Morgunblaðið - 19.12.1958, Síða 13
Fðstudagur 19. des. 1958
MORSVNBLAÐIÐ
13
Það kemst upp í vana að sjá barna-
börnin aðeins endrum og eins
Spjallað við menningarfulltrúa bandaríska
sendiráðsins, starf hennar—og barnabornin
ÞAÐ var hvasst og gekk á með
éljum árla morguns í desember,
er ég lagði leið mína upp eftir
Laugavegi til að hitta að máli
bandaríska konu, frú Mildred B.
Allport. Eins og títt er um ís-
lendinga í skammdeginu, var ég
naumast búin að nudda stírurnar
úr augunum svo snemma dags,
en ég hitti frú Allport fyrir
hressa í bragði og morgunglaða,
enda mun það vera venja flestra
Bandaríkjamanna að rísasnemma
úr rekkju. Ef til vill má segja,
að á þeim sannist málsliátturinn:
Morgunstund gefur gull í mund.
Frú Allport kom hingað í sept-
emberlok til að taka við starfi
menningarfulltrúa bandaríska
sendiráðsins hér.
— Ég kann ágætlegi við lofts-
lagið hér, segir frú Allport ákveð
in, þó að-haglélin dynji á glugga-
rúðunum í skrifstofu hennar í
Upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna. Veðrið er að vísu vont í
dag, en það var indælt í ágúst,
er ég kom hingað sem snöggvast
til að kynna mér aðstæður og út-
vega mér íbúð.
Hefir starfað 13 ár í Sviss og
Þýzkalandi
Frúin hefir starfað um 17 ára
skeið á vegum Upplýsingaþjón-
ustunnar, þar af 13 ár í Sviss og
Þýzkalandi.
Hún er ættuð frá Cleveland í
Ohio og sturdaði héskólanám í
sögu og tónlist við Western Re-
serve University þar í borg. Síðar
lagði hún stund á tungumálanám
í Berlín og talar þýzku reiprenn-
andi. En ég er dálítið ryðguð í
frönskunni, segir frú Allport.
Mann sinn missti hún fyrir
allmörgum árum frá tveimur son-
um þeirra hjóna. Þegar hún hafði
komið þeim til mennta, gerðist
hún starfsmaður Upplýsingaþjón
ustunnar, fyrst í Washington, síð-
ar í New York.
★
Árið 1945 hélt hún til Sviss og
veitti forstöðu skrifstofu Upplýs-
ingaþjónustunnar í Bern í fimrn
ár. Þá var hún aftur í Washing-
ton um skeið, en fór svo til Þýzka
lands 1951 og var menningar-
fulltrúi við bandaríska sendiráð-
ið þar í átta ár. Var sandiráðið
fyrst í Frankfurt, en síðar reistu
Bandaríkjamenn sendiráðsbygg-
ingu í Bonn, og fluttist hún þá
þangað.
— Ferðir mínar yfir Atlants-
hafið eru orðnar svo margar, að
ég hefi naumast tölu á þeim leng-
ur, segir frú Allport.
Það kemst upp í vana að sjá
ástvini sína aðeins endrum og
eins.
í Bandaríkjunum munu konur
eiga þess betri kost en víðast
annars staðar að vinna þau störf,
sem þeim eru hugleikin. Það mun
fremur fátítt — jafnvel um
bandarískar konur, — að þær
starfi erlendis árum saman, eins
og frú Allport hefir gert. En hún
hefir yndi af starfi sínu, þótt sá
böggull fylgi skammrifi að dvelj-
ast fjarri ástvinum sínum. Synir
hennar eru nú kvæntir menn
vestanhafs og eiga börn og buru.
En það er líka bragð að því að.
eiga ömmu á fslandi, og „það
kemst upp í vana að fá ekki að
sjá börnin sín og barnabörnin
nema endrum og eins“, segir
amman æðrulaus á svip.Það kost-
arar reyndar ofurlítið átak að
kalla hana ömmu, því að frúin
er svo ungleg og fjörleg í fasi,
að engum dettur amma í hug,
þar sem hún fer.
★
— Mér féll mjög vel að starfa
í Sviss, segir frú Allport. Það má
teljast einkennandi fyrir Sviss og
Svisslendinga, að þar er ávallt
hægt að finna öll þau skjöl og
fá allar þær upplýsingar, sem
mann vanhagar um. Allt er í röð
og reglu. Ef til vill er þetta mjög
eðlilegt, þar sem þessi hlutlausa
þjóð hefur um svo margra ára
skeið búið við" efnahagslegt og
stjórnmálalegt öryggi. Hins vegar
hafa Þjóðverjar ekki notið slíks
öryggis, þó að margt sé að öðru
leyti líkt með þýzka hlutann af
’Sviss og Þýzkalandi sjálfu.
Ánægjulegt er erfitt starf
Mér þótti í senn fróðlegt og
ánægjulegt að vinna í Þýzka-
landi. Er ég kom þangað, voru 6
ár liðin frá lokum styrjaldarinn-
ar, en samt biðu fjölmörg verk-
efni úrlausnar. Starf menningar-
íulltrúa þar var viðamikið, og
var því skipt svo, að það kom
í minn hlut að vinna með samtök-
um kvenna þar í landi og reyna
að hjálpa þeim eftir mætti við
að koma starfsemi sinni í samt
lag heima fyrir og efla samband
þeiira við alþjóðasamtök kvenna.
Þetta var á ýmsan hátt erfitt
verk. Við veittum þeim m. a. að-
stoð við að hefja útgáfu fyrsta
tímaritsins, sem samtökin gáfu út
eftir styrjöldina.
Konur í Þýzkalandi áttu við
mörg örðug vandamál að etja um
þessar mundir. Þess má t. d. geta,
að konur voru 7 milljónum fleiri
en karlar, en það var út af fyrir
sig mikið vandamál. — Það er
svo einnig afleiðing þessa mis-
munar, hvað konur vinna marg-
vísleg störf, sem tíðara er, að
karlmenn inni af hendi. Má þar
til nefna ráðgjafarstörf í ráðu-
neytum varðandi flóttamenn,
æskufólk, heimili, húsrtæðismál,
landbúnað og svo mætti lengi
telja.
Gagnkvæm skipti á mennta-
mönnum mjög mikilsverð
Ég held, að allir Bandaríkja-
menn, sem fóru til Þýzkalands til
starfa þar eftir styröldina, hafi
talið það skyldu sína að leggja
sig fram um að koma Þjóðverj-
um á réttan kjöl siðferðilega,
þjóðfélagslega, efnahagslega og
stjórnmálalega. Einn mikilvæg-
asti þáttur í þessari viðleitni er
hið svonefnda „exchange pro-
gram“, gagnkvæm skipti á náms-
mönnum og menntamönnum. Slík
skipti ná til 57 þjóða. Alls munu
rúmlega 11 þús. Þjóðverjar hafa
farið til Bandaríkjanna í kynnis-
ferðir, fyrirlestrarferðir og til
námsdvalar vegna þessara skipta.
★
Hér á íslandi er þessi þáttur
í starfi menningarfulltrúans einn
ig langmikilvægastur, þó að við-
fangsefnin hér séu að öðru leyti
frábrugðin þeim verkefnum, sem
leysa þurfti í Þýzkalandi.
Óvenjuauðvelt að fá erlendar
bækur á íslandi
Frú Allport hefir aðeins dval-
izt hér skamman tíma, en hyggur
samt gott til starfa hér. Segist
hún til þessa hafa mætt eingöngu
skilningi og alúð í skiptum sínum
við íslendinga. Henni þykja bóka
búðir hér mjög góðar, og hún tel-
ur það vera athyglisvert, hversu
auðvelt er að fá bækur á erlend-
um málum. Segir hún, að hvorki
Sviss né Þýzkaland komist til
jafns við Island í þessum efnum.
Ef til vill verður frúin, áður en
varir, farin að lesa bækur á ís-
lenzku, þar sem hún er þegar
byrjuð að læra málið.
— Ég kann auðvitað lítið enn-
þá — já, nei, þökk fyrir siðast og
annað slíkt. — Málið er erfitt
viðfangs, en ég legg mig alla fram
við námið, segir frú Allport að
lokum. G. St.
Ferðir mínar yfir Atlantshafið eru orðnar svo margar, að ég
hefi naumast tölu á þeim lengur, segir frú Allport.
Ungmennafélagið Ingólf-
ur í Holtum 50 ára
AfmæHsins var minnzt með samkomu
MYKJUNESI, 15. des. — Síðast-
liðið laugardagskvöld, hinn 13.
þ. m., minntist ungmennafélagið
Ingólfur í Holtum 50 ára afmælis
síns með samkomu að Lauga-
landi. — Samkoman hófst með
því, að formaður félagsins flutti
ávarp og bauð fólk velkomið. Á
meðan setið var að borðum var
flutt ágrip af sögu félagsins. Auk
þess voru margar ræður fluttar,
lesið upp og sungnar gamanvísur.
Á milli atriða var svo almennur
söngur, sem fsak Eiríksson kaup-
félagsstjóri á Rauðalæk stjórnaði.
Á meðal gesta voru þeir Sig-
urður Greipsson, formaður hér-
aðssambandsins Skarphéðins, er
flutti snjalla ræðu, og Guðmund-
ur Daníelsson rithöfundur, sem
las upp kafla úr skáldsögu sinni,
Hrafnhettu.
Þegar borð höfðu verið upp tek
in, var sýnd kvikmynd og síðan
fluttur leikþáttur, en loks var
stiginn^dans — til kl. hálfsjö að
morgni. — Manníagnað þennan
sóttu nær hundrað og fimmtíu
manns, og skemmti fólk sér hið
bezta.
★
Ungmennafélagið Ingólfur var
Grjótkast úr glerhúsi
Áíjpýhublaðið talar um óskilvísi
í ALÞÝÐUBLAÐINU í gær er
verið með ónot í garð bæjarins út
af því, að ekki sé búið að greiða
launauppbætur til bæjarstarfs-
manna eins og ríkisstarfsmenn
séu búnir að fá.
Ber sannarlega við það, sem
nýrra er, ef Alþýðublaðið gerir
sér áhyggjur út af því, að bæj-
urstarfsmenn séu illa haldnir,
hvað launagreiðslur snertir.
Mbl. hefur aflað sér upplýsinga
um ástæður til þess, að umrædd-
ar uppbætur hafa ekki verið
greiddar.
Þegar vísitalan „týndist“
í stjórnarráðinu.
Um sl. mánaðamót reyndist ó-
mögulegt að fá upplýst við hvaða
vísitölu ætti að miða launaútreikn
inga. Til þess að laun yrðu greidd
1. des., var því ákveðið að miða
við þá vísitölu, er gilti í nóvem-
ber.
Þegar dýrtíðinni var dembt
yfir nú um mánaðamótin, varð
að sjálfsögðu að reikna út að
nýju öll íaun. Auk þess þarf að
reikna út 6% og 9% launabætur,
er bæjarstjórn samþykkti á síð-
asta fundi sínum að greiddar
skyldu.
Hér er um mjög mikið verk
verk að ræða og er því nú lokið
að kalla, og má vænta þess að
launabætur verði greiddar næstu
daga.
Heggur sá er hlífa skyldi.
Annars kemur það úr hörðustu
átt, þegar Alþýðublaðið er að
brigzla bæjarsjóði um vanskil.
Mun leitun á öðru eins vanskila-
fyrirtæki og því blaði. Almenna
reglan er sú, að útsvör fastra
starfsmanna eru tekin reglulega
af launum og skilar atvinnurek-
andi þeim síðan til bæjarsjóðs.
Þykir öllum aðilum þetta heppi-
legt fyrirkomulag. Einn atvinnu-
rekandi hefur þó vanrækt skyldu
sína í þessu efni og það er atvinnu
rekandi þeirra Alþbl.-manna.
Svo illa gekk að fá hann til að
gera skil, að ekki reyndist unnt
að láta hann annast þessa milli-
göngu og var því hætt. Slíkt er
algert einsdæmi.
Ekki hefur þó orðið siðabót hjá
starfsmönnunum. Á 2. síðu blaðs
ins eru tilgreindir aðalstarfs-
menn þess. Á 3 þeirra eru lögð
útsvör hér í bænum. Enginn
þeirra hefur gert skil. Vegna
þessara vanskila hafa nú verið
gerð lögtök hjá þeim öllum. Eftir
lögtak rausnaðist einn þeirra til
að greiða tæpan fimmtung út-
svarsins. Að öðru leyti eru út-
svörin ógreidd.
Nú má vel vera, að ástæður
þessara manna séu erfiðar, blaðið
borgi seint og illa o. s. frv.
En hitt er víst, að erfiðlega
gengi að inna af hendi greiðslur
launabóta úr bæjarsjóði og aðrar
greiðslur, ef skilsemin hjá öllum
væri á borð við það, sem gerist
hjá Alþýðublaðsmönnum.
Það kemur því sannarlega úr
hörðustu átt, þegar slikir óskila-
gemsar eru að spinna upp sög-
ur um óskilsemi bæjarsjóðs al-
gerlega að tilefnislausu. Þegar
þeir eru sjálfir búnir að gera skil,
getur verið ástæða til að gagn-
rýna aðra, en fyrr ekki.
stofnað 2. ágúst árið 1908. Stofn-
endur voru ellefu, og eru fimm
þeirra enn á lífi, m. a. þeir þrír
menn, sem mynduðu undirbún-
ingsstjórn félagsins og höíðu veg
og vanda af stofnun þess. Voru
þeir allir viðstaddir afmælisfagn-
að þennan og voru þar kjörnir
heiðursfélagar Ingólfs. Þessir
þrír heiðursmenn eru: Gunnar
Einarsson í Marteinstungu, er var
fyrsti formaður félagsins, Gunnar
Runólfsson, hreppstjóri að Syðri-
Rauðalæk, og Sigurður Sigurðs-
son á Helluvaði.
Ungmennafélagið hefir starfað
óslitið þessi 50 ár og jafnan látið
öll menningar- og framfaramál
sveitarinnar til sín taka. — Það
hefir haft mörgum góðum mönn-
um á að skipa og auðnazt að bera
mörg stórmál fram til sigurs.
Margir menn eiga O’ ðið rætur
í félaginu og hugsa með gleði til
starfa sinna þar. — Það var til-
kynnt á samkomunni, að gamlir
félagar hefðu ákveðið að gefa
félaginu segulbandstæki. Hafa
þeir oft sýnt hinu gamla félagi
sínu mikla raektarsemi og jafnan
íylgzt með störfum þess
Stjórn Ingólfs skipa nú þessir
menn: Hermann Sigurjonsson,
Raftholti, formaður; Dagbjört
Þórðardóttir, Kvíarholti, ritari,
og Pálmar Guðjónsson, Syðri-
Rauðalæk, gjaldkeri. — Meðlimir
félagsins eru nú um 80 talsins.
Beztu óskir fylgja félaginu, er
það heldur nú fram á sjötta ára-
tuginn.
— M. G.
BELGRAD, 17. des. — Samkv.
áreiðanlegum heimildum hefur
júgóslavneska stjórnin beðið Ráð-
stjórnina afsökunar á skopteikn-
ingu, sem birtist í júgóslavnesku
vikuriti á dögunum. Þetta rit er
eitt hið útbreiddasta í Júgóslav-
íu, gefið út í 400 þús. eintökum
— en síðasta hefti þess var gert
upptækt um leið og það kom á
markaðinn, vegna fyrrgreindrar
teikningar af Krúsjeff. Þessi
bannfærða mynd sýndi Krúsjeff í
rakarastofu, þar sem hann sat
undir mynd af Stalín. En rak-
arinn, sem er að búa sig undir
að hefja raksturinn, segir við
Krúsjeff og lítur um leið á Stal-
ínsmyndina: Félagi Krúsjeff,
hvað segið þér um yfirvaraskegg?