu skapi, þótt árafjöldinn hlaðist upp — vita sem er að ekki er hægt að bæta lífið, með því að starfa með hinum neikvæðu öfl- um. Stefanía Gísladóttir, Hvg. 39, sem í dag er 70 ára, hefur allt sitt líf starfað í gleði í hverju sem að höndum bar — og í dag er hún jöfn sem áður, glöð og uppörvandi, eins og á bezta skeiði lífsins. Árin hafa ekki sigrað hana — hún hefur sigrað árin — og sá sigur verður af engum tek- inn. Ég rek ekki æviferil hennar hér, að neinu ráði — en ættuð er hún frá Stokkseyri — gekk á Kennaraskólann — og eitt sinn kenndi hún málleysingjum. Síðustu 50 árin hefur hún starf- að við verzlun Ámunda Árnason- ar, og staðið fyrir þeirri verzlun síðan 1923. Árið 1928 giftist hún Ámunda Árnasyni og eignuðust þau eina dóttur, Guðnýju, sem nú býr í Florida, gift ísl. lækni þar, Úlfari Jónssyni. Stefanía missti mann sinn eftir 8 ára sambúð og tók hún þá for- ustuna um rekstur verzlunarinn- ar og umönnun tveggja dætra Ámunda frá fyrra hjónabandi. Allt gekk þetta eins og bezt var á kosið hjá Stefaníu, þótt oft blési ekki byrlega — en alla örð- ugleika sigraði hún með útsjón og fyrirhyggju. í dag lítur Stefanía yfir farinn veg og sjá hann er bjartur og fagur — og hún getur horft áfram inn á hinn ófarna veg með á- nægju — því sú skaphöfn sem hún hefir tamið sér — getur að- eins alið af sér hamingju í lífi og starfi — því lífið sjálft svarar manni alltaf í sama tón og maður ávarpar það. — Stefanía — þakka þér ánægju- legar samverustundir og til ham- ingju með öll ókomnu árin. Huxley Ólafsson. HVÍTÖL Skógstrendingar sigruðu í skákkeppni STYKKISHÓLMI, 17. des. — Ný- lega er lokið hér sveitarkeppni í skák á vegum Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu. — Sjö félög tóku þátt í keppninni, en frá hverju félagi keppti ein sex manna sveit. Héraðinu var skipt í tvö svæði. Á öðru svæðinu sigraði sveit Skógstrendinga, en á hinu sveit Ólafsvíkinga. — f úrslitakeppn- inni, sem fram fór að Vegamót- um 14. þ.m., sigruðu Skógstrend- ingar Ólafsvíkinga með 5 V-t vinn- ing gegn V2. Sveit Skógstrendinga var þann- ig skipuð: Guðmundur Daðason, Ósi; Þórður Indriðason, Keis- bakka; Jóhann Þorsteinsson, Vörðufelli; Jón Guðmundsson, Ósi; Gísli Gunnlaugsson, Innra- Leiti, og Daníel Njálsson, Breiða- bólstað. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem héraðskeppni í skák fer fram hér á Snæfellsnesi. — Árni. R.ACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Simi 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla I LITRATALI Tilvalinn jéladrykkur Selt hjá H.í Ölgerðin Egill Skallagrímsson Frakkastíg 14 b. Kœrkomin nýjung fyrir Reykvíkinga ► Bókhlaðan Laugaveg 471 — Sendum með jólasveinum jóla- ► ► ► ► gjafir — keyptar i verzluninni heim ► ► ► til viðtakenda kl. 2-6 á abfangadag. ► ► ► Móttaka til kl. 22 á laugardagskvöld. f ékhlaðan Laugaveg 47 ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.